Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRIL Siðfræði og pólitík ÞAÐ hefur meira ver- ið rætt um siðferði í ís- lenskum stjómmálum hin síðari ár, en oft áður. Siðfræði má skilgreina sem óskrifuð lög, sem menn eru sammála um og eru sprottin af hefð eða fólk kemur sér sam- an um. Áhersla á siðfræði Mig langar til að velta þessum fræðum upp, ekki síst í ljósi þess, að fróðir menn telja að enn meiri áhersla muni verða lögð á siðfræðina í þjóðfélaginu og þá líka í pólitíkinni á næstunni. Ég tek mér það bessaleyfi að heimfæra siðaregl- ur sálfræðinga upp á pólitíkusa, ein- faldlega vegna þess að það er sá grunnur, sem ég byggi á sem per- sóna og leitast við að fylgja, þótt mér verði á mistök eins og okkur öllum mannanna börnum* Stjórn- málamenn leggja sitt af mörkum til að bæta lífsskilyrði og lífsgæði fólks með því að þróa, miðla og hagnýta sér þekkingu á ýmsum sviðum, semja lög og reglugerðir og útdeila fjármagni sem er sameign þjóðarinn- ar. Það eru því stöðugar kröfur um siðferðilegt mat sem hvíla á herðum stjórnmálamanna. Hinar ýmsu starfsstéttir hafa samið sér sínar faglegu siðareglur og sé ég enga meinbugi á að stjórn- málamenn geri slíkt hið sama og skipi sér sína eigin siðanefnd. Ætti þá síður að verða jafn mikið fjaðra- fok út af meintum afglöpum stjórn- málamanna í starfi eins og við þekkj- um öll dæmi um. Það má h'kja starfi siðanefndar við innra eftirlit, svo sem í gæðaframleiðslu og þar sem gæðaþjónusta er veitt. Siðareglur Siðareglur setja _ viðkomandi ákveðin mörk í starfi. í okkar tilviki Ingunn Sv. Svavarsdóttir er um að ræða starf stjórnmálamanna. Reglurnar gilda fyrir alla og gengið er út frá því að farið sé eft- ir þeim. Siðareglur þurfa að vera í sí- felldri endurskoðun, en grundvallarregla í siðfræði er að: Sér- hver rriaður á rétt á því að vera virtur og óáreittur. Pólitíkusum ber því að Vera á varðbergi gagnvart aðstæðum í starfi eða persónuleg- um högum sem gætu haft neikvæð áhrif á samborgarana og þá sjálfa sem stétt. Það getur enginn samið siðareglur fyrir stjórnmálamenn, þær verða þeir að koma sér saman um sjálfir. Mitt mat er að eftirtalin atriði kæmu þar til greina: Gerum samfélagið vin- samlegt manneskjunni, segir Ingimn St. Svavarsdóttir, hvort sem hún er bam, fullorðin eða öldruð. 1. Áhyrgð þeirra í starfi og afleið- ingar aðgerða þeirra á líf fólks. 2. Hæfni. Sérhver stjórnmálamað- ur hlýtur að verða að gera sér grein fyrir eigin styrk og takmörkunum. 3. Skyldur við fólkið í landinu. Stjórnmálamaður hlýtur að upplýsa fólk eins greinilega og unnt er um hin ýmsu mál sem í gangi eru og þær aðgerðir sem í vændum eru hvetju sinni. 4. Trúnaður og þagmælska. Upp- lýsingum sem stjórnmálamanni er trúað fyrir í starfi sínu um aðstæður einstaklinga hlýtur hann að halda í þagnargildi 5. Starfsaðferðir og greinargerðir. Pólitíkus hlýtur að haga starfi sínu þannig að það sé markvisst og ekki sé hægt að misskilja eða misnota það sem hann lætur frá sér fara. 6. Opinberar yfirlýsingar stjórn- málamanna þurfa að vera glöggar, málefnalegar og nákvæmar í fram- setningu. 7. Tengsl við aðra stjórnmála- menn. Stjórnmálamenn hljóta að forðast ómálefnalegt mat á starfs- bræðrum sínum og systrum og verk- um þeirra, en halda þess í stað á lofti málefnalegri gagnrýni. 8. Val á viðfangsefnum stjórn- málamanna ætti fyrst og fremst að grundvallast á þekkingu sem eflir lífsgæði og lífsskilyrði fólks. Aðhald Eru stjórnmálamenn fyrir fólkið, eða fólkið fyrir stjórnmálamenn? Ég held að hveijum frambjóðanda og kjósanda sé hollt að velta þessari spurningu fyrir sér. Framksókn setur fólk í fyrirrúm fyrir þessar kosningar og vonandi fær flokkurinn fylgi til að sýna það í verki á næsta kjörtímabili. Fram- sókn vill að manngildið sé sett ofar auðgildinu, slegið verði á græðgi og söfnun auðs á fárra manna hendur. Aðhald er hveijum manni nauðsyn og á eftir persónulegu og siðferði- legu aðhaldi kemur aðhald meðborg- aranna. Tökum höndum saman íslensk þjóð og hjálpumst að við að gera samfélag okkar vinsamlegra mann- eskjunni, hvort sem hún er barn, unglingur, fullorðin eða öldruð, þétt- býlisbúi eða býr í sveit, karl eða kona. Höfundur er sálfræðingur og svcitnrstjóri í Oxarfirði og skipur 4. sæti Framsóknar á Norðurlandi eystra. Nýjar leiðir í landbúnaði Þetta vill Alþýðuflokkurinn AFSKIPTI stjórn- valda af verðlagningu landbúnaðarafurða tíðkast víðast hvar í heiminum. Á síðustu árum hafa gallar þess- ara miklu afskipta af greininni og verðmynd- un í henni verið að koma æ betur í ljós. Hér á landi hafa af- skipti ríkisvaldsins af landbúnaði gengið út í öfgar. Þessi „sovéska" afskiptastefna hefur leikið bændur og neyt- endur grátt. Nú er svo , , , ,. komið að einungis þeir _ u ,V1 sem hafa ríflega Bergvmsson „framleiðslukvóta" hafa hag af því að viðhalda núverandi kerfi. Alþýðu- flokkurinn hefur alla tíð gagnrýnt kerfið harðlega. Á þá gagnrýni hef- ur ekki verið hlustað, heldur hefur flokkurinn verið úthrópaður sem óvinur bænda númer eitt, þrátt fyr- ir að flokkurinn eigi engan þátt í því að hafa komið á því stjómkerfí í landbúnaðarmálum sem nú er við lýði, og kerfisbundið stuðlar að vax- andi fátækt hins almenna bónda. í athyglisverðri grein sem Gunnar Einarsson og Guðrún S. Kristjáns- dóttir ábúendur á Daðastöðum skrifuðu í Morgunblaðið laugardag- inn 11. feb. sl. undir heitinu „Skipu- lögð fátækt" er miðstýring í land- búnaðarmálum harðlega gagnrýnd. Gagnrýni þeirra beinist einkum að því stjórnkerfi sem stuðst ér við í hefðbundinni landbúnaðarfram- leiðslu, svo sem framleiðslu og sölu á mjólk og kindakjöti. í greininni segja þau m.a.: „Ef við horfum til Forræðið í áfengismálum í húfi FYRSTA janúar 1994 tók EES- samningurinn gildi hér á landi. Áður hafði hann verið kynntur landsmönnum, bæði með umfjöllun fjölmiðla og í litprentuðum bækling- um frá utanríkisráðuneytinu sem sendir voru inn á öll heimili lands- ins. I rökræðunni sem á undan fór lýstu margir þeim áhyggjum sínum að verið væri að færa stjórn lands- ins frá Alþingi til fjölþjóðlegra stofnana. Lög landsins yrðu ekki lengur æðsta vald þjóðarinnar, heldur þyrftu íslendingar að lúta því utanaðkomandi valdi sem EES- samningurinn byggðist á. Forsprakkar samningsins, með utanríkisráðherrann fremstan í flokki, gerðu lítið úr þessum áhyggjum og fullvissuðu landsmenn um að ekki væri verið að flytja neitt vald úr landi. Nú hefur því miður komið á daginn að þessar áhyggjur voru á rökum reistar. EESog ÁTVR Á sínum tíma fylgdist starfsfólk ÁTVR grannt með umræðunni, •enda bar áfengismálin og starfsemi ÁTVR oft á góma í þessu sam- hengi. Sú skoðun kom fram að rekstur ríkisins á áfengiseinkasölu gæti ekki samrýmst EES-samn- ingnum. í hugum margra eru áfengismálin viðkvæm og vandmeð- farin og því sló nokkurn ugg að mönnum við þá tilhugsun að þeirri varkáru stefnu sem landsmenn hafa fylgt í áratugi yrði breytt í grund- vallaratriðum. Enn og aftur var almenningur fullvissaður um að engra breytinga væri að vænta. Sú niðurstaða kom víða fram — á alþingi, í fjölmiðlum og í ofangreindum bæklingi frá utanrikisráðuneytinu — að alls ekki þyrfti að breyta rekstri ÁTVR eða meginatriðum þeirrar áfengisstefnu sem ríkt hefur til þessa. í stuttu máli var málflutningur talsmanna EES og opinberra aðila á borð við utanríkisráðuneytið á þá lund að áfengiseinkasala gæti vel starfað áfram í aðildarlöndum EES, aðeins þyrfti að tryggja að allir sem vildu gætu flutt inn og boðið fram áfengi til sölu í verslunum einkasalanna og þeim væri ekki mismunað í inn- kaupum. Jafnræðið í heiðri haft Þegar þessi afstaða hins opinbera lá fyrir ákvað ÁTVR að gera inn- kaupareglur og söluaðferðir sínar opinberar þannig að allir sem áhuga hefðu gætu kynnt sér þær og boðið fram áfengi til sölu í verslunum ÁTVR. í örstuttu máli felast þessar reglur í því að áfengi er deilt í fimm söluflokka; kjarna, reynsluflokk, sérvalsflokk, mánaðaflokk og loks flokk sérpantana. Eftirspurnin ein er ráðandi um það í hvaða flokk áfengistegundir lenda. Alþýðubandalagið mun, að mati Eyjólfs Ey- steinssonar, beita sér fyrir því að varúð verði höfð að leiðarljósi í áfengismálum. í kjarna eru ailar fastar söluteg- undir ÁTVR. Ef vörur ná ekki til- skilinni sölu falia þær úr kjarna. Nýjar sölutegundir eru settar í reynsluflokk. Salan segir síðan til um það hvort þær flytjast yfir í kjarna eða detta út af föstum inn- kaupalista sökum ónógrar eftir- spurnar. í sérvalsflokki eru tegund- ir sem seljast lítið en þykir fengur að bjóða, t.d. saki og ýmis eðalvín. Mánaða- flokkur hýsir tegundir sem eiga takmarkaðan sölutíma, svo sem páskabjór, jólabjór o.s.frv. í flokk sérpant- ana rúmast síðan allar tegundir, þar sem við- skiptavinir geta beðið ÁTVR um að panta nánast hvaða fáanlegu áfengistegund sem er. Það var samdóma álit þeirra sem um þessar reglur fjölluðu að með þeim uppfyllti ÁTVR öll skilyrði EES- samningsins. Þær voru gefnar út 11. apríl 1994 og hefur síðan verið fylgt. Alþingi undir þrýstingi Á haustmánuðum fóru að heyr- ast raddir um að ekki væri nóg að gert og að ÁTVR stæðist ekki skil- yrði EES-samningsins. Alþingi er undir þrýstingi um að breyta áfeng- islöggjöfinni og gefa innflutning á áfengi alfrjálsan. Þar fer fjármála- ráðherra fremstur í flokki og hefur hann þegar lagt fram frumvörp sem miða að þessu. Fyrst var það reynd- ar gert undir yfirvarpi einkavæð- ingaráforma ríkisstjórnarinnar og sagði fjármálaráðherra að frum- varpið kæmi EES ekkert við. Núna segir hann að breytingar á áfengis- löggjöfinni séu nauðsynlegar vegna EES-samningsins. Menn geta haft á því ýmsar skoð- anir hvernig áfengismálum þjóðar- innar er best komið. Hitt er alvar- legt ef ráðamenn hafa blekkt al- menning til fylgis við EES-samn- inginn og beinlínis logið að fólki um áhrif hans. Allir sem lásu kynn- ingarbækling utanríkisráðuneytis- ins töldu fullvíst að rekstur ÁTVR Eyjólfur Eysteinsson yrði óbreyttur. Nú er annað komið á daginn og allt í einu þarf að breyta áfengislögum. Hverjum er treystandi? Hvernig má þetta vera? Vissu ráðamenn ekki hvað þeir skrif- uðu undir? Eða voru þeir vísvitandi að fara með rangt mál þegar samningurinn var kynntur? Hvernig get- um við treyst ráða- mönnum sem annað- hvort vissu ekki hvað þeir skrifuðu undir eða fóru með rangt mál þegar EES- samningurinn var kynntur? Nú er væntanlega þörf á að spyija hvort það séu fleiri fullyrð- ingar ráðamanna sem ekki standast þegar til kastanna kemur. Og ríkis- stjórnarflokkarnir og stuðnings- menn slá í og úr með það hvort það eru einkavæðingaráform ríkis- stjórnarinnar eða EES-samningur- inn sem knýr stjórnvöld til breyt- inga. Nokkurn veginn það eina sem hægt er að vera viss um er að hvað áfengissöluna varðar ætla þeir að koma sínu margrómaða frelsi á hvað sem tautar og raular og undir því yfirvarpi sem þeim hentar. Á stefnuþingi Alþýðubandalags- ins sem haldið var helgina 18. og 19. febrúar sl. kom fram eindreginn vilji til að þess að skerpa baráttuna gegn hverskonar misnotkun fíkni- efna og áfengis. Því mun Alþýðu- bandalagið beita sér fyrir því að varúðin verði áfram höfð að leiðar- ljósi þegar áfengismálin eru annars vegar. Höfundur er útsölustjóri Á TVR í Keflavík. baka er enginn vafí á að við sauðfjárbændur stæðum betur í dag ef meginreglur verslunar og viðskipta hefðu ráð- ið skipulagi og sölu. Ef við horfum til fram- tíðar með innflutning og harðnandi sam- keppni í huga, getur það fyrirkomulag sem nú viðgengst ails ekki gengið." Eins og hið fram- leiðslutengda styrkja- kerfi er uppbyggt felur það í sér að verið er að styrkja framleiðsl- una, í stað þess að bændur sjálfir séu styrktir. M.ö.o. hvetur kerfið til mismununar milli framleiðenda sem er afleiðing úrelts kvótafyrirkomulags og offram- leiðslu, í stað hagkvæmni í rekstri. Afleiðing af núverandi kerfi er sú, Alþýðuflokkurinn vill búsetustuðning við bændur, segir Lúðvík Bergvinsson, og leysa þá úr fjötrum miðstýr- ingar og mismununar. að mörgum bændum er nauðugur sá kostur að selja kjöt á svörtum markaði til að hafa ofan í sig og sína. Kerfi sem hvetur tii slíkra framleiðsluhátta og söluaðferða get- ur aldrei orðið til annars en óþurft- ar. Því leggur Alþýðuflokkurinn til að kvótar í landbúnaði verði af- numdir, sem og beingreiðslur sem taka mið af framleiðslu. Þess í stað verði tekinn upp búsetustuðningur við bændur. I hugmyndum Alþýðuflokksins um búsetustuðning felst að sú fjár- hæð sem nú er varið til framleiðsiu- tengdra styrkja renni að jöfnu til bænda, án tillits til framleiðslu. Með því móti yrði öllum bændum tryggð ákveðin lágmarkslaun. I dag rennur bróðurparturinn af þessu fé til bænda sem stærstu framleiðslu- kvótana hafa. Þessi kerfisbreyting sem Alþýðu- flokkurinn leggur til mun án efa leiða til batnandi samkeppnisað- stöðu hins almenna bónda og jafn- framt myndi kerfisbreytingin leiða til aukins hagkvæmnis í rekstri, bændum og neytendum til hags- bóta, vegna þeirrar heilbrigðu sam- keppni sem af breytingunni leiddi. Þá ætti verðmyndun á landbúnaðar- vörum að geta orðið með eðlilegri hætti en nú tíðkast. Að þessum forsendum gefnum leggur Alþýðuflokkurinn til, að í stað úrelts kerfis verði tekinn upp búsetustuðningur við bændur, og þeim þannig gert kleift að takast á af fullum krafti við þá tíð sem í vændum er. Jafnframt leggur flokk- urinn til, að ríkisvaldið geri bænd- um, sem komnir eru á efri ár, kleift að hætta búskap með sæmd, óski þeir þess, með því að leysa til sín jarðir og hús og gera við þá starfs- lokasamning. Það hlýtur því að verða eitt af meginumræðuefnum í komandi kosningum hvort áfram eigi að halda bændum í fjötrum ofstjórnar, miðstýringar og mismununar eða hvort veita eigi bændum atvinnu- frelsi þeim sjálfum til heilla. Alþýðu- flokkurinn leggur til að farin verði síðari leiðin. Höfundur skipar 1. sæti á lista Alþýðuflokksins í Suðurlnndskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.