Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG FERÐAMAL A FOSTUDEGI Hvar eru erlendar fjöl- skyldur í fslandsf erð? ÞEGAR litið er þessa dagana á bæklinga ferðaskrifstofanna, þar sem þær bjóða okkur íslendingum ferðir til útlanda, eru fjölskylduferð- ir mjög áberándi eins og áður. Boðnar eru til sölu ferðir til sólar- landa, stórborga og nágrannalanda, og sérstaklega bent á hve fjölskyldan geti átt ánægjulegt frí. Þetta er einn- ig fyrirferðarmikið í sölubæklingum erl. ferðaskrifstofa. Þó eru undantekningar á þessu. Varla minnist ég þess að hafa séð í sölubæklingum erlendra aðila, sem selja ferðir til íslands, myndir af fjöl- skyldu á ferð um ísland. Enda er það svo að samkvæmt könnunum eru það einmitt fjölskyld- ur, hjón með börn, sem vantar í er- lenda ferðamannahópinn hér. Þarf reyndar ekki kannanir til. Hvernig f rí vill fjölskyldan? Erlendar fjölskyldur í sumarleyfis- ferð á íslandi eru sjaldséðar. Höfum við séð margar erlendar fjölskyldur á tjaldsvæðum víðs vegar um landið? I stuttu máli má segja að það sem fjölskyldur sækist eftir í sumarfrí, sé að „hafa það gott" í fríinu. Höfum við í vöruþróun í íslenskri ferðaþjón- ustu tekið mið af þörfum fjölskyld- unnar? Býður íslensk ferðaþjónusta upp á þá afþreyingu og þann aðbúnað, sem fjölskyldur sækjast eftir? Ef litið er til Norðurlanda þá hef- ur vöxtur í ferðaþjónustu t.d. í Dan- mörku verið í mest í tengslum við sumarhús, sem í reynd eru oftast heilsárshús. Gífurlegur fjöldi fjölskyldna frá meginlandi Evrópu sækir í sumarhús á Norðurlöndum. Fjölskyldur dvelja þar og nýta sér þá afþreyingu, sem er í nágrenni þessara húsa. Njóta fagurs landslags, stunda sund, gönguferðir, hjóla o.fl. Þá virðist það vera svo að fólk hafí sterkar taugar til þess staðar, sem það fór í frí sem börn. Börn sem hingað koma í frí eru því líklegir ferðamenn til lands- ins, þegar þau vaxa úr grasi. Þessi ferðamáti höfðar einnig til íslenskra fjölskyldna. Það sést á fjölda þeirra, sem fer í sumarhús í Danmörku, Bretlandi og Hollandi, svo ekki sé talað um ásóknina sem er í sumarhús stéttarfélagahér. Er hægt að ná fleirl fjölskyldum tll íslands? Já, það er hægt og þær yrðu í flestum tiffellum hrein viðbót við þá markhópa, sem hingað koma. Sú vara, sem fjölskyldur sækjast eftir, er að hluta til fyrir hendi, en það þarf að þróa hana betur og markaðs- setja. Eg hef nú í vetur fengið tvö bréf frá stórum söluaðilum erlendis, ann- að frá Þýskalandi, hitt frá Dan- mörku, þar sem rætt er um mikil- vægi þess að ná til þessa stærsta markhóps í ferðaþjónustu fjölskyld- unnar. I báðum þessum bréfum er rætt um sumarhús, sem þá söluvöru, sem höfði til þessa hóps. Nú er vitað að í landinu eru um 10.000 sumarhús af öllum stærðum og gerðum. Samkvæmt bréfum sölu- aðilanna er eftirspurn. Reynt hefur verið, í litlum mæli þó, að markaðssetja sumarhús á Is- HVERNIG VAR FLUGIÖ Til Marokko í leiguflugi HELSTA áhyggjuefnið fyrir leiðang- ur til Agadír í Marokkó var hvort reykingar yrðu leyfðar í fluginu. Ef ekki, hefðu vænar birgðir af nikótín- tyggjói og -plástrum verið í handfar- angri. Eydís, Boeing 737-þota Flugleiða, annaðist flutninginn og var farþega- rýmið fullnýtt. Indælar flugfreyjur sáu um að fjölskyldur gætu setið saman og allir væru sáttir við sessu- nauta sína. íslenskar flugfreyjur eru með þeim allra alúðlegustu sem ég hef séð að störfum og eru flugfélagi síhu til sóma. Vélin renndi af stað á réttum tíma og þegar hún hóf sig á loft blístraði einhver Please release me sem Tom Jones söng um árið. Þegar slokknaði á ljósaskiltum, lið- aðist tóbaksreykur um öftustu sæt- araðirnar. Ekkert Morgunblað var í blaða- vagninum þegar hann kom aftur í til reykingafólks. Það kláraðist framar í vélinni og sagði freyjan það alltaf gerast. Ég undi mér ágætlega við lestur Herald Tribune, en velti fyrir mér af hverju Flugleiðir miða blaðakaup ekki við áhuga farþega sinna. Spáin var góð, sagði flugstjórinn, þótt gera mætti ráð fyrir „smá nuddi í klifrinu". Þegar kom að nuddinu heyrðist Please release me aftur, nú með slaufum og meiri tilþrifum en áður, en farþegar sem skilgreindu nuddið sem meiriháttar hristing voru fegnir þegar kyrrð komst á. FóAuríflugvélum Venja er að greina frá flugvéla- fóðri í þessum pistlum. Á leið til Agadir voru bornar fram tvær mált- íðir og var sú fyrri lakur kostur. Seig franskbrauðssamloka með agn- arsmárri skinkusneið, smurostur, þessi þríhyrndi útlenski, með plast- bragðinu, safí og súkkulaðimoli. Ég ISLAND Casablá'rica; w° 'o \ AgadlrB^0 / ,?.........____i M I 5 I l horfði öfundaraugum á litla sæta konu, sem hafði pantað grænmetis- mat og fengið samloku með girnileg- um tómatsneiðum. Eftir mat, kaffi og koníak losnaði um málbeinið og samferðamenn kynntust svolítið betur. Langar raðir mynduðust í átt að klóinu og héld- ust nær óslitnar það sem eftir var leiðar. Söluvagni Saga boutique var rúllað eftir ganginum og var sitthvað á tilboðsverði. Það er snjöil leið til að örva sölu um borð og rýma til fyrir jiýjum vörum. Á írlandi var millilent til að taka bensín, en vegna mikillar flugum- ferðar varð fyrirhugaður hálftíma stans að klukkutíma. Enginn gerði sér rellu út af því og þegar vélin var komin ofar skýjum og Please release me hafði hljómað enn eina ferðina kom aðalmáltíð dagsins. Vfn um borð Ferskt salat var forréttur og bragðlítið lasagne batnaði þegar búið var að sturta hressilega úr salt- og piparbréfum. Vatnsdeigskaka með hnetukremi í suður-evrópskum stíl var ágæt. Smáflaska af uppskeruvíninu Beujolais Noveau var föl fyrir 250 kr. en þetta val kom á óvart, því ég vissi ekki betu'r en menn hættu að drekka uppskeruvín um áramót. Alla vega tók ÁTVR vínið út af lista í janúar. Ég var dauðfegin að Noveau- vínið skyldi vera búið loksins þegar vagninn kom aftur í. Chateau Gu- erry, cotes de Burg '91 sem leysti það af hólmi var meira viðeigandi. Meðan farþegar borða, selja flug- freyjur vín, taka við greiðslu, um- reikna í þá mynt sem hverjum hent- ar og gefa til baka. Með matarbakka á borðinu er ekki auðhlaupið að ná í peninga í vasa eða veski, og vínsal- an er svo tímafrek að flestir eru komnir langleiðina að eftirrétti þeg- ar þeir fá loks borðvínið. Þetta er óviðunandi. Ég set einnig spurninga- merki við verðlagningu vínsins, sem Flugleiðir selja á tollfrjálsu svæði en á svipuðu verði og ATVR. Þegar Eydís flaug yfir Spán glitti í land öðru hvoru og eftir 6V2 klukku- tíma um borð var blístrað Please release me í hinsta sinn í þessari flugferð. Við stigum á land í Aga: dir, í 20 gráðu hita og hafgolu. í hinni nýju og bráðhuggulegu flug- stöð mynduðust biðraðir og vega- bréfaskoðun gekk hægt. Það fór ekki milli mála að við vorum komin í annað menningarsamfélag, þar sem braði er bara hugtak. ¦ Brynja Tomer _^rf_tf__fMMK_N________l _______£__¦_ ^UJ'__MHSJí^*"-i^?'fffiJr r _«_-<:* >__k- ^ " _ ¦¦____ - í_3 1 ¦ _> -.. • ¦ _ ___ftri_ miClWímtf '¦* »*W-«l|f"n ', ' _& , ;__&K- 1 '__ ~TWBiiri* i"" 1 Tiwr „_9ffi^^S_R *» 'iSS *"4 *«B_ IjyMk ?¦-•*_3h_ __ ___5r^^É___í _. __F B_ K_ ' 41 ¦ ' ______ _r* *--^"V^^T7^^ISb_____ ,-•"»• vt -'' '&* ¦ áSlw: ¦ _ _£i\ "*?"? ] BfWaHKMW1 nn^HHiRHwr i" vscúbi—¦rs_3 HVAR eru erlendar fjölskyldur á ferð um ísland. Myndin er úr ferðabæklingi Úrvals -Útsýnar landi meðal Þjóðverja og nokkur árangur náðst, en þó er þar hængur á. Þeir, sem fara frá meginlandi Evrópu í sumarhús á Norðurlöndum, aka flestir á eigin bílum. Fólk vili* eðlilega geta skoðað sig um í land- inu, ekið í sund og aðra afþreyingu, sótt vistir o.fl. Nú ekur enginn frá Evrópu til íslands, þannig að til þess að hægt sé að selja sumarhús á íslandi verð- ur að selja „sumarhús og bíll". Betra verö á bílaleigubílum nauösynlegt Verð á bílaleigubílum þarf að lækka til að þessi vara verði sam- keppnishæf í verði við aðrar fjölskylduferðir. Slíkt yrði ekki eingöngu til að skapa grundvöll fyrir markaðssetn- ingu þessarar vöru heldur myndi einnig auka enn frekar möguleika á meiri dreifmgu erlendra ferðamanna um landið. Þannig skapaðist enn frekari grundvöllur til betri nýtingar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Viðræður hafa átt sér stað um að ríkisvaldið leggi sitt af mörkum til að möguleiki sé til að lækka verð á bílaleigubílum hér. Alþingi sam- þykkti nú á síðustu dögum þingsins heimild til fjármálaráðherra til lækk- unar vörugjalda af bflaleigubflum. Þessu ber að fagna. Samhliða því að ríkisvaldið lækkar aðflutningsgjöld af bílum til bflaleiga hlýtur verð á þessari þjónustu að lækka. Þá má gera ráð fyrir aukinni nýtingu, sem ætti að gera bílaleigum kíeift að lækka einnig sinn hlut frek- ar en þeir hafa gert á undanförnum árum. Virðisaukaskattur á bílaleigubíla vegur hér einnig þungt og er ferða- lag með bflaleigubfl eina ferðalagið, sem er með virðisauka hér á landi. Út í þá umræðu verður ekki farið nú, en þó skal minnt á það órétt- læti að mínu mati, sem felst í því að leggja virðisaukaskatt á hvern ekinn km. Rekstraraðilar hafa hér tekið ákvörðun um að innheimta leigugjald með þessum hætti, þó þetta sé að verða óþekkt í samkeppn- islöndum okkar. Þeir, sem hafa áhuga á því að sjá sem mest af landinu, greiða ekki aðeins virðisaukaskatt af hverjum eknum km, heldur greiða þeir að sjálfsögðu aukinn vegaskatt með aukinni bensínnotkun. Þessi tvöfalda skattlagning á hvern ekinn km er því ekki hvatning til ferðafólks að ferðast vítt og breitt um landið á bílaleigubílum. En aukin dreifing er einmitt eitt af meginmarkmiðum í ferðaþjónustu hér á landi. Ná betri nýtingu fjárfest- inga um allt land og ná auknum tekjum með lengri dvöl. Með lækkun á heildarverð bflaleigubfla, sem að hluta til kæmi frá ríkisvaldinu, sem nú hefur tekið ákvarðanir um það og að hluta frá rekstraraðilum myndi opnast leið til að ná hingað hluta af stærsta hópi ferðamanna í heimin- um, fjölskyldum. Gera má ráð fyrir að þær tekjur, sem ríkisvaldið og rekstraraðilar misstu í fyrstu skiluðu sér til baka og vel það í aúknum viðskiptum og auknum akstri, sem skilar auknum vegaskatti. ¦ Magnús Oddsson Höfundur er ferðamálastjórí FERÐIR UM HELGÍNA " UTIVIST Gullfoss í klakabðndum nefnist ferð á sunnud. kl. 10.30 og verður ekið austur um Gríms- nesið og komið að Geysi. Þaðan er farið að Gullfossi sem væntan- lega er í klakaböndum. Þaðan er gengið niður með gljúfrinu ef færð leyfir. Leið heim mun ráð- ast af veðri og færð. Upplögð ferð fyrir alla fjölskylduna. Kl. 10.30 sama dag er skíða- ganga í Innstadal og hefst hún á Hellisheiði i Innstadal og niður um Sleggjubeinsskarð. Reikna má með um 5-6 klst. langri göngu. Brottför í dagsferðir er frá BSÍ að vestan og eru miðar seldir við rútu. Minnt á skjólgóð- an fatnað og nesti. Helgarferð 4.-5 mars og er það skíðaganga við rætur Heng- ils. Lagt af stað á laugardags- morgun og ekið austur á Hellis- heiði. Gangan hefst austarlega og gengið yfir hana og niður í Grafning. Gist í Nesbúð við Nesjavelli. Á sunnudag verður gengið um Dyradal og Marardal, vestur fyrir Húsmúlann og lýkur ferðinni við Kolviðarhól. Góð gistiaðstaða í Nesbúð, heitir pott- ar og sturtur. Innifalið í miða- verði er kvöldmatur og morgun- verðarhlaðborð. Fararstjóri er Óli Þór Hilmarsson. Upplýsingar á skrifstofu Útivistar. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.