Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA *t$mfflábib 1995 FOSTUDAGUR 3. MARZ BLAÐ C mmmmm' WBSm HANDKNATTLEIKUR SigurðurJóns- son fer til Mannheim SIGURÐUR Jónsson, landsl- iðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, fer á morgun til Þýskalands, þar sem hann mun ræða við UIi Stielike, þjálfara 2. deildarliðsins Waldhof Mannheim. Sigurð- ur mun sjá leik Mannheim og St. Pauli á morgun, liðin eru að berjast um sæti í úrvalsdeildinni — St. Pauli er í öðru sæti með 26 stig, Mannheim í því fjórða með 24 stig. Sigurður mun ræða við Stielike og skoða aðstæður hjá félaginu á mánudag og þriðjudag. Ef Sigurði þykir boð Mannheims spennandi, þá gæti farið svo að hann gerist leik- maður með liðinu á næstu vikum — og leiki með því í lokabaráttunni um úrvalsdeildarsæti. ísland eygir sigur á Kýpurmótinu ISLENSKA landsliðið, skipað leikmönnum 21s árs og yngri, gerði jafntefli við Norðmenn, 1:1, í gær á fjögurra þjóða mótinu á Kýpur. Guð- mundur Benediktsson skoraði mark íslands á 15. mlnútu eftir að Norðmenn höfðu náð foryst- unni á upphafsmínútum leiksins. Leikurinn ein- kenndist af mikilli baráttu, en leikið var við frekar erfiðar aðstæður þar sem um 30 stiga hiti og sól var meðan leikurinn fór fram. Pétur Marteinsson, leikmaður íslands, sagði við Morg- unblaðið að jafntefli hefði verið sanngjörn úr- slit. „Guðmundur Benediktsson fékk reyndar gullið tækifæri til að gera út um leikinn á loká- mínútunum en markvörður Norðmanna varði meistaralega. Nú ætlum við okkur sigur í mót- inu," sagði Pétur. Finnar unnu Eistlendinga í gær 4:0. Staðan í mótinu þegar ein umferð er erftir er þannig: ísland og Noregur erurneð 4 stig, Finnar 3 og Eistlendingar ekkert. ísland mætir Eistlandi á laugardag og þá leika einnig Finnar og Norðmenn. Gunnar K. Gunnarsson Gleði að Varmá AFTURELDING tryggði sér sæti í und- anúrslitum keppninn- ar um íslandsmeist- aratitilinn með sigri á FH í framlengdum leik að Varmá í gær- kvöldi. Hér fagna þeir IJergsveinn Bergsveinsson, Þor- kell Guðbrandsson og Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari, sætum sigri. Vals- menn sigruðu Hauka að Hlíðarenda og mæta Aftureldingu í undanúrslitum. í hin- um undanúrslita- leiknum mæta Vík- ingar annað hvort Stjörnunni eða KA, en þau eigast við í Garðabæ í kvöld. Morgunblaðið/Bjarni Afturelding ífyrsta skipti í undanúrslit Islandsmótsins Gaman að spreyta sig gegn Valsmönnum ÞAÐ verður hlutverk nýiiðanna f rá Mosfellsbæ að glíma við ís- landsmeistara Vals í undanúr- slitum — og sækja þá fyrst heim að Hlíðarenda, á þriðjudaginn. Það var geysilegur fögnuður í her- búðum Aftureldingar að Varmá í gærkvöldi og var Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari liðsins í sjöunda himni. „Liðið sýndi alveg stórkostleg- an „karakter" allan tímann og ég er mjög sáttur við sóknarleikinn. Hann var markviss og skipulagður. Við misstum nokkrum sinnum einbeiting- una í vörninni, en það er ekkert óeðli- legt í jafn miklum hörkuleik og hér var," sagði Guðmundur og bætti við: „Það er mjög erfitt að sigra jafn leik- reynt lið og FH. Því ákváðum við að hefja framlenginguna á fullri ferð og vera ekkert að tvínóna við hlutina. Það tókst og við fengum víti eftir tíu sekúndur sem Gunnar Andrésson skoraði úr. Það gaf tóninn," sagði Guðmundur. Hvernig leggst viðureignin gegn Valsmönnum í Guðmund? „Ég er mjög spenntur að fá tækifæri að mæta Val. Þeir eru með mjög gott lið sem verður gaman að fá að spreyta sig gegn." Hvað segir Þorbjörn Jensson, þjálf- ari Valsmanna? „Afturelding hefur leikið vel í vetur og það hefur sýnt sig að það er lítill munur á liðunum sem hafa verið að leika í úrslita- keppninni. Haukar, sem veittu okkur harða keppni, urðu númer átta í deild- arkeppninni. Það er mikill plús fyrir okkur að byrja alltaf á heimaleik og eiga oddaleik til góða, ef með þarf. Afturelding fór út í átta liða úrslitum í fyrra, en nú hefur félagið tekið eitt skref fram á við — eru komnir í und- anúrslit. Það er okkar að sjá til þess að leikmenn Aftureldingar verði ekki of skrefstórir í ár," sagði Þorbjörn. KORFUBOLTI Haukaríúr- slitakeppnina HAUKAR tryggðu sér síðasta lausa sætið í 8-liða úrslitakeppninni i körfu- knattleik karla í síðustu umferð deild- arkeppninnar í gærkvöldi með því að vinna Snæfell í Stykkishólmi. nú er i.jóst hvaða lið leika saman í 8-iiða úrslitum, sem hefst miðvikudaginn 8. mars. Liðin sem mætast eru: JVjarðvík - KR, Gríndavík - ILiuk.it: Keflavík - Þór, ÍR - Skallagrimur. Þau fjðgur lið í 8-Iiða úrslitunum sem fyrr vinna í tveimur leikjum leika í fjögurra liða úrslitum. Þau t vii lið sem fyrr vinna i þremur leikjum leika síðan til úrslita. Það lið sem fyrr vinn- ur fjóra leiki í úrslitum verður ís- landsmeistari. L HANDKNATTLEIKUR: ÞORBJÖRN LAGÐI FJÓRA ÁSA Á BORÐIÐ AÐ HLIÐARENDA / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.