Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS MQQ OC ►Hjartasár (Hart- ■ tt.fcll verscheurend) Hol- lensk bíómynd frá 1993 um karl og konu sem eru gerólíkar manneskjur og eiga í ástríðufullu en vonlausu ást- arsambandi. Myndin hlaut sérstök verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Loc- LAUGARDAGUR 4. MARS «91 1 n ► Vegur vonar ('Re/se • £ I. IU der Hoffnung) Sviss- nesk/tyrknesk óskarsverðlaunamynd frá 1990. Fátækt tyrkneskt par með lítið bam heldur til Sviss í von um betra líf en nýju heimkynnin eru ekki Sú paradís sem þau gerðu ráð fyrir. «99 CO ►Anna Lee - Eftirför- . 4 4. U U in (AnnaLee- Stalk- er) Bresk spennumynd byggð á sögu eftir Lizu Cody um einkaspæjarann Önnu Lee. Að þessu sinni reynir Anna að hafa hendur í hári manns sem ban- aði bami ölvaður undir stýri. SUNNUDAGUR 5. MARS VI QQ QC ►Brjóstmein (My 1*1. 44.VV Breast) Bandarísk sjónvarpsmynd um baráttu konu við krabbamein. ungrar VI 9Q Ai; ►Hálendingurinn III. 4U.4U íHie-hlander II: STÖÐ TVÖ VI 1 innsta hring (Inner III. I.4U Circle) Sannsöguleg mynd um fábrotinn alþýðumann sem var gerður að sérstökum sýningar- stjóra hjá Jósef Stalín. Bönnuð börnum. LAUG ARDAGUR 4. MARS Kl. 21.40' STÖÐ tvö FÖSTUDAGUR 3. MARS VI 99 n«i ►Annie Hal1 Við hit- III. 44.UU um upp fyrir Óskars- verðlaunaafhendinguna og sjáum fjór- ar verðlaunamyndir á föstudagskvöld- um í mars. Sú fyrsta er besta mynd Woodys Allen sem er sjálfsævisöguleg í aðra röndina og fjallar um brokk- gengt ástarsamband taugaveiklaðs grínista og vinkonu hans sem á sér draum um betra líf. Myndin var til- nefnd til fimm Óskarsverðlauna og hlaut fem: Fyrir myndina sjálfa, bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og handrit. II (Highlander II: The- Quickening) Skoski hálendingurinn Connor MacLeod og Juan Villa-Lobos hafa átt í áralöngum útistöðum við miskunnarlaus fúlmenni á Skotlandi. Stranglega bönnuð börnum. flakka Talk) Shirlee Kenyon yfirgefur heimabæ sinn og heldur til Chicago tii að byija upp á nýtt. Hún er blönk en bjartsýn og fyrir algjöra tilviljun lendir hún í hlutverki útvarpssálfræðings sem hlustar á raunir almennings og gefur þeim góð ráð í beinni. Shirlee kemur beint að kjarna málsins og í skjótri svipan er hún orðin einhver alvinsæl- asti útvarpsmaður borgarinnar. H9Q | n ►Farþegi 57 (Passen- ■ 40. IU ger 57) Hversdagsleg flugferð snýst upp í mikla háskaför þegar Charles Rane, hættulegur hryðjuverkamaður sem verið er að flytja frá Flórida til Los Angeles, sleppur úr vörslu lögreglumanna og nær yfirráðum um borð í vélinni. Eini maðurinn sem getur komið í veg fyrir djöfulleg áform Ranes er John Cutter en hann hefur verið sérþjálfaður í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Þessir tveir mætast í 35.000 feta hæð og líf 200 flugfarþega hangir á blá- þræði. Stranglega bönnuð börnum. SUNNUDAGUR 5. MARS U| Oll Cl) ►Myrkar minningar Hl. 4U.UU (Fatal Memories) Sannsöguleg mynd um Eileen Frankl- in-Lipsker sem hefur snúið baki við hrikalegri æsku sinni og lifir nú ham- . ingjusömu lífi ásamt eiginmanni sínum og tveimur bömum. Hún hefur lokað á myrkar minningar úr fortíðinni og leiðir aldrei hugann að barnæsku sinni. Fjölskyldu hennar gengur allt í haginn þar til minningabrot koma upp á yfir- borðið. Bönnuð börnum. |#| QQ 1 fl ►Við Sam (Sam and III. 4U. IU Me) Mynd um Sam Cohen, sérviturt og kenjótt gamal- menni, og Nikhil Parikh, ungan strák. Vinátta þeirra er hafin yfir aldurs- mun, kynþætti, trú og stétt. Smám saman tengjast þeir óijúfandi böndum sem ekkert fær í sundur slitið, hvorki fjölskyldur þeirra né umhverfi. MÁNUDAGUR 6. MARS M9Q QC ►Harkan sex (Necess- . 4U.4U ary Roughness) Gam- anmynd um metnaðarfullt ruðningslið sem gerir alltaf sitt besta - en vinnur aldrei leik. ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS MQQ Qn ►Brostin fjölskyldu- • 4U.UU bönd (Crooked Hearts) Warren fjölskyldan gengur í gegnum gleði og sorg á degi hveijum, rétt eins og milljónir annarra fjöl- skyldna. En þegar Warren hjónin verða svo upptekin af lífí barna sinna að bömin hafa ekki möguieika á því að lifa eigin lífi, reynir það svo mikið á fjölskylduna að hún á í hættu að flosna upp. MIÐVIKUDAGUR 8. MARS HQQ HC ►Eintóm vandræði . 4U.UU (Nothing But Trouble) Par frá New York er á ferð til Atlantic City þegar þau eru hand- tekin og þau uppgötva að þau eru fangar í mjög svo sérkennilegum bæ þar sem menn eru dæijidir til dauða fyrir minni sakir en umferðarlagabrot. FIMMTUDAGUR 9. MARS V| QQ IfJ^Dick Tracy Teikni- III. 4U. IU myndahetjan Dick Tracy vaknar til lífsins í þessari stór- fenglegu mynd. Warren Beatty fer á kostum í hlutverki löggunnar snjöllu sem segir bófaforingjanum Big Boy Caprice strið á hendur. En skyldu- störfin bitna á einkalífinu og ekki batnar ástandið þegar Tracy kynnist hinni lostafullu Breathless Mahoney sem leggur snörur sínar fyrir hann. Bönnuð börnum. Mn CC ►Loforðið (A Promise • U.UU to Keep) Ung kona berst við krabbamein og hefur ekki haft kjark til að segja fjölskyldunni frá því. Þegar hún missir eiginmann sinn sviplega þarf hún að horfast í augu við þá staðreynd að börnin henn- ar fjögur verði munaðarlaus þegar hún BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Afhjúpun -k-k-k Hún tælir hann í ófyrirleitnu valda- tafli í tölvufyrirtæki. Fyrsta flokks afþreying í flesta staði. Leon kk Ábúðamikil mynd úr furðuveröld Bess- ons. Góð átakaatriði í bland við ómerkilegan efnisþráð og persónu- sköpun. Fríða og dýrið? Varla. Viðtal við vampíruna kkk Neil Jordan hefur gert býsna góða vampírumynd sem lítur alltaf frábær- lega út og tekur með nýjum hætti á gamalli ófreskju kvikmyndanna. Brad Pitt stelur senunni. Leifturhraði kkk'A Æsispennandi frá upphafi til enda, fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar- mynd eins og þær gerast bestar. Konungur Ijónanna kkk Pottþétt fjölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal- setningu. BÍÓHÖLLIN Afhjúpun (sjá Bíóborgina) Banvænn fallhraði k'A Ekki beinlínis leiðinleg en afar ómerki- leg formúlumynd sem dandalast á mörkum gamans og alvöru. Mynd- bandaafþreying. Pabbi óskast k k Steve Martin leikur Silas Marner í nútímanum í bærilegri mynd um einbúa sem tekur að sér stúlkubam. Ófijótt en allt í lagi. „Junior" k'A Linnulausar tilraunir Schwarzenegg- ers til gamanleiks bera hér vonandi endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins- brandara mynd og afleitlega leikin. Konungur Ijónanna (sjá Bíóborgina) HÁSKÓLABÍÓ Ekkjuhæð kk'A Lítil skopleg mynd um smábæjarslúð- ur í bland við sakamálasögu í ætt við Agöthu Christie. Góðar leikkonur en meinlítil mynd. Hálendingurinn 3 k Þriðja myndin í flokknum má missa sín. Innihaldið sérlega rýrt og spennan lítil. Klippt og skorið kkk'A Sérlega kræsileg kvikmyndaveisla frá meistara Altman sem segir sögur af hjónum í Los Angeles samtímans. Nostradamus k Sæmilega útlítandi en illa leikin og innihaldsrýr mynd þar sem furðulítið er Qallað um sýnir sjáandans fræga. Skuggalendur kkk'A Gæðamynd byggð á einstöku sam- bandi bresks skálds og fyririesara og bandarísks rithöfundar um miðja öld- ina. Það geislar af Anthony Hopkins og Debru Winger í aðalhlutverkum. Aukaleikarar ekkert síðri og leikstjór- anum Attenborough tekst að segja hádramatíska sögu án þess að steyta nokkru sinni á óþarfa tilfinningasemi. Priscilla drottning eyðimerkur- innar kkk Undarleg og öðruvísi áströlsk mynd sem kemur áhorfendum í gott skap. Það er ekki heiglum hent að vera kyn- eða klæðskiptingur í auðnum Ástralíu. Ógnarfljótið kk'A Spennumynd í góðu meðallagi með Meryl Streep í aðalhlutverki móður sem berst fyrir lífi ijölskyldunnar. Hún er reyndar það eina óvænta í venju- legri formúluafþreyingu. Þrír iitir: Rauður k k k'A Þríleik pólska leikstjórans Kieslowskis lýkur með bestu myndinni þar sem leikstjórinn fléttar saman örlögum persónanna á snilldarlegan hátt. Forrest Gump kkk'A Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfelding sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. LAUGARÁSBÍÓ „ Milk Money" k Óttalega ómerkileg og væmin mynd um strák sem finnur nýja konu handa föður sínum. Corrina, Corrina kk Meinlaus, gamaldags mynd um sam- skipti hvítra og svartra á sjötta ára- tugnum. Helst fyrir smáfólkið. Timecop kk'A Tímaflakkarar á ferð með misjafnt í huga. Útlitið er ágætt, spennan tals- verð, afþreyingin góð, innihaldið rýrt. Skásta mynd van Damme þótt það segi ekki mikið. Skógarlíf kk'A Mógli bjargar málunum í áferðarfal- legri kvikmynd hins sígilda ævintýris Kiplings um frumskógardrenginn ramma. Góð barna- og fjölskyldu- mynd. REGNBOGINN Sex dagar, sex nætur k k Glæsilegar leikkonur eru helsta augnayndið í frönskum sálfræðitrylli, sem beygir hryllilega af leið í seinni hlutanum. Barcelona kk'A Afar málglöð mynd um samskipti ungra Bandaríkjamanna og Börsunga á sjöunda áratugnum. Vel leikin, löng en athyglisverð. Litbrigði næturinnar k k Langdreginn, götóttur en ekki beint leiðinlegur sálfræðitryllir kryddaður óvenju erótískum atriðum. PCU 0 Makalaus endaleysa úr ameríska há- skólalífinu. Botninn á skemmtanaiðn- aðinum í Hollywood. Stjörnuhliðið kk'A Ágætis afþreying sem byggir á því að guðirnir hafi í raun verið geimfar- ar. Fyllir upp í sáran skort á útgeims- myndum og er því kannski bitastæð- ari en ella. Reyfari kkk'A Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. SAGABÍÓ Úlfhundurinn $'A Sérlega ómerkileg ævintýramynd um úlfhundinn væna og indjánaþorpið sem hann bjargar. Lýjandi. Wyatt Earp k k Alltof langur vestri um einn frægasta löggæslumann villta vestursins. Þung- ur og drungalegur en leikarahópurinn sérlega glæsilegur og fer Dennis Quaid á kostum í hlutverki Doc Hollidays. Leon (sjá Bíóborgina) STJÖRNUBÍÓ Á köldum klaka kkk Ungur Japani kynnist landi og þjóð í vetrarham í þessari nýjustu mynd Friðriks Þórs. Kynni hans af mönnum og draugum sýnd í skondnu ljósi og mörg góðkunn viðfangsefni leikstjór- ans í forgrunni eins og sveitin og dauð- inn og hið yfirnáttúrulega. Frankenstein kk Egóið í Kenneth Branagh fær að njóta sín til fulls en fátt annað I heldur misheppnaðri Frankensteinmynd. Aðeins þú kk Rómantísk gamanmynd um stúlku sem eltir draumaprinsinn til Ítalíu. Lítt merkileg mynd sem byggir á gömlum lummum ástarmyndanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.