Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Nýting herbergja árin 1990-1994 Nýting herbergja 1990 1991 1992 1993 1994 Janúar-apríl Maí-Ágúst Sept.- desember 51,89% 85,50% 57,41% 49,13% 45,58% 84,21% 82,27% 49,31% 47,29% 46,33% 46,54% 75,19% 52,48% Samlals: 689 herbergi í könnuninni 65,05% 61,01% 58,51% 58,11% Meðalverð á seldu herbergi á verðlagi ársins 1993 1Lánskj.vísit. mars, júli, nóv. og ársins) Á selt herbergi 1990 1991 1992 1994'94 án vsk 1993 m.vsk. +250 kr. Janúar-apríl Breyting milli ára 3.984 4.061 3.956 +77 -105 3.516 3.436 3.264 -440 -80 -252 Maí-Ágúst Breyting milli ára 7.176 6.823 6.914 -353 91 6.850 -64 Sept,- des. Breyting milli ára 4.985 4.887 4.356 -98 -531 4.142 -214 Janúar-des. Breyting milli ára 5.725 5.601 5.485 -124 -116 5.159 -326 Sala á hvert framboðið herbergi á verðlagi 1993 Á framboðlð herbergi 1990 1991 1992 1993 Janúar-desember Breyting milli ára 1.360.800 1.247.293 1.171.263 1.094.163 -8,34% -6,10% -6,58% ^ ^ sm a uuu,,. - Ferðaþjónusta á krossgötum Sjónarhorn Ferðaþjónusta hér á landi að mörgu leyti mjög vanþróuð atvinnugrein og slagkraftur hennar til vaxtar og þróunar lítill, segir Gunnar Karlsson og bendir á að það stafi bæði af lélegri flárhagsstöðu og skorti á samhæfíngu. VIDSKIPTI/flTVINmír DAGBÓK Mæli- aðferðir í matvæla- iðnaði MFTC á íslandi efnir til 2ja daga námsstefnu um hraðvirk- ar mæliaðferðir i matvælaiðnaði 7.-8. mars nk. FTC á íslandi er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við matvælaframleið- endur. Flytjendur á námsstefn- unni eru frá Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarðins, Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins, Vicam Technology í_ Banda- ríkjunum og FTC á Islandi. Aðalfundir MAÐALFUNDUR Hf. Eim- skipafélags Islands verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 9. mars og hefst kl. 14.00 MAÐALFUNDUR Sæplasts hf. verður haldinn í Sæluhúsinu á Dalvík, fimmtudaginn 9. mars nk. og hefst kl. 14.00. MAÐALFUNDUR Tollvöru- geymslunnar hf. verður haldinn í Gylltasal á Hótel Borg, fimmtu- daginn 9. mars nk. og hefst kl. 17.00. MAÐALFUNDUR Hampiðj- unnar hf. verður haldinn í fund- arsal félagsins, Bíldshöfða 9, föstudaginn 24. febrúar nk. og hefst kl. 16.00. MAÐALFUNDUR Félags ís- lenskra stórkaupmanna hf. verður haldinn í Átthagasal Hót- el Sögu, fímmtudaginn 9. mars nk. og hefst kl. 14.00. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, mun ávarpa fundinn. Námskeið MINTERNET og viðskipti er nafn á námskeiði sem_ Endur- menntunarstofnun HÍ heldur 4. mars nk. kl. 10.00-15.00. Leiðbeinandi er Anne Clyde dósent við Háskóla íslands. MCORDIS - gagnabanki ESB um rannsóknir, þróun og ný- sköpun er heiti á námskeiði sem Endurmenntunarstofnun heldur 6. mars nk. kl. 9.00-16.00. Leið- beinandi er Þorvaldur Finn- björnsson, MBA rekstrarhag- fræðingur. MHÓPAR með frelsi til frumkvæðis er heiti á námskeiði sem Endurmenntun- arstofnun heldur 8. og 15. mars nk. kl. 8.30-12.30. Leiðbeinandi er Höskuldur Frímannsson. ■ AÐ velja sér starf og stjórna breytingum á eigin starfsframa er heiti á nám- skeiði sem Endurmenntunar- stofnun heldur 8., 13. og 16. mars nk. kl. 16.00-19.00. Leið- beinandi er Kevin J Nutter gi- stikennari við Háskóla íslands. Námsstefna ■ 50 ÁHRIFARÍKAR að- ferðir til að auka þjónustu- gæði og halda í viðskiptavini. Þetta efni mun Bandaríkjamað- urinn Dr. Paul R. Timm fjalla um á tveimur námsstefnum á vegum Stjórnunarfélags íslands 7. og 9. mars nk. Fyrri náms- stefnan verður haldin á Hótel KEA á Akureyri kl. 13.00- 17.00 og sú síðari á Hótel Sögu í Reykjavík, A-sal kl. 13.00- 17.00. (I) Ráðstefnuskrifstofa ISLANDS SIMI 626070 - FAX 626073 ^ UNDANFORNUM árum hefur æ oftar verið talað um ferðaþjónustu sem þá atvinnugrein, sem muni skapa flest ný störf á kom- andi árum, atvinnugrein sem muni í stórauknum mæli færa þjóðarbú- inu_ tekjur. Á næstu árum er gert ráð fyrir tugprósenta aukningu í komufjölda erlendra ferðamanna. Til þess að taka á móti auknum fjölda ferða- manna þarf fjölgunin annaðhvort að eiga sér stað á þeim tíma þegar fyrir hendi er laus afkastageta eða að afkastagetan þarf að aukast. Mörg undanfarin ár hefur eitt af meginmarkmiðunum verið að lengja ferðamannatímann, en þar hefur lítill árangur náðst til þessa. Raunar bendir margt til þess að dvalartími erlendra ferðamanna hafi almennt verið að styttast, en því miður vantar mjög upp á að upplýsingar um þessa þróun séu fullnægjandi. Afkoma hótelanna í framhaldi af skrifum mínum um þróun framboðs, eftirspurnar og offramboðs á gistirými á höfuð- borgarsvæðinu ásamt áhrifum þess réðist ég í, með samvinnu við SVG og nokkur stærstu hótelin í Reykja- vík, að framkvæma könnun á þróun nýtingar og meðalverðs í Reykjavík skipt eftir árstíðum. Fjöldi her- bergja í könnuninni voru 689, en heildar§öldi herbergja á hótelum og helstu gistiheimilum í Reykjavík er nú um 1.300. Skulu hér raktar helstu niður- stöður þessarar könnunar — sjá töflu 1. Verð og gistitekjur eru án morg- unverðar og eftir að afslættir hafa verið reiknaðir frá, þ.e. hreint gisti- verð. Reikna má með að innskattur sé um 215 kr. að meðaltali á selt herbergi og að lækkun tryggingar- gjalds geti numið um 35 kr. á selt herbergi (samkv. reiknilíkani Gunnars Karlssonar miðað við 60% ársnýtingu) eða samtals 250 kr. á selt herbergi árið 1994. Með því að bæta því við verð án virðisauka- skatts fæst það verð sem hótelið fær í sinn hlut og er í samræmi við verð áranna á undan, áður enn virðisaukaskattur var lagður á. Verð með virðisaukaskatti er hins vegar það verð sem gesturinn sér. Hér má glögglega sjá þróun nýtingar og verðs og tekna, sem hefur stöðugt verið niður á við. Árið 1993 er nánast hægt að tala um verðhrun og áfram lækkaði verð á fyrsta ársþriðjungi 1994 þrátt fyrir að virðisaukaskattur hafi verið lagður á gistingu frá 1. janúar það ár. Það er einnig athygl- isvert að þrátt fyrir mikla aukningu í komum erlendra ferðamanna á fyrsta og þriðja ársþriðjungi árið 1993 og þó sérstaklega mikla fjölg- un á fyrsta ársþriðjungi 1994, þá hefur það sáralítil áhrif á fjölda útseldra herbergja, ef marka má niðurstöður könnunarinnar. í framhaldi af ofangreindri könnun, var í október sl. gerð sams- konar könnun sem náði fram til loka september, en fjöldi herbergja í því úrtaki voru 782. Ekki er rúm til að gera að marki grein fyrir niðurstöðum hennar hér. Það er þó ljóst að nýting hótel- anna síðastliðið sumar batnaði verulega frá fyrra ári. Skýringin mun að verulegu marki liggja í auknu funda- og ráðstefnuhaldi. Hinsvegar hefði meðalverð mátt hækka og ljóst að enn tekst illa að ná inn sem svarar virðisauka- skattinum. Tekjuaukning hótel- anna af framboðnu herbergi, miðað við nýtingaraukningu, hefðí mátt vera meiri. Þá á síðan eftir að koma í ljós hver þróunin hefur orðið á tímabilinu október til desember og hver hún muni verða á fyrsta árs- þriðjungi þessa árs. Fjölgun erlendra ferðamanna Aukinn fjöldi ferðamanna yfir vetrartímann hefur ekki skilað sér sem skyldi í auknum fjölda gisti- nátta. Stór hluti eru gestir sem koma aðeins í dagsferðir, aðrir sem stoppa stutt við. Enda hafa tekjur af erlendum ferðamönnum lítið aukist, þegar frá eru taldar far- gjaldstekjur. Þegar litið er til framtíðarmark- miðanna sem drepið var á í upphafi, fjölg- un ferðamanna svo tugum þúsunda skipt- ir fram til aldamóta, hlýtur að vakna sú spurning hvernig taka eigi á móti þeim. Það er alveg ljóst, að þrátt fyrir góðan vilja og tals- verða vinnu hefur gengið seint • að fjölga dvalardögum á jaðartímanum. Það er ljóst, að þar er um að ræða markað sem er til- tölulega mjög dýrt að ná til. Það er því hætt við, að ef sett mark- mið um fjölgun ferðamanna eiga að nást verði sú fjölgun að veru- legu leyti að eiga sér stað yfir sumartímann. Þá þarf að fjár- festa meira í móttökuaðstöðu og sá vandi sem jaðartímanum fylg- ir eykst. Stefnumótun, heildarskipu- lagning og rannsóknir Landið, náttúran og móttöku- skilyrðin, þola aðeins ákveðna „sókn“, Möguleiki á uppbyggingu í móttökuaðstöðu er takmarkaður vegna mikilla árstíðasveiflna, m.ö.o. lélegrar nýtingar á jaðartím- um og óhóflegra fjárfestinga miðað við veltu og markaðurinn er tak- markaður vegna of kostnaðarsamr- ar „sóknar á tiltekin mið“. Við erum í mikilli samkeppni við ódýrari markaði. Æ oftar stendur spurning erlendra ferðasala um að lækka verð, ekki halda sama verði eða hækka það. Spurningin er, hvort ekki sé tímabært að staldra við í viðleitni um að ná auknum fjölda, en reyna í staðinn að auka tekjurnar af þeim sem koma? Með auknum gæðum þjónustunnar, betri skilgreiningu á mark- hópum og bættri skipu- lagningu á nýtingu þeirra fjármuna sem varið er í markaðssókn mætti sækja nær þessu marki. Með betri heildarskipulagningu og markvissari upp- byggingu myndi ferða- þjónustan skila þjóðar- búinu margfalt meiri tekjum en hún gerir nú og gæti verið sá vaxt- arbroddur sem talað er um. Áður en svo má verða þarf að huga að ýmsum atrið- um. Ferðaþjónustan samanstendur af mörgum atvinnugreinum sem eiga ekki sameiginlegan heildar- málsvara og hagsmunagæsluaðila. í ýmsum greinum ferðaþjónustu er ofíjárfesting, meðal annars vegna skorts á samhæfingu, upp- lýsingum, stefnumótun og heildar- skipulagningu. I raun er ferðaþjónusta hér á landi að mörgu leyti mjög vanþróuð atvinnugrein og slagkraftur hennar til vaxtar og þróunar Iítill, bæði vegna lélegrar fjárhagslegrar stöðu og skorts á samhæfingu. Stjórnlaus uppbygging, t.d. í hótelrekstri, hef- ur leitt til lélegrar nýtingar, lægra verðs og bágrar afkomu. Á vissum stöðum á landinu getur verið nauð- synlegt og eðlilegt að tryggja lág- marks þjónustu án þess að hún standi undir kröfu um ávöxtun. Það er öllum bæjarfélögum nauðsynlegt að hafa gistiaðstöðu, en sú aðstaða Gunnar Karlsson á að miðast við heilsárs þörfina. Það er út í bláinn að byggja yfir sumartoppinn og ætla að reka hót- el með 25 til 35% ársnýtingu. Það þarf að stórefla söfnun og úrvinnslu upplýsinga, auk þess að koma á öflugum rannsóknum er lúta að ferðaþjónustu. Það er for- semda stefnumótunar, áætlana- gerðar og markaðssetningar. Sömuleiðis hefur vantað öfluga ráðgjöf við aðila í ferðaþjónustu. Forsemda slíkrar starfsemi byggist einnig á greinargóðum upplýsing- um og rannsóknum, m.ö.o. þekk- ingu á greininni. Hvernig á að haga uppbyggingu? Landfræðilega má skipta ferða- þjónustu á íslandi í tvö svæði, höf- uðborgarsvæðið og landsbyggðina. Akureyri býr markaðslega séð við sérstöðu þegar landsbyggðin er skoðuð og allur taktur í ferðaþjón- ustu þar svipar meira til þess sem gerist í Reykjavík en þess Sem er annars staðar á landsbyggðinni. Ef hótelin á Akureyri eru skoðuð, þá er nýtingin lélegri þar en í Reykjavík, sumartíminn styttri og veturinn enn erfiðaðri. Almennt má segja um lands- byggðina, að verulega lengra er í land með að jafnvægi náist milli árstíða en í Reykjavík, hver svo sem fjöldi ferðamanna er. Aukinn fjöldi ferðamanna til landsins getur ein- faldlega merkt fleiri brostnar vonir vegna óraunhæfra • fjárfestinga í móttökuskilyrðum fyrir ferðamenn, nema þá ef jafna mætti komum ferðamanna á miklu lengra tímabil en nú er, sem virðist fjarlægur draumur, þegar litið er til þess hve gífurlega mikið vantar upp á að jafnvægi sé milli árstíða í komum ferðamanna og enn frekar þegar horft er á skiptingu gistinátta eftir árstímum. Nýting heimavistarskóla á landsbyggðinni, sem sumarhót- ela, hefur lengi verið undirstaðan undir móttöku ferðamanna yfir sumartímann og raunverulega það sem hefur gert ferðaþjónustu í því umfangi sem hún er rekin hér á landi mögulega. Við stöndum nú frammi fyrir því að lítil sem engin endurnýjun á sér stað hvað þetta húsnæði varðar, þvert á móti er mikið af því orðið mjög úrelt og langt frá því að uppfylla þær kröf- ur sem gerðar eru nú. Skólarnir hafa verið að leggjast af úti í sveit- um og bygging nýrra skóla er í þéttbýli, þar sem sambærileg upp- bygging heimavista hefur hinsveg- ar látið standa á sér. Hér er að skapast visst vanda- mál þegar iitið er til framtíðar. Annaðhvort þarf að finna lausn á nýtingu heilsársaðstöðunnar yfir vetrartímann eða byggja upp að- stöðu sem má nota yfir sumartím- ann. í minum huga kemur ekki margt til greina sem gæti komið í stað uppbyggingar á heimavistar- húsnæði í þéttbýli sem yrði byggt með þarfir ferðaþjónustunnar í huga. Bændagisting getur leyst ákveðinn hluta vandans, en kemur ekki í stað stórra vel búinna sumar- hótela. Betur búin sumarhótel leiða til meiri gæða gistirýmis í heild hér- lendis, hærra verðs og meiri tekna til handa þjóðarbúinu. Sumarhótel- in eru stór hluti heildargistirýmis í landinu yfir háferðamannatímann og móta því mjög ásýnd þess sem landið hefur að bjóða ferðalöngum hvað gistiþáttinn áhrærir og móta þannig verulega þá þjónustu sem mest áhersla er lögð á að kynna og val þess markhóps sem mest áhersla er lögð á. Aukin gæði þess- arar tegundar þjónustu gæti því breytt áherslum hvað þetta varðar og því einn liður í að auka tekjur þjóðarbúsins af ferðaþjónustu í heild. Minni áhersla á fjölda, meiri áhersla á gæði og betur borgandi ferðamenn er það sem við eigum að leggja áherslu á í framtíðinni. Höfundur er hótelstjóri á Hótel KEA og lektor við Háskólann á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.