Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 D 3 Morgunblaðið/Kristinn NANNA Ólafsdóttir æfir Láru Stefánsdóttur og David Greenall. Evridís í undirheimum VERK EFTIR NÖIMIMU OLAFSDOTTUR FLUTT í ÞJOÐLEIKHÚSINU VERK Nönnu Ólafsdóttur, Euridice, verður flutt í Þjóð- leikhúsinu 7. og 8. mars ásamt verkum Per Jonsson og Palle Gran- hoj. Verkið, sem var samið fyrir tveimur árum, hefur verið sýnt hér á landi, sem og á Reykjavíkurdög- um í Bonn. Það byggir á tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds sem fjallar um goðsögnina um Orf- eus og Evridís. Þorkell og Nanna beina sjónum sínum að Evridís og hvernig hún upplifir vistina í undir- heimum. Nanna segir verkið ekki hafa verið lengi í fæðingu. „Tónlistin leiddi mig áfram, skref fyrir skref. Ég varð. þegar hrifin af verkinu, Þorkell er svo skýr í sinn tónsköp- un. Tónlist hans varð hvati að dans- inum án þess að við ræddum verkið nokkuð nánar. Mér fannst ég lesa atburðina og það sem bar fyrir sjón- ir Evridísar út úr tónlistinni," segir Nanna. Frásögnin af Orfeusi og Evrídís er sígild grísk goðsögn. Orfeus var söngvari og skáld sem heillaði gjör- valla náttúruna með söng sínum. Þegar eiginkona hans, Evridís, lést á voveiflegan hátt fór hann til und- irheima að sækja hana. Henni var veitt fararleyfi með því skilyrði að Orfeus liti aldrei til hennar á leið- inni til baka en það stóð hann ekki við og varð að sjá á bak henni. Nanna segist hafa farið tiltölu- lega hefðbundnar leiðir er hún samdi dansinn um Evridís. Sjálf sagan og tónlistin hafi leitt sig inn á þá braut. „Þetta er ekki óhlut- lægt verk. Mér fannst þetta ganga upp í hreyfiflæði og leikrænni túlk- un sem ég sá fyrir mér þegar ég hlustaði á tónlistina. Euridice er gjörólíkt nýjasta verki mínu, Tím- anum og vatninu, sem sýnt var á Listahátíð á síðasta ári. Það var flutt án tónlistar en Hjalti Rögn- valdsson las samnefnt ljóð.“ -.Ekki taka allir þeir dansarar þátt í sýningunni, sem komu fram í henni upphaflega. Nanna segir að vissulega hafi verkið þróast á þeim tveimur árum sem liðin eru. Blæ- brigði hreyfinganna og túlkunin séu ólík frá einum dansara til annars. Fimm dansarar koma fram í sýning- unni; Lára Stefánsdóttir fer með hlutverk Evrídísar, Hany Hadaya með hlutverk Orfeusar en einnig fara David Greenall, Birgitte Heide og Sigrún Guðmundsdóttir með stór hlutverk í sýningunni. Dansar við Requiem Nanna hefur getið sér gott orð sem danshöfundur. Hún stundaði nám við Listdansskóla Þjóðleik- hússins frá níu ára aldri uns hún hélt til London [ 1965 til náms í Royal Ballet School. Þá var hún tvö ár við ballet- takademíuna í Leningrad og lauk þaðan prófi. Nanna var einn af stofnendum íslenska dansflokksins og listdansstjóri hans á árunum 1980-87. Meðal dansverka hennar má nefna Largo y Largo, Dafnis og Klói, Ögurstund og Turangalia. Nanna hefur kennt við Listdans- skóla íslands sl. sex ár. Næsta verk- efni hennar verður að semja dansa við hluta úr Requiem eftir W.A. Mozart, sem flutt verður í Hall- grímskirkju í vor. Menning Sama í litríkri sfningu leik- Bea- ÞÓTT hundrað þursar .. verk Samaleikhússins ivvás, er unnið í sam- vinnu við Knut Walle sem einnig er leik- stjóri. Það byggist á sögu rithöfundarins Magnars Mikkelsens um baráttu Péturs gamla við þursana úr bók hans Megi áin lifa ásamt vatnslita- mynd Arvid Sveens úr sömu sögu. Hugmyndirnar eru margar og stuðst er meðals annars við spunavinnu á leik- listarnámskeiði í Kautokeino haustið 1985. Á tapaðlst en lelkhús vannst Knut Walle segir að eftir að „áin tapaðist" 1981 hafi leikararn- ir unnið þann sigur að eignast eig- Knut Walle, höfundur og leikstjóri. SAMALEIKHÚSIÐ BEAIVVAS A AKUREYRI ið leikhús 1991. Verkið sé „sameign, nánast samtímaþjóðkvæði og það er sem best hægt að þróa það áfram, fram á veginn til að gera markmiðin að veruleika. Margir þekkja þessa sögu allt of vel en þó eru of margir sem ekki þekkja til hennar." Knut Walle er fastr- áðinn leikari við Há- logalandsleikhúsið í Tromso og hefur einnig unnið við leikstjórn. Hann var einn af stofn- endum Beaiwás og leik- hússtjóri þess 1988—90, en eins og kunnugt er stjórnar nú Haukur J. Gunnarsson leikhúsinu. Margar af sýningum Beaivvá fyrstu árin voru árangur hópvinnu undir stjórn Walles. ÞÓTT hundrað þursar ... Sótt að menningu og upp- runa Sama Kveðandl Sama Þótt hundrað þursar ... er mjög lofuð sýning. Hún var meðal ann- ars sýnd á Ólympíuleikunum í Lillehammer og vakti mikla at- hygli. Verkið fjallar um baráttu Sama gegnum aldirnar við óvini sína (stallo), öfl sem vilja leggja menningu þeirra í rúst. Ekki er unnt að benda á aðalhlutverk í sýningunni, hreyfingar og grímur gegna veigamiklu hlutverki og ,joik“, hin sérstæða kveðandi Sama, er áberandi í tónlistinni. Þursarnir eru leiddir fram í sýn- ingunni. Þeir ógna Sömunum, til- vist þeirra. Þeir eru fulltrúar illra afla eða þess sem hefur ekkert gott í för með sér. Valdsmenn, hugmyndafræðingar, Bakkus og velferðin eru meðal þeirra. Samaleikhúsið sýnir Þótt hund- rað þursar ... hjá Leikfélagi Akur- eyrar í íþróttaskemmunni í dag kl. 20.30. J. H. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST íjarvalsstaðir Myndir Jóhannesar Kjarvals úr eigu safiis- ins.Vefnaður eftir Kristínu Jónsdóttur, og teikningar John Lennons til 28. apríl. Asmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. og Jóhannesar S. Kjarvals til 14. maí. Norræna húsið Sýn. Sven Wiig Hansen til 5. mars. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitam. Ásgrims til marsloka. Gerðuberg Jessie Kleemann sýnir til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Norræn höggmyndasýn.: Frá primitív- isma til póstmódernisma til 20. mars. Nýlistasafnið Sólgin; samsýn. til 5. mars. Hafnarborg Norræn höggmyndasýn.: Frá primitiv- isma til póstmódernisma til 20. mars. Gallerí Umbra Grima Eik sýnir til 8. mars. Listhús 39 Sveinn Bjömsson sýnir til 13. mars. Ráðhús Reykjavíkur Magnús Pálsson sýnir til 10. mars. Listhúsið Laugardal Hlífar M. Snæbjömsson sýnir til 11. mars. Gallerí Sævars Karls Margrét Adolfsd. sýnir til 15. mars. Gallerí Sólon íslandus Leo Santos sýnir textilverk til 15. mars. II hæð, Laugavegi 37 Verk Josefs Albers. Við Hamarinn Samsýn. 12 ungra myndlistarmanna. Mokka Bjarni Sigurbjömss. sýnir til 19. mars. Gerðarsafn Sýn. „Wollemi furan“ til 19. mars. Gallerí Birgis Andréssonar Fél. úr Myndlista- og handíðask. ásamt Birgi Andréssyni til 26. mars. Gallerí Greip Þórdís Rögnvaldsd. sýnir til 19. mars. Listasafn íslands Verk Olle Bærtlings til 2. apríl. Listasafnið Akureyri Anders Boqvist, Ann Kr. Lislegaard, Peter Hagdahl og Maria Lindberg sýna. Kirkjuhvoll, Akranesi Auður Vésteinsdóttir sýnir til 19. mars. TOIMLIST Laugardagur 4. mars. Kóramót kirkjukóra Kjalarnespr. í íþróttah. ( Grindav. kl. 17. Ljóðatónl. Gerðubergs kl. 17. Sunnudagur 5. mars Einsöngvarapróf 1 Langholtskirkju. Erla B. Einarsd. sópran kl. 17. Nína M. Grímsd. á EPTA-tónl. í Gerðubergi kl. 15.30. Einar K. Einarss. gítarl. á Sólon fslandus kl. 22. Einsöngstónl. í Viðistaðakirkju kl. 17. Mánudagur 6. mars. Einar K. Einarss. gítarl. á Sólon ísland- us kl. 22. Ljóðatónl. í Safnaðarh. Akur- eyrarkirlqu kl. 20.30. Þriðjudagur 7. mars Ljóðatónl. í Norræna húsinu kl. 20.30. Miðvikudagur 8. mars Háskólatónl; Ármann Helgason og Pét- ur Máté í Norræna húsinu kl. 12.30. Fimmtudagur 9. mars Lióðatónl. i Sal frimúrara á Ísaf. kl. 20,30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið West Side Story lau. 4. mars., fös., lau. Taktu lagið, Lóa' lau. 4. mars., sun., þri., mið., fös., lau. Fávitinn sun. 5. mars. Snædrottningin sun. 5. mars kl. 14. Gauragangur fim. 9. mars Sólstafir; Norrænn dans þri. 7. mars' kl. 20 og mið. kl. 20. • Borgarleikhúsið Söngleikurinn Kabarett lau. 11. mars. Leynimelur 13 fös. 17. mars. Ófælna stúlkan þri. 14. mars. Framtíðardraugar lau. 4. mars, ath.: sýn. hefst kl. 20.30., sun., mið., fim., fös., lau. Dökku fiðrildin frums. lau. 4. mars., sun. Norræna menningarhátíðin; Sirkusinn guðdómlegi fím. 9. mars, fös. Islenska óperan La Traviata lau. 4. mars, fös., lau. Sólstafir; Kammersv. Reylqav. sun. kl. 17. Frú Emilía Kirsubeijagarðurinn sun. 5. mars., kl. 15. Kaffileikhúsið Leggur.og skel sun. 5. mars. Alheimsferðir Erna, lau. 11. mars. Sápa tvö, frums. lau. 4. mars., fim. Nemendaleikhúsið Tangó, sun. 5. mars., fos. Leikfélag Akureyrar Þótt hundrað þursar..., í íþróttaskemm- unni lau. 4. mars kl. 20.30. Möguleikhúsið Sólstafir, Karlinn í tunnunni lau. 4. mars. Eins og tungl 1 fvllingu fim. 9. mars. LISTAKLUBBUR Leikhuskjallarinn Dóttirin, bóndinn og slaghörpuleikarinn sun. 5. mars kl, 16.30.________ KVIKMYNDIR MIR Grenada, Grenada sun. kl. 16. Umsjónarmenn listastofnnua og sýn- ingarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16. á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.