Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 E 3 IÞROTTIR Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Víkingar höfðu ástæðu til að gleðjast í gær enda lið þelrra komlð í undanúrslit í keppnlnni um íslands- meistaratitillnn. Hér eru það Bjarki Sigurðsson, Blrgir Sigurðsson )(nr.5) og Kristján Ágústsson sem fagna eftlr sigurlnn á ÍR í gærkvöldi. Vfldngar fyrst- ir í undanúrslit VÍKINGUR varð fyrst liða til að tryggja sér sæti í undanúrslitum íslandsmótsins í handknattleik með því að leggja ÍR-inga öðru sinni með eins marks mun, 24:23. Leikurinn var æsispennandi og taugarnar þandar til hins ýtrasta. Tvíframlengja þurfti leikinn til að knýja fram úrslit. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið fyrstu 50 mínúturnar, en Víkingar voru sterkir á enda- sprettinum og fögnuðu eftir maraþonleik en ÍR er úr leik. |R-ingar bytjuðu leikinn af krafti, ® spiluðu öfluga vörn og skynsamleg- an sóknarleik. Mikil fljótfærni var á sama tíma í sóknarleik Víkinga og eins og þeir væru að keppast um það hver væri fljótastur að ljúka sókninni því þær tóku yfírleitt ekki meira 20 sek- úndur. ÍR-ingar komust í þægilega stöðu, 6:2, eftir 13 mínútur og héldu Valur B. Jónatansson skrífar því forskoti í hálfleik, 12:9. Víkingar voru ekki á því að fara í oddaleik og komu því grimmari inn í síðari hálfleikinn og léku af meiri skyn- semi. Þeim gekk erfíðlega að saxa á forskotið og það var ekki fyrr en Sig- urður Sveinsson, sem hafði haft sig lítið í frammi, tók af skarið og gerði þijú mörk í röð og jafnaði, 16:16, þeg- ar 10 mínútur voru til leiksloka. Rób- ert skoraði 18. mark ÍR þegar innan við tvær mínútur voru eftir en Rúnar svaraði fyrir Víking. ÍR-ingar misnot- uðu síðustu sókn sína er Magnús Stef- ánsson varði frá bæði Róberti og Jó- hanni. Þá var komið að Víkingum að sækja, en Magnús Sigmundsson, í IR-markinu, varði skot Rúnars úr dauðfæri af línunni á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma og tryggði ÍR fram- lengingu. Spennan hélt áfram í framlenging- unni þar sem hvort lið gerði þijú mörk, 21:21. Víkingar voru nær því að tryggja sér sigurinn á þessum kafla en aftur var það Magnús Sigmundsson sem tryggði IR-ingum áframhald, þeg- ar hann varði skot frá Sigurði Sveins- syni á lokasekúndunum. Árni Friðleifsson kom sterkur út í síðari framlengingunni, gerði þá tvö af þremur mörkum liðsins og eins varði Reynir Reynisson, markvörður Vík- ings, mikilvæg skot á lokamínútunum. En það var Rúnar sem gulltryggði sig- urinn með því að koma Víking í 22:24 þegar hálf mínúta var eftir. Njörður náði að vísu minnka muninn í eitt mark áður en yfír lauk, 23:24. Það verður að segjast eins og er að leikurinn var mjög skemmtilegur fyrir áhorfendur sem troðfylltu íþrótthúsið enda varla hægt að bjóða upp á meiri spennu. Hann var hins vegar ekki vel spilaður þar sem baráttan var í önd- vegi. ÍR-ingar voru óheppnir að ná ekki að sigra því þeir voru búnir að vinna vel fyrir því með mikilli baráttu. Reynsla Víkinga vóg þungt í lokin og hún réð úrslitum. KA sigraði í miklum hitaleik Það var víst grunnt á því góða milli leikmanna Stjörnunnar og KA í fyrsta leik liðanna og leikurinn á Akureyri í gær hófst í rökréttu framhaldi með miklum hita, pústr- um og brottvísunum. KA-menn unnu sanngjarnan sigur og var Alfreð þjálfari Gíslason ánægður með sigurinn en ekki leikinn. „Leikurinn hjá Stjörnunni snerist bara um það að berja frá sér. Filippov var sá eini hjá þeim sem spilaði handbolta," sagði Alfreð í leikslok og var þungur á brún. Alfreð var óánægður með líkamlega tilburði Stjörnumanna í leiknum en Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörn- unnar, var hins vegar Stefán Þór afar ósáttur við dómar- Sæmundsson ana og lét þá iðulega skrifarfrá heyra það. Þessi harka Akureyri setti lejðinleg-an blett á annars skemmtilegan og spennandi leik en KA-menn þurftu að kæla sig í 16 mínútur og Stjörnumenn í 12. Rauða spjaldið fór þó aldrei á loft þrátt fyrir gróf brot og jafnvel kjaftshögg. Ef við snúum okkur að leiknum sjálf- um þá byijuðu heimamenn mun betur og komust í 3:0. Gífurleg harka ein- kenndi leikinn frá upphafi og KA-vörn- in var firnasterk. Stjarnan skoraði sitt fyrsta mark eftir tæpar 7 mínútur. Eftir 12 mínútna barning var staðan 4:1, fyrir KA. Bæði liðin þreifuðu fyrir sér og skiptu um leikmenn. Harkan hélt áfram og níu leikmenn fuku út af fyrir leikhlé. Stjarnan skoraði jöfn- unarmarkið tveimur færri í lok fyrri hálfleiks og staðan 10:10. KA-menn byijuðu af krafti í seinni hálfleik og skoruðu íjögur fyrstu mörk- in. Þar voru Atli Þór og Valdimar í aðalhlutverkum en sá síðarnefndi hvíldi lengst af í fyrri hálfleik. Stjörnumenn sáu vart til sólar eftir að þeir misstu KA-menn þetta langt fram úr. Munur- inn var minnstur þijú mörk. Liðin spil- uðu langar sóknir en KA-menn voru fljótir að nýta sér allmörg stangarskot Stjörnumanna og geysast í hraðaupp- hlaup, auk þess sem Sigmar Þröstur hjálpaði til með því að hrökkva í gang á mikilvægum kafla. Vörn KA varði líka mörg skot. Þegar níu mínútur voru til leiksloka var staðan 22:16, KA í vil, og sigurinn nánast í höfn eins og kom á daginn. 'Úrslitin 26:21 og væntanlega harður og óvæginn odda- leikur framundann í Garðabænum nema leikmenn nái sáttum í millitíðinni. Atli Þór Samúelsson átti stórgóðan leik fyrir KA og dansaði fram hjá ágengum varnarmönnum Stjömunnar. „Þetta var rosalega gaman en leikirnir við Stjörnuna enda alltaf í slagsmálum. Við vinnum þá á föstudaginn,“ sagði Atli Þór. Valur og Valdimar léku einn- ig vel og varnarmúrinn var traustur. Patrekur fann sig ekki og skoraði að- eins eitt mark. Helstu stjörnur Garðbæ- inga náðu sér heldur ekki á strik og Sigurður Bjarnason komst þ.a.m. ekki á blað. Jón Þórðarson átti góða spretti í horninu og Gunnar í markinu. Viggó þjálfari verður sjálfsagt búinn að hrista upp í sínum mönnum fyrir oddaleikinn en liðin eru áþekk að styrkleika og útlit fyrir æsilegt uppgjör. „Svekkjandi að tapa í svona jöfnum leik“ „ÞAÐ er alltaf svekkjandi að tapa í svona jöfnum leik,“ sagði Jóhann Ásgeirsson, fyrirliði ÍR-inga. „Þetta var hörkuleikur og gríðar- lega spennandi. Við vorum óheppnir að tapa, en svona er þetta, annað liðið verður víst að tapa. Það má segja að við vorum klaufar að ná ekki að klára þetta í venjulegum leiktíma því við átt- um alla möguleika á því. Það hefði verið gaman að fá oddaleik við Víking, en það verður ekki og við erum því komnir í sumarfrí,“ sagði fyrirliðinn. Eyjólfur Bragson, þjálfari ÍR- inga, var að vonum óánægður með að vera fallinn úr keppni. Hann var mjög óhress með frammistöðu dómaranna í leiknum í gærkvöldi og lét það óspart í Ijós eftir leik- inn. „Þeir eru ekki nægilega reyndir til að dæma svona leik. Þeir báru allt of mikla virðingu fyrir landsliðsmönnum Víkinga, þorðu hreinlega ekki að dæma á þá. Góðir dómarar gera ekki upp á milli manna. Það á ekki að skipta máli hvort leikmaðurinn heitir Sig- urður Sveinsson eða þá Njörður Ámason, allir eiga að sitja við sama borð,“ sagði Eyjólfur. „Við erum búnir að vinna mikið fyrir því að komast þetta langt í keppn- inni og svo koma þessir menn og eyðileggja allt.“ „Það er gott að vera kominn í undanúrslit,“ sagði Sigurður Sveinsson, Víkingur. „Þetta var mikill baráttuleikur. Við lékum virkilega illa í fyrri hálfleik og vorum þá eins og byijendur. En við náðum að snúa leiknum okkur í hag í síðari hálfleik. Það er ljóst að við verðum að bæta leik okkar Eglll Már Markússon, dómari, Eyjólfi Bragasyni, þjálfara ÍR, gula spjaldið fyrlr að mótmæla dóm- gæslunni. Eyjólfur var allt annað en ánægður með dómarana í lelknum. töluvert fyrir átökin í undariúrslit- unum. Sjálfstraustið í sóknarleikn- um er ekki nægilegt.“ Um dómgæsluna í leiknum sagði Sigurður: „Ég held að dóm- ararnir hafí staðið sig í heildina vel. Ég tel að það hafí ekki hallað á annað liðið frekar en hitt. Þeir gerðu sín mistök eins og við enda erfiður leikur að dæma. Það eru allir að setja út á dómarana og ég mundi ekki vilja vera dómari í dag. Það er búið að yfírspenna alla leikmenn og þjálfara og því eru allir undir miklum þrýstingi og mega illa við því að tapa. Þetta er orðin allt of mikil barátta sem kemur niður á skemmtuninni, sem þessi íþrótt á að gefa mönnum. Leikmenn eru hættir að brosa," sagði Sigurður. KÖRFUKNATTLEIKUR Shaq braut 40 stiga múrinn í sjöunda sinn Shaquille O’Neal var í miklu stuði þegar Orlando styrkti stöðu sína á toppi Atlantshafsriðils í NBA-deildinni í körfuknattleik með 118:106 sigri gegn New York Knicks í fyrrinótt. O’Neal var með 41 stig, þar af 14 í fyrsta leik- hluta, og er þetta í sjöunda sinn á tímabilinu sem hann brýtur 40 stiga múrinn en hann tók auk þess 10 fráköst. Patrick Ewing skoraði 32 stig fyrir New York og tók 15 frá- köst en John Starks var með 19 stig í þessum sjötta tapleik liðsins í síðustu sjö leikjum í Orlando. Miami Heat gerði góða ferð til Milwaukee og vann 95:85. Heima- menn gerðu aðeins 32 stig í seinni hálfleik en Glen Rice var stigahæst- ur hjá gestunum með 24 stig. Billy Owens gerði 17 stig og tók 16 frá- köst en Keith Askins skoraði 16 stig og tók 14 fráköst. „Sjálfs- traustið var í lagi hjá mér,“ sagði Askins sem var ekki í byijunarlið- inu. „Þjálfarinn og leikmennirnir bera einnig traust til mín og þegar svo er er hægt að koma inn og hitta svona.“ Philadelphia vann 106:102 í Washington. Clarence Weatherspoon skoraði 30 stig og Dana Barros gerði átta af 19 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir gestina sem fögnuðu sigri í fjórða sinn í síðustu 18 leikjum. Juwan Howard var með 20 stig fyrir heimamenn, Scott Skiles 19 og Chris Webber 17 en Washington tapaði 13. leikn- um af síðustu 15. Dikembe Mutombo setti persónu- legt met á tímabilinu með því að gera 26 stig fyrir Denver í 114:101 sigri gegn Minnesota en hann tók líka 11 fráköst. Þetta var sjöundi heimasigur Denver í röð en liðið komst í 12:0 og hélt forystunni út leikinn. Jalen Rose Rose skoraði 18 stig og átti sjö stoðsendingar en Reggie William var með 15 stig. Isaiah Rider skoraði 20 stig fyrir Minnesota. San Antonio fagnaði níunda heimasigrinum í röð, vann Cleve- land 100:83. David Robinson gerði 18 stig fyrir heimamenn og Chuck Person 17 stig. Popeye Jones skoraði þriggja stiga körfu 23 sekúndum fyrir leiks- lok og tryggði Dallas 102:101 sigur gegn Houston. Hakeem Olajuwon fékk tækifæri til að tryggja gestun- um sigur en hitti ekki á síðustu sekúndu. Mashburn skoraði 22 stig fyrir heimamenn og Jason Kidd 18 stig. Los Angeles Clippers tók á móti Phoenix og vann 110:99. Lamond Murray var stigahæstur heima- manna með 18 stig en Kevin John- son skoraði 31 stig fyrir gestina og tók átta fráköst. Charles Barkley lék ekki með Phoenix vegna meiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.