Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ Eftirspurn eftir olíu eykst 1995 London. Reuter. EFTIRSPURN eftir olíu í heiminum 1995 ætti að aukast um eina milljón tunna á dag miðað við 1994 að sögn Al- þjóðaorkustofnunarinnar (IEA). Fyrri spá IEA um 69.2 millj- ónir tunna á dag var lækkuð um 0.1 milljón miðað við fyrsta og annan ársfjórðung. Nú er því spáð að eftirspum á fyrsta ársíjórðungi 1995 verði 70.1 milljónir tunna á dag og aukist um 0.8 milljónir tunna á dag frá öðrum ársfjórðungi 1994. Eftirspurn eftir olíu í heiminum 1994 var að meðal- tali 68.2 milljónir tunna á dag og jókst um 1.1 milljón miðað við 1993. Allur Shake- speare á einum kubb Tokyo. Reuter. NEC-fyrirtækið í Japan hefur skýrt frá því að það hafi látið gera tölvuörgjörva, sem geti geymt milljarð bita af upplýs- ingum — eða sem svarar rit- safni Shakespeares í 10 bindum í rými á við þumalnögl. Kubburinn, sem er kallaður eins gigabita DRAM, er full- komin útgáfa á kubbum þeim sem almennt eru notaðir í ein- menningstölvum. Nýjar „margmiðla" gerðir, sem sameina texta, myndir og hljóð í einni vél, þurfa miklu meiri minni. Fjöldaframleiðsla hefst ekki fyrr en 1999. Milljarða hagnaður Electrolux Stokkhólmi. Reuter. ELECTROLUX í Svíþjóð, mesti heimilistækj aframleiðandi heims, segir að hagnaður fyrir- tækisins hafí aukizt í 7.8 millj- arða sænskra króna í fyrra. Hagnaður Electrolux 1993 nam 1.25 milljörðum sænskra króna. Aukinn hagnaður stafar af því að sala jókst, fyrirtækið Autoliv var selt og þýzka heim- ilistækjafyrirtækið AEG Haus- gerate keypt. Hlutabréf í Electrolux hækk- uðu um 2.0 s.kr. í 378 eftir birtingu ársreikninganna. Sér- fræðingar höfðu spáð hagnaði upp á 3.23 milljarða s.kr. Bítast á um vegabætur í Víetnam Hanoi. Reuter. FIMMTÍU og níu erlendir verk- takar bítast á um endurbætur upp á 317 milljónir dollara á aðalþjóðveginum milli norður- og suðurhluta Víetnams og til- boð verða líklega auglýst í maí að sögn opinbers málgagns í Hanoi. Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði í ágúst hvaða tilboðum verður tekið. Vinna á að hefj- ast í nóvember og henni á að verða lokið 1997. Þjóðvegurinn, sem þarfnast viðgerðar á þremur köflum, er 2,200 km langur og liggur frá landamærum Kína til Ho Chi Minh City, sem áður hét Saig- on. Vegurinn er illa farinn eftir Víetnamstríðið og honum hefur ekki verið haldið við síðan því lauk fyrir 20 árum. FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 C 7. VIÐSKIPTI Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 5573100 Ul Hagnaður hjá Alumax ÁLFYRIRTÆKIÐ Alumax hefur skýrt frá nettóhagnaði upp á 42.8 milljóna dollara, eða 0.90 arð á hlut, og 75.7 milljóna dollara rekstrar- tekjum á síðasta ársfjórðungi 1994. Nettóhagnaður allt árið 1994 nam 46.7 milljónum dollara, eða 0.84 á hlut, og rekstrartekjur 134.0 milljónum dollara. í stað hagnaðar var hreint tap upp á 79.2 milljónir dollara á fyrir- tækinu á fjórða ársfjórðungi 1993 og 138.3 milljónir dollara allt árið 1993. Rekstrartap nam 116.1 millj- ón dollara 1993, en á því ári var fyrirtækið endurskipulagt. Allen Bom, stjórnarformaður og aðalframkvæmdastjóri, sagði um ársreikningana að Alumax væri vel í stakk búið til þess njóta góðs af bættu efnahagsástandi innanlands og í heiminum almennt. Bjartari horfur Metsala og hagstæðasta verð um árabil stuðluðu að hagnaðinum 1994 að sögn Borns, sem spáði því að 1995 yrði annað hagstætt ár fyrir áliðnaðinn og Alumax. „Ólíkt því sem uppi varð á ten- ingnum í byijun áratugarins virðist horfa vænlega fyrir áliðnaðinum í heiminum fram yfir næstu alda- mót,“ sagði Bom. Á1 frá Alumax á fjórða ársfjórð- ungi nam 277,000 tonna, sem er nálægt meti, en 1.079 milljónum tonna á árinu öllu og það er met. Sambærilegar tölur frá 1993 era 256,300 og 1.001 tonn. Sala eigna Þá var skýrt frá því í febrúar að Alumax hefði selt japönskum fjár- festahópi undir forystu Mitsui & Co viðbótarhlut í tveimur banda- ríksum álbræðslum, Eastalco í Fredrick í Maryland, og Intalco í Ferdale í Washington-ríki. Fjár- festasamsteypan japanska átti fyrir 18% hlut í verksmiðjunum tveimur en eykur nú hlut sinn um allt að 14% eða í 32% alls. Talsmenn Alum- ax segja hins vegar að Alumax muni áfram eiga 61% hlut í hvorri bræðslu og og annast rekstur þeirra eftir sem áður. HÖNNUN O&DI ■ jSSb Á.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiöja Framadagar íHáskólanum NEMENDAFÉLÖG innan viðskipta- og hagfræðideildar og verkfræði- deildar háskólans efna um þessar mundir til svonefndra framadaga. Á morgun munu 35 fyrirtæki heim- sækja hátíðarsal skólans og kynna starfsemi sína með það að markmiði að bæta tengsl sín við stúdenta. Sambærileg verkefni hafa verið I gangi víða erlendis á vegum Aiesec, alþjóðlegs félags viðskipta- og hag- fræðinema. Aiesec á Islandi hefur unnið að undirbúningi frá síðastliðnu sumri og fékk til liðs við sig sambæri- legt félag innan verkfræðideildar, Iaeste á Islandi. Kynning fyrirtækjanna stendur frá kl. 12-17. Gefín hefur verið út handbók sem dreift verður ókeypis með upplýsingum um fyrirtækin. Samkvæmt upplýsingum frá Aiesec er ætlunin með þessu verkefni að nemendur kynnist fyrirtækjunum frá nýjum sjónarhóli þannig að nám þeirra verði markvissara. Sérstak- lega þykir þetta geta nýst nemendum á fjórða ári sem hafa nánast fijálsar hendur um val lokaverkefna. Sífellt fleiri fyrirtæki hafi verið að sjá þama góða lausn á rannsóknum sem ekki hafi fundist tími til að sinna áður. Með Framadögum geti komist á sam- bönd við nemendur sem áhuga hafi á að vinna slík verkefni. FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC LOFTLEIOIR Sími: 690 160 • Fax: 25320 KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA Formleg opnun o Kynningarmiöstöö Evrópurannsókna Kynning á möguleikum til aö nýta niöurstööur úr evrópskum rannsóknum Rannsóknarráö íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík Sími: 562 1320,fax: 552 9814 Iðntœknistofnun íslands Keldnaholti, 112 Reykjavlk Sími: 587 7000, fax: 587 7409 Rannsóknaþjónusta Háskólans Dunhaga 5, 107 Reykjavík Sími: 569 4900, fax: 569 4905 Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna verður opnuð með formlegum hætti föstudag- inn 3. mars kl. 15:00 á Scandic - Hótel Loftleiðum. í tilefni opnunarinnar verður fjallað um hvemig íslensk íyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér niðurstöður úr rannsókna- og tækniþróunarsamstarfi Evrópuþjóða. Frummælendur: Vincent Parajón Collada, ráðuneytisstjóri, sem fer m.a. með málefni á sviði hagnýt- ingar rannsókna og tækni innan ESB. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands. Sigmundur Guðbjamason, formaður Rannsóknarráðs íslands er fundarstjóri. Pallborðsumræður verða að loknum framsöguerindum. Sýndir verða möguleikar til að sækja upplýsingar og skrá á CORDIS gagnnhnnk- anum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.