Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 C 5 VIÐSKIPTI arkjör, en Jón segir að af því 861 riti sem njóta slíkra kjara séu hund- ruð kynningar- og auglýsingarita fyrirtækja, þar á meðal bæklingar ferðaskrifstofa og Sjónvarpsvísir Stöðvar 2, sem sé fúllkomlega sam- bærilegur við Sjónvarpshandbókina. „Þjóðin er í raun að niðurgreiða aug- lýsingapésa fyrirtækja,“ segir hann. Jón segir að P&S hafi í raun viður- kennt að í innritunarkjörunum felist slíkar niðurgreiðslur. Hann áætlar að þær kunni að nema einum til tveimur milljörðum króna og segir að ekki sé hægt að keppa við þær á j afnréttisgrundvelli. Aðstandendur Sjónvarpshandbók- arinnar dreifðu ritinu sjálfir og starf- semin vatt smám saman upp á sig. í fyrra dreifði handbókin og Póst- dreifing hf. - sem var stofnuð í sept- ember í fyrra - þremur milljónum eintaka alls, þar af var þriðjungurinn ársupplag Sjónvarpshandbókarinnar. Komið var á fót flokkunarstöð í Skip- holti og á annað hundrað manns ráðið í dreifinguna í hlutastarf. Skrítið skattfrelsi Þetta var samt ekki sanngjörn samkeppni, að mati Jóns. Hann bað um álit ríkisskattstjóra um hvort dreifíngarstarfsemin væri virðis- aukaskattskyld og fékk þau svör að svo væri. En var sambærileg starf- semi Pósts og síma þá ekki skatt- skyld líka? Jú, öll póstþjónusta utan einkaleyfís er skattskyld, að mati ríkisskattstjóra, líka sú sem P&S hefur undir höndum. Jón segir að P&S sé einfaldlega ósammála túlkun ríkisskattstjóra og borgi því engan skatt af stofni sem Jón metur á um 1,5 milljarða króna. Stofnunin virðist komast upp með slíkt, en Jón segist ekki efast um að skattyfirvöld yrðu fljót að fara í hart ef hann og Póstdreifing ættu í hlut. Hann segir ekki vafa leika á að fyrirtækið hafi misst mikil við- skipti vegna mismununarinnar. Jóni fannst hægt ganga í málinu og leitaði aðstoðar Lögfræðistofu Reykjavíkur, sem sérhæfir sig í sam- keppnismálum. Hjörtur Bragi Sverr- isson, sem gerðist lögmaður fyrir- tækisins, greip til þess ráðs að kæra ríkisskattstjóra til fjármálaráðuneyt- isins fyrir seinagang við að leggja skatt á Póst og síma. Þegar ráðu- neytið svaraði að ekki væri um óhæfilegan drátt að ræða var send kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem Qármálaráðuneytið og skattayfirvöld voru sögð hafa „með athafnaleysi sínu og óhæfilegum töf- um á framkvæmd skattalaga brotið jafnræðisreglu skattaréttar". Sigur í „aðskilnaðarmálinu“ Þeir Hjörtur og Jón sendu svo enn eina kvörtunina frá sér í september í fýrra, til Samkeppnisstofnunar, og að þessu sinni var umkvörtunarefnið hvorki afsláttarkjör P&S eða meint skattamisrétti, heldur var krafa gerð um aðskilnað á milli þess hluta póst- þjónustu P&S sem nýtur einkaleyfis og þess sem er í samkeppni. Urskurður Samkeppnisráðs í „að- skilnaðarmálinu“ var svo birtur fyrir rúmri viku og var á þá leið að að- skilja þyrfti hina tvo þætti póstþjón- ustunnar og að þess skyldi gætt að póstþjónusta sem væri háð einka- rétti greiddi ekki niður kostnað við aðra þjónustu. Fjárhagslegur að- skilnaður skyldi fara fram eigi síðar en 1. janúar 1996. Álit samkeppnisráðs tekur einnig á „virðisaukamálinu“ og „innritunar- málinu“ og virðist í þeim efnum taka undir kvartanir Póstdreifingar. Minnst er á að ríkisskattstjóri hafi mælt fyrir um að greiddur yrði virðis- aukaskattur af póstþjónustu utan einkaleyfis og þar með bætist við enn ein ástæða þess að nauðsynlegt er að skipta upp bókhaldinu, svo það komi í ljós hver skattstofninn er. Ráðið segir einnig að í gögnum máls- ins komi fram að ekki leiki vafi á að burðargjöld fyrir innrituð blöð og tímarit séu niðurgreidd af annarri starfsemi, sem stríði gegn megin- stefnu í póstmálum Evrópu. LITljósrHuin a daddid r\ j A PAPPIR OG GLÆRUR hönnun: STORHOLT 1 2. HÆÐ SÍMl SS1 5808 FAX 562 0512 Suður Milljurða fjárfestingar framundan i fiskveiðum, vinnslu og þekkingu. Kórea Opinn kynningarfundur um sjávarútveg í Suður-Kóreu og möguleikum íslands á auknum viðskiptum við landið, í Skála, Hótel Sögu fimmtudaginn 9. mars nk. kl: 14.00-16.40. Dagskrá fundarins: 14.00-14.15 14.15-14.45 14.45- 15.15 15.15-15.40 15.45- 16.20 16.20-16.40 Setning, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Samskipti íslands og Suður-Kóreu á sviði stjómmála og viðskipta, Stefán L. Stefánsson, sendiráðunautur utanríkisráðuneytisins. Suður-Kórea í dag, hlutverk KOTRA (Korea Trade Promotion Corporation), Mr. Yeung, framkvæmdastjóri KOTRA. Kaffihlé Sjávarútvegur í Suður-Kóreu, tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki? " Kynning á nýrri skýrslu Útflutningsráðs, Þorgeir Pálsson, markaðsráðgjafi. Fyrirspumir, almenn umræða. Á fundinum munu liggja frammi kynníngarbæklingar um Suður-Koreu. Nýútkomin skýrsla Útflutningsráðs um sjávarútveg i Suður-Kúreu verður til sölu á kr. 5.000,- Þátttakendur vinsamlegast tilkynni þátttöku til Útflutningsráðs Islands, sími: 551 7272, fax: 551 7222. Aðgangur er ókeypis. Suður-Kórea er meðal 10 mestu sjávarútvegsþjóða heims. Hagvöxtur hcfur verið að meðaltali 9% á ári sl. 30 ár. Innflutningstollar lækka og önnur höft verða afnumin. Innflutningur sjávarafurða jókst um 51% milli áranna 1993 og 1994. Milljarða fjárfestingar eru framundan í fiskveiðum, vinnslu og þekkingu. {ÖHKQTRA W KOREA TRADí P90 TRAOC PROMOTION CORPORATKM J0 /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS UTANRlKISRÁÐUNEYTIÐ Flókin breyting en framkvæmanleg Það á eftir að koma í ljós hvenær og hvernig stjómvöld fylgja eftir úrskurði Samkeppnisráðs, en það virðist í fljótu bragði verða erfitt fyrir stjómvöld að spoma gegn bók- haldsbreytingum og/eða uppstokkun á Pósti og síma, hafi þau þá á annað borð áhuga á að spoma gegn slíku. Póstdreifing á líka eitt tromp í er- minni enn, sem er kvörtun sem send var til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í desember og beðið er svars við. Jón Jarl viðurkennir að aðskiln- aður á rekstri P&S sé ekki einfalt mál - það kann að þurfa að greina á milli burðar á „lokaðri sendingu" eins og verijulegu bréfi og opinni sendingu eins og póstkorti - en hann telur að slík breyting yrði „flókin en framkvæmanleg". Hvert sem framhaldið verður þá hyggur Póstdreifing hf. á aukin um- svif. Eigendumir seldu Sjónvarps- handbókina sama dag og úrskurður Samkeppnisráðs kom til að geta keypt flokkunar- og pökkunarvél á pósti. Engin slík vél sé til á íslandi nú og Póstdreifíng hyggst með aðstoð henn- ar og tölvuvæðingar bjóða upp á lægri póstburðargjöld og nýjungar eins og dreifíngu á ákveðin húsnúmer. Engin mismunun Jón segir að boðið verði upp á eina gjaldskrá, en ekki verði „mismunað eftir efni“, en í núgildandi reglum er til dæmis heimilt að veita 25% afslátt frá innritunargjaldi P&S fyrir rit um menningu og trúmál en 50% ef ritið er helgað stjómmálum. Jón Jarl Þorgrímsson segist spá því að Póstdreifing sjái um 5-7 millj- ónir sendinga árið 1995 í stað 3 milljóna í fyrra. Það fari að nokkm eftir því hve greiðlega gengur að jafna samkeppnisaðstöðuna við Póst og síma en hann sér þó fram á að kvartanir hans og þrjóska séu nú loksins að skila árangri og opna nýja möguleika 1 íslenskri póstþjónustu. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. LANASJOÐUR VESTUR-NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 /f Þegar kemur að vöruflutningum þá höfum við heiminn í hendi okkar Við bjóðum: ■ “Flugsendingar “■Hraðsendingar til og frá Islandi • Tollskýrslugerð •Heimakstur á vörum •Útflutningsskjalagerð •Transit og endursendingar Vi' ZIMSEN FLUTNINGSMIÐLUN Héðinsgöt\i 1-3, þar sem flugfraktin er, Sími 88 01 60, fax 88 01 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.