Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 8
® RÁÐ H.F. "• CONSULTANTS LÖGFRÆÐI OG REKSTRARRÁÐGJÖF STOFNANIR SVEITARFÉLÖG 0 FYRIRTÆKI EINSTAKLINGAR0 'SGARÐASTR. 38, RVK. S552-8370/'' fttiHrgiitttMaftift VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 Framkvæmdastjóri hönnunardeildar vetrarólympíuleikanna í Lillehammer Sköpuðum nútinmlega, ímynd Hönnun getur nýst við atvinnuuppbyggingu Morgunblaðið/Sverrir PETTER T. Moshus stýrði allri hönnun fyrir vetrarólympíuleik- ana í Lillehammer. NORÐMENN slógu hvergi slöku við í undirbúningi sínum fyrir vetr- arólympíuleikana í Lillehammar á síðasta ári, enda þóttu þeir takast með afbrigðum vel. Sérstaklega var vandað til allrar hönnunar sem náði ekkert síður til minnstu kaffi- bolla en stórra íþróttamannvirkja. Við undirbúning var meðal annars unnið að því markmiði að skapa ákveðna ímynd af Noregi og Lille- hammer sem nutu mikillar athygli umheimsins meðan á leikunum stóð. Petter T. Moshus var einn þeirra sem bar hitann og þungann af þessari skipulagningu en hann stýrði sérstakri hönnunardeild fyr- ir leikana. Nálægð manns og náttúru Moshus var staddur hér á landi í vikunni vegna hönnunardaga á vegum Samtaka iðnaðarins og var einn fjögurra fyrirlesara sem sam- tökin fengu hingað til lands frá Norðurlöndunum af þessu tilefni. Tilgangurinn var sá að sýna Is- lendingum fram á hvernig hönnun af þessu tagi geti nýst við atvinnu- uppbyggingu. „Eg starfaði við hönnun fyrir vetrarólympíuleikana um íjögurra ára skeið. Hvorki íbúar Lille- hammer né Norðmenn yfirleitt töldu hönnunarþáttinn mikilvæg- an í undirbúningi. Það skipti hins vegar sköpum að formaður alþjóða ólympíunefndarinnar taldi hönnun skipta miklu máli. Þá lögðu bæði Noregsdrottning og ráðherra menningarmála mikla áherslu á arkitektúr og hönnun í tengslum við leikana. „Það þurfti að skapa ákveðna ímynd á leikana og tryggja það að allt starfsfólkið notaði t.d. sam- ræmda bréfhausa,“ segir Moshus. „Arkitektar, hönnuðir og fólk úr fjármálaheiminum höfðu miklar væntingar til leikanna og vildu nota tækifærið til að skapa nýja ímynd af Noregi gagnvart um- heiminum. Við fengum marga hönnuði til liðs við okkur til að skapa þessa ímynd sem var ætlað að tengja leikana nálægð manns- ins við náttúruna og sögu landsins og skapa nútímalega ímynd. í annan stað þurfti að taka tillit til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem voru styrktaraðilar á leikunum eða tengdust þeim á annan hátt. Það þurfti að samræma markaðssetn- ingu þessara fyrirtækja á leikun- um til að vinna saman að því að skapa samræmda ímynd af leikun- um.“ Miklar tekjur af minjagripasölu Moshus tók þátt í samningagerð vegna minjagripagerðar í tengsl- um við leikana, en ólympíunefndin seldi rétt til að nota merki leik- anna á ýmsar vörur til 35-40 nor- skra fyrirtækja. Sala mynjagripa gekk vonum framar og skilaði tekjum að fjárhæð 1,8 milljarðar norskra króna. Hann segir að miklar kröfur hafí verið gerðar til gæða minjagripa. „Lítil og meðal- stór fyrirtæki urðu að laga sig að okkar stefnumótum og markaðsá- ætlunum. Fyrirtækin tóku síðan upp samstarf sín á milli til að efla dreifingarkerfíð sem nýtist þeim eftir leikana. Þama gafst tækifæri til að auka áhuga umheimsins á landinu og hagnast á því um leið.“ Þá segir Moshus að samstarf hafí tekist milli stjórnvalda og norskra fyrirtækja um að nota leikana á Bandaríkjamarkaði til að opna dyr að markaðnum. Eiríkur Magnús Skrifstofusijór- ar hjá Hagstofu ■ EIRÍKUR Hilmarsson hefur verið skipaður í stöðu skrifstofu- stjóra i Hagstofu íslands frá 1. febrúar. Eiríki hefur jafnframt ver- ið falið að vera staðgengill hag- stofustjóra. Eiríkur Hilmarsson er fæddur árið 1958. Hann lauk B.A. prófí í uppeldis-_ og kennslu- fræðum frá Háskóla íslannds árið 1983. Eiríkur stundaði nám í stjómunarfræðum í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum frá 1984 þar til hann lauk doktorsprófi árið 1989. Frá árinu 1992 veitti hann Kjararannsóknarnefnd for- stöðu. Eiríkur er kvæntur Aðal- heiði Héðinsdóttur, framkvæmda- stjóra, og eiga þau þijú börn. UMAGNÚS S. Magnússon hefur verið skipaður skrifstofustjóri í Hagstofunni frá 1. febrúar, jafn- framt að vera skrifstofustjóri hag- skýrslusviðs forsætisráðuneytisins. Magnús er fæddur í Reykjavík árið 1953. Hann lauk B.A. prófí í sagnfræði frá Háskóla íslands 1976. Magnús stundaði nám við háskólann í Lundi 1976-1985 þar sem hann lauk doktorsprófí í hag- sögu 1985. Magnús hefur starfað á Hagstofu íslands undanfarin níu ár. Magnús er kvæntur Guðrúnu J. Óskarsdóttur, kennara, og eiga þau þijú böm. Landsins mesta úrval af ræstivögnum og moppuvögnum ósamt öllum fylgihlutum. Verö frá kr. 16.996 rm m/vsk. stgr. Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 Torgið Verdbréfaþing daf nar vel VERÐBRÉFAÞINGI hefur smám saman verið að vaxa fiskur um hrygg á síðustu misserum og veru- leg þróun varð í starfseminni á síðasta ári. Hlutabréf 7 félaga voru tekin á skrá þingsins á síðasta ári og eitt bættist í hópinn í byrjun ársins þannig að skráð félög eru nú 25 talsins. Markaðsverðmæti þessara bréfa var ails um 33 millj- arðar um áramótin samanborið við 19 milljarða árið áður. Þá var 231 flokkur skuldabréfa á skrá hjá þing- inu um áramótin og bættust 107 flokkar í hópinn á árinu. Jókst markaðsverðmæti þessara bréfa úr um 151 milljarði í 188 milljarða eða sem nemur um 85% af áætl- uðu verðmæti allra markaðs- skuldabréfa. Það er einnig til marks um þróun Verðbréfaþingsins að ekki er langt síðan þingið hóf að stöðva við- skipti tímabundið á meðan upplýs- ingum er dreift til þingaðila. Þann- ig liggja viðskipti niðri frá þvífrétta- tilkynningar eru sendar út þar til allir þingaðilar hafa fengið þær í hendur. Með þessu er tryggt að þeir sitji við sama borð gagnvart slíkum tilkynningum. Ennþá á eftir að sníða ýmsa vankanta af starfsemi þingsins eins og fram kom á ársfundi þess á mánudag. Viðskiptakerfið hefur ekki staðist vaxandi álag og því hefur verið ráðist í að hanna nýtt kerfi sem í ráði er að taka í notkun um mitt þetta ár. Þá er fyrirhugað færa þingið úr húsakynnum Seðla- bankans og fjölga starfsliði en það mun árétta þá staðreynd að þingið er sjálfstæð stofnun en ekki deild í bankanum. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, varpaði fram athyglis- verðum hugleiðingum í spjalli sínu á ársfundi þingsins. Hann telur þörf á margvíslegum umbótum í starfi þingsins og að það láti meira til sín taka í umræðu um verðbréfa- markað. „Ég hefði t.d. talið áhuga- vert að Verðbréfaþingið hefði svar- að skýrt og skorinort ótvíræðum ásökunum sem stjórnarmenn þingsins urðu fyrir í desember síð- astliðnum þegar til umfjöllunar var mat á skilyrðum fyrir skráningu hlutabréfa á þinginu," sagði hann m.a. um þetta efni. Þarna var aug- Ijóslega átt við gagnrýni Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum á stjórn þingsins vegna umsóknar fyrirtækisins um skráningu. Það er einnig skoðun Harðar að þingið eigi að sinna betur uþplýsingamiðl- un um það sem er að gerast er- lendis á þessu sviði og á sama hátt taka þátt í miðlun til erlendra aðila á upplýsingum um verðbréfa- markað hér á landi. Ekki sú ólík- legt að að til þess komi að erlend- ir aðilar vilji í einhverjum mæli fjár- festa hér á hlutabréfamarkaði. Ljóst er að mörg álitamál af þessu tagi bíða stjórnar þingsins. Eiríkur Guðnason, formaður stjórnar, segir í ávarpi sínu í árs- skýrslu að meta þurfi hvernig þing- ið veiti sem besta þjónustu. „í því sambandi þarf að meta reynsluna af nýlegum lögum þingsins og vekja athygli á atriðum sem betur mættu fara t.d. hvað varðar rekstr- arform. Einnig þarf að meta það hvort breyta þarf áherslum í Ijósi þess að landamærin hafa opnast fyrir viðskipti með verðbréf. Enn- fremur þaii að meta hvenær tíma- bært er talið að taka þátt í stofnun verðbréfamiðstöðvar eins og gert hefur verið í mörgum nágranna- landanna þar sem verðbréf eru tölvuskráð en ekki prentuð á papp- ír." Það er augljóslega langt í land með að íslendingar nái nágranna- þjóðunum í því að byggja hér upp verðbréfamarkað. Það hefur sömuleiðis ekki hvarflað að nokkr- um manni að markaðurinn verði einhvern tímann eitthvað í líkingu við stóru markaðina í London, New York og Tókýó. Framundan eru hins vegar örar breytingar og inn- an fárra ára má búast við að hér verði starfandi öflugt Verðbréfa- þing með víðtæk erlend tengsl. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.