Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 4
GOLF Sigurjón ogúífar léku vel KNATTSPYRNA Táningar Bayem vom ekki nægilega grimmir Voru óheppnirað rjúfa ekki varnarmúr IFK Gautaborgar í Munchen LEIKMENN sænska liðsins IFK Gautaborg náðu því sem þeir ætluðu sér á Ólympíuleikvang- inum í Múnchen; markalausu jafntefli gegn ungu liði Bayern Munchen í meistaradeild Evr- ópu. Svíarnir léku öflugan varn- arleik og fyrir aftan vörnina var markvörðurinn Thomas Ra- velli, sem varði mjög vel. „Við vorum ekki nægilega grimmir og yfirvegaðir upp við mark þeirra," sagði Giovanni Trapat- toni, þjálfari Bayern. „Ungu leikmennirnir okkar eru of ák- afir og fljótir þegar upp að markinu er komið — ætluðu sér of mikið. Jaf ntefli er gott vega- nesti til Gautaborgar. Þó að sænska liðið hafi unnið Barcel- ona og Manchester United heima, segir það ekki að við töpum gegn þvi þar.“ Franz Beckenbauer var ánægður með leik Bayem. „Strákamir léku vel, en náðu ekki að nýta sér yfirburði sína. Ef þeir hefðu verið með meiri reynslu hefðu þeir unnið tvö til þrjú núll.“ Tvö af þremur gullnum tækifæmm sem leikmenn Bayem fengu, komu í fyrri hálfleik. Það voru þeir Alexander Zickler og Búlgarinn Emil Kostadinov sem náðu ekki að nýta þau. í seinni hálf- leik átti Thomas Helmer skot yfír þverslá og þá átti Mehmet Scholl skot sem fór rétt framhjá. „Ég er ekki ánægður með jafntefli, en aftur á móti ánægður með leik okkar," sagði fyrirliðinn Helmer. Eina tækifærið sem Gautaborg fékk í leiknum var í byijun seinni Hvert ert þú að fara? CHRISTIAN Ziege, varnarmaður þýska llðsins Bayern Múnchen vlrðlst á góðri leið með að klæða Svíann Mikael Martlnsson, sóknarmann hjá IFK Gautaborgar úr peysunnl en Thomas Helmer fyririrllðl Bayern fylgist með framgangi mála. Ufar Jónsson og Siguqon Arnarsson léku vel á tveggja daga golfmóti í Or- lando í Bandaríkjunum, en mótinu lauk í gær. Úlfar lék fyrri daginn á 68 höggum, fjórum undir pari, og síðari daginn á 74, samtals á 142 en Siguijón á 71 og 74, alls 145 höggum. Siguijón byijaði mjög vel og var kominn fjóra undir eftir tíu holur en lenti síðan í því að týna bolta. Leik- ið var á Mission Inn vellinum sem er par 72 og SSS 73. Keppendur voru 122. FOLK ■ HORST Hrubesch var rekinn sem þjálfari Dynamo Dresden í gærkvöldi, eða aðeins þremur mán- uðum eftir að hann var ráðinn. Félagið hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum. ■ IAN Wright kemur á ný inn í lið Arsenal, sem leikur gegn franska liðinu Auxerre í UEFA- keppninni. Arsenal hefur unnið tvo síðustu leiki sína undir stjórn Stew- art Houston, nýja framkvæmda- stjóra liðsins. ■ ARSENAL er talið sigurstrang- legt í UEFA-keppninni, en liðið er handhafi UEFA-bikarsins. Ef Ars- enal vinnu verður það fyrsta félag- ið í sögu keppninnar til að vinna tvö ár í röð. ■ BOBBY Robson, þjálfari Porto, er mjög ánægður með að Ruud Gullit leiki ekki með Sampdoria. „Ég veit að Sampdoría hefur ekki gengið sem best upp á síðkastið, heldur ekki ítölskum liðum í Evr- ópukeppninni. ítalir leika starkan varnarleik, en eiga í erfiðleikum með að skora," sagði Robson. ■ FACCHETTI, þjálfari Inter Milanó, var í gær dæmdur í eins leiks bann, fyrir að hafa fengið að sjá rauða spjaldið í fyrsta leiknum sem hann stjórnaði Inter — gegn Fiorentina um sl. helgi. hálfleiks er Stefan Pettersson átti skalla að marki Bayem. Ajax yfirspilaði Hajduk Ajax, sem er talið sigurstrangleg- asta lið meistaradeildarinnar, náði ekki að leggja Hajduk Split að velli í Króatíu, þrátt fyrir að hafa yfirspil- að Hajduk, en leikmenn Ajax áttu í erfiðleikum með að bijóta sterkan vamarmúr Króatanna á bak aftur og þá fór Tonci Gabric á kostum í markinu. „Það er erfitt að leika gegn leiknu og skipulögðu liði eins og Ajax er. Það sem vakti mesta athygli var að leikmenn Ajax náðu ekki að skora,“ sagði Igor Stimac, varnarleikmaður Hajduk. Simone skoraði tvö Marco Simone var hetja AC Milan, sem lagði Benfíca — hann skoraði bæði mörk heimamanna, 2:0, í seinni hálfleik. Simone skoraði fyrra mark- ið á 63. mín., er hann skallaði send- ingu frá Frakkanum Marcel Desailly framhjá belgíska landsliðsmarkverð- inum Michel Preud’homme. Seinna mark Simone, hans fjórða í vetur í Evrópukeppninni, kom á 75. mín., eftir að hann fékk frábæra sendingu frá Christian Panucci. Leikmenn Benflca léku vamarleik í Mílanó. Það eina sem skyggði á gleði Mflanmanna var að Albertini fékk gult spjald og verður því í leikbanni þegar liðin mætast í síðari leiknum. „Leikmenn Benfíca em mjög líkam- lega sterkir og þetta er alls ekki búið ennþá, sagði Fabio Capello him- inlifandi eftir sigurinn. George Weah skoraði sitt sjöunda Evrópumarkmark fyrir París St. Germain í Barcelona og tryggði Parísarliðinu óvænt jafntefli, 1:1. Weah bjargaði kvöldinu fyrir félaga sinn, markvörðinn Bemard Lama, sem varð fyrir því óláni að horfa á eftir fyrirgjöf frá Igor Komeyev hafna í netinu hjá sér. Aðeins sex mín. eftir það áfall skoraði Weah. Rosenthal var hetja Tottenham Israelsmaðurinn Ronny Rosenthal var hetja Tottenham á The Dell í Southampton — kom inná sem varamaður í 44. mín., þegar Southamp- ton var yfír, 2:0, skoraði tvö mörk á aðeins tveimur mín. í seinni hálfleik — 56. og 58. mín. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2:2, en Tott- enham skoraði íjögur í framlengingu, 2:6. Rosenthal skoraði sitt þriðja mark á elleftu mín. framlengingar, með því að senda knöttinn með þrumu- skoti af 24 m færi fram hjá Bmce Grobbelaar, fyrrum félaga sínum hjá Liverpool — knötturinn hafnaði upp í hominu, 2:3. Þijú mörk frá leikmönn- um Lundúnarliðsins komu síðan í kjölfarið. David Shipperley og Matthew Le Tissier skoruðu mörk Southampton, Le Thisser úr vítaspyrnu; þetta var hans 34 mark úr 35 vítaspyrnum fyrir Dýrlinganna. .......... Mexíkó dró umsókn um HM 2002 til baka MEXÍKÓ hefur dregið umsóknina um að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu árið 2002 til baka og stendur valið því á milli Japans og Suður-Kóreu. Alþjóða knattspyrnusamband- ið, FIFA, greindi frá þessu í gær en ekki var gefin skýring á ákvörðun Mexíkana sem héldu HM 1970 og 1986. Hins vegar hefur Joao Havelange, forseti FIFA, sagt að hann vilji að keppn- in árið 2002 verði í Asíu. Umsækjendur hafa frest til 30. septem- ber til að senda inn tilskilin gögn en framkvæmdanefnd FIFA tekur ákvörðun um mótstað í júní á næsta ári. Japansmeistararnirfá um 312 millj, fyrir titilinn JAPANSKA deildin í knattspyrnu hefst 18. mars og hefur veríð ákveðið að meistararnir fái sem samsvarar um 311,5 miljjónir króna í verðlaun en meistarar liðins timabils fengu um 67,7 miHjónir. Að sögn talsmanns deildarinnar er þessi háa greiðsla liður í uppbyggingu knattspyrnunnar f Japan með heimsmeistarakeppnina 2002 í huga en Japan, sem hefur aldr- ei veríð með i lokakeppni HM, vonast til að halda keppnina. VIKINGALOTTO: 6 9 15 25 32 33 / 4 11 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.