Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 3
 ORGJJNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Sverrir RÚNAR Ómarsson og Óskar D. Ólafsson hjá Týnda hlekknum. við sér og stunda þessa íþrótta- grein eitthvað að ráði. Upprunalega voru það Banda- ríkjamenn sem kynntu snjóbrettin, þau komu í kjölfar brimbretta. Evrópubúar voru hinsvegar snöggir að taka við sér og heims- meistarinn er norskur, Terje Haa- konsen. ÍNoregi er svo komið að snjóbrettin hafa yfirtekið sumar skíðabrekkur. Lífsstíll aö stunda snjóbrettl Týndi hlekkurinn heitir verslun í Hafnarstræti sem sérhæfir sig í öllu sem snertir snjóbretti. Það eru ekki bara brettin sjálf sem þar eru seld heldur allt sem fylgir, skór, bindingar og síðast en ekki síst fatnað- urinn. Þetta er einskonar mið- stöð fyrir áhuga- fólk, hægt er að horfa á nýj- ustu mynd- böndin, lesa tímarit um áhugamálið, láta gera við brettin, hlusta í leiðinni á hrátt rokk eða útvarpsstöðina X-ið og sumir viðskiptavinirnir koma daglega til að spjalla um brettin og þær listir sem þeir hafa verið að prófa eða horfa á. Verslunin hefur miligöngu um kaup og sölu á notuðum búnaði og hefur haldið nokkur snjó- brettamót. Fólk upp að þrítugu Að sögn eigendanna Rún- ars Ómarssonar og Óskars D. Ólafssonar eru það aðallega unglingar frá 12 ára sem hafa smitast af snjóbrettabakteríunni og síðan fólk alveg upp kenndri sérmenntun eða framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð. Þá þarf að hafa notið hand- leiðslu í starfi í a.m.k. tvÖ 4 ár.“ Sigríður Anna er félagsráðgjafí að mennt og hefur starfað sem slík í nokkur ár á geðdeild Landspítalans. „Einnig stundaði ég nám í fjöl- skyldumeðferð, sem er sérlega gott og skemmti- legt nám á vegum endur- menntunardeildar Há- skóla íslands." Hvaö sá ég í farl þínu? Á hjónanámskeiðum sínum, segist Sigríður Anna leggja áherslu á fræðslu til hjónanna, en jafn- framt segir hún mikilvægt að þau vinni sjálf að því að skoða hjónaband sitt og ræða það. „Við hittumst eitt kvöld í viku í sjö vikur, en þess á milli þurfa hjónin að vinna talsvert mikið í sínum málum. Þau fá spurn- ingalista með sér heim eftir hvern tíma, svara spurning- unum hvort í sínu Iagi og ræða síðan það sem þar kemur fram. Það má segja að það sé hörkupúl að taka þátt í námskeiðinu, því fólk þarf að skoða hjónaband sitt frá öllum hliðum á þessum tíma og auk þess horfa í eigin * barm. Við byrjum á í að velta fyrir okkur | makavali, hvers vegna ( hjón löðuðust hvort að " öðru og hvað þeim undir þrítugt. Sums staðar eriend- is eru allir aldurshópar á snjóbrett- um, frá fjögurra ára og upp í sex- tugt. „Við bytjuðum með umboð fyrir þremur árum en opnuðum verslun- ina í maí og tókum brettin inn í nóvember. A sumrin er meiningin að sérhæfa sig í fjallahjólum og hjólabrettum en taka síðan snjó- brettin inn á haustin,“ segja þeir. Strax í nóvember voru fermingar- krakkar farnir að biðja um að bretti væru tekin frá fram yfír fermingar eða þangað til í apríl. Þeir segja það ljóst að í vetur hafí salan tekið kipp. Reyndar fékkst það síðan staðfest þegar talað var við sölumenn hjá Útilífi og Skátabúðinni, óvenju mikið hefur veri að gera í snjóbrettasölu að undanförnu. 70-80.000 krónur aö vera almennilega græjaður Hvað kostar svo að koma sér upp því sem þarf til að byija af fullum krafti að stunda snjóbretti? Eftir að hafa gert lauslega könnun í þtemur verslunum, Týnda hlekknum, Útilífí og Skáta- búðinni, er verðið á brettinum frá um 24.000 krónum og upp í 35.000 krónur. Það veltur á merkj- um og hvort brettin eru til að renna sér á í lausum snjó eða ætluð til að stökkva á og snúa sér á í loftinu. Það fyrrnefnda kallast meðal snjóbrettafólks „free rid- ing“ en það síðarnefnda „free style". Bindingarnar eru frá tíu þús- undum og síðan kosta skórnir frá tíu þúsundum og uppúr. Þá er eftir að fjárfesta í fatn- aði. Buxumar er til dæmis hægt að fá frá átta þúsundum og úlp- umar era á um 15-20.000 krónu'r. Ef kaupa á allan pakkann, sem er ekki nauðsynlegt, má gera ráð fyrir að þurfa að létta pyngjuna um að minnsta kosti 70.000 krón- ur. Þeir sem kaupa notuð bretti og nauðsynlegustu hluti komast kannski af með um 20.000 krónur. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir fínnst mest aðlaðandi í fari maka síns núna. Það sem heillar okkur í dag getur okkur þótt ókostur á morgun. Marg- ir velja maka sem er eins konar fyrirmynd af því hann hefur eig- inleika eða kosti sem okkur fínnast eftirsóknarverðir. Með tímanum þroskumst við og líkjumst meira fyrirmynd okkar og þá er hætt við að viðhorf okkar til maka breytist. Við getum tekið dæmi um par, þar sem hann er mjög mælskur og sjálfsöruggur, en hún óframfærin og hlédræg. Með tímanum öðlast hún sjálfstraust og finnst bóndinn þá frekur til orðsins þótt hann hafi ekkert breyst. Ef fólk áttar sig á breytingum af þessu tagi er auðvelt að vinna úr þeim og í því sambandi skiptir fræðsla miklu máli.“ Áster . . . Aðrir þættir sem komið er inn á á námskeiðunum eru væntingar til hjónabands, upprunafjölskylda og núverandi fjölskylda, traust, sam- skipti og vitaskuld ástin. „Þegar ástin et viðfangsefni veltum við til dæmis fyrir okkur hvort öðru hjóna finnst það háð hinu, hvort annað er stjórnsamara en hitt og hvernig hvort um sig skilgreinir hugtakið ást. í lok hvers námskeið stendur hjónum til boða einkaviðtal og þá er tekist á við persónuleg mál. Mér fínnst þessi vinna mjög spennandi. Fjölskyldan er hom- steinn þjóðfélagsins og mikilvægt að hlúð sé að henni. Skilnuðum hefur fjölgað af ýmsum ástæðum. Fyrir 80 árum skildu um 2,5% hjóna, en nú meira en 40%. Þetta sýnir augljósa þörf á þjónustu við fjölskyldur." ■ Brynja Tomer FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 D 3 Líður best með brettið á fótunum ÞETTA er sjöundi veturinn hans á snjóbretti og hann slepp- ir helst ekki úr degi yfir vetur- inn. Jóhann Óskar Heimisson er nemandi í Iðnskólanum en þegar hann er ekki að sinna náminu er næstum öruggt að hann er á snjóbretti eða í Týnda hlekknum. „Ég fer upp í Bláfjöll, í Skála- fell, á Hengilsvæðið, til Akur- eyrar, Dalvíkur - hvert sem er ef færið er gott. Svo eru það Kerlingarfjöll á sumrin.“ Jóhann Óskar segist eyða sex til tíu tímum á brettinu dag hvern að minnsta kosti meðan á verkfalli stendur og hann seg- ir að sér líði best með brettið fast við fæturna á sér. „Þessígeöveiku trlkk" Þegar við spjöllum saman notar hann óspart ensk orð yfir þessi „geðveiku trikk“ sem þeir eru að gera, „front side 360° tail grab, mute grab“ og svo framvegis. Morgunblaðið/Sverrir Jóhann Óskar Heimisson er daglega sex til tiu klukku- stundir á sry'óbrettinu. Það verður að játast að það er stundum erfitt fyrir viðvan- ing að ná öllu sem hann segist vera að reyna að gera á brettinu en þó skilst að hann tekur snún- inga, fer hejjarstökk og reynir að vera eins lengi og hann get- ur í loftinu. „Við erum saman viss hópur sem höfum verið í þessu í nokk- ur ár og erum flest frá Hafnar- firði. Fyrir skömmu fórum við sam- an norður á Akureyri og Dalvik og skemmtum okkur. Þar stukkum við yfir vegi.“ Ég á bara svona föt - Hvað er svona skemmtilegt við þetta? „Það er erfitt að lýsa tilfinn- ingunni. En það er til dæmis hægt að gera svo margt á bretti sem ekki er hægt að gera á skíðum." - Ertu alltaf klæddur svona? „ Já mér finnst þetta þægileg og flott tíska og þegar maður á svona föt þarf ekki skólaföt, spariföt eða sérföt til að skemmta sér í. Ég á bara svona föt.“ ■ Á nýju ári er rétt að hrista sér slenið og byggja sig upp með hreyfingu, hollum mat og góðum bætiefnum. Þúsundir íslendinga viðhalda heilbrigði sínu með Gericomplex Regluleg neysla þess bætir starfsþrekið og eykur viðnám gegn sleni og slappleika. Gericomplex inniheldur valin vítamín, steinefni og lesitín og það er eina fjölvítamínið sem inniheldur Ginsana G115. Éi. Æilsuhúsið Krínglunni GiRICOMPLIX NIEST SILUA HÆTIEFNI A ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.