Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 C VIÐSKIPTI Lífeyrissjóður verslunarmanna kaupir hlutabréf fyrir 5% af ráðstöfunarfé í ár Hlutabréf verði keypt fyrir 300 milljónir LÍFEYRISSJÓÐUR verslunar- manna áætlar að fjárfesta í hluta- bréfum fyrir um 300 milljónir króna á þéssu ári eða sem nemur um 5% af ráðstöfunarfé. Þetta er svipuð áætlun og var gerð fyrir síðasta ár. Niðurstaðan varð hins vegar sú í fyrra að fjárfestingar í hlutabréfum námu einungis 74,5 milljónum eða sem nemur um 1,3% af ráðstöfunarfé. Keypt voru hlutabréf í 11 félög- um sem sjóðurinn átti hlutabréf í fyrir. Þar að auki keypti sjóðurinn sín fyrstu hlutabréf í Síldarvinnsl- unni fyrir 9,5 milljónir og Þormóði ramma fyrir 4,6 milljónir. Að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra Lífeyrissjóðs verslunar- manna, hefur reyndin orðið sú undanfarin ár að fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið minni en fram hefur komið í markmiðssetn- ingu. Hámarkið 7% í einstökum félögum Sjóðurinn hefur í mörgum til- vikum lítið svigrúm vegna þeirrar stefnu að eiga að hámarki 7% hlut í einstökum félögum, en hann á fyrir stóran hlut í mörgum félög- um á Verðbréfaþingi. Rætt var um það í tengslum við kjarasamninga á árinu 1992 að lífeyrissjóðirnir keyptu hlutabréf fyrir 5% af ráðstöfunarfé. Þorgeir sagði að þeim tilmælum hefði ver- ið beint til lífeyrissjóðanna á þess- um tíma að þeir tækju virkari þátt á hlutabréfamarkaði. „Það voru engin fyrirheit um eitt eða neitt gefin,“ sagði hann. Arðsemi hlutafjáreignarinnar hækkaði samhliða verðhækkun hlutabréfa á síðasta ári, en sjóður- inn er hluthafi í 24 félögum. Heild- ararðsemi á síðustu 15 árum þ.e. frá ársbyijun 1980 til ársloka 1994 sýnir 7% árlega raunávöxt- un. 150 milljónum hærra en bókfært verð Bókfært verð hlutabréfaeignar sjóðsins um síðustu áramót var 1.450,9 milljónir eða um 4,2% af „hreinni eign til greiðslu lífeyris". Ef verðmæti bréfanna er reiknað miðað við markaðsverð á hluta- bréfamarkaði um sl. áramót kem- ur í ljós að það er u.þ.b. 1.601 milljón eða um 150 milljónum hærra en bókfærða verðið. lægra en í janúar London. Reuter. MÁLMAR héldu áfram að lækka verði í gær, einkum nikkel og ál. Svo virðist að verðhækkanir þær sem urðu á hráefnum í fyrra muni ekki endurtaka sig í bráð að dómi kunnugra. Nikkel lækkaði mest í London í gær í 6.800 dollara tonnið, en seldist við lokun á 7.440 dollara. Á1 lækkaði einnig mjög í verði í gær og fór niður fyrir 1.775 doll- ara tonnið áður en það hækkaði aftur. Að lokum seldist tonnið á 1.788 dollara. Verðið hefur lækkað um 20% síðan það komst hæst í 2.195 dollara í janúar. „Álverðið er orðið nokkuð stöð- ugra, en þarf að hækka aftur í yfir 1.900 dollara til marks um að það muni ekki lækka meira,“ sagði sérfræðingur í London. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Normi með námskeið í suðu FYRIRTÆKIÐ Normi hf. í Garðabæ hefur komið upp að- stöðu í fyrirtækinu til að halda námskeið fyrir nemendur Fjöl- brautarskólans í Garðabæ í raf- og logsuðu. Tilgangurinn með þessu er að efla tengsl atvinnu- lífs og skóla, að sögn Sævars Svavarssonar, framkvæmda- stjóra Norma. Fyrsta námskeiðið stendur nú yf ir í þessarri viku og eru 12 nemendur - sem er há- marksfjöldi - skráðir í það. Námið er bæði verklegt og bók- legt og fer verklega námið fram í sérstökum suðubásum sem komið hefur verið upp. Allir þátttakendur gangast undir hæfnispróf í lok nám- skeiðsins og fá þeir sem stand- ast prófið hæfnisvottorð. Normi hyggst einnig bjóða eigin starfs- mönnum á símenntun á þessu sviði til að mæta auknum kröf- um markaðarins. Aðalfundur 1995 Aðalfundur Sæplasts hf. verður haldinn í Sæluhúsinu á Dalvík fimmtudaginn 9. mars 1995 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ný lög um hlutafélög. 3. Tillaga stjórnar um útgáfu 10% jöfnunarhlutabréfa. 4. Önnur mál löglega upp borin. Reikningar félagsins ásamt dagskrá fundarins og endanlegum tillögum, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. nln I V. Bandaríkin Betri efnahags- staða en talið var Aukinn útflutningur og neysla ástæðan Washington. Reuter. AUKNING efnahagsumsvifa var heldur meiri en áður hafði verið talið á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra að sögn bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ástæðan er að sala erlendis og neyzla voru meiri en stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir. Landframleiðsla jókst því um 4,6% á ársgrundvelli frá október til desember, en ekki 4,5% eins og áætlað var fyrir mánuði. En þótt efnahagsstaðan í ársbyijun 1995 sé lítið eitt betri en gert hafði verið ráð fyrir sjást einnig merki um draga muni úr bata síðar á árinu. Birgðafjárfesting á ársgrundvelli er áætluð 48,1 milljarður dollara í stað 68 milljarða fyrir mánuði. Áhrif dýrari lána eru farin að segja til sín á húsnæðismarkaði og eyðsla neytenda kann að minnka þegar líður á árið. Sala á erlendum mörk- uðum jókst hins vegar á fjórða árs- fjórðungi og neyzla sömuleiðis. Útflutningur jókst um 31,3 millj- arða dollara á ársgrundvelli í stað 22,5 milljarða samkvæmt fyrri áætlun. Innflutningur jókst um 23,9 milljarða dollara í stað 29,6 millj- arða. Eyðsla jókst um 44,4 milljarða dollara í stað 40,4 milljarða. Hagvöxtur var 4,0% 1994, hinn mesti í einn áratug, en Alan Green- span seðlabankastjóri sagði í síð- ustu viku að hann mundi líklega minnka í 2-3% í ár, aðallega vegna vaxtahækkana. fjjH Hvar er skýrslan min, hvar er spjaldskréin, TLa hvar ar stóra, gula, tveggja gata mappan min? 2 m m m • 5 Eina rétta svarið við óreiðu ern góðar hirslur. Skjalaskápar eru réttu hirslumar á skrifstofuna eða hvem þann stað þar sem röð og regla þarf að vera á skjölum, möppum og öðrum gögnum. Kynnið ykkur vandaða og góða skjalaskápa, bæði frá Bisley og Nobö. Þeir fást í mörgum stærðum og bjóða upp á flölbreytta notkunarmöguleika. Fáið nánari upplýsingar hjá Bedco&Mathiesenhf., $ Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 565 1000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.