Morgunblaðið - 02.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 02.03.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA plínri0Híttl»lííí>ií» 1995 FIMMTUDAGUR2. MARZ BLAD „Grímur" Baumruk PETR „Grímur“ Baumruk, þjálfari og leikmaður Hauka, leikur nú með myndarlega andlitsgrímu til að verja nefið, en sem kunnugt er tvínefbrotn- aði hann í fyrsta leiknum við Val að Hlíðarenda á sunnudagskvöld. Liðin leika þriðja og síðasta leikinn að Hlíðarenda í kvöld kl. 20.00 og þá fæst úr því skorið hvort liðið leikur í 4-liða úrslit- um. Baumruk lék með andlitsgrímuna í leiknum í Hafnarfiði og virtist það ekki há honum neitt. Hann gerði fjögur mörk og var sterkur í vörninni. Vegna leiksins að Hlíðarenda í kvöld eru hand- hafar fríkorta félaganna beðnir um að sækja aðgöngumiða sína á leikinn fyrir kl. 14.00 í dag, í Valsheimilinu eða í íþróttahúsinu við Strand- götu. Kínverjar í fangelsi fyrir lyfjamisnotkun ÍÞRÓTTAYFHtVÖLD í Kína sögðu í gær að lyfja- misnotkun ætti sér enn stað á meðal nokkurra kínverskra íþróttamanna og greindu frá áformum um frekari fyrirbyggjandi aðgerðir sem felast m.a. í því að fangelsa íþróttafólk sem brýtur af sér á þennan hátt. Wu Shaozu, íþróttamálaráðherra, sagði að lyfjamisnotkun yrði ekki liðin. „Jafnvel þó aðrir neyti ólöglegra lyfja gerum við það ekki og það er mikilvægara að vera án lyfja en vinna til verð- launa,“ sagði hann. Auk fangelsunar verða brot- legir sektaðir um allt að fimmfalda verðlaunaupp- hæð hveiju sinni, þjálfarar verða gerðir ábyrgir og lyfjaprófum utan keppni fjölgað. 1993 féllu 24 kínverskir íþróttamenn á lyfja- prófi en 31 á síðasta ári. Yang Tianle, fram- kvæmdastjóri lyfjaeftirlits íþróttamanna í Kína, sagði að 1993 hefði Kina verið í öðru sæti á eftir Japan í Asíu varðandi fjölda íþróttamanna sem hefðu fallið á lyfjaprófi og í 10. sæti i heiminum. 1,75% kínverskra íþróttamanna hefðu fallið á lyfjaprófi, sambærileg tala í Japan væri 2,42% og 6,16% í Belgíu. 122 lyfjapróf voru framkvæmd í Kína 1991,185 árið 1992,315 árið 1993 og 526 í fyrra. KR með nýungar Verða með beina sjón- varpsút- sendingu - í íþróttahúsinu KR-ingar ætla að brydda upp á nýjungum á heimaleikjum sín- um í úrslitakeppninni í körfuknatt- leik. Þeir ætla að vera með tilrauna- útsendingu fyrir úrslitakeppnina í síðasta leik deildarkeppninnar gegn Keflavík á Seltjarnarnesi í kvöld. Þeir verða með risasjónvarpsskjá við annan enda vallarins og sýna þar leikinn beint og verða með end- ursýningar þar sem það á við. Eins er möguleiki hjá fyrirtækjum að auglýsa beint í leikhléinu. Þijár upptökuvélar verða í húsinu og alls munu 15 manns starfa við þessa tilraunaútsendingu. Ólafur Guðmundsson, sem lék áður með KR, hefur skipulagt og séð um að koma þessu í kring. Hann sagði að þetta væri tilraun og það yrði spennandi að sjá hvem- ig til tækist. „Með þessu viljum við skapa stemmningu í húsinu og enn meiri skemmtun fyrir áhorfendur. Umgjörðin í kringum leiki er mjög mikilvæg. Ég tel að það hafi verið ákveðin stöðnun í kringum íþrótta- kappleiki hér á íslandi ogþví ákváð- um við að reyna eitthvað nýtt. Sam- keppnin er orðin það hörð við kvik- myndahús og sjónvarp að það þarf að gera eitthvað til að laða áhorf- endur enn frekar að kappleikjum. Þetta er liður í því og vonandi tekst þessi tilraun vel,“ sagði Ólafur. Síðasta umferð riðiakeppni úr- valsdeildarinnar verður leikinn í kvöld og þá ræðst endanlega hvaða átta lið taka þátt í úrslitakeppninni sem hefst 8. mars. í Njarðvík taka heimamenn á móti Skallgríms- mönnum, Skagamenn fara til Akur- eyrar og leika við Þór, Snæfell tek- ur á móti Haukum, Tindastóll fær ÍR-inga í heimsók og KR mætir Keflvíkingum eins og áður segir. Eitt sæti er enn óskipað í úrslita- keppninni og um það berjast Hauk- ar og Tindastóll, sem eru jöfn að stigum, hafa bæði hlotið 20 stig. Tapi, eða sigri bæði liðin hreppa Haukar sætið en Sauðkrækingar verða að sigra og vona að Snæfell sigri Haukana. Tveir gódir Reuter Shaquille O’Neal var í mlklu stuðl þegar Orlando lagðl, 118:106, New York. O’Neal, sem skoraðl 41 stlg, sést hér gnæfa yflr Patrlk Ewlng, sem skoraðl 32. Sjá allt um leikina f fyrrlnótt / E4 KNATTSPYRNA Mikill áhugi á Evrópuleiknum 16. ágúst á Laugardalsvellinum Svisslendingar hafa boð- að komu 1.200 áhorfenda Svisslendingar eiga mikla möguleika á að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspymu sem verður i Eng- landi 1996 og er mjög mikill áhugi hjá Svisslendingum á leikjum liðs- ins í undankeppninni. íslenska landsliðið er í sama riðli og mæt- ast liðin á Laugardalsvelli mið- vikudaginn 16. ágúst. Að sögn Eggerts Magnússonar, fonnanns Knattspyrnusambands íslands, hafa Svisslendingar þegar boðað komu 1.200 áhorfenda og beðið um fyrirgreiðslu vegna þeirra. Hann sagði að um væri að ræða hópa frá tveimur ferðaskrifstof- um, 1.000 manns frá annarri og 200 manns frá hinni, en auk þess hefði fylgt pöntuninni að von væri á enn fleiri áhorfendum frá Sviss. Næsti leikur íslands í keppninni verður í Svíþjóð 1. júní og síðan heimaleikur gegn Ungveijalandi 11. júní. Síðan flóðljósin voru sett upp á Laugardalsveili hafa lands- leikir byijað kl. 20 en 16. ágúst er alþjóða stigamót í fijálsíþrótt- um í Sviss og þess vegiia hafa Svisslendingar óskað eftir að leik- urinn á íslandi byiji ekki fyrr en kl. 21 að ísienskum tíma svo Svisslendingar heima fyrir geti fylgst með leiknum f beinni sjón- varpsútsendingu. Eggert sagði að vel hefði verið tekið í ósk Sviss- lendinga og gerði hann fastlega ráð fyrir breyttum leiktíma. ÞOLFIMI: FSÍ LÁÐIST AÐTALA VIÐ BJÖRN LEIFSSOIM / E2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.