Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
B únaðarbankans
Vikan 6.-10. mars verður átaksvika í fjármálum
heimilanna. Af því tilefni verður opið hús í aðalbankanum,
Austurstræti 5, og öllum útibúum Búnaðarbankans, þar
sem þjónusturáðgjafar veita upplýsingar um útgjaldadreifingu,
áætlanagerð o.fl.
Handbókin „Fjármál heimilisins" verður til sölu á sérstöku
tilboðsverði, kr. 900 þessa viku.
Þá verður að auki boðið upp á sérstök fjármálanámskeið,
þátttakendum að kostnaðarlausu, þar sem leiðbeint verður
um hvernig lækka má rekstrarkostnað heimilanna.
Fjallað verður um heimilisbókhald, áætlanagerð, lánamál og
leiðir til sparnaðar svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðin standa í 3 klst. og eru þau auglýst sérstaklega.
HEIMILISLÍNAN
BÚNAÐARBANKINN
- Traustur banki
Tökum dæmi um hjón sem:
• Fara í bíó einu sinni í viku og kaupa popp og gos.
Kostnaður 83.000 kr. á ári.
• Panta sér pizzu einu sinni í viku.
Kostnaður 104.000 kr. á ári.
• Kaupa tvær gosflöskur á dag.
Kostnaður 58.000 kr. á ári.
• Leigja eina myndbandsspólu á viku.
Kostnaður 21.000 kr. á ári.
• Kaupa skyndibita og sælgæti fyrir 400 á dag.
Kostnaður 146.000 kr. á ári.
Kaupa tvo lítra af gosi og snakkpoka einu sinni í viku.
Kostnaður 20.000 kr. á ári.
Þetta kostar þau 432.000 kr. á ári.
VIÐSKIPTI
EIMSKIP hefur um 70% af flutningum í útflutningi frá Nýfundnalandi til Evrópu. A myndinni sést
frystigámur frá Eimskip á leið á ákvörðunarstað í St. John.
Afkoma Eimskips í fyrra sú besta frá árinu 1986
Hagnaðurinn nam
557milljónum
HAGNAÐUR Eimskips nam alls’um
557 milljónum króna á síðasta ári
samanborið við um 368 milljónir
árið 1993. Rekstrartekjur Eimskips
og dótturfélaga námu alls 9.558
milljónum sem er um 11% hækkun
frá fyrra ári. Hagnaðurinn nemur
því tæplega 6% af veltu. Eigið fé
félagsins var alls um 5.161 milljón
í árslok og eiginfjárhlutfall 48%.
Samkvæmt frétt frá Eimskip má
einkum rekja þessa jákvæðu afkomu
til þriggja þátta í rekstrinum. í
fyrsta lagi varð um 3% aukning á
heildarflutningum með skipum Eim-
skips í fyrra en þeir námu alls 1.018
tonnum. Um 15% aukning varð á
flutningum með áætlanaskipum til
og frá íslandi en þessir flutningar
eru mikilvægustu þættirnir í starf-
semi félagsins.
í öðru lagi var góð nýting á flutn-
ingakerfi félagsins samfara auknu
flutningsmagni. Framleiðni og hag-
kvæmni í rekstri hefur aukist og er
áætlað að kostnaður á hvert flutt
tonn hafi lækkað um 4% frá fyrra
ári og samtals um 14% frá árinu
1991.
í þriðja lagi hefur hagnaður af
starfseminni erlendis aukist veru-
lega og nema tekjur af starfseminni
utan íslands nú alls um 1.534 millj-
ónum. Hafa þær aukist um 22% frá
fyrra ári.
„Vel viðunandi afkorna"
„Við teljum þessa afkomu vel við-
unandi og þetta er að líkindum besta
afkoma síðan árið 1986,“ sagði
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim-
skips, í samtali við Morgunblaðið.
Aðspurður um hvort viðskiptavinir
myndu njóta þessarar góðu afkomu
með einhverjum hætti sagði hann
þetta mjög eðlilega afkomu af
rekstri fyrirtækisins. „Þetta fjár-
magn verður væntanlega að stærst-
um hluta eftir í fyrirtækinu og verð-
ur notað til þess að skapa fyrirtæk-
inu styrkari stöðu áfram í framtíð-
inni til að geta veitt viðskiptavinum
betri þjónustu." Um horfur á þessu
ári sagði Hörður að þróunin í magni
og tekjum væri jákvæð í saman-
burði við áætlanir.
Hörður sagði að áfram yrði lögð
áhersia á starfsemi félagsins erlend-
is en þar vægju meðal annars þungt
flutningar til og frá Nýfundnalandi.
Félagið hefði t.d. um 70% af útflutn-
ingi frá Nýfundnalandi til Evrópu
og um fjórðung af flutningum í
áætlanasiglingum til og frá Færeyj-
um. „Við stefnum að því að árið
1997 verði starfsemin erlendis orðin
18-20% af veltu fyrirtækisins. Góða
nýtingu á flutningakerfi er m.a. að
þakka skrifstofunum erlendis og
siglingum milli erlendra hafna. Eftir
því -sem þekkingin hefur aukist á
eriendum mörkuðum hafa skapast
nýir möguleikar á að afla tekna án
þess að mikill kostnaður bætist við.
Núna erum við t.d. að flytja rúss-
neskan fisk til Nýfundnalands. Þá
önnumst við flutninga á fiski frá
Alaska gegnum Seattle og Norfoik
til Nýfundnalands.“
Öll stjórnin kjörin í einu
Heildarfjöldi starfsmanna var að
meðaltali 788 árið 1994 en þar af
störfuðu 162 erlendis. Eigin skrif-
stofur. félagsins eru nú 14 talsins í
10 löndum í Evrópu og Norður-
Ameríku. Eimskip rekur 10 skip í
föstum verkefnum og eru þau öll
mönnuð íslenskum áhöfnum.
Aðalfundur Eimskips verður hald-
inn á Hótel Sögu, fimmtudaginn 9.
mars nk. Þar verður lögð fram til-
laga um að greiða 10% arð til hlut-
hafa og að hlutafé félagsins verði
aukið um 20% með útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa. Níu stjórnarmenn Eim-
skips hafa hingað til verið kjörnir
til tveggja ára í senn að jafnaði.
Þannig hefur einungis verið kosið
um fjögur eða fimm sæti á hverjum
aðalfundi. Á aðalfundinum næsta
fimmtudag verður sú breyting að
kosið verður um öll stjórnarsætin
eins og kveðið er á um í nýjum hluta-
félagalögum.
Eignarleiga
Lýsmgmeð um 32,5
milljóna hagnað
HAGNAÐUR eignarleigufyrirtæk-
isins Lýsingar' hf. nam alls 32,5
milljónum á sl.ári samanborið við
20,3 milljóna hagnað árið 1993.
Þetta samsvarar um 10,5% arðsemi
eiginfjár eins og það var í ársbyijun
1994. Eftirspurn eftir þjónustu fyr-
irtækisins hefur verið vaxandi en
samtals voru gerðir nýir eignar-
leigusamningar og veitt lán að fjár-
hæð 1.340 milljónir á árinu. Af eidri
samningum fengust greiddar um
1.100 milljónir.
Fjármunatekjur námu alÍB 407,6
milljónum og lækkuðu um 128 míllj-
ónir frá árinu á undan. Þessa lækk-
un má rekja til stöðugra verðlags
og lækkunar bandaríkjadollars miill
ára. Hreinar fjármunatekjur námu
alls 152 mllljónum Bamanborið vlð
116 milljónir I fyrra. Niðurfærsla
krafna nam alls 43,9 mllljónum
samanborið við 20,4 milljónir árlð
1993. I afskriftasjóði eru nú 136,8
milljónir, Afskifaðar kröfur námu
alls 11,6 milljónum samanborið við
13,6 milljónir árið 1993.
Langtímakröfur fyrir niðurfærslu
og næsta ársafborgun námu alls
3.281 milljón og höfðu aukist um
tæplega 240 milljónir. Þar af eru
um 40% af þeirri fjárhæð kröfur í
erlendri mynt. Heildareignir námu
alls 4.236,4 milljónir.
Víkjandi lán frá eigendum námu
alls 240,7 milijónum og eigið fé er
334 milljónum. Eiginfjárhlutfall
samkvæmt reglum Seðlabankans,
svonefnt Bls-hlutfall, er 13,02% en
var 13,09% i árslok 1993 eða vel
fyrir ofan tllskilið 8% lágmark.
400 milljóna samnin|ut* um
ntyndlyklaverkefni
Á árinu seldi Lýsing hiut slnn I
Vöruhúsinu Eiðistorgi hf, en það
félag átti og rak um 4 þúsund fer-
metra verslunarhúsnæði, Kaupandi
var Þyrping hf. Þá tók Lýsing þátt
í eignarleigusamningi vegna mynd-
lyklaverkefnis íslenska útvarpsfé-
lagsins hf. Samningurinn var að
fjárhæð rösklega 400 milljónir og
er sá stærsti sinnar tegundar hér á
landi. Um þennan samning stofnaði
Lýsing hlutafélagið Lyngháls hf.
ásamt Sparisjóðabanka Islands,
Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og
Vátryggingafélagi Islands.
1 lok ársins störfuðu 14 manns
hjá félaginu, Á aðalfundi þesB t gœr
var stjórnin endurkjörin en hana
skipa þeir Sverrir Hermannssonar,
Brynjólfur Helgason, Jón Adolf
Guðjónsson, Sólon Sigurðsson, Sig-
urjón PéturBSon og Ingi R. Helga-
son. Jón Adolf er fráfarandl formað-
ur en vlð tekur Sverrir Hermanns-
son, Eigendur Lýsíngar eru Lands-
bankínn með 40% hlut, Búnaðar-
bankinn 40%, Sjóvá-Aimennar 10%
og Vátryggingafélag Islands 10%,