Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 7

Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 D 7 seint. Hundarnir eru sterkir og vilj- ugir. Sleðinn ruggar næstum hljóð- laus eftir hjami og ís. Hundarnir mása. Frostið kitlar. Sólin skín og ekillinn kallar stundum ,jú“ eða „ri“ eftir því hvort beygja á til hægri eða vinstri. Leiðir liggja yfir hafís eða á landi en þegar veiði- menn halda einir til veiða stefna þeir að ísbrúninni á opnu hafi. Stundum er ferðalöngum boðið upp á að dorga um ís og setja í hlýra, þorsk, marhnút eða flatfísk. Ljúflynt fólk Fyrstu dönsku verslunarstöðv- arnar voru reistar á vesturströnd Grænlands á 18. öld, þar sem flest- ir Grænlendingar búa. Brátt kom- ust Danir að því að fregnir voru til af öðrum Inúítum hinum megin á Grænlandi. Þeir höfðu lifað þar ein- angraðir lengi og töluðu aðra tungu en vesturstrandarmenn, en skylda þó, og áttu sér nokkuð frábrugðna menningu. Þessir menn komust fyrst í kynni við hvíta menn, Dani og Norðmenn, upp úr 1880 og árið 1894 vom fyrstu húsin í Ammassa- lik reist. Smám saman safnaðist fólk úr dreifðum byggðum til bæjar- ins og þótt aðeins sé liðin ein öld frá kollsteypu austur-grænlensks samfélags, eru siðir og aðstæður nú gjörbreyttar. Enn er samt töluð hin gamla tunga, forn trú lifír í list- iðnaði, handverkið í skinnasaumi og veiðiskap og viðmót manna er þýtt og glaðvært. Ferðamönnum er heilsað á götu. Danska er skárri en enska til sam- skipta og sumir kunna eitt og eitt orð í íslensku, t.d. Kópavogur, en hann er vinabærinn handan við Grænlandssund. Um helgar ber nokkuð á gleðskap. Allmargir sitja úti að sumbli en þó án hávaða eða uppivöðslusemi sem einkennir oft veiðimenn á hinum Norðurlöndun- um. í Ammassalik er nóg að gera í nokkra daga til viðbótar við báts-, þyrlu-, vélsleða- eða hundasleða- ferðir. í bænum er menningar- og sögusafn, frímerkjaútgáfa Græn- lands, dansstaður, skinnsaumastofa og skinnfatabúð, minjagripaversl- un, deildarskipt kaupfélag, ys og þys hafnarinnar, 400 metra skíða- lyfta og sérstakar gönguskíða- brautir. Göngu- og skíðaslóðir liggja víða í stórbrotnu landslagi í nágrenni bæjarins. ■ Ari Trausti Guðmundsson Höfundur erjarðfræðingur Upplýsingar um félagsheimili og aöra hentuga staði á Suðurlandi lyrir ^ ættarmot, startsmannahátiðir Hvar eigum við að hittast FYRIR'Skemmstu gaf Atvinnuþró- unarsjóður Suðurlands út lítið kver sem ber heitið „Hvar eigum við að hittast?“ í því eru upplýsingar um félagsheimili á Suðurlandi og ýmsa aðra staði sem taldir eru henta vel til að halda ættarmót og hvers konar hópsamkomur. Þetta er ný útgáfa rits sem fýrst kom út í fyrra og hefur nýjum upplýsing- um verið bætt við. í kverinu eru greinargóðar lýs- ingar á félagsheimilum/samkomu- stöðunum svo og ýmis konar gisti- aðstöðu á Suðurlandi. Ferðamála- fulltrúi Suðurlands er Valgeir Ingi Ólafsson og hefur hann aðsetur á Eyrarvegi 8 á Selfossi. Starf upplýsingamiðstöðvar ferðamanna sem hefur verið starf- rækt á Selfossi s.l. sumur hefur sýnt að fyrir það er þörf og dijúg aukning hefur orðið í héraðinu á gestakomum. ■ Hvert ætla Bandaríkja- menn næsta sumar EFTIR öllum sólarmerkjum að dæma munu bandarískir ferðamenn leita til Hawaii í auknum mæli næsta sumar í leyfum sínum. Einn af hveijum þremur bandarískum ferðamönnum nefndi áhuga á að fara til Flórída og kom það nokkuð á óvart vegna þess að ferðamenn hafa orðið fyrir bárðinu á aðskiljan- legum glæpahópum þar. Bandarísk- um ferðamönnum virðist finna of- beldi á heimaslóðum hættuminna en í útlöndum. Fleiri munu og fara í skemmtiferðasiglingar en áður og er áhugi mestur á áfangastöðum í Karíbahafi. Þetta kemur fram í nýjasta hefti bandaríska ferðaritsins Travel Holiday. Bandaríkjamenn sækja ekki heim mörg lönd í Mið- og Suður-Ameríku að undanskildum Mexíkó og Costa Rica. Nokkur áhugi er á Chile enda er efnahags- ástand þar gott og ferðamönnum fínnst þeir öruggir. Af Evrópulöndum er Bretland sem fyrr efst á listanum og hefur Bandaríkjamönnum þangað fjölgað að meðaltali um og yfir 5% sl. ár. Næst koma Frakkland og Ítalía og af „ævintýralöndum" hefur Tyrk- land töluvert aðdráttarafl. Vikið er að Norðurlöndunum og minnst á vaxandi fjölda bandarískra ferða- manna til Noregs, m.a. eftir að Ólympíuleikarnir voru haldnir þar og tekið fram að fjölgun til Stokk- hólms hafi verið um 41% sl. ár. í Austurlöndum fjær skera tvö lönd sig úr í huga bandarískra ferðamanna, þ.e. Kína og Víetnam. Astralía og Nýja Sjáland eru einnig títtnefnd. Þegar kemur að Miðaust- urlöndum er búist við mikilli fjölgun BRETLAND er vinsælast Evr- ópulanda hjá Bandaríkja- mönnum og fæstir þeirra Iáta um sig spyrjast að þeir fari ekki og fylgist með lífverði Bretadrottningar meðan þeir eru í London. til ísraels vegna þess að mönnum þykir friðvænlegra þar nú. Eina Afríkulandið sem bandarískir ferða- menn hyggjast sækja heim að marki er Suður-Afríka. ■ Snjódýpi á austurrískum skíðasvæðum XV | h/t, ) . / // ( < S ffl % Staður Ídal Áfjalli (sm) ismj Bad Hofgastein 20 190 Bad Kleinkirchheim 20 80 Flachau/Wagrain 35 115 Innsbruck 70 Kitzbuhel/Kirchberg 30 125 Lech/Zurs 110 250 Saalbach/Hinterglemm 30 135 Sölden/Höchsölden 15 110 St. Anton/St. Christoph 80 380 St.Johann/Oberndorf 35 100 Zell am See 40 130 Heimild: Ferðamálaráö Austurríkis 22. feb. 1995 Rómantíkin etrándýr í Feneyjum BRÚÐHJÓN koma til íslands og gifta sig með bullandi hver í bak- sýn eða skála í kampavíni á jökult- indi. En samt slá Feneyjar flesta brúðkaupsstaði út eða hafa altjent gert það. Svo mjög að nú er brúð- hjónum farið að blöskra hvílíkar fúlgur þarf að greiða fyrir að gifta sig þar og dvelja á staðnum í nokkr- ar nætur. í fréttabréfi hótelhaldara í Feneyjum segir að nú verði að endurskoða málið ella geti róman- tíkin reynst fólki svo rándýr að það snúi sér annað. Verð fyrir leigu á sal í eigu Fen- eyjaborgar til að halda smá mót- töku eftir athöfn er um 30 þúsund krónur og fábrotnustu hótelher- bergi fengust ekki fyrir undir 16 þúsund krónur ef hótelfólkið hafði grun um að brúðhjón væru á ferð- inni. Sem stendur koma um 250 pör árlega til Feneyja til að gifta sig og margir langt að. Nú óttast hótelmenn um hag sinn og ræða um að verð skuli lækka áður en illa fari og brúðhjón leiti á aðra staði sem bjóði betra verð og ekki síðri rómantík. ■ FINGUR Guðs bendir kyrrlátum heimiPuerto de las Nieves til himins. Dómkirkjan í Arucas gnæfir yfir hús og bananaekrur. bryggjuna. Þar var þá kominn hópur, sem á hálfum degi og tæp- lega það hafði farið sömu leið og okkur dugði ekki gærdagurinn til. Svo hélt hópurinn áfram, en við sleiktum sólskinið enn um stund. Hvítfextar öldur aö norðan Við veginn, þegar skammt hefur verið ekið frá Agaete, blasir við smáhellaþyrping inn undir hraun- brún og þarna eru hellar um allt. Sumir voru mannabústaðir á fyrri tíð, aðrír teknir aftur tii slíks brúks. Smáhellaþyrpingar eru líka og sumar tilkomumiklar, eins og fjær, í Cenobio de Valerón. Sagnir eru um að ungar aðalskonur hafi fyrir giftingu hald- ið sig í slíkum hell- um á sérstöku mat- aræði, sem átti að auka blómlegt útlit þeirra! SÉÐ niður Agaetedalinn Leiðin liggur fram hjá skrið- dýragarðinum í Almagro, austur til Gáldar, konungsborgar áður. Gáldar liggur við rætur sam- nefndrar eldkeilu og þar og í ná- grenninu er margt minja um Gu- ancha-þjóðflokkinn, frumbyggj- ana, sem Spánveijar brutu undir sig. Og niður við sjóinn er hafnar- bærinn Sardina. Þar er einn nafn- togaðasti fiskréttastaður eyjarinn- ar og höfðinn er norðvesturhorn hennar. Við ókum svo áfram gegnum Guía, sem deilir eldkeilunni með Gáldar, og vorum skömmu eftir hellaþyrpinguna í Cenobio de Valerón komin á hábrúaða hrað- braut með norðurströndinni til höfuðborgarinnar Las Palmas. Eftir þá leið, sem við höfðum farið þennan dag og gærdaginn, var það náttúrulaus akstur að þjóta svona eftir hraðbrautinni. Við hugsuðum okkur því til hreyf- ings út af henni og stoppuðum í Quintanilla. Frá veitingastað í fjöruborðinu horfðum við á hvítfextar öldurnar faðma fjöru- gijótið og færa okkur kveðju heim- anað. Glímt upp á land Dómkirkjan í Arucas gnæfír dökk og svipmikil yfír hvítum hús- unum eins og Hornbjarg. Kirkjan er falleg innra og þar sáum við líkan af biblíusögulegum atburð- um, þ. á m. fæðingu Jesúbarnsins. Allt er það haganlega gert. Það var líka notalegt að staldra við og láta umheiminn eiga sig stundar- korn. Arucas er þriðja stærsta borg eyjarinnar, stundum nefnd blóma- borgin og líka höfuðborg banana- landsins. Þetta sýnist hún bera með sóma. Og þar framleiða menn líka nafntogað ávaxtaromm. Til Arucas fórum við í gegn um La Cruz de la Pineda, en upphaf þess staðar er í fornri deilu tveggja aðalsætta á sextándu öld. í þess- ari deilu voru menn drepnir á báða bóga. En menn gátu líka leyst mál sín öðru vísi í gamla daga. Frá Arucas fórum við í gegnum Tenoya. Þar gerðu konungarnir af Telde og Gáldar út um landa- mæradeilu sína með glímu. Úrslit glímunnar réðu löndum. Er nema von, að með svo sögulega tign í brögðum skuli glíma vera ein vin- sælasta þjóðaríþrótt Kanaríeyja- manna? Hringnum lokaö Þegar við náðum Tamaraceite höfðum við lokað hringnum frá ferð okkar með Auði Sæmunds- dóttur, sem sagði frá í fyrstu Kan- aríeyjagrein. Þá lá leiðin upp til Teror, en nú förum við niður í gegnum Las Palmas og síðan beint strik suður á Ensku ströndina. Daginn eftir flugum við heim. ■ Freysteinn Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.