Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 12
12 D FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Simpsons fjölskyldan er uppfinning teiknarans Matts Groenings, sem byijaði að vinna fyrir sér sem teiknari skömmu eftir að hann útskrifaðist úr menntaskóla 1977. Hvort gekk né rak þar til hann sló óvænt í gegn með teikni- myndasögunni Líf í helvíti. Sú barst til James L. Brooks sem bað Groening að koma með hugmynd að vikulegri teiknimynd sem sýnd yrði í þætti Tracy Ullman og sag- an hermir að Simpsons-fjölskyldan 'hafi orðið til á 10 mínútum þar sem Groening- sat á biðstofu Brooks. Simpson-fræði Allt frá því fyrsti þátturinn var sýndur þrettánda maí 1990, hafa Simpsons-fræði verið merkileg grein sjónvarpsrannsókna, enda fjölmargt sem gefa má gaum. Þannig hafa líklega hafa flestir tekið eftir þvi að upphafsatriði þátt- anna er breytilegt, til að mynda er mismunandi texti á skólatöfl- unni í upphafí hvers þáttar. Saxófónspuni Lisu breyt- ist líka og reyndar lék hún upphaflega á te- nórsaxófón, en leikur nú á baritón. Ekki má svo gleyma því að Marge les Mom’s Weekly í stórmark- aðnum og þegar Möggu er rennt yfir strikamerkjaskynjarann kem- ur í ljós að hún kostar 847,63 dali. Annað sem brejdist reglulega er þegar fjölskyldan kemur heim og hlammar sér í sófann fyrir framan sjónvarpið. Þar er fjölbreytnin ekki eins mikil, því yfirleitt eru tíu mis- munandi byijanir í hveijum skammti og því birtast þær um það bil tvisvar hver. Svipmynd af Springfield Þegar myndavélin rennur yfir Springfield sést ýmislegt í svip: Þegar kjarnorkuverðinu bregður fyrir heyrist í kráku, Milhouse vin- ur Barts er í hafnabolta í lystigarð- inum, hrekkjusvín, þar á meðal Nelson, eru búin að troða strák í ruslatunnu og sjást aðeins fæturn- ir standa uppúr, óþokkarnir Jimbo og Kearney eru að hrekkja Mart- in, Patty og Selma, systur Marge eru fáklæddar í sólbaði, Afi Simp- son, Jasper og eitt gamalmenni til viðbótar eru að horfa á þær, Ken Brockman fréttamaður er taka upp viðtal, læknarnir Marvin og Hibert standa við veginn með klemmuspjöld, skólabíllinn er kyrrstæður og Wendell hangir hálfur út greinilega bílveikur, Ottó bílstjóri hallar sér upp að bílnum Simpsons- fiölskyldan Simpson-fjölskyldan er nú sýnd í Sjónvarpinu á ný. Ami Matthíasson gróf sitthvað upp um þessa sérkennilegu fjölskyldu. og kastar mæðinni, en hann er að skipta um dekk, tvær löggur standa við vegatálma, Maude, Ned og Todd Flanders leika sér við fugl heimavið. Gagnslausar en þó bráðmerkilegar upplýsingar Aðrar gagnslausar en þó bráð- merkilegar upplýsingar eru til að mynda að síminn hjá Homer er breytilegur skv. símaskrá Skinn- ers skólastjóra, fyrst var heim- asíminn 555-6528 og vinnusíminn 555-7334, en nú er heimasíminn 555-6832 og 555-6754 í vinnunni. Síminn hjá Moe er 555-1239, en þar er „happy hour“ (allir drykkir á hálfvirði) kl. 5 til 5.30 á morgn- ana. Þegar Homer rak snjóplóginn var síminn hjá „Hr. Plóg“ 555-3223 og 555-3226. Heimilis- fang fjölskyldunnar er líka breyti- legt, þó húsið sé alltaf eins: Evergreen Terrace 94, 59,1094, 742, 723 og 724. Einnig hafa þau átt heima á Spalding Way 430, sem á reyndar uppruna sinn í nafni skemmtikraftsins Spalding Gray, en Evergreen er víst heitið á Helstu viðburðir í sögu Simpson fjölskyldunnar 55‘56 '60 ‘65 70 7475 '80 ‘83 '85 '8990 '93 '95 H—I 1 1—H-------1 I I I h I I I I I I M I Magga fæðis ára brúðkaupsafmæli Lísa fæðist Fjölskyldan flyturtil Evergreen Tce 'Bartfæðist 'Homer fær vinnu í kjarnorkuverinu Homer og Marge giftast Homer og Marge útskrifast úr gaggó - Marge fæðist (Innan við ári síðar) - Homer fæðist (5. okt. 1955) TEVÍATAL er allt óljóst, þó þessi tafla sé nærri lagi. Þannig kemur eflaust á óvart að Magga sé fædd 1993, en hún hefur verið í þáttunum síðan 1989.1 dagatali sem gefið var út 1993 er Magga þó sögð fædd 19. ágúst 1985 og Bart 17. desember 1979. A öðrum stað hefur þó komið fram að Bart sé fæddur 1. apríl 1980, en fær ekki staðist. menntaskóla Groenings. Nöfn Simpson-fjölskyldunnar eru flest kominn frá ættingjum höfundarins. Homer Jebediah Sim- son hefur fornafnið frá föður Groenings, en uppruni Jebediah er óljósari og reyndar hefur því verið fleygt að millinafnið sé í raun JoJo. Maijorie er móðir Matts Groenings, Patty, Lísa og Maggie eru systur hans. Bart er aftur a móti samstafa brat, sem þýðir kenjakrakki. Uppruni Simpson- heitisins er ólósari, en ekki má gleyma því að orðrétt þýðir það kjánasonur. Annað við persónum- ar er fengið úr öllum áttum og nægir þar að nefna að fjölmargar fígururnar eru örvhentar líkt og Groening sjálfur, og þær hafa flestar þijá fingur og þumal á hvorri hendi. Springfíeld er ekki til, en er reyndar eitt algengasta borgar- nafn Bandaríkjanna og næsta borg við fæðingarbæ Groenings heitir Springfield. Dan Calstellaneta á flestar raddirnar í Simpsons þáttunum, því hann leikur þá feðga Abraham og Homer J. Simpson, fyllibyttuna Barney Gumbel vin Homers, McAllister kaptein, Chespirito sjónvarpsstjörnuna mexíkósku í býflugubúningnum og Diam- ond Joe Quimby spilltan borgarstjóra Springfield. Julie Kavner leikur allar Bouvier-konurnar, Maij- orie „Marge“, Jacqueline móður hennar, og syst- umar Patty og Selmu. (Patty er sú sem skipt- ir ekki hárinu og er yfirlett með hálsfesti með kringlóttum perlum. Selma er aftur á móti með sporöskjulaga perlur og skiptir hárinu í miðju. Þær era báðar einhleypar, Patty kaus einlífí, en Selma lenti í því.) Nancy Cartwright leikur Bart, Yeardley Smith leikur Lísu og Möggu og Frank Welker leikur heim- ilisdýrin. Þrisvar tíu ára Sem vonlegt er í þáttaröð þar sem margir leggja hönd á plóginn er erfitt að halda samhengi í aldri og fæðingardögum. Þannig fædd- ist Magga 1993, en hún hefur verið í þáttunum frá 1989. Einnig kom fram á dagatali sem Matt Groening gaf út að hún hafi fæðst 19. ágúst 1985 og Bart 1979 og í annarri bók sem hann stóð að stendur að Bart hafí fæðst 1. apríl 1980, þó það kalli á ýsma árekstra í söguþræði þáttanna. Aldurinn skiptir þó ekki máli, því Matt Gro- ening leggur áherslu á að eitt það besta við teiknimyndir sé að fígúr- urnar eldist ekki og þannig hefur Bart haldið þrívegis upp á tíu ára afmæli sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.