Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LAN D S M A N N A ■ fMftrgttniritafrÍto 1995 FÓSTUDAGUR 3. MARZ BLAD C HANDKNATTLEIKUR Sigurður Jóns- son fer til Mannheim SIGURÐUR Jónsson, landsl- iðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, fer á morgun til Þýskalands, þar sem hann mun ræða við Uli Stielike, þjálfara 2. deildarliðsins Waldhof Mannheim. Sigurð- ur mun sjá leik Mannheim og St. Pauli á morgun, liðin eru að berjast um sæti i úrvalsdeiidinni — St. Pauli er í öðru sæti með 26 stig, Mannheim í því fjórða með 24 stig. Sigurður mun ræða við Stielike og skoða aðstæður hjá félaginu á mánudag og þriðjudag. Ef Sigurði þykir boð Mannheims spennandi, þá gæti farið svo að hann gerist leik- maður með liðinu á næstu vikum — og leiki með því í lokabaráttunni um úrvalsdeildarsæti. ísland eygir sigur á Kýpurmótinu Gunnar K. Gunnarsson eftirlitsmaður í Noregi GUNNAR K. Gunnarsson, stjornarmaður hja Handknattleiks- sambandi íslands, hefur verið skipaður eftirlitsmaður á lands- leiki Norðmanna og Luxemborgarmanna í Evrópukeppni landsliða karla, C-riðli. Leikirnir fara fram í Elverum og Sande fjord í Noregi 6. og 8. apríl. Gunnar fer til Þýskalands 26. mars, þar sem hann verður eftirlitsmaður í Evrópuleik þýsku liðanna Niederwiirzbach og Essen í Borgarkeppninni. ISLENSKA landsliðið, skipað leikmönnum 21s árs og yngri, gerði jafntefli við Norðmenn, 1:1, í gær á fjögurra þjóða mótinu á Kýpur. Guð- mundur Benediktsson skoraði mark íslands á 15. mlnútu eftir að Norðmenn höfðu náð foryst- unni á upphafsmínútum leiksins. Leikurinn ein- kenndist af mikilli baráttu, en Ieikið var við frekar erfiðar aðstæður þar sem um 30 stiga hiti og sól var meðan leikurinn fór fram. Pétur Marteinsson, Ieikmaður íslands, sagði við Morg- unblaðið að jafntefli hefði verið sanngjörn úr- slit. „Guðmundur Benediktsson fékk reyndar gullið tækifæri til að gera út um leikinn á loka- mínútunum en markvörður Norðmanna varði meistaralega. Nú ætlum við okkur sigur í mót- inu,“ sagði Pétur. Finnar unnu Eistlendinga í gær 4:0. Staðan í mótinu þegar ein umferð er erftir er þannig: Island og Noregur eru með 4 stig, Finnar 3 og Eistlendingar ekkert. ísland mætir Eistlandi á laugardag og þá leika einnig Finnar og Norðmenn. Gleði að Varmá AFTURELDING tryggði sér sæti í und- anúrslitum keppninn- ar um Islandsmeist- aratitilinn með sigri á FH í framlengdum leik að Varmá í gær- kvöldi. Hér fagna þeir ^ergsveinn Bergsveinsson, Þor- kell Guðbrandsson og Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari, sætum sigri. Vals- menn sigruðu Ilauka að Hlíðarenda og mæta Aftureldingu í undanúrslitum. í hin- um undanúrslita- leiknum mæta Vík- ingar annað hvort Stjörnunni eða KA, en þau eigast við í Garðabæ í kvöld. Morgunblaðið/Bjami Afturelding í fyrsta skipti í undanúrslit Islandsmótsins Gaman að spreyta sig gegn Valsmönnum ÞAÐ verður hlutverk nýliðanna frá Mosfellsbæ að glíma við ís- landsmeistara Vals í undanúr- slitum — og sækja þá fyrst heim að Hlíðarenda, á þriðjudaginn. að var geysilegur fögnuður í her- búðum Aftureldingar að Varmá í gærkvöldi og var Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari liðsins í sjöunda himni. „Liðið sýndi alveg stórkostleg- an „karakter" allan tímann og ég er mjög sáttur við sóknarleikinn. Hann var markviss og skipulagður. Við misstum nokkrum sinnum einbeiting- una í vörninni, en það er ekkert óeðli- legt í jafn miklum hörkuleik og hér var,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Það er mjög erfitt að sigra jafn leik- reynt lið og FH. Því ákváðum við að hefja framlenginguna á fullri ferð og vera ekkert að tvínóna við hlutina. Það tókst og við fengum víti eftir tiu sekúndur sem Gunnar Andrésson skoraði úr. Það gaf tóninn," sagði Guðmundur. Hvernig leggst viðureignin gegn Valsmönnum í Guðmund? „Ég er mjög spenntur að fá tækifæri að mæta Val. Þeir eru með mjög gott lið sem verður gaman að fá að spreyta sig gegn.“ Hvað segir Þorbjörn Jensson, þjálf- ari Valsmanna? „Afturelding hefur leikið vel í vetur og það hefur sýnt sig að það er lítill munur á liðunum sem hafa verið að leika í úrslita- keppninni. Haukar, sem veittu okkur harða keppni, urðu númer átta í deild- arkeppninni. Það er mikill plús fyrir okkur að byija alltaf á heimaleik og eiga oddaleik til góða, ef með þarf. Afturelding fór út í átta liða úrslitum í fyrra, en nú hefur félagið tekið eitt skref fram á við — eru komnir í und- anúrslit. Það er okkar að sjá til þess að leikmenn Aftureldingar verði ekki of skrefstórir í ár,“ sagði Þorbjörn. KORFUBOLTI Haukar í úr- slitakeppnina HAUKAR tryggðu sér síðasta lausa sætið í 8-Iiða úrslitakeppninni í körfu- knattleik karla f síðustu umferð deild- arkeppninnar f gærkvöldi með því að vinna Snæfell í Stykkishólmi. Nú er tfóst hvaða lið leika saman í 8-liða úrslitum, sem hefst miðvikudaginn 8. mars. Liðin sem mætast eru: Njarðvík - KR, Grindavík - Haukar, Keflavík - Þór, ÍR - Skallagrímur. Þau fjögur lið í 8-Iiða úrslitunum sem fyrr vinna í tveimur lcikjum leika f fjögurra Iiða úrslitum. Þau tvö lið sem fyrr vinna í þremur leikjum leika síðan til úrslita. Það lið sem fyrr vinn- ur fjóra leiki f úrslitum verður ís- landsmeistari. HANDKNATTLEIKUR: ÞORBJÖRN LAGÐIFJÓRAÁSAÁ BORÐIÐ AÐ HLÍÐARENDA / C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.