Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF + Góð förðun felst í að draga fram helstu kosti andlitsins og hylja lýti ÞÓTT fáum blandist hugur um að mannkostir og jákvæðar hugsanir bæti útlit og valdi svokallaðri útgeisl- un, segir Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari, að ekki megi vanmeta góða förðun og snyrtingu. Henni fínnst mikið sannleikskom í gömlu klisjunni um að vel snyrt sé konan ánægð. mm Kristín hefur í áratug starfað við förðun og snyrtingu og tvisv- rf ar orðið íslandsmeistari í faginu. B Hún rekur fyrirtækið „No name“, sem flytur inn snyrtivör- •W ur, kennir förðun og ljósmynda- förðun á brautaskólanum Breiðholti og heldur snyrtinámskeið á kvöld- in. „Ég hef orðið vör við mikla viðhorfsbreyt- ingu hjá konum undan- farin ár. Þær eru ekki lengur feimnar við að farða sig á hveijum degi. Aður fyrr tíðkað- ist ekki að konur mál- uðu sig nema þegar þær fóru út að skemmta sér. Þá vom þær óvanar og fórst verkið oft óhönduglega. Núna leita þær sér þekkingar í auknum mæli og fá ráðgjöf sérfræðinga um hvað hæfir þeim best. Sá útbreiddi misskiln- ingur er þó enn við líði í Fjöl- einstaka útfærslur, en segir konur almennt ekki kæra sig um neinar stökkbreytingar á útlitinu. „Tísku- tímaritin sýna ýktustu dæmin, en tíska hjá fólkinu á götunni tekur hægfara breytingum. Núna era sterk- ir litir í förðun mikið í tísku til sam- ræmis við skærlitan og glans-, gull-, silfur- og satínfatnað, sem virðist ekki eiga mjög mikið upp á pallborð- ið hér.“ íslenskar konur eru yfirleitt með góða húð; ljósa, þurra og örlítið æða- slitna vegna kuldans. Þær þurfa að vera duglegar að bera á sig mýkjandi krem á næturnar og undir farðann á Morgunblaðið/Halldór KRISTÍN hefur í áratug leiðbeint konum um förðun og snyrtingu. að því eldri sem konan sé því meira þurfi hún að farða sig. íslenskar kon- ur virðast líka seint ætla að læra að sól og sólarljós eru mestu skaðvaldar húðarinnar. Tíska í förðun breytist ört Vönduð snyrting felst í að draga fram helstu kosti andlitsins og hylja lýti ef einhver eru. Einstaka sinnum koma konur með myndir af frægum tískufyrirsætum, sem þær líkjast ekki á nokkurn hátt, og biðja mig að mála sig nákvæmlega eins. Stundum er slíkt að einhveiju Ieyti mögulegt, þótt ég leggi áherslu á að draga fram persónuleika hverrar konu þegar ég farða.“ Kristín segir að tíska í förðun breytist ört, jafnvel örar en fatatísk- an. Hún skoðar erlend tískublöð gaumgæfilega til að geta hagnýtt sér daginn. Konur verða smám saman að læra að mála sig á annan hátt eftir því sem þær eldast. Til dæmis gæti fimmtug kona aldrei borið eins mikla andlitsförðun og tvítug stúlka. Ungar stúlkur falla líka stundum í þá gryfju að nota alltof þykkan farða. Þeim fer best að nota þunnan farða og undirstrika ferskleika æskunnar með mildum litum.“ Daglegt líf fékk Kristínu til að farða þrjáf konur á mismunandi aldri eins og henni fannst andlitsfall þeirra, gersónuleiki og aldur gefa tilefni til. A myndunum til vinstri era konurnar ófarðaðar til að fá samanburð á því hvernig hægt er að nota farða til að skerpa línur og undirstrika kosti and- litsins. Stutt umsögn Kristínar er í myndatexta. Mjöll Danlelsdóttir, hár- greiðslumeistari á Prímadonnu, sá um hárgreiðsluna. ■ Rétthyrnt andlit - tískuförðun KRISTIN HLIN PETURSDOTTIR, 20 ARA ►EINS og margar ungar stúlkur þolir Kristín mikla förðun. Hún hefur fallega og slétta húð, borinn var á hana þykkur andlitsfarði, en annars var aðaláherslan lögð á augnförðun og sett á hana fölsk augnhár. Notaðir voru sanseraðir litir, fölbleikur sem grunnlitur en sterkari litir í skyggingu. Þar sem augun eru stór og langt á milli þeirra var breið lína dregin um- hverfis þau með svörtum blýanti og einnig inn í hvarmana. Slík förðun veldur því yfirleitt að aug- un virðast minni en ella. Kinnalitur var ljósbleikur og sanseraður og varirnar málaðar í skærrauðum lit og gljái látinn yfir. ►INGA hefur feita húð og þarf því að nota mattan farða og púð- ur. Andlitslag og dökki Iitar- háttur hennar þolir sterka liti. Vín- rauðir og brúnir augnskuggar voru hafðir í skyggingu og beige fyrir neðan augabrúnir til að hækka augabrúnasvæðið og leggja áherslu á augun. Fyrir neðan aug- un var settur svartur augnskuggi og mjó lína dregin við efri augn- hárin með blautum augnlínulit. Til enn frekari áherslu á augun voru notuð fölsk augnhár. Á varirnar var borinn glansandi, vínrauður varalitur. JONINA KARLSDOTTIR, 54 ARA ► JÓNÍNA er með slétta og góða húð, há kinnbein og augna- umgjörð, sem er vel fallin til förð- unar. Notaður var léttur, fljótandi farði og örlítið púður til að matta áferðina, en konur á þessum aldri þurfa að fara gætilega með púðr- ið, því það dregur fremur fram ójöfnur húðarinnar. Þurr, fjólu- blár augnskuggi var notaður í línu kringum augun, en annars voru augnskuggar í jarðarlitum; gulurn, beige og brúnum. Til að fá frísk- legan blæ og forðast skörp skil, var sólarpúður notað sem kinnalit- ur. Augabrúnir voru skerptar með dökkbrúnum, þurrum augn- skugga. Lína var dregin umhverfis varir og þær hafðar í mildum rauð- um lit. Morgunblaðið/Þorkell Förðun í samræmi við aldur og andlitsfall KRISTÍN segir að konur á öllum aldri þurfi að farða sig og snyrta. Þær þurfi smátt og smátt að læra að breyta um stíl eftir því sem þær eldist. Hér eru þær Inga t.v., og Kristín Hlín t.h. með kvöldförð- un, en Jónína með dagförðun. Arkitekt- inn hlýtur 16 milljónir í verðlaun í MAÍ nk. mun Margrét Dana- drottning útnefna einn alþjóðlega viðurkenndan arkitekt sem vinn- ingshafa „The Carlsberg Arcitect- ural prize 1995“, eða Carlsberg- verðlaunanna. Um er að ræða um- talsverðar fjárhæðir eða upphæð sem nemur meira en sextán milljón- um íslenskra króna. Það er danska Carlsberg-fyrir- tækið sem stendur að þessum við- burði. Forsvarsmenn áttatíu fag- tímarita víðsvegar I heiminum hafa verið fengnir til að benda á arki- tekta. í vor kemur síðan saman valin nefnd arkitekta, blaðamanna og gagnrýnanda og velur úr hópn- um þann arkitekt sem hlýtur verð- launin. Þegar ákveðið var að veita þessi verðlaun var hafður ti! hliðsjónar áhugi stofnandans á listum en Carlsberg fyrirtækið var stofnað árið 1846. Stofnandinn J. C. Jacob- Þetta er hliðið að Carls- berg-fyrirtækinu. Byggt árið 1892 og hannað af arki- tektinum J.V. Dahlerup. sen svo og síðar sonur hans Carl Jacobsen sýndu byggingarlist ætíð mikinn áhuga og sumar byggingar fyrirtækisins hafa vakið alþjóðlega athygli. Verðlaunin voru í fyrsta skipti veitt árið 1992 og þá var það Tadao Ando sem hlaut viðurkenninguna. Tadao Ando sem hlaut verðlaunin árið 1992. MEISTARAKOKKARNIR Óskar og Ingvar Steinbitur og sveppir i kálblödum 800 g steinbítsílök /2 haus hvítkál (% ef hann er stór) 100 g sveppir ________1 dl soðin hrísgrjón____ ___________'A lítill laukur_____ ____________1 tsk. karrý______ __________2 msk, ólífuolía____ salt — pipar Roðflettið og bein- hreinsið fiskflök- in. Flettið blöðunum af hvítkál- inu í sund- M ur og sjóð- ið í 5 mín- útur i létt- söltu vatni, takiðuppog þerrið. Saxið sveppina og laukinn og steikið á pönnu í olíunni. Kryddið með saltinu, piparnum og karrýinu, bætið loks hrísgrjónunum á og sfeikið saman í 2 mínútur, fyllið því næst kálblöðin með því að setja smá af sveppafyllingunni á hvert blað og hæfilega stóran fiskbita ofaná og vefj- ið blaðinu utan um. Setjið fiskbögglana í eldfast form og bakið í ofni við 180° í 15-20 mínútur. Borið fram með sal- ati og kartöflum. Mjög gott er að hella smá rjóma ofan á þennan rétt áður en hann fer íofninn og eða strá rifnum osti ofan á. Blómkálssúpa 1 stk. blómkálshöfuð (ca. 500 g) 7 dl vatn 'A I mjólk 4 stk. súpufeningar 2 dl rjómi I stk. eggjarauða salt-pipar Snyrtið blómkálið með því að taka blöðin utan af og skera aðeins neðan af stilknum. Rífið blómkálið í sundur og sjóðið ívatninu og nýmjólkinni í u.þ.b. 15 mínútur undir loki. Færið þá blómkálið upp úr pottinum og setjið í blandara ásamt 1 ausu af soðinu og maukið uns verður slétt og kekkja- laust. Hellið þá maukinu aftur saman við soðið í pottinum og bætið súputen ingunum, saltinu og piparnum út í. Bætið því næst rjómanum í og látið suðuna koma upp. Setjið eggjarauð- una í skál og hrærið smá lögg af súp- unni saman við, takið þá pottinn af hitanum og hrærið eggjablöndunni út í. Athugið að súpan má ekki sjóða aft- ur eftir að eggjarauðan er komin í. Þessi súpa er frábær með nýbökuðu brauði. Fallegt er að skreyta súpuna með klipptri steinselju. FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 D 5 DAGLEGT LÍF Að segja upp samviskubitinu ÞEGAR foreldrar koma heim eftir vinnu og börnin vilja ólm spila eða láta lesa fyrir sig eftir matinn kem- ur upp hugsunin „ég ætti nú að“. Skiptir engu þó þreytan sé að yfir- buga foreldrið. Eða þegar lítill tími hefur gefist með syninum sem biður um eitthvað sem léttir pyngjuna allt- of mikið. „Ég hef ekki sinnt honum nógu vel undanfarið. Ég þarf að bæta honum upp...“ Þetta eru uppskriftir að samvisku- bitinu í hnotskurn, - eyðandi og nagandi fyrirbæri sem margir for- eldrar finna fyrir þegar uppeldið er annarsvegar. Andrés Ragnarsson sálfræðingur ætlar að fjalla um samviskubitið í Norræna húsinu kl. 13 á morgun, laugardag. Hann segist þekkja tilfinninguna af eigin raun, hafa verið að kljást lengi við sitt sam- viskubit. Ekkl rugla saman sam- vlsku og samvlskublti „Það má ekki rugla saman samviskunni sjálfri og samvisku- bitinu“ segir Andrés. „Samviskan er nokkurskonar siðgæðisvörðui vitundarinnar," segir hann og þann- ig er samviskan góð og nytsamleg, hún heldur vörð og pikkar í okkur tii að leiðrétta misfellur. „Samviskubitið hinsvegar er sá hluti samviskunnar sem hefst með orðum eins og „Ég ætti nú að, ef ég hefði bara, ég þarf að...“ og við geram þessar setningar að dómurum yfir okkur sjálfum sem segja jafnvel að við séum ekki góðar manneskjur. Sumir era því með ævilangt sam- viskubit.“ Andrés segir að allir foreldrar geri eins vel og þeir geti í uppeld- inu. En það er hraði í samfélaginu og kröfurnar miklar. „Þjóðfélagið sem við höfum búið okkur er að sumu leyti fjandsamlegt fjölskyld- unni. Við reynum að veita börnunum okkar það sem neyslusamfélagið býður á sama tíma og við viljum vinna minna og eyða meiri tíma með fjölskyidunni." Hefur fjölskyldan forgang? Andrés segir að ef foreldrar séu inntir eftir því hvað hafi forgang í lífi þeirra nefni a.m.k. 90% fjölskyldu sína. Þegar þessir sömu foreldrar era spurðir hvemig þeir forgangsraði tíma sínum verður svarið allt annað, - í vinnu. Hann segir þetta andstæð- ur sem vert sé að velta fyrir sér. „Erum við á þeirri leið sem við viljum og höfum við forgangsraðað þeim gildum sem fá mest vægi í okkar tilveru?" Snýst við þegar barniö er veikt Andrés segir að þegar foreldrar eigi veikt barn, fatlað, krabbameins- sjúkt eða barn sem sem er háð vímu- efnum snúist dæmið við. Þá fer öll orka í að sinna þessu barni. Andrés þekkir það; hann hefur verið ein- stæður faðir með fjölfatlaðan dreng sem þarf umönnun allan sólarhring- inn. „Um tíma runnu vinna og frítími út í eitt því þegar vinnudegi lauk tóku við nefndarstörf í þágu fatlaðra eða umönnun heima. Tómstundum fækkaði, mínar þarfir viku fyrir öllu öðru og ég varð einangraður," segir hann. Sólarhringurinn dugði ekki til að gera það fyrir drenginn sem hann „þurfti að gera“. „Ég var með stöð- ugt samviskubit og einn daginn rann það upp fyrir mér að þetta gekk ekki. Það var þá sem ég ákvað að segja upp samviskubitinu. Andrés segir að það þurfi ekki Andrés Ragnarsson með syninum Huldari Erni. segir hann? „Þá er svarið já. Ég tók ákvörðun fyrir sex árum og fram til þessa hefur mér gengið vel. Ég þarf hinsvegar stöðuga áminningu.“ ■ GuðbjörgR. Guðmundsdðttir foreldra veikra barna til svo að þeir burðist með samviskubit. „Það er meira en nóg að foreldrar ráði ekki við kröfurnar og séu með samvisku- bit ef þeir telja að það besta sem þeir geti sé ekki nóg.“ Tekur einungis tíma og orku frá foreldrum - En hveiju breytir það að segja upp samviskubitinu? „Það verður ekki munaður að sinna sjálfum sér heldur algjör nauð- syn fyrir foreldrið sem uppalanda. Ef foreldrið hleður ekki eigin batterí verður lítið að gefa. Forsendan er að fólk geri sér grein fyrir að samviskubitið fær engu breytt. Það eina sem það fær áork- að er að taka ómældan tíma og orku. Þá er komið að því að temja sér nýjan hugsunarhátt. En skilningur á samviskubitinu er forsendan,“ segir Andrés. „Ég gef engar töfralausnir því þær era ekki til. Ég bendi á leiðir en síðan kemur þetta hægt og ró- lega.“ Til að losna við samviskubitið þurfa foreldrar að láta „sitt besta“ duga. Þeir þurfa að fyrirgefa sjálf- um sér og fyrirgefningin er jafn erfið og hún er mikilvæg. Ef að for- eldrar fyrirgefa sér fortíðina og vanda sig I nútíð gengur betur. Bók um samvlskubitlð Andrés er ekki einungis að semja fyrirlestur um samviskubitið því þessa dagana vinnur har.n hörðum höndum að bók um efnið fyrir danska útgefendur en hún verður gefin út á veg- um norrænu ráðherra- nefndarinnar. „Bókin er aðallega hugsuð sem kennslu- bók og fræðsluefni fyrir foreldra sem eru með veik börn en hún verður eflaust fáanleg í almennum bókabúðum líka. Bókin verður gefin út á finnsku og dönsku og kannski á íslensku líka þó það hafi ekki verið rætt enn.“ - Ert þú laus við sam- viskubitið? „Viltu ekki heldur spyija hvort ég sé farinn að losa mig við það,“ i&isgáí KAXJTT LVBVaD® U'JT eðal 4SENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einnig gott fyrir aldraba

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.