Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 1
tt>:r0innMa&fö AÐSENDAR GREINAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 BLAÐ Arfurinn I tilefni skýrslu um launamun karla og kvenna „GRÍMULAUST misrétti" sagði Steingrímur J. Sigfússon um leið og hann greip bitann við nefið á Kvennalistaþingmönnum og bað um umræður utan dagskrár vegna út- komu skýrslunnar sem unnin hefur verið á vegum Norræna jafnlauna- verkefnisins um launamisréttið milli karla og kvenna. Ýmsar fleygar setningar féllu síðan í þingsölum þegar umræðan fór fram með inni- haldi á borð við: „Réttinda- og lög- brot fyrir allra augum“, „Mannrétt- indabrot á konum“ o.s.frv. Ég tók líka eftir því sem Jóna Valgerður sagði þegar hún rifjaði upp stjórnarmyndunarviðræður 1987 - fyrir átta árum - en þá strandaði þátttaka Kvennalistans í ríkisstjórn einmitt á að ekki var vilji til þess að leiðrétta launamisrétti milli karla og kvenna. En nú eru aðrir tímar og málefn- ið komið í tísku. Það er ekki lítils- vert að fá íjárhagslegan styrk er- lendis frá til að koma málinu á dag- skrá. Það er eins og við séum háð erlendri aðstoð þegar mannréttinda- mál eru annarsvegar. En það er ekki bara það. Konum sjálfum úti í þjóðfélaginu og jafnvel mörgum körlum finnst nú loks nóg komið og lítur út fyrir að málið verði kosninga- mál - geti haft áhrif á það hvernig fólk velur á kosningadaginn! Sér- stakar kvennahreyfingar spretta upp innan hinna hefðbundnu stjórnmála- flokka og ætla sér að ýta við „feðr- unum“ eða að minnsta kosti fá at- kvæði út á málefnið. Og enginn þurfti að verða hissa. Niðurstöður skýrslunnar vissu allir sem vildu vita fyrir fram. Svona í meginatriðum. Mig langar hér að koma inn á einn þáttinn, kannski stærsta þátt- inn á bakvið launamisréttið og annað misrétti milli kynja. Ég kalla hann „arfinn“. Ég ætla ekki að reyna að skilgreina fyrirbærið en ég á við félagslega mótun og arfinn frá feðraveldinu. Þetta er alþjóðlegt fyr- irbæri og ég freistast til þess að nefna eitt dæmi af því að það er svo ferskt í umræðunni. í fréttum þessa dagana er sagt frá því að nauðgun eiginmanns á eiginkonu sé ekki lög- brot í nokkrum ríkjum Evrópu. Það var lítillega komið inn á arf- inn í umræðunni á alþingi t.d. í máli Friðriks Sophussonar þar sem hann minnist á hlutverka- og verka- skiptingu milli kynja, ekki síst inni á heimilunum „þar sem lögin ná ekki til“ og í máli Rannveigar Guð- mundsdóttur, ráðherra, sem talaði um viðhorf og aðstöðuleysi sem hindrun á vegi kvenna. „Aðstöðu- leysið" er afleiðing viðhorfa og við- horfin eru arfurinn. Ég tel að Rann- veig eigi við þær hömlur sem umönn- un barna og heimilis og önnur umönnunarstörf eru þeim konum sem eru í þeirri stöðu og vona að það sé ekki mistúlkun. Arfurinn felur i sér að völd karla eru langt um meiri en völd kvenna. Þá er ég að tala um raunveruleg völd, efnahagsleg og pólitísk. Reynslan sýnir okkur það að menn af- sala sér ekki völdum baráttulaust. Það hefur ekki virst sem að körl- um finnist staða kvenna almennt eftirsóknar- verð. í þessu ljósi er tæplega hægt að reikna með að karlar og sér- staklega ekki valda- miklir karlar séu trú- verðugir í kvenfrelsis- baráttu sem snýst um að útrýma misrétti milli kynja í launamálum og öðrum málum þar sem misrétti kynja þrífst, sem og misvægi kynj- anna í völdum til þess að skipu- leggja þjóðfélagið. Bæði kynin erfa viðhorf. Æ fleiri rannsóknir benda til þess að félags- mótun eigi sér stað mjög snemma. Jafnvel strax í vöggu. Það er greini- legt að margar konur búa við það eigið viðhorf að körlum sé betur treystandi fyrir forsjá fjölskyldu og þjóðfélags en þeim sjálfum. Jafn- greinilegt er að flestir karlar eru á þessari skoðun. Það er líka augljóst að reynslan hefur kennt mörgum konum annað. Margar konur, jafnvel flestar kon- ur, í dag finna ekki fyrir arfinum fyrr en þær fara í sambúð og þó sérstaklega þegar þær eignast börn. - NEMA að einu leyti: Þær finna fyrir Iaunamisréttinu um leið og þær koma út á vinnumarkaðinn ekki síst ef þær hafa lagt það á sig að mennta sig. Það er mín skoðun að næst á eft- ir leiðréttingu launa- misréttisins, og hvort sem er, sé það grund- vallaratriði í kven- frelsisbaráttu að ráð- ast að rótum vandans sem er arfurinn. Til þess þarf að kosta miklu. - Það þarf að fín- kemba menntastofn- anir í landinu frá leik- skóla uppí framhalds- skóla með tilliti til námsefnis og kennslu- aðferða. - Það þarf að leið- beina nýbökuðum for- eldrum. - Það þarf endur- mat á mikilvægi starfa og ábyrgð. - Það þarf að endurskoða lög og reglur um jafnréttismál. Með hliðsjón af því sem rætt hef- Sjálf kýs ég að starfa innan Kvennalistans, segir Hulda Björg Sigurðardóttir, þar sem lögð er áherzla á valddreifingu og upplýsingastreymi. ur verið hér á undan eru skrif ungra Sjálfstæðra kvenna nú nýlega afar sérkennileg en þar er reynt að draga Kvennalistann til ábyrgðar á því að hversu lítið hefur miðað í jafnréttis- átt. Meðal annars bera þær stöðu jafnréttismála hér á landi saman við hin Norðurlöndin. Staðreyndin er að stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum hafa verið langt um hlynntari því að koma á jafnrétti milli kynja en íslensk stjórnvöld og hafa sett reglur um og veitt ijármunum til jafnréttis- mála. Og ekki má gleyma að fjár- magn til þess að gera þá ágætu könnun sem liggur að baki skýrsl- unni um launamisréttið kemur ein- mitt úr samnorrænum sjóði. Ég fagna því að konur innan hefð- bundnu stjórnmálaflokkanna skuli taka sig saman og mynda hópa jafn- vel þó þær eigi á hættu að verða svolítið einsleitar. Þannig ættu að -vera meiri möguleikar á að skapa þrýsting á flokksfeðurna og fá þá til að leggja eitthvað út fyrir jafn- réttismálunum. Sjálf kýs ég að starfa innan Kvennalistanns þar sem lögð er áhersla á valddreifingu og gott upplýsingastreymi og ýmis vinnubrögð sem ekki tíðkast í hinum hefðbundnu, miðstýrðu stjórnmála- flokkum okkar. Hjá Kvennalistanum geta t.d. allir félagar skráð sig á landsfund. Og ef þú mætir á félags- fundi hjá Kvennalistanum ertu með! Ég skora á allar konur (og jafn- réttissinnaða menn eins og Friðrik Sophusson og Steingrím J. Sigfús- son) sem komast á þing eftir kosn- ingar að taka höndum saman við Kvennalistakonur og láta flokks- agann ekki binda sig þegar jafnrétt- ismálin eru annarsvegar. Við vitum að nú þegar er unnið að þessum málum á ýmsum stöðum en það vantar íjármagn og viljann hjá mörgum. Að lokum langar mig til að minna á að nú orðið eigum við konur glæsi- lega fulltrúa sem eru í fararbroddi á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Það sýnir að arfurinn er ekki alls ráðandi og starf eldri kynslóða kven- réttindakvenna hefur skilað sér. Höfundur er lyfjafræðingur og félagi í Kvennalistanum. Hulda Björg Sigurðardóttir Stöðugleiki í efnahagsmálum Framsóknarmenn telja að megin viðfangs- efnið í ríkisijármálum sé að skapa stöðugleika í efnahagsmálum og treysta grundvöll at- vinnulífsins. Á síðasta kjörtímabili náðist undir forystu framsókn- armanna að skapa stöð- ugleika í íslensku efna- hagslífi. Mistök í upp- hafi stjórnarsetu ríkis- stjórnar Davíðs Odds- sonar urðu þess vald- andi að efnahagslíf okk- ar gekk í gegnum margfalt verri kreppu á núverandi kjörtímabili en efni.stóðu til. Ríkisstjórnin hefur afsakað dýpt kreppunnar hér á landi á þrennan hátt. I fyrsta lagi vegna samdráttar í fiskveiðum, í öðru lagi vegna samdráttar í alþjóða efna- hagslífi og í þriðja lagi vegna svo- nefnds fortíðarvanda. Um þessar afsakanir er það að segja að samdráttur í fiskveiðum var löngu hafinn þegar núver- andi ríkisstjórn tók við. Þessi vandi var því fyrirsjáanlegur. í öðru lagi var samdráttur í alþjóðlegu efnahags- lífi þegar að miklu leyti kominn fram þegar núverandi ríkis- stjórn tók við og náði reyndar botninum það sama ár, þ.a.l. að þessi vandi var einnig fyrir- sjáanlegur. I þriðja lagi má færa rök fyrir því að fortíðarvandinn, þ.e. tap ríkissjóðs vegna afskrifta opinberra lána, hefði ekki orðið jafn mikill ef ekki hefði komið til röng . efnahagsstjórn árið 1991 þegar nú- verandi ríkisstjóm tók við. Sem sagt, þessi vandi var fyrirsjáanlegur og að miklu leyti sjálfskapaður. Vaxtahækkun í upphafi kjörtíniabils En hvar lágu mistökin? Vorið 1991, þegar núverandi ríkisstjórn tók við, var ljóst að ytri skilyrði höfðu versnað, þ.e. samdráttur í þorskafla og alþjóðlegu efnahagslífi. Við þessi ytri skilyrði ákvað ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að hnykkja á og auka vandann enn frekar. Hvernig? Jú, efnahagsaðgerðirnar fólust einkum í gífurlegri vaxtahækkun og í niður- skurði á ríkisútgjöldum sem áttu að lækka fjárlagahalla. Með hækkun vaxta ríkisskuldabréfa og húsbréfa fylgdu bankavextir í kjölfarið og raunvextir hér urðu með þeim hæstu í veröldinni. Þetta ímyndaði ríkis- stjómin sér að myndi skila sér í aukn- um sparnaði og lægri verðbólgu en afleiðingarnar urðu helst til fjöl- breyttari og verri en það. Þegar ríkis- stjórnin lækkaði vextina aftur með handafli seint á árinu 1993 sögðu ráðherrar að lækkunin þýddi 9-10 milljarða króna sparnað á ári fyrir Siv Friðleifsdóttir Það þarf að gera stór- átak til að styrkja grunn atvinnulífsins, segir Siv Friðleifsdóttir, eyða fjárlagahalla og skapa efnahagslegan stöðugleika. heimili og fyrirtæki. Það er því ljóst að vaxtahækkun ríkisstjórnarinnar frá 1991 flutti til yfir 20 milljarða frá almenningi og fyrirtækjum til eigenda fjármagns. Nú þegar loks líður að brotthvarfi ríkisstjórnarinnar má segja að eini merkjanlegi árangur hennar í efnahagsmálum hafí verið viðhald lágrar verðbólgu. Þó er það ekki svo merkilegur árangur þegar rifjað er upp að erfiðustu hindranir í lækkun verðbólgunnar höfðu þegar verið yfirstignar í síðustu ríkisstjórn og ennfremur að lág verðbólga er eðlilegur fylgifiskur kreppu. Hjól atvinnulífsins stöðvuð Aðrar afleiðingar efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar urðu hins vegar þær að hækkun vaxta leiddi strax af sér gífurlegan kostnaðarauka fyr- ir fyrirtæki og heimili í landinu. All- ar greiðsluáætlanir urðu marklausar, ráðstöfunartekjur drógust saman, fyrirtækin urðu að draga úr og jafn- vel stöðva fjárfestingar, uppsagnir og fjöldagjaldþrot fylgdu í kjölfarið. Af þessu leiddi síðan mikill tekju- missir fyrir ríkissjóð vegna minnk- andi skatttekna. Á innan við tveimur árum eftir að hafa sest að valdastóli hafði ríkisstjórn Davíðs Oddsonar tekist hið ótrúlega, að nánast stöðva hjól íslensks atvinnulífs og festa at- vinnuleysi í sessi. Það er ekki sá stöð- ugleiki sem framsóknarmenn vilja varðveita. Tillögur framsóknarmanna Til að koma hjólum atvinnulífsins í gang vilja framsóknarmenn sam- eina starfsemi atvinnuráðgjafa, at- vinnuleysistryggingasjóðs og Byggðastofnunar í alhliða Atvinnu- þróunarstofnun. Hún yrði vettvangur samstarfs aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og ríkisins um upp- byggingu atvinnulífisins. Hlutverk hennar væri að m.a. efla nýsköpun í atvinnulífi. Samstarf af þessu tagi hefur verið reynt víða erlendis með góðum árangri. Það er eitt mikilvægasta hags- munamál þjóðarinnar og þá sérstak- lega ungs fólks sem vill búa á ís- landi í framtíðinni að næsta ríkis- stjórn geri stórátak í að styrkja grunn atvinnulífsins, eyða fjárlaga- hallanum og skapa efnahagslegan stöðugleika. Atvinnustefna fram- sóknarmanna er til þess fallin. Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.