Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 1
; ] "/.,-n >' r 5 o v AUGLYSilMG Hvaða heimsmynd vilt þú ? Þessi mynd sýnir eyðslu þjóða heims í vopn og hernað nær þúsund billjónir bandaríkjadala, í hlutfalli við þá fjármuni sem þarf til að leysa mörg vandamál heimsins. DODDpDDDDDpDDQDDDDDCí DDpDDDDDDDDDDDDDDDDDÍ OCDDDCGGQPDDDBDDDDr Œ i j| H, i "IDDDDl DDQ DDL DDDD DDDDODDDDÍ Eftirgjöf ÞROUNNARÞJÓÐA Uppræta ólæsi FYRIR ALLA ¦ DDDDDD MmmiLjKtymimmr^ *™« '¦?¦] * M !£í MH ftite -l ~ ¦ 3DDDDQDDDDDDDC "IDC Hreint vatn fyrir alla Iddddddddö IDDDDC Ef þú ættir að gera innkaupalista fyrir mannkyn og jörð, hvað mynd- ir þú láta ganga fyrir? Væri ekki eðlilegt að láta brýnustu lífsnauðsynjar ganga fyrir. Svo sem hreint og ómengað vatn, matvæli og heilsugæslu. Þá viltu hafa hreint í kringum þig, geta andað að þér hreinu og ómeng- uðu lofti svo þú vilt úthluta ómengaðri orku öllum til handa og þannig bjarga heiminum frá öðru Chernobyl slysi. Þú vilt fjáríesta í nýjum og hreinum orkugjöfum , og þú setur það á listann. Einnig finnst þér það lágmarkskrafa að hafa þak yfir höfuðið, og að nágrannar þínir kunni að lesa og skrifa og virði lágmarks umgengnisreglur. Þessvegna bætir þú lágmarksmenntun handa öllum með á listann. Þetta myndi að sjálfsögðu einnig leiða til meiri stöðugleika í mannfjölguninni. En höfum við efni á þessu? Kostnaðurinn skiptir milljörðum. En hvað kostar að gera þetta ekki? Hver er framtíð okkar ef jörðin verður óbyggjandi vegna mengunar. Eða ef fátæku þjóðirnar, vegna skorts á menntun og getnaðarvörnum, halda áfram að fjölga sér sjö sinnum hrað- ar en vesturlandabúar. Eigum við kannski að halda áfram að fjárfesta í vopnum, svo ef þetta fólk brýst til uppreisnar einn góðan veðurdag, get- um við sent á það eina eða tvær kjarnorkusprengjur af „nýjustu gerð"? Staðreyndin er sú að meðan heimsbyggðin eyðir trilljónum í ný vopn og stríðsrekstur á hverju ári, gætum við fyrir aðeins um 25% af þeirri upphæð komið í framkvæmd því sem er á innkaupalistanum. Alþjóðleg friðarstofnun á íslandi Á árinu 1993 komu saman aðilar af ýmsum þjóðernum og stofnuðu undir- búningsfélag (United World Foundation) með því markmiði að sameina friðarsamtök heims ásamt fyrirtækjum, einstaklingum og stjórnmála- mönnum í sameiginlegt átak um alheimsfrið og þróunar- og umhverfis- mál. Markmið átaksins er að leysa varnar-, þróunar og -mannúðarmál með breyttu hugarfari. Til að kynna málið stóðum við fyrir alþjóðlegri friðarráðstefnu í Barcelona á Spáni í Apríl 1994, þar sem komu saman aðilar frá friðarsam- tökum, fulltrúar ríkisstjórna og fólk í viðskiptum. Þar voru lögð fyrstu drögin að PEACE-2000 „"FRIÐUR-2000"„ Ástæða þess að ísland hefur verið valið sem heimasetur stofnunar- innar „"FRIÐUR-2000",, er sú að land okkar stendur sJrn einstök fyrir- mynd fyrir aðrár þjóðir: <~ 4<| '*%& • íslendingar eru eina þjóðin sem aldrei hefur haft skipulagðá herþjón- ustu og skólakerfi landsins kennir ekki hernað og manndráp. • ísland er með samníng við annan aðila um varnarmál. Á sama hátt gæfu aðrar þjóðir leyst sín öryggis- og varnarmál, með samningum við stofnun eins og Sameinuðu þjóðirnar. • Island er eitt ómengaðasta land heims. Við notum náttúrulega orku við hitun heimahúsa og til framleiðslu raforku. Aðrar þjóðir geta notað sólar, vind og sjávarorku í mun ríkari mæli en hú er gert. • Lega landsins og álit fólks erlendis á íslandi sem hlutlausu og traustu lýðveldi, með elsta virka þing heims. Árið 1985 var Reykjavík valin sem fundarstaður fyrir leiðtogafund Stórveldanna,en sá fundur átti einn stærsta þáttinn í að stöðva kalda stríðið. ísland er því kjörið sem aðsetur alþjóðlegra friðarstofnuna. Stofnunin „FRIÐUR-2000" mun stuðla að breyttuhugarfari í heimsmálum. Við munum beita okkur fyrir eftirfarandi: • Að fá kíacnorkuvopn bönnuð með alþjóðlegri lagagerð. • Endurskipulagningu Sameinuðu Þjóðanna með því markmiði að stofn- unin verði lýðraeðif legri og í stakk búin til að takast á við öryggis og þró- unarmál heimsins. ** \ - * *. • Fjárfesting í þróunarverkefnum til aðstoðar Austur Evrópu og þróunar- landa, meðal annars með breytingum á hergagnaverksmiðjum til fram- leiðslu á tækjum til orkuf ramleiöslu með sólar, vind og sjávarorku. • Gerð og dreifing á sjónvarpsefni til að vekja athygli almennings á þess- um málum. • Koma á kennslu um friðar, þróunar og samskiptamál í skólakerfi þjóða heims til að byggja grunn að friðsamlegum heimi og skilningi kynslóða framtíðarinnar. • Veita mannúðarsamtökum aðstoð í málum sem tengjast skaða af völd- um kjarnorkuófriðar og eyðslu í hernað, og sýna fram á hvernig hægt er með breyttu hugarfari, að leysa slík mál til frambúðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.