Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Þórnýju Jóhannsdóttur MARGIR tengja íslensk ein- söngslög líklega við þjóð- skáld á borð við Tómas Guð- mundsson, Davíð Stefánsson eða Jónas Hallgrímsson og nöfn tón- skálda einsog Páll ísólfsson og Sigvaldi Kaldlóns koma uppí hug- ann. En í dag munu ljóð úr sam- tímanum, við lög okkar fremstu tónskálda, hljóma í Fella- og Hóla- kirkju. Þau IngveldurYr Jónsdótt- ir messósópran, Rannveig Fríða Bragadótttir messósópran, Signý Sæmundsdóttir sópran og Sverrir Guðjónsson kontratenór, Jónas Ingimundarson píanóleikari, frumflytja lög við ljóð höfunda einsog t.d. Geirlaug Magnússon, Magneu Matthíasdóttur og Gyrði Elíasson. Jónas Ingimundarson segir að nú séum við að horfa inn í framtíð íslenska einsöngslagsins. - Það telst alltaf til tíðinda þegar frumflutningur íslenskra tónverka stendur fyrir dyrum, en má ekki telja frumflutning ís- lenskra einsöngslaga til nokkurra stórtíðinda? „Jú, ég held að það megi segja það,“ svarar Jónas, „á fyrri helm- ing aldarinnar var mjög mikið skrifað af íslenskum einsöngslög- um. Með breyttum aðstæðum t.d. með tilkomu Sinfóníuhljómsveitar Islands einbeittu mörg tónskálda okkar sér að stærri verkum fyrir hljómsveitir og þannig varð ein- söngslagagerð svolítið útundan, þó vitanlega hafi tónskáldin alltaf samið sönglög sum mörg, önnur færri eins og gengur og gerist, og það má alls ekki vanmeta." - En hver er forsaga þessara tónleika nú? „Ljóðatónleikar Gerðubergs er röð tónleika sem hefur verið fast- ur liður í starfí Gerðubergs um skeið. Fyrir u.þ.b. ári þegar und- irbúningur ljóðatónleikanna var í fullum gangi varpaði ég fram þeirri hugmynd að hafa eingöngu íslenskt efni á tónleikum vetrarins og hugsanlega mætti hengja nokkrar myndir upp. Þetta vatt smám saman uppá sig og varð liður í afmælishaldi borgarinnar, nú má segja að við séum að binda endahnútinn á þetta „íslenska ein- söngsljóðaævintýri“ sem hófst 18. ágúst síðastliðinn með tónleikun- um í Borgarleikhúsinu. Þá fylltum við húsið þrisvar." Við undirbúning tónleikanna í Borgarleikhúsinu voru öll lögin hljóðrituð og kom afrakstur þeirr- FRUMFLUTNIIMGUR 29 ISLEIMSKRA EIIMSOIMGSLAGA ar vinnu út á geisladisknum Fag- urt syngur svanurinn sem inni- heldur sextíu einsöngslög. En þar var ekki látið staðar numið. „Nei, á liðnu hausti var efnt til yfirlitssýningar um tónskáld og flytjendur íslenskra einsöngslaga. Við tókum okkur þá til og völdum eitthvað um þrjátíu íslensk ljóð. Ljóðin settum við svo í pott, tvö í hvert umslag, eitt í glettnari kantinum og annað ljóðrænna. Við opnun yfirlitssýningarinnar drógu þau tónskáld, sem viðstödd voru, sér svo umslag, og afrakst- urinn ber að líta hér í dag.“ - En hver var eiginlega hug- myndin að þessum Ijóðapotti? „Það er nú þannig að þegar maður hittir tónskáld spyr maður þau gjarnan afhveiju þau séu ekki að skrifa sönglög. Tónskáldin svara því oft til að það vanti texta sem hvetji þau til að skrifa. Og það er oft einsog það þurfi bara þennan hvata.“ - Var ekki erfitt að velja Ijóðin? „Jú, það er í raun ábyrgðar- hluti að velja ljóð sem á svo að semja við það tónverk. Og ef maður stendur fyrir framan tíu bókahillur, fullar af ljóðabókum, hvar á maður þá að byrja? Nú, við Trausti Jónsson veðurfræðing- ur tókum bók sem þegar var búið að velja ljóð í, „'I gegnum ljóðmúr- inn“ er úrval íslenskra samtíma- ljóða og okkur þótti það tilvalið efni. Síðan völdum við þau ljóð sem okkur þóttu gefa svigrúm til tóna.“ - Og voru viðtökurnar góðar? „Já svona líka, ég átti ekki von á svona mikilli þátttöku.“ - Hvaða þýðingu helduðu að þetta hafi fyrir flytjendur, tón- skáld og ljóðskáld? „Ja, ég vona að þetta sé hvetj- andi fyrir alla þá sem málinu tengjast. Að þetta sýni að við eig- um bæðí góða söngvara og tón- skáld og svo fullt af ljóðum sem gefa svigrúm fyrir tónlist. Við eig- um mjög hæfíleikaríka söngvara sem eru stöðugt að leita að efni til flutnings." Auk þeirra laga sem samin voru í framhaldj af Ijóðapotti þeirra Jónasar og Trausta verður einnig frumfluttur á tónleikunum einn lagaflokkur eftir Pál P. Páls- son við ljóð Þorsteins frá Hamri, og annar eftir tónskáldin Atla Heimi Sveinsson við ljóð Else Lasker Schuler í þýðingu Hannes- ar Péturssonar og lög Gunnars Reynis Sveinssonar við ljóð Hann- esar Péturssonar og Sveinbjörns Beinteinssonar. „Þessi lög hafa aidrei áður verið flutt en tónskáld- in áttu þau til, þau falla vel inn í efnisskrána og það á vel við að frumflytja þau við þetta tæki- færi.“ Dagskrána segir Jónas vera æði ijölbreytta, enda er um gjör- ólík tón- og ljóðskáld að ræða. „Þetta er svona sitt af hverju tæi. Vitanlega er ekki hægt að segja að það sé mikið samhengi í verkum svo ólíkra listamanna. En þetta eru eiginlega alíslenskir samtímatónleikar og fjölbreyti- leikinn gerir þá skemmtilega. Ég lít svo á að yfirlitssýningin í haust hafi verið fortíð íslenska einsöng- slagsins, dagskráin í vetur var nútíðin en nú á laugardaginn gefst okkur kostur á að skyggnast inn í framtíð þess.“ Með þessum frumflutningi á 28 nýjum íslenskum einsöngslög- um eftir 14 íslensk tónskáld sam- in við ljóð 17 íslenskra ljóðskálda, er tónleikaröðinni íslenska ein- söngslagið í Gerðubergi lokið. Tónleikarnir í Fella- og Hólakirkju eru í dag, laugardaginn 4. mars, og hefjast kl. 17. Tónskáldin sem eiga Iög á efnisskránni eru Atli Heimir Sveinsson, Fjölnir Stefáns- son, Gunnar Reynir Sveinsson, Hildigunnur Rúnarsdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson, John A. Speight, Jón Ásgeirssón, Jón Hlöðver Áskelsson, Jón Þórarins- son, Jónas Tómasson, Oliver Kentish, Páll P. Pálsson, Tryggvi Baldvinsson og Þorkell Sigur- björnsson, Lögín eru samin við ljóð eftir Else Laske Schuler, Geirlaug Magnússon, Gyrði Elíasson, Hall- dór Laxness, Hannes Pétursson, Jón frá Pálmholti, Kristínu Óm- arsdóttur, Magneu Matthíasdótt- ur, Ólaf Hauk Símonarson, Stefán Hörð Grímsson, Steingerði Guð- mundsdóttur, Sveinbjörn I. Bald- vinsson, Sveinbjöm Beinteinsson, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Þor- stein frá Hamri, Þóru Jónsdóttur og Þuríði Guðmundsdóttur. Höfundur hefur BA-prófí mannfræði og bókmcnntum og starfar við blaðamennsku. Leyfi fólki að hlæia að sjðlfa sér Norski leikarinn Henning Famer sýnir um þessar mundir einleik á líkama í Möguleik- húsinu og víðar. Súsanna Svavarsdóttir ræðir við hann um verkið og á hvem hátt það tengist Evrópskri leikhúshefð. ÞAÐ MÁ segja að lífið í Mögu- leikhúsinu sé litríkt og Tjöl- skrúðugt um þessar mundir. Nor- ræna menningarhátíðin setur svip sinn á starfsemina, því hugað hef- ur verið að bömum og unglingum í skipulagi hátíðarinnar. Og hvaða staður er betur til þess fallinn að koma leiksýningum fyrir áhorfend- ur í yngri kantinum á framfæri en leikhús barnanna. Sýningarnar sem komið hafa hingað frá Norðurlöndunum eru ólíkar en eiga það allar sameigin- legt að vera athyglisverðar og gefa börnum og unglingum gott sýnis- horn af þeim möguleikum sem leik- húsið hefur yfir að ráða; hvernig nálgast má viðfangsefni eftir ólík- um aðferðum. Henning Farner kemur með ein- leik frá Noregi, einleik án texta, þar sem hann vinnur aðeins með líkamann og tjáir með honum heila sögu. En hvers vegna líkamsleik- hús? „Ég kom hingað fyrir 11-12 árum með leikhópi sem hét Symre. Þetta var tónlistarleikhús og við áttum það öll sameiginlegt að vilja vinna í leikhúsi. Hins vegar höfðum við ólíkar væntingar til leiklistar- innar. Við vorum sífellt að spyrja; hvað er leikari og hver eru verk- færi hans? Á árunum sem ég vann með Symre sótti ég nokkrum sinnum um inngöngu í leiklistarskóla í Osló en komst aldrei inn. Nú er ég, hins vegar, farinn að sjá visst mynstur í þeirri leið sem ég nálgað- ist leiklistina. Ég hef séð að texti, orð og það að tjá tilfinningar með röddinni, er ekki mín leið. Oystein Rottem Torgelr Schjerven Inger Elisabeth Hansen Venus og um- heimurinn NORSK bókmenntakynning verður í Norræna húsinu í dag kl. 16. Norski rithöfundurinn og bókmenntagagnrýnandinn 0y- stein Rottem (f. 1946) mun kynna norskar bækur gefnar út 1994 og rithöfundarnir Torgeir Schjerven (f. 1954) og Inger Elisa- beth Hansen (f.1950) kynna verk sín og lesa upp. Oystein Rottem Oystein Rottem hefur verið lekt- or við háskólana í Tromsö og Kaup- mannahöfn og gestaprófessor við háskólana í Madison (Wisconsin) og Vínarborg. Rottem hefur skrif- að fjölda greina í ýmis tímarit og gefið út sex bækur um norskar bókmenntir. Þeirra á meðal eru tvær bækur um Knut Hams- un, bók um Sigurd Hoel og Norsk bókmenntasaga (1993). Rottem starfar nú sem gagnrýnandi við Dagbladet í Ósló og vinnur að þriggja binda verki um norskar bókmenntir eftirstríðsáranna. Torgeir Schjerven Torgeir Schjerven nam málara- IMORSK BOK- MEIMIMTAKYIMIMIIMG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.