Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 B 3 KOSNINGAR 8. APRÍL Að kyssa á vöndinn Geðleysi ÉG HEF verið að velta fyrir mér upp á síðkastið hverju það sæti að fylgi stjórn- málaflokka og hreyf- inga sé svo sveiflu- kennt sem raun ber vitni. Eða hinu sem mig furðar þó öllu meir að ríkisstjórnarflokkarnir skuli vera í uppsveiflu. Hvernig má það vera að ríkisstjórn sem stað- ið hefur fyrir gífurlegri eignatilfærslu frá fólki, sem ekkert hefur að selja nema vinnu sína, yfir til þeirra sem versla með og velta peningum og skuldum okkar hinna? Hvernig má það vera að slíkum skuli launað með auknu fylgi i skoð- anakönnunum? Púkó að vera í hugsjónapólitík? Er fólk orðið alveg vonlaust um að rétta úr kútnum eða er það hald- ið slíkri þjónslund að kyssa frekar á vöndinn en veija eigin hag? Svo má víst illu venjast að gott þyki en þetta geðleysi skil ég ekki. Er skýringuna e.t.v. að fínna í því að hin stjórnmálaöflin séu svo máttvana að fólk treysti betur nú- verandi húsbændum? Eða hinu að búið sé að rugla fólk endanlega með flokkaflakki og eiginhags- munapoti einstakra spámanna í pólitík. Fólk sjái orðið engan mun á þeim sem halda sínu striki í stjórn- málum og hinum sem sveiflast eftir því sem vindur blæs. Sennilega er það bara púkó að vera hugsjónakona sem heldur áfram að betjast fyrir sömu brýnu málunum með fólki sama sinnis. Gott ef ekki er að verða löstur í pólitík samtímans, að vera sjálfri sér samkvæm. Kreppan að mestu heimatilbúin í baráttunni um réttláta skiptingu verðmæta þjóðarinnar hefur Kvennalistinn alltaf beitt sér af ein- lægni. Allt hefur verið reynt til að skýra hríð- versnandi kjör almenn- ings með svo kallaðri kreppu. Megnið af þeim skýringum eru langsóttar svo ekki sé meira sagt. Þegar að er gáð hafa þjóðartekj- ur íslendinga verið með þeim hæstu sem um getur meðal vestrænna þjóða um árabil. Efnahagsvandinn sem að langmestu leyti er heimatil- búinn er afleiðing umframeyslu, skuldasöfnunar m.a. vegna stjóm- valdaðgerða, óeðlilegs dekurs við peningabraskara og rangra fjár- festinga. Allar götur frá árinu 1983 hafa stjórnvöld gengið jafnt og þétt í vasa launafólks til að bæta þjóðar- hag eins og það heitir. Upphafið var þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frysti laun með lagaboði árið 1983, afnam vísitölu launa en lét verðlag malla áfram, kom á hinni alræmdu lánskjaravísi- tölu og verðtryggði þannig peninga og skuldir á kostnað launa. Hver ríkisstjórnin af annarri, bæði til hægri og vinstri, hefur síð- an unnið markvisst að því að gera ísland að því láglaunasvæði sem það nú er. Aðalvandi velflestra ís- lendinga nú er því sá að þeir eru vart matvinnungar. Bætt laun útgangs- punktur Kvennalista í eina skiptið sem bætt laun hafa verið útgangspunktur í viðræðum um stjórnarmyndun var árið 1987 þegar Kvennalistinn tók þátt. Til- lögum okkar þá um að afnema öll laun undir framfærslukosntaði ein- staklings var snarlega hafnað af gömlu flokkunum. Allar götur síðan hafa launamál alls þorra þjóðarinn- ar verið á stöðugri niðurleið. Á sama tíma hafa peningaöflin og einstakir peningamenn fitnað eins og púkinn á fjósbitanum á kostnað okkar hinna. Þannig hafa stjórnvöld á annan áratug stýrt launabaráttu í landinu með lagaboði og nauðarsamningum sem kallaðir hafa verið „þjóðar- sátt". Rökstuðningur fyrir slíkum nauðarsamningum hefur jafnan verið að tilgangurinn væri að bæta þjóðarhag. Trúir fólk því að það, að halda niðri launum almennings, að auka skuldasúpu heimilanna og kýla nið- ur verðbólgu af slíku offorsi að at- vinnuleysi sé afleiðingin, sé rétta leiðin? Hvaða þjóð? Mér er líka spurn. Hver er hún þessi margtilvitnaða þjóð sem hagn- as hefúr á þjóðarsáttum? Niðursta- ða mín er að þar eigi nánast einir í hlut kaupahéðnar ýmiss konar, s.s. verðbréfamangarar, forstjórar alls kyns fyrirtækja, þ.e. þeir tiltölu- lega fáu íslendingar sem græðst Elín G. Ólafsdóttir. Okkar mann á þing ÁGÆTUR vinur minn, Vest- fjarðargoðinn Matthías Bjarnason, sagði nú nýlega að hann teldi það miður að allir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins væru lögfræðingar. Benti hann á nauðsyn þess að á Alþingi íslendinga sætu menn sem þekktu atvinnulífið af eign raun. Það er rnikið til í því en ekki er síður nauð- synlegt að til þingstarfa veljist menn sem þekkja vel til þeirra kjara launafólks, sem þorri launafólks á íslandi býr við, enda hefur sú til- hneiging ágerst upp á síðkastið við gerð kjarasamninga að ríkisvaldið komi stöðugt meira að þeim. Að undanförnu hafa framboðs- listar til þingkosninga í vor verið að birtast. Það er margt mishæfra frambjóðenda eins og gengur og gerist og koma þeir úr flestum geir- um samfélagsins. Að venju skipa núverandi þingmenn flest örugg sæti listanna en þó eru undantekn- ingar á því, þingmenn eldast eins og annað fólk eða heltast úr lest- inni af öðrum ástæðum. Eitt er áberandi við framboðslistana nú að mun fleiri fulltrúar samtaka launa- fólks skipa sæti á þeim. Fáir þó örugg sæti eða baráttusæti. Viðbrögðin sýna styrk Ögmundar Framboð eins manns hefur valdið meira fjölmiðlafári en önnur fram- boð, það er framboð Ögmundar Jónassonar formanns BSRB. Sýna viðbrögðin við því best styrk Óg- mundar því hann skipar þriðja sæti G-listans í Reykjavík, sem er langt frá því að vera öruggt þingsæti, einkum íljósi þess að Alþýðubanda- lagið á nú einungis tvo þingmenn í Reykjavík og nýtt framboð Jó- hönnu Sigurðardóttur fyrir Þjóð- vaka ætti að öllu óbreyttu að taka fylgi frá Alþýðubandalaginu. Ogmundur Jónasson hefyr verið afar farsæll í starfi fyrir BSRB enda forysta hans í þessum þver- pólitísku samtökum óumdeild. Ég hef starfað með Ög- mundi í stjórn BSRB í áraraðir og þekki því vel til vinnubragða hans og þeirrar fölskvalausu réttlætis- kenndar sem býr að baki ákvarðana hans. Ögmundur er hug- sjónamaður sem þekkir vel til kjara almennings og ef einhvern tíma hefur veri þörf á slíkum mönnum í pólitíkinni þá er það nú. Því hefur verið hald- ið fram að Ögmundur geti ekki bæði gegnt formennsku í BSRB og setið á þingi. Það er ekki eins og Ögmundur sé fyrsti verkalýðsleið- toginn sem gerir það. Þar má nefna Kristján Thorlacius forvera hans í formannsstóli BSRB sem sat oft árlega á þingi sem fyrsti varamaður Framsóknarflokksins. Fleiri for- ystumenn má nefna svo sem Sigurð Ingimundarson sem eitt sinn var Framboð Ögmundar Jónassonar hefur valdið fjölmiðlafári, segir Ragnhildur Guð- mundsdóttir, semtelur Ögmund baráttumann gegn ranglæti. formaður BSRB og þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn. Ólafur Björnsson var einnig formaður BSRB og þing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eftirtaldir forsetar ASÍ hafa setið á þingi á sama tíma og þeir voru í forystu fyrir Alþýðusambandið: Hannibal Valdimarsson var forseti ASÍ á sama tíma og hann var þing- maður og ráðherra, Hermann Guðmunds- son og Björn Jónsson. Ásmundur Stefánsson sat á þingi sem vara- þingmaður á sama tíma og hann var for- seti ASÍ. Kominn tími til að breyta um áherslu Það hlýtur að vera styrkur fyrir ákveðna hópa í þjóðfélaginu að hafa fulltrúa sína á þingi. Það er enginn nýr sannleikur enda eiga atvinnurekendur marga talsmenn á þingi, bændur hafa verið iðnir við að koma fulltrúum sínum á þing og sömu sögu er að segja um sjávar- útveginn. Hví skyldi launafólk ekki líka reyna að tryggja hag sinn með því styðja sína fulltrúa til þing- mennsku? Til slíks treysti ég Ögmundi Jón- assyni best og viðbrögðin við fram- boði hans sýna að andstæðingamir óttast hann. Hvers vegna? Vegna þess að ef einhver er líklegur til að geta barist gegn auknu ranglæti í þjóðfélaginu og fyrir réttlátari skipt- ingu þjóðarauðsins þá er það hann. Þetta vita þeir manna best sem set- ið hafa einir að kjötkötlunum und- anfarin ár og því bregðast þeir við af slíku offorsi, sem henti Ellert B. Schram á dögunum og þegar honum var bent á að hann hefði farið með staðlausa stafl komst hann að þeirri niðurstöðu að tveir plús tveir væm samviskuspuming. Frá mínum bæjardyrum séð er það samviskuspurning, sem launa- fólk hlýtur að spyija sig í komandi kosningum, hvort ekki sé kominn tími til að breyta um áherslu í lands- stjórninni og tryggja fulltrúa okkar á þing. Höfundur er vnraformaður BSRB. Ragnhildur Guðmundsdóttir Að mati Elínar G. Öl- afsdóttur hafa bæði vinstri off hægri ríkis- stjómir unnið markvisst að þvi að gera ísland að láglaunasvæði. hefur vemlegt fé á þessu snjallræði ráðamanna og linkind verkalýðsfor- kólfa. Miðað við staðreyndir stenst það engan veginn í mínum huga að með þjóðarsátt sé átt við allt venjulegt launafólk, s.s. allar verslunar-, skrifstofu- og iðnverka-konurnar eða opinberu starfsmennina sem halda uppi þjónustu, t.d. í heilbrigð- is- og menntakerfinu. Allar þær stéttir sem taka milli 50-80 þúsund krónur í laun fyrir 40 stunda vinnuviku lepja auðvitað meira og minna dauðann úr skel. Þeir sem hæst hafa um þjóðarhag- inn ættu að reyna að framfleyta fjölskyldu, þó ekki væri nema í nokkra mánuði, á þeirra kjörum. Verðlaunum ekki vandarhöggin Nei, það er tímabært að launa- fólk spymi við fótum og heimti laun sem hægt er að lifa af í stað ölm- úsu. Það er óþolandi að fullvinnandi fólk sé eins og þurfalingar í þessu gósenlandi. Gera verður kröfu til að atvinnurekendur og sporlatir verkalýðsforingjar hins svokallaða fijálsa markaðar semji nú snarlega sín á milli. Þeir stilli í hóf banki á dyr forsætisráðherra að sækja í sameiginlega sjóði. Afleggi þá lensku vinnuveitenda að vísa allri kröfugerð á hendur ríkinu. Fjár- málaráðherra ber fyrst og fremst að tala við sitt starfsfólk — ríkis- starfsmenn. Það mega báðir aðilar vel vita, að ekki er lengur viðun- andi að semja um sömu félagsmála- pakkana í stað launa; félagsmála- pakka sem ríkisvaldið hefur í hendi sér að afnema með einu pennastriki ef svo býður við að horfa. Það er líka löngu tímabært að atvinnurek- endur skili aftur til launafólks og út í atvinnulífið einhveiju af gróða undanfarins þjóðarsáttaráratugs. Ég hvet allt launafólk til að standa saman í baráttunni fyrir hærri launum, vaxandi kaupmætti í komandi samningum og afnámi „ránskjaravísitölunnar". Eg hvat fólk til að standa nú með sjálfu sér — að verðlauna ekki vandarhögg gömlu flokkanna og láta það ekki rugla sig þótt þeir sigli undir henti- fána eða skreyti sig lánsfjöðrum. Kvennalistinn er eina stjórnmálaafl- ið á íslandi sem berst fyrir kven- frelsi og þar með bættri stöðu fjöl- skyldna. Við höfum alltaf verið sjálfum okkur samkvæmar í stjórnmáium og erum löngu tilbúnar til að taka til hendi þannig að um muni — í ríkisstjórn. v Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi, nú á framboðslista til Alþingis fyrir Kvennalistann í Reykjavík. Kosninga- hugleiðingar NÚ þegar kosningar eru í nánd, hugsa marg- ir... hveija á ég að kjósa til forystu í næstu alþingiskosningum. Ég er eins og fleiri í_ vafa um þá ákvörðun. Ég er sjómaður og mér hefur fundist enginn af þess- um alþingismönnum hafa unnið fyrir minn hag. Ég var einn af mörgum sem valdi kvóta á minn bát. Mig óraði ekki við því þá, að kvót- inn ætti eftir að færast á fárra manna hendur. Ég er nú búinn að stunda sjó í fimmtíu ár og aldrei hefði mig grunað að ég yrði að hætta sjómennsku með þeim hætti, kvótinn yrði svo lítill að ekki væri hægt að gera út á hann hvað þá lifa á honum. Tvær síðustu ríkisstjórnir hafa ekki getað stjórnað sjávarútvegin- um. Hveija eiga svo ég og mínir líkar að kjósa til alþingis í næstu kosningum? Hefði Halldór Ásgríms- son haft vit á því að hafa kvótann ekki framseljanlegan hefði ástandið í þessum málum orðið annað fyrir smábátaeigendur og fleiri. Þor- steinn Pálsson hefur ekkert vit á þessum málum, hann þekkir ekki einu sinni beinalögun þorsksins. Það sýndi sig þegar hann var að sýna sjónvarpsáhorfendum flökun á þorski á dögunum. Hann virtist hafa alla sína speki og gjörðir frá Hafró og LIÚ og vinnur í samræmi við það. Þorsteinn getur eflaust stjórnað dómsmálunum okkar. Lögin hér á landi eru það loðin að lögfræðingar hafa nóg að gera þannig að við sláum heimsmet í íjölda lögfræð- inga miðað við mannfjölda. Utanríkismálin þekkir víst enginn betur en Jón Baldvin Hannibalsson. Jón er stórvel gefinn en hann eyði- leggur orðstírinn með að vilja ganga í Evrópubandalagið. Kannski er það . bara kosningabragð, liver veit? Halldór Blöndal hefur staðið sig þokkalega vel miðað við þær breyt- ingar sem eru að verða í landbún- aðarmálum. Ólafur Ragnar Grímsson er góður stjórnmálamaður og ég bar miklar vonir til hans þegar hann var fjármálaráðherra í síðustu ríkisstjórn, enda hefur enginn ráðið við það embætti síðan Eysteinn Jóns- son sálugi stjórnaði þeim málaflokki. Ég met Davíð Oddsson mikils, hann er mikill stjórnandi og góður sáttasemj- ari, hefur gert marga góða hluti. Hveija á að kjósa spyr maður sig? Jóhanna Sigurðar- dóttir, nú í Þjóðvaka, hefur verið i vandræðum með að sjóða saman sjávarútvegsstefnu. Kvennalistinn vill enga ábyrgð taka á sínum málaflutningi. Hvaða stjórnmálaflokkar eru lík- Er þetta land orðið svo vesælt, spyr, Sigdór O. Sigmarsson, að bezti kosturinn sé að skila auðu. legir til að vinna að hagsæld sjó- manna og þess verkafólks sem vinn- ur erfiðustu störfin og aflar mikilla þjóðartekna og þar með mikils gjaldeyris fyrir þjóðarbúið? Það er ekki að sjá neitt í þá átt á uppstill- ingum á listum stjórnmálaflokk- anna að þessu sinni. Undirritaður vill skýrari línur en ekki loðin loforð frá stjórnmála- flokkunum varðandi stefnu þeirra í sjávarútvegs- og verkalýðsmálum. Aðeins þannig geta þeir sem minnst mega sín í þessu þjóðfélagi séð fyr- ir kosningar hvort einhver flokk- anna er þess verður að vera studd- ur til dáða, eða hvort þetta land er orðið það vesælt að besti kostur- inn sé að skila auðu. Höfundur er kjósandi í Reykjavík. Sigdór Ó. Signiarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.