Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Menn eru að snúast í hring í loftinu Ferdinand Smáfólk Þú stendur ein- mitt þar sem snjó- karlinn minn stóð þegar hann bráðn- aði. Skuggalegt. Frá Páli Pálssyni: ÁR EFTIR ár eru sömu vandræðin og úrræðaleysið látin stórskaða þúsundir manna. Það þurfti heila heimsstyijöld til þess að kenna ís- lendingum að nota kuldaúlpur. Hvað þarf til þess að hindra, að 100 manns brotni á einum sólarhring? Trúlega eitthvað allt annað en sof- andi félög og hugmyndasnauða menn. í nokkur ár hef ég sagt ýmsum aðilum og t.d. þeim sem bendla sig við öryggis- og neytendamál hvern- ig auðvelt er að komast hjá því að detta í hálku. Ég hef líka sýnt ýmsum einfalt og gott ráð til þess að draga mjög úr eða losna við hin fjölmörgu hálkuslys, sem setjaorðið mark sitt á hvern einasta vetur. Og víða hafa viðbrögðin orðið þau, að margir virðast hafa afar gaman af að tala um hlutina á fullu kaupi og gera síðan sem allra minnst á fullu kaupi. í tollflokk með Iúxusvörum í Reykjavík var lengi verslun, sem hét Geysir. Um tíma var hægt að fá þar skóhlífar, sem margir muna enn, að voru frábærar í hálku. Á botninum var gróft vetrarmynst- ur og það neglt með fíngerðum pinnum. Fáir duttu í hálku á svona útbúnaði enda seldist þetta fljótt upp. í Geysi var mér sagt að þess- ar ágætu vetrarskóhlífar kæmu frá Svíþjóð. Svo hefði einhver ráðuneyt- isspekingurinn fundið það út, að þessa vöru mætti ekki flokka undir öryggisbúnað, heldur sem lúxus- vöru. Þar með var þetta sett í allt ánnan tollflokk. Síðan var mér sagt í Geysi, að þá hefðu þeir hætt að panta þessar skóhlífar, af því að „enginn mundi kaupa þetta sem hátollaðan lúxusvarning". Því mið- ur er nú þessi ágæta og víðfræga verslun hætt. Mannbroddar Ef það er lúxus að losna við að detta, verður það þá ekki fljótlega ennþá meiri lúxus' að fá gert að beinbroti? Örugga ráðið, -sem ekki mátti lengur nota, var víst alltof ódýrt og alltof einfalt! í staðinn er nú talað einhver ósköp um mannbrodda. Auðvitað eru þeir góðir, þar sem þeir eiga við. Þeir eiga t.d. vel við í svelluðum flallahlíðum eða brekkum og á lengri göngum, þar sem ekki þarf að taka af sér strax og menn hafa sett þá á sig. Þetta er auðvitað mörgum vel ljóst. En lítum til þeirra þúsunda manna í þéttbýli, sem þurfa að ganga mikið á fljúgandi hálum gangstéttum og afgreiða fjölda mála hjá ýmsum stofnunum og verslunum. Hvort skyldi nú vera betra og þægilegra fyrir þetta fólk að fara í skóhlífar og úr þeim eða láta festa brodda undir skó sína? Hvort skyldi vera betra og þægilegra að nota skóhlífarnar góðu eða þá að þurfa sitt á hvað að spenna á sig mann- brodda og taka þá af? Og hvort skyldi svo fara betur með gólf í hinum ýmsu stofnunum? Enginn vafi er á því að ráðið mitt mun duga fjölda manns vel og trúlega best þeim sem eru miðaldra og eldri. Mörgum hefur orðið hált á svellinu Sjálfsagt er best að leyfa þeim að sofa áfram, sem ekki geta hugs- að sér annað, eftir að sýnast vera búnir „að snúast alltof marga hringi í loftinu“ af úrræðaleysi. Ég bið hins vegar hugsjónamennina að koma nú skjótt til hjálpar hundruð- um og jafnvel þúsund manna, sem detta, slasast og brotna í hálku á hvetjum einasta vetri. Vonandi vill svo einhver hugsjónamaðurinn gera ráðleggingar mínar að veruleika. Raunar þarf ekki annað en að leyfa fólki að fá það, sem einu sinni dugði því best í hálku, en var af því tek- ið, bara af því að einhver þurfti að láta bera á „viskunni" sinni. Þegar svo þessum málum hefur verið kippt í lag, þarf Ágúst Kárason læknir á Slysadeild Borgarspítalans ekki að „óttast að mörgum verði hált á svellinu í nótt“! En það var einmitt hann sem lýsti ófremdarástandinu rækilega og eftirminnilega í Morg- unblaðinu 4. febrúar: „Menn eru að snúast í hring í loftinu og lenda allavega þannig að þetta eru alls konar brot.“ í þessari grein var ég að benda á gott mál, sem var klúðrað og eyðilagt og ég benti á eyðilagt mál, sem fæst ekki lagfært. PÁLL PÁLSSON, sóknarprestur á Bergþórshvoli. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.