Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 1
PÓSTDREIFING ; Wg&WBS Þúfan sem vagg- 1 tfejr r aði hlassinu /4 SJÓNARHORN Feröamál á krossgötum /6 HÖNNUN Aö skapa nútíma- lega ímynd /8 VIDSKIPn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 BLAÐ Hlutabréf ÞINGVÍSITALA hlutabréfa náði enn sögulegu hámarki í byijun vikunnar. Hún náði 1068,05 á mánudag og hafði þá hækkað um rétt rúm 4% frá áramótum. í gær mældist þingvísitalan við lokun Verðbréfaþings 1064,70, eða litlu lægri en á mánudag. Flugstöð FLUGRÁÐ segir í ályktun að nauðsynlegt sé að hefjast þegar handa við að finna fjárhagslegan grundvöll fyrir byggingu flug- stöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Minnt er á að við samþykkt flug- málaáætlunar árið 1986 hefði ver- ið gert ráð fyrir sérframlögum til nýrrar flugstöðvar og end- urnýjunar flugbrauta, en nauð- synlegt sé að hefjast handa við síðamefndu framkvæmdirnar af öryggisástæðum árið 1997. Kaffi KAFFIVERÐ hækkaði í gær í London og hefur ekki verið hærra það sem af er ársins. Verð á tonn- inu fór upp í 3205 dollara, einkum vegna mikilla kaupa á kaffisamn- ingum í New York. Sumir hrávör- umiðlarar töldu þó að verðið væri nú orðið of hátt, að sögn Reuters- fréttastofunnar. SÖLUGENGIDOLLARS Hlutabréfaeign Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í árslok 1993 og 1994 Hlutabréfin eru metin á framreiknuðu kostnaðarverði eða markaðsverði í árslok, eftir því hvort er lægra. Hlutafélag Hlutabr.elgn, bókfært verð 31.12.1994 Eignar- liluti í félagi Hlutabr. eign, bókfært verð 31.12.1993 Eignar- hluti í félagi Ármannsfell hf. 398.180 0,4% 555.600 0,4% Draupnissjóðurinn hf. 55.093.579 7,1% 54.101.007 7,1% Eignarh.fél. Alþýðub. hf. 72.189.486 7,8% 65.933.965 7,0% Féfang hf. 29.683.742 10,7% 28.874.581 10,7% Fjárfestlngafél. íslands hf. 0 22.036.110 10,6% Flugleiðir hf. 194.685.690 6,3% 151.096.210 6,3% Grandi hf. 70.317.553 3,2% 51.691.937 2,7% H.f. Eimskipafélag íslands 232.574.013 4,2% 176.643.125 4,0% Hampiðjan hf. 15.208.136 3,8% 14.022.408 3,6% Haraldur Böðvarsson hf. 23.100.000 4,4% 17.360.000 2,2% íslandsbanki hf. 406.108.565 10,0% 325.645.043 9,5% Jarðboranir hf. 14.463.200 3,4% 15.109.600 3,4% Marel hf. 15.188.715 5,1% 14.851.188 5,1% Máttarstólpar hf. 6.922.625 9,3% 7.691.805 9,3% Olís hf. 33.923.932 2,4% 33.233.500 2,4% Olíufélagið hf. 87.977.573 3,2% 94.212.446 3,5% Samskip hf. 3.536.843 0,8% 8.842.106 2,0% Síldarvinnslan hf. 9.649.776 1,7% 0 Sjóvá-Almennar hf. 2.724.543 0,2% 993.318 0,1% Skagstrendingur hf. 4.328.500 1,0% 3.462.800 1,0% Skeljungur hf. 70.034.347 3,1% 53.862.510 2,7% Tollvörugeymslan hf. 3.698.533 4,3% 3.631.899 4,3% Útgerðarf. Akureyringa hf. 51.391.253 2,8% 49.086.884 2,8% Þormóður rammi hf. 4.721.555 0,7% 0 Þróunarféiag íslands hf. 42.948.400 8,7% 39.000.000 8,7% Sjá nánar SAMTALS: á bls. 2B 1.450.868.739 1.231.928.042 * Utflutningsverðmæti hugbúnaðar áætlað um 300 milljónir í fyrra Fjórðungur seldur gegnum Internetið UTFLUTNINGSVERÐMÆTI ís- lensks hugbúnaðar á siðasta ári er talið vera nálægt 300 milljónum króna. Þar af var útflutningsverð- mæti hugbúnaðar sem seldur er gegnum Internetið um 75 milljónir. I skýrslu Seðlabanka íslands um útflutning hugbúnaðar kemur fram að árið 1993 nam útflutningsverð- mætið 185 milljónum króna og er þar tekið tillit til útflutnings í gegn- um Internet. Undanfarin ár hefur verðmæti hugbúnaðarútflutnings tvöfaldast milli ára og því þykir raunhæft að áætla að útflutnings- verðmæti á síðasta ári sé nálægt 300 milljónum króna. „Hugbúnaður sem seldur er til útlanda í gegnum Internet er ekki skilgreindur sem hefðbundinn út- fiutningur skv. útflutningsskýrsl- um,“ sagði Friðrik Skúlason í sam- tali við Morgunblaðið, en hann flyt- ur út mikinn meirihluta þess hug- búnaðar sem seldur er út í gegnum Intemetið. „Þar sem ég er ekki að selja hugbúnað á diskettum sem eru settar í box, boxin í gáma og gám- arnir fluttir út, er ég ekki að flytja neitt út skv. opinberri skilgreiningu. Eg sel mikið af hugbúnaði erlendis og þetta er hreinlega eitt dæmi af mörgum um að íslensk lög fylgjast ekki með tímanum. Útflutnings- verðmæti hugbúnaðar sem seldur er á Internetinu er um fjórðungur af heildarútflutningverðmætinu." „Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir aðstæður hér á íslandi," sagði Friðrik. „Hins vegar væri það ólíkt þægilegra ef maður væri staddur einhvers staðar annars staðar í heimimum og ég get ekki ráðlagt nokkrum heilvita manni að fara út í það sem ég hef verið að rayna að gera.“ Hver er ástæðan fyrir því? „Þær eru margar. Að hluta til eru það almenn vandkvæði sem htjá hugbúnaðargerð á Íslandi og þar má nefna skilningsleysi stjórnvalda meðal annars." Friðrik sagði ennfremu,r að það væri ekki hægt að flytja hvaða hug- búnað sem er út á Internetinu. Annað hvort væri þar um að ræða ókeypis eða mjög ódýran hugbúnað. „Ég er með ódýrt deiliforrit sem selst í fjölda eintaka,“ sagði hann. „Forritið er ókeypis til einkanota erlendis og fyrir fyrirtæki kostar þetta smámuni. Ég hef minn pening upp úr fjölda véla.“ Friðrik sagði að fæstir hugbún- aðarframleiðendur væru í því að framleiða hugbúnað sem seldist ódýrt í milljónum eintaka. Frekar létu menn sig dreyma um að selja dýran hugbúnað í fáum eintökum og slíkum hugbúnaði yrði aldrei dreift á Internetinu. Hann sagði ennfremur að þar sem hugbúnaðargerð væri í örum vexti væri raunhæft að áætla að útflutn- ingsverðmætið ætti eftir að tvöfald- ast á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.