Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 1
Pl0ti«ifeite^ife MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS IAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 BLAÐ LEYNDARMÁL liðins tíma skjóta upp kollinum. Endur- minningin er sár og í hana bland- ast spenna og ógn, ást og hatur, miskunnarleysi þess sterka og hjálparleysi fórnarlambsins. Sögu- sviðið er finnski skerjagarðurinn í barnæsku söguhetjunnar Juhani Johanson sem er nú orðinn fullorð- inn og hverfur um stund aftur í tímann. Leikgerðin er byggð á sögu finnsku skáldkonunnar Leenu Lander sem landa hennar Eija- Elina Bergholm leikstýrir. Dökku fiðrildin er spennuleikrit um ástir, framhjáhald, afbrýði, glæp og refsingu, óuppfyllta þrá og fleira. Juhani Johansson er ung- ur fjármálamaður sem vinnur hjá byggingafyrirtæki og á von um stöðuhækkun. Hugur hans leitar til æskuáranna, um tildrög þess að hann og bróðir hans voru teknir frá foreldrum sínum og honum komið fyrir á drengjahæli. Dvölin þar hefur sett óafmáanlegt mark sitt á Juhani, sem kemst að æ meiru um fortíð föður síns. Sá var efnavísindamaður en aðgerðir hans ollu undarlegum atburðum. Leikgerðina vann Páll Baldvin Baldvinsson en Hjörtur Pálsson þýddi. Leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson, búninga Stefanía Adolfsdóttir, lýsingu annast Lárus Björnssqn og dansahöfundur er Nanna Ólafsdóttir. Með hlutverk Juhanis fer Þröstur Leó Gunnarsson en meðal annarra leikara má nefna Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Sigurð Karlsson, Ara Matthíasson, Margréti Vilhjálms- dóttur og Hönnu Maríu Karlsdóttur. Sjálfsævisögulegt Saga Leenu Lander, Heimur dökku fiðrildanna kom út árið 1992. Hún hlaut mikið hrós, var tilnefnd til Pinlandia- og Norður- landaráðsverðlauna árið 1993, og sló sölumet í Finnlandi. Bókin hefur síðan verið þýdd á fjölda mála og kom nýlega út á íslensku hjá Por- laginu. Hún hefur m.a. vakið mikla athygli í Bandaríkjunum þar sem gerður hefur verið samningur um kvikmyndun bókarinnar. Lander er afkastamikill rithöf- undur. Hún hefur skrifað leikrit, skáldögur, smásögur, sjónvarps- þætti og er dálkahöfUndur í finnsku dagblaði. Heimili dökku fiðrildanna er sjounda verk Lander og það fyrsta sem vekur verulega athygli. Aður en það kom út var Lander sögð nokkurs konar finnsk Jackie Collins en með þessu verki sneri hún algerlega við blaðinu. Heimili dökku fiðrildanna er að hluta til sjálfsævisögulegt verk, sakamálasaga sem segir jafnframt sögu örvæntingarfullra íbúa Eyj- unnar, sem er í raun lítill heimur út af fyrir sig. Þar eru forstöðu- maðurinn Olavi Harjola, kallaður herra Sebaót, kona hans og dætur þungamiðjan í lífi hinna umkomu- lausu pilta á drengjaheimilinu sem þyrstir í ást og umhyggju. Faðir Leenu Lander stjórnaði drengja- heimili í finnska skerjagarðinum og segir hún hann eiga býsna margt sameiginlegt með Sebaót. Fjölskylda hennar bjó á drengja- heimilinu þar til Leena varð átta ára og eftir útkomu bókarinnar hafa nokkrir dréngjanna á heimil- Syndir feðranna ÞAÐerekki laust viA að eiginkona forstööumanns- Ins á Eyjunnl verði upp meA sér er glæsi- menniA, faAir söguhetjunnar, blrtlst. Sigrún Edda Björnsdótt- ir og GuAmundur Olafsson. Morgunblaðið/Jón Svavarsson inu haft samband við hana og þakk- að henni fyrir skrifin. AA fanga hiA f innska andrúmsloft Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk Irene, eiginkonu Sebaóts, sem sér lítinn tilgang í lífinu. „Hún hefur ekkert hlutverk með höndum. Eiginmaður hennar telur starf uppalandans ekki vera neitt fyrir kvenfólk og vill ekki gefa henni neina hlutdeild í því. Hún þráir ást og umhyggju en fær litla. Hún bregður því á það ráð að fara að rækta upp eyjuna, sem hún vill annars komast burt frá. Hún er afbrýðisóm út í drengina og telur að með því að fara frá eyjunni, njóti hún að nýju athygli eiginmannsins. Irene er einn af gerendunum í verkinu, þörf hennar fyrir ást hrindir skelfilegri atburða- rás af stað." Sigrún Edda segir verkið flétta á skemmtilegan hátt saman það harmræna og hið skoplega. Persón- urnar séu einstaklega mannlegar, dálítið hlægilegar og aðeins barna- legri en áhorfandinn, án þess þó að vera nokkurn tíma óekta. Sögusviðið er Eyjan, einangruð frá umheiminum. Þar liggur eitt- hvað óskilgreint finnskt í loftinu. „Allt mitt líf hef ég reyrit að átta mig á því hvað er „finnskt" en hef ekki komist að niðurstöðu frekar en svo margir aðrir," segir leik- stjórinn Eija-Elina Bergholm. Hún kveðst hafa reynt að fanga hina silkiorma, til að drýgja tekjurnar á eyjunni og finna drengjunum við- fangsefni. Eyjarskeggjar bíða þess í ofvæni að hvít fiðrildin skríði úr púpunum en þegar til kastanna kemur eru þau svört og af þeim dregur leikritið nafn sitt. Lesa má úr þessu sterkar tákn- myndir, þar sem fiðrildin tákna PILTUMUM á drengja- heimilinu gengur misjaf n- lega aA meAhöndla silkl- ormana sem herra Sebaót ræktar. F.v.: Benedikt Erl- Ingsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Jakob Þór Einarsson, Magnús Jóns- son, Arl Matthíasson, Sig- urður Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson. LEIKRITIÐ DOKKU FIÐRILDIN FRUMSYNT I BORGARLEIKHUSINU finnsku stemmningu og að kynna land sitt fyrir leikurunum sem fæst- ir þekkja til þess. Ef til vill er það hinn víðfrægi fínnski ta.ngó, kannski það að Finnar eru þekktir fyrir að vera tilfinningaríkir en lokaðir, sem skapar finnska andrúmsloftið. Eija- Elina tekur.undir það. „Það sem skiptir þó ekki minna máli eru sterk tengsl Finna við náttúruna og það hvernig við umgöngumst hana. Það er eitt af lykilatriðum þessa verks." Gjalda fyrir syndir feAranna Forstöðumaður drengjaheimilis- ins er stórhuga og byrjar að rækta drengina á hælinu, nú eða náttúr- una. Leikstjórinn segir frekar um tengsl að ræða en hrein tákn. Eija-Elina segir þema verksins vera spurninguna um hvað við fáum í arf frá foreldrunum. „Við fáum í okkar hlut spilltan heim, bæði náttúruna og mannfólkið. Eitrið sem faðir Juhanis hefur framleitt hefur skelfilegar afleið- ingar fyrir fólk og náttúru, tilraun- ir Sebaóts til að koma drengjunum til manns eru vafasamar. Þurfum við að gjalda fyrir syndir feðranna? Líklega, hinir seku jafnt sem hinir saklausu gjalda fyrir það sem mið- ur fer. Þetta er okkur því þörf áminning."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.