Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ Eitt af því, sem er nauðsynlegt til að heita- vatnið veiti okkur þann yl og þægindi sem hæfir hveijum og einum, er eitthvað sem stýrir rennslinu inn í hýbýli, inn í hvern ofn. Þá kemur orðið Danfoss fljótlega upp í hugann, orð sem flestir þekkja. Heiti ofnloka í hugum flestra hérlendis, en í raun heiti á einu stærsta iðnfyrirtæki Danmerk- ur, sem er þó alþjóðlegt. Viðskipti þess spanna allan heiminn og fram- leiðsla er í mörgum löndum. Það er sólríkur sumardagur. Feijan yfir Stórabelti, frá Halsskov á Sjálandi til Knudshoved á Ijjóni, öslar enn sína leið. Sitjandi yfir dönskum „lönjs“ með „hof“ og snaps er hægt að skoða stórkost- legt mannvirki, nýju brúna yfir Stórabelti. Eftir þrú ár verður hlutverki feij- unnar lokið. Brú og jarðgöng á hafsbotni hafa tekið við hlutverki hennar. Bílar, lestir og menn þurfa þá ekki lengur á þjónustu hennar að halda. Á leið til Danfoss, horfandi á danskt verksvit og framkvæmdir úti á haffletinum, fer ekki hjá því að upp í hugann koma spurningar. Hvernig má það vera að þjóð, sem á enga orku eða verðmæt hráefni í jörðu, sé í fremstu röð háþróaðra iðnríkja? Getum við ísléndingar, sem eigum þó mikla orku, ekki lært nokkuð af þessari fyrrum herraþjóð? Hvað er það sem gerir Dönum þetta mögulegt? Svarið liggur nokkuð í augum uppi og eftir að hafa heimsótt Dan- foss er enginn efi lengur í huga. Velgengni Dana á iðnaðarsviði byggist á hugviti, menntun, fram- takssemi og því að gefa einstakl- ingnum fijálsar hendur til frum- kvæðis. Engin ný sannindi, en aug- ljósari en fyrr. Þessvegna er ástæða til að segja ævintýrið um Danfoss. Það gæti orðið okkur íslendingum lærdóms- ríkt. Fæddur er sveinn Eyjan Als liggur í Eystrasalti þétt upp við Jótland, suður við landamærin að Þýskalandi. Skammt sunnan landamæra er borgin Flensborg, sem flestir kann- ast við hérlendis og kemur víða við í sögunni. Sú borg hefur ekki alltaf verið þýsk. Fyrr á öldum var hún dönsk og segir þetta sína sögu um hve landamæri hafa verið ótrygg á meginlandi Evrópu í gegnum tíðina. I upphafi þessarar aldar tilheyrði Als þýska keisaradæminu, af þessu má sjá að þá hafa landamærin leg- ið mun norðar en nú er. Nyrst á eynni er bærinn Nord- borg, þá aðeins lítið sveitaþorp, enda voru allir eyjarskeggjar bænd- ur og búalið, en umfram allt dansk- ir, þó þýskir þegnar væru. Hinn 21. október 1905 fæddist sveinbarn á bóndabænum Elsmark og var nefndur Mads og bar upp frá því ættarnafnið Clausen. Sam- kvæmt siðvenju átti eldri bróðir Mads að taka við búi, svo framtíð hans sjálfs var nokkuð ótrygg. Snemma kom í ljós að áhugamál Mads var ekki landbúnaður; miklu fremur tækni og smíðar. Þar voru greinileg áhrif frá afa hans, sem gerði við rokka fyrir allar kerling- ar, smíðaði tréskó og var það sem kallað var „pumpumakari". Hann lést þegar drengurinn var sex ára og lét sá stutti það hvorki laust né fast, að hann fengi til eignar verk- stæði þess gamla og var það látið eftir honum. Þar með var teningum kastað; framtíðin ráðin. Fyrstu fræjum alþjóðlegs iðnað- arrisa var sáð. En ekki höfðu allir ættingjar gefist upp á að gera piltinn að bónda. Frændi, sem hafði misst einkason sinn í fyrri heimsstyijöld sem þýskan hermann, vildi arfleiða Mads að jörð sinni. Það reyndist engin freisting, tækni var áhuga- málið. Fyrstu sporin voru störf í véla- verksmiðju i Sönderborg, eina bæn- um sem stóð undir nafni á Als. Engin laun voru greidd og á grund- velli vottorðs um þriggja ára nám þar, hóf Mads Claúsen nám í Od- ense Teknikum. Þangað fór hann með viðurnefni sem lengi loddi við hann, Mads „patent", eða Mads einkaleyfi. Var það tilkomið af ár- áttu hans að reyna að finna upp ýmis tæki, sem þó aldrei tókst. Maðurinn, sem skapaði alþjóðlega fyrirtækið Danfoss, fann aldrei neitt upp sjálfur. Dæmigert fyrir hina „dönsku leið“, sem gæti orðið okkur íslendingum fyrirmynd. Öll hans framleiðsla byggðist á því að þróa og bæta tæki og þekkta tækni. Og ekki síst; markaðssetja fram- leiðsluna, kynna hana rækilega og gera hana aðgengilega öllum al- menningi. Kælitækni var byijunin Fyrir okkur hérlendis er Danfoss fyrst og fremst ofnlokar. Það er það áþreifanlega sem almenningur hefur fyrir augum og notar daglega til að auka vellíðan og þægindi. Mads Clausen byijaði sín tækni- störf sem starfmaður annarra. Ekki er víst að hann hafi þá verið með áætlanir á pijónunum um að verða sjálfstæður og stofna eigin verk- smiðju. Heimskreppan skall á 1929. Hún hafði áhrif alls staðar, einnig í Danmörku. Mads missti vinnuna í vélaverksmiðju í Silkiborg, fékk vinnu um skeið hjá hinu þekkta fyrirtæki Thomas E. Triege í Od- ense, missti þá vinnu einnig. Síðan starf hjá kælitækjaveksmiðjunni Gram í Vojens, en kæliskápar frá Gram eru þekktir hérlendis. Nú, á tímum fijálsari heimsvið- skipta, kann það að hljóma ein- kennilega að höft og gjaldeyris- skortur urðu til að rýðja braut Mads Clausens til eigin framleiðslu. En þetta er þó staðreynd. Kreppan hafði skort í för með sér. Erfitt var að fá tæki innflutt til Danmerkur, ekki síst frá Bandaríkjunum. Auð- vitað var heppni með í spilinu. Það, sem hann tók sér fyrir hendur heppnaðist og frómt frá sagt fór hann ,japönsku“ leiðina, sem löngu seinna varð iðnveldum Vesturlanda til mikils ama. Hann byijaði á að framleiða ventla og stýritæki fyrir kælikerfi. Tók í. sundur tæki frá þekktum amerískum og frönskum fýrirtækjum; smíðaði síðan eftirlík- ingar, þróaði og fullkomnaði. Hafa verður í huga að þetta var ekki lit- ið eins alvarlegum augum þá og síðar varð. Uppfinningar komu aldrei meira til greina hjá Mads Clausen, þó við- urnefnið fylgdi honum eins og skuggi fram eftir ævi. Um tíma vann hann hjá Gram og framleiddi einnig sjálfur ýmis tæki. Gram var þá frumheiji í því að framleiða kæliskápa til heimilis- nota, sgm fram að því höfðu verið svo til óþekktir. Ekki er nokkur vafi á að þar koma fram áhrif Mads Clausens og sýna óumdeilt að það var skilningur hans á þörf almennings fyrir einföld tæki til gagns og þæginda sem urðu grund- völlurinn að Danfoss. Sjálfvirki ofn- lokinn sannar það ennþá betur. Á kæliventlunum birtist fyrst orðið Danfoss, einfalt og þjált. Það varð þannig til að fyrri hlutinn „dan“ merkir þjóðernið en seinni hlutinn “foss“ merkir rennslið í gegnum ventilinn. Hver formaði nafnið sem vörumerki veit enginn í dag. En það er erfitt að þjóna tveimur herrum. Vinnuveitandinn fékk dag- inn, á nóttunni vann hann að eigin framleiðslu. Að lokum settu hús- bændur honum stólinn fyrir dyrnar; hann skyldi gera upp við sig hjá hveijum hann ynni. Mads Clausen stakk upp á því við eigandann, Aage Gram, að hann yrði meðeigandi og legði á borð með sér eigin framleiðslu og hug- myndir. Því var hafnað og árið 1933 tók Mads Clausen pokann sinn, verk- færi, teikningar og efni og fór heim til Elsmark á Als. Þar byijaði hann ævintýrið, einn í herbergi á bóndabæ. Fyrirtækið var skráð og hét fullu nafni Danske Koleautom- atik- og Apparat-Fabrik. í Árósum Fyrir þann, sem hefur unnið með tæki eða tól, er sérstök upplifun að vera skyndilega staddur þar sem hluturinn er framleiddur. Verk- FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 B 27 BÆNDABÝLIÐ Elsmark á Als. Hér fæddist Mads Clausen stofn- andi Danfoss og hér hóf hann framleiðslu einn í herbergi. TVEIR heimar mætast. Iðnrekandinn Mads Clausen og bróðir hans, bóndinn Johan Clausen. smiðjan í Árósum er ein af fimm í Danmörku. En þær eru víðar í heiminum, það er önnur saga. í þessari verk- smiðju eru framleiddir ofnlokar, lokinn sem við skrúfum í ofninn. Ekki hitaneminn, sem við stillum til að fá kjör- hita. Ósjálfrátt á það að liggja í augum uppi hvernig slíkur ventill er framleiddur. Stórar deiglur, þar sem málm- ur er bræddur, síðan hellt í mót, mikill hiti og hávaði. En þannig er vinnumátinn ekki. Efnið, messing, kemur inn í verk- smiðjuna í sívölum stöngum. Sagað- ar niður í hæfilegar lengdir. Hver kubbur hitaður. Síðan taka kiunna- legir karlar við, vélmenni, sem slá málminn til á alla kanta. Þegar því ferli lýkur er kælt, borað, fræst og snittað. Mannshöndin kemur hvergi nærri. Lokahúsið er staðreynd, aðr- ir hlutar verða til á sama hátt. Þá fyrst fær mannshöndin hlutverk, að setja lokann saman. En þó handtökunum hafi fækk- að, hefur hugur mannsins fengið aukið hlutverk. í fyrsta lagi með því að búa til staðgenglana, vél- mennin, og í öðru lagi að hafa eftir- lit með þeim. Þeir eru enn ekki farnir að hugsa, að minnsta kosti ekki þeir sem þarna voru, sem bet- ur fer. Lokinn hefur verið skapaður, ósköp venjulegur loki. Ekki sjálf- virkur, hann á eftir að fá þann búnað til að sköpun hans sé full- kominn. Upp í bíl og af stað aftur. í Silkiborg Ein af fegurstu borgum Dan- merkur, Silkiborg, sómir sér vel á miðju Jótlandi. Samt er þar umtals- verður iðnaður. Eftir að hafa ferð- ast um danskar borgir og kynnst iðnaðarhvefum, er augljóst hvað við Islendingar eigum langt í land. Teljum oft á tíðum að iðnfyrirtæki megi ekki vera neins staðar í nánd við íbúðahverfi. Þessvegna verða til „hrein“ borgahverfi eins og Breið- holt. Engan „subbuskap" eins og trésmíðaverkstæði eða prentsmiðju! Danir óttast atvinnulífið ekki. En þeir gera kröfur. Kröfur um hreinlæti og umgengni. Það líðst engum að hafa sorphauga við inn- ganginn. Allt er hreint og snurfus- að. Atvinnulíf og íbúðabyggð í góðu jafnvægi. Þetta eru áhrif eftir heimsókn til Danfoss í Silkiborg. Og þarna gaf á að líta. Þarna eru framleiddir hita- nemarnir, sem þú still- ir á ofninum til að fá kjörhita í íbúðina, her- bergið, stofuna, eld- húsið o.s.frv. Þegar Mads Claus- en hóf framleiðslu á Danfoss-ofnlokanum gerði hann enga upp- götvun, ekki þá frekar en endranær. Hann notaði tækni sem hafði lengi verið til og ekki síður eðlisfræði, sem hafði verið þekkt frá örófi alda. Tæknin var þekkt úr bílvél og raunar öll- um sprengimótorum sem nota vatnskælingu. F'lestallir vita að í bílvél er lítið tæki sem kallast vatnslás, sáraeinfalt tæki sem byggist á þeirri eðlisfræði að málmar þenjast út við hita en drag- ast saman við kulda. í vatnslásnum er belgur, bylgjaður eins og harmónikubelgur. Dregst saman við kulda og lokar, þenst við hita og opnar. Kælivatninu er dælt í gegn- um vatnskassann og kólnar, vatnslásinn lokar aftur, sama hring- rás koll af kolli. Þetta var tæknin sem Mads Clausen notaði sér. Með frekari þróun er belgurinn, sem þenst út eða dregst saman, orðinn lokað hylki, fyllt með hitanæmri loftteg- und. Þetta gerir hann enn næmari og fljótvirkari. Hér var orðið til lítið handhægt tæki. Hreyfiafl þess er náttúrulög- mál, enginn mótor, engin rafteng- ing. Er furða þó slíkt tæki fari sig- urför um heiminn þar sem á annað borð er þörf á hitun húsa? En Danfosslokinn hefur oft verið „tekinn af lífi“ hérlendis. Oftast er þá verið að hengja bakara fyrir smið. Danfosslokann á ekki að „hengja“ fyrir að festast vegna óhreininda í vatni, ekki heldur fyrir að virka ekki vegna rangrar upp- setningar eða stillingar, eða vegna þess að hann hefur verið „kæfður“ í harðviði, pelli eða purpura. En nóg um þetta, við erum nú einu sinni í Silkiborg! Framleiðslumátinn kemur á óvart hér eins og í Árhúsum. For- vitnin var fyrst og fremst að sjá hvernig loftfyllti belgurinn verður til. Það byijar á'sléttri koparplötu og endar á starfhæfum belg með nákvæmum innvortis þrýstingi, belg sem kannske á eftir að stjórna hita í stofu á Akureyri eða eldhúsi í Grindavík. Ferillinn er þá orðinn langur og mörg vélmenni koma við sögu. Eitt vekur þó athygli öðru frem- ur. Nánast eftir hveija hreyfingu vélmennis kemur önnur hreyfing, armur kannar hvort síðasta „verk“ sé rétt og gott. Ef ekki er hlutnum kastað. Gæðastjórnun er miskunnarlaus. Til Nordborg á Als í Nordborg eru framleidd m.a. ýmis nákvæm mælitæki, rafeinda- stýrðir lokar, mótorlokar og hinir velþekktu þrýstijafnarar, sem eru í hveiju húsi hérlendis, sem tengist hitaveitu. Þar eru höfuðstöðvar Danfoss. En hversvegna er verið að dreifa verksmiðjum um Dan- mörku og fleiri lönd? Er það ekki óhagkvæmt? Væri ekki betra að allt væri á einum stað, í Nordborg? Við þessu voru gefín greið svör. Að setja upp verksmiðjur í öðrum löndum er nauðsynlegt vegna mark- aðsmála. Danfoss hefur dótturfyrir- tæki í 23 löndum öðrum en Dan- mörku og horfir nú mjög til nýrra markaða, sérstaklega Rússlands, Kína, Suður-Afríku og Indlands. En innanlands var það snemma ljóst að ekki væri rými fyrir alla innanlandsstarfsemi Danfoss á Als. Svo stórt fyrirtæki hefði hreinlega sett allt atvinnu- og mannlíf úr skorðum. Þessvegna var ákveðið að verksmiðjum skyldi dreift um landið. Þrátt fyrir það liggur í aug- um uppi hvaða áhrif þetta stórfyrir- tæki hefur haft á eyjunni. En það hefur ekki útrýmt hefðbundnum atvinnuvegi eyjarskeggja, landbún- aði, heldur styrkt og gjörbreytt smáþorpinu Nordborg og er einnig einn af máttarstólpum og grund- völlur borgarinnar Sönderborgar, á suðurhluta Als. Þar er brú yfir mjótt • sund yfir til fastalandsins, Jótlands. Skammt þar frá er ein af verk- smiðjum Danfoss, í Grasten. Þar eru framleidd elektrónísk tæki, einkum hraðastýringar fyrir mótora og dælur. Margs er að gæta þegar stýrispjöld elektrónískra tækja eru sett saman. Fávís íslandingur varð að spyija að því hvers vegna allir í samsetningardeildinni hefðu áspennt armband með snúru í teng- il. Svarið var að þetta væri jarðsam- band til að leiða burt rafmagn sem eðlilega getur hlaðist upp í líkaman- um og myndað neista. Einn neisti getur eyðilagt stýrispjald, sem unn- ið er við. Gamla býlið og nútíminn Sagan er varðveitt í Nordborg. Býlið Elsmark er varðveitt eins og það var þegar Mads Clausen fædd- ist, ólst upp og hóf sinn atvinnu- rekstur og framleiðslu, sem varð að Danfoss. Þar er Danfoss-nafnið. Hér byij- aði Mads Clausen ævintýrið um Danfoss aleinn árið 1933. Sextíu árum síðar eru starfmenn Danfoss 13.000, starfandi víðsvegar um heiminn. Til að gefa nokkra hugmynd um stærð og rekstur Danfoss eru birtar hér nokkrar tölur. Árið 1993 var heildarveltan 79 milljarðar ísl.kr, framleiðslukostnaður 56 milljarðar isLkr. Nettóhagnaður eftir frádreg- inn stjórnunar- og yfirkostnað 3 milljarðar ísl.kr. Mads Clausen hafði fleiri viðurnefni en patent. Sumir kölluðu hann Mads þögla, enda með eindæmum fámáll. Fyrir gat komið að hann tók símann, þegar hann hringdi, hlustaði dágóða stund og lagði síðan á án þess að segja aukatekið orð. Aðspurður sagðist hann ekki sjá ástæðu til að tala nema brýna nauðsyn bæri til. Mads Clausen dó um aldur fram, 1966. Hann skildi efir sig stór- veldi, Danfoss, sem er enn að þró- ast og dafna. Á því sjást engin ellimörk. Danmörk er „dæjlig" um sumar- kvöldið, þegar ekið er upp Jótland á leið til Kaupmannahafnar, yfir Fjón og Sjáland. Fjölbreytni í lands- lagi er ekki fyrir að fara, en allt er gróðri vafið, akrar, engi, skógar. En það sem sækir mest á hugann eru áhrifin af lokinni heimsókn til Danfoss. Allt byggt á einföldum, þegar þekktum hugmyndum. Þróað og fært að þörfum íjöldans, þar er markaðurinn. Markaðssetningu aldrei glevmt, hún er það mikilvægasta á ferlinum. Getum við íslendingar ekki lært nokkuð af þessu? MADS Clausen, stofnandi Danfoss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.