Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Margrét Ákadóttlr Edda Björgvinsdóttir Páll Baldvln Baldvinsson Pétur Eggerz Hart deilt á Borgar- leikhús Heitar umræður spunnust um málefni Borgar- leikhúss off leiklistarlíf í höfuðborfflnni á ný- liðnu málþinffl um listir og menningarmál í Reykjavík. Þar stigu í pontu leikarar sem gagnrýndu skipan þessara mála og skoruðu á borgaryfirvöld að endurskoða stefnuna í leiklistarmálum. GÍSLI Rúnar Jónsson, leikari, varð fyrstur til þess að taka málið upp í pallborðsumræðum. Hann sagði borgina sjaldan hlaupa undir bagga með frjálsum leikhópum og aldrei að fyrra bragði. Samkvæmt heimildum hans veitti borgin um 140-150 millj- ónum kr. á ári og þar af rynnu tæp- ar 120 milljónir beint til Leikfélags Reykjavíkur. Það sem eftir væri, rynni eftirlits- og skipulagslaust til óskilgreindrar leiklistarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. „En það er ekki vitað til þess, að leiklistarfólk hafí nokkurn tíma verið haft með í ráðum þar. Og það er gremjulegt til þess að vita, og aldeil- is óviðunandi, að aldrei skuli hafa verið af hálfu borgarinnar gert opin- bert, eða auglýst, að þetta fé væri yfirleitt til ráðstöfunar fyrir leiklist- arstarfsemi,“ sagði Gísli. Hann beindi máli sínu því næst að Borgarleikhúsinu. „Þar situr aðeins einn leikhópur að óskiptum fjárstyrk auk þess sem honum hefur verið feng- ið til umráða stærsta og fullkomnasta leikhús landsins." Gísli Rúnar sagði 120 milljónir á engan hátt vera í réttu hlutfalli við þann kostnað sem hlytist af því að reka Borgarleikhús af myndarskap, en það breytti ekki þeirri staðreynd að starfsemi LR væri í raun orðin að eins konar deild eða stofnun innan borgarinnar. Það virtist þó ekki leggja leikhópnum neinar þær skyldur á herðar sem títt væri um aðrar deildir hjá borginni. Þetta kvaðst Gísli Rúnar telja tíma- skekkju og að iðkendum leiklistar í höfuðborginni væri hróplega mismun- að. „Það er ekki síst slæmt í ljósi þeirrar staðreyndar að þetta gríðar- lega stóra hús, Borgarleikhúsið, hefur nánast aldrei verið nýtt til fullnustu." Sagði Gísli Rúnar það á flestra vitorði að LR væri að sligast undan rekstrinum. Það legði hins vegar á það mikið kapp að reka fullgilt og hefðbundið „repertoir-leikhús" eins og Þjóðleikhúsið, með fastráðna starfsmenn, margar frumsýningar á ári og dagskrárpólitík sem hljóðaði upp á „eitthvað fyrir alla“. Skoraði Gísli Rúnar á borgaryfir- völd að. yfírtaka reksturinn og leysa til sín eignarhlut LR í Borgarleikhús- inu, sem næmi um 3%. Þau ættu að nýta sér 12. gr. í 3. kafla um almenn ákvæði í stofnskrá fyrir Borgarleik- hús árið 1975 þar sem segði að Reykjavíkurborg væri heimilt að ákveða að ráðstafa húsinu til annarra þarfa, gegn því að endurgreiða LR eignarhlut þess á kostnaðarverði. Óeölllega fá tœkifœrl Þorsteinn Guðmundsson leikari gerði leiklistarmál í Reykjavík og Borgarleikhús að umtalsefni. Sagði hann Reykjavíkurborg hafa staðið afar illa að leiklistarmálum á undan- förnum árum. Þar nægði að skoða það fjármagn sem í leiklistina færi og hvernig því væri varið. „Tækifæri sem borgin skapar eru óeðlilega fá, því bæði ber að gæta þess að leiklist- aráhugi hér í borg er mikill og leikar- ar eru boðnir og búnir að setja upp leiksýningar hvar sem er og hvenær sem er.“ Þorsteinn sagði það öllum ljóst sem fylgdust með leiklistarmálum Reykja- víkur að LR héngi á horriminni. „Þeg- ar illa árar á listasviðinu verður gagn- rýnin á leikfélagið óvægin og jafnvel harðari en hún hefði nokkurn tíma orðið á meðan leikfélagið var í Iðnó. Þessi gagnrýni er mikil meðal al- mennings og ekki síður á meðal listamanna, þó ekki sé hún hávær.“ Sagði Þorsteinn ástæðu þessa vera hræðslu leik- húsmanna við að láta í sér heyra, segja sína skoðun, ——— hræðsla við að missa af atvinnutæki- færi eða öruggri stöðu. Sjálfur hefði hann ítrekað verið varaður við að tala á móti LR. „Ég kýs að tala ekki á móti heldur með. Með leiklistinni. Við verðum að reyna að sjá hlutina í víðu samhengi en ekki persónulegu. Því hversu vel sem búið er að leiklist- arfólki, skiptir mestu að skapa gott andrúmsloft. Við erum fá og verðum að líta á okkur sem heild.“ Sagði Þorsteinn nauðsynlegt að gert væri mögulegt að reka fleiri Reykjavíkur-leikhópa en Leikfélag Reykjavíkur. Vei mætti athuga hvort Borgarleikhúsið nýttist leiklistinni á réttan hátt, til fulls, eins og málum væri nú háttað. „Borgarleikhúsið er fyrst og fremst okkar hús, okkar sem byggjum þessa borg og við eigum að láta okkur það varða og við eigum að hafa skoðun á því og á allri starf- semi sem þar fer fram. Og það liggur SigurAur Hróarsson í augum uppi að í slíku húsi getur ekki með góðu móti þrifist leikfélag sem minnir um margt á áhugaleikfé- lag að forminu til.“ Ráðnlngar vlna og vandamanna Margrét Ákadóttir leikkona hóf mál sitt á því að rekja stuttlega sögu Leikfélags Reykjavíkur, sem fastréð leikara fyrst árið 1963. „Það voru leikarar og starfsmenn sem störfuðu þegar hjá leikfélaginu, sem eru fast- ráðnir og höfðu því vensla- og vináttu- sambönd í lagi. Eins er um fastráðn- ingar sem hafa átt sér stað allt fram á daginn í dag. En ekki er um algera frummennsku að ræða, því félagið tók sig til nýlega og auglýsti í fyrsta skipti eftir öll þessi ár, stöður leikara og leik- stjóra opinberlega en ekki hef ég séð auglýst hæfnis- próf fyrir umsækjendur og þykir mér fróðlegt að vita hvernig að þessum ráðningum verður staðið.“ Sagðist Margrét vilja þakka það framtak að auglýsa stöðurnar en bar- áttunni væri ekki lokið því að enn er eingöngu starfað eftir lögum og regl- um LR við starfsráðningar. „Skoðum nokkrar starfsreglur og lög sem LR, stærsti styrkþegi Reykjavíkurborgar, leggur til grundvallar við ráðningar starfsmanna sinna og hefur sjálft sett sér. í annarri grein segir: „Tilgangur félagsins er að vekja áhuga á góðri leiklist og að sýna sjónleiki í Reykja- vík.“ Ég gerði athugasemd við þessa grein á fundi hjá félaginu um tilgang atvinnumannafélagsins. Þar efaðist ég um nægilega skýrar línur varð- andi stefnu og tilgang listgreinar okkar í samfélaginu. Leikhússtjórinn svaraði því til að þetta væri einmitt stefna félagsins, og það hefði ekkert Kjartan Ragnarsson Þorsteinn Guðmundsson Tal um vernd aðan vinnu- stað ekki fjarri lagi með svokallaðan sósíalrealisma að gera. Ég er þessu sammála ef um áhugamannafélag er að ræða en ekki þegar um atvinnumannafélag er að ræða sem nýtur styrks frá því opin- bera. Við höfum skyldur við samfélag okkar og við eigum að taka afstöðu." Hagsmunagæsla Margrét sneri sér því næst að 4. gr. sem kveður á um inntöku félags- manna: „Félagar geta orðið a) leikar- ar sem leikið hafa opinberlega í að minnsta kosti þijú ár þar af amk. tvö ár hjá LR. b) Listrænir starfsmenn leiksviðsins, svo sem leikstjórar, ljó- sameistarar, leikmyndateiknarar og aðrir hliðstæðir starfsmenn, hafi þeir starfað að minnsta þijú ár að opinber- um leiksýningum þar af að minnsta kosti tvö ár hjá LR.“ Ekkert kemur fram um það hvern- ig hugsanlegir starfsmenn eigi að fá vinnu hjá félaginu í tvö ár, því eins og að framan greinir hafa þessar stöð- ur aldrei áður verið auglýstar. Áfram segir í 6. gr.: „Stjórn félagsins úr- skurðar um inntökubeiðnir og er inn- ganga í félagið lögleg, ef meirihluti stjórnarinnar fellst á að leggja beiðn- ina fyrir næsta aðalfund og meiri- hluti fundarmanna samþykkir hana.“ Þriggja manna stjórn félagsins ræður því sem sagt hvort hún leggur inntökubeiðnir inn í atvinnumanna- félag sem rekið er með opinberu fjár- magni fyrir aðalfund. Hvernig er hægt að ætlast til þess að þeir leikar- ar og starfsmenn sem sitja í stjórn hveiju sinni, geti tekið réttláta og sanngjarna ákvörðun um inntöku nýrra félaga? Leikararnir eru jú starf- andi hjá félaginu ásamt öðrum starfs- mönnum og miklar líkur eru á því að ákvarðanataka stjórnarmeðlima taki lit af eigin hagsmunum enda ekkert óeðlilegt í sjálfu sér. Það er eiginlega ekki hægt að áfellast stjórn Gísll Rúnar Jónsson sem starfar við slíkar aðstæður fyrii þesskonar vinnubrögð. Við verðum öll að standa vörð um eigin hags- muni, það er ekki bara eðlishvöt held- ur líka landslög.“ Skrfpalelkur Margrét fjallaði áfram um lög LR. „í 11. gr. segir: „Leikhúsráð skipar stjórn félagsins, leikhússtjóri og einn fulltrúi tilnefndur af borgarstjóranum í Reykjavík. Formaður félagsins er jafnframt formaður leikhússráðs.“ í leikhúsráði sitja sem sagt sömu þrír starfsmennirnir sem sitja í stjórn at- vinnumannafélagsins ásamt einum fulltrúa frá borginni og leikhússtjóra, sem auðvitað er ráðinn af stjórninni. Ég velti fyrir mér fjölvirkni slíks ráðs, og hæfni til að taka ákvarðanir sem atvinnurekandi. Hvernig má þetta vera, þetta er nánast eins og skrípa- leikur. Þetta fína orð, leikhúsráð, á ekki við í þessu tilfelli. Auðvitað ættu fleiri aðilar af hálfu borgarinnar að sitja í leikhúsráði og alls ekki stjórn félagsins. í 12. gr. kemur fram: „Leikhúsráð hefur eftirlit með leikhúsrekstri fé- lagsins, og skal vera leikhússtjórn til ráðuneytis um verkefnaval. Leikhús- ráð skal samþykkja fjárhagsáætlun fyrir hvert leikár áður en það hefst og kostnaðaráætlun fyrir uppsetn- ingu og sýningar hvers verkefnis áður en vinnan við það hefst. Samþykki leikhúsráðs þarf fyrir fastráðningum starfsmanna, svo og fyrir öllum kjara- samningum sem gerðir eru í nafni félagsins." Hér er komið að kjarna málsins. Samþykki stjórnar atvinnumannafé- lagsins þarf fyrir fastráðningu starfs- manna. í stjórninni í dag sitja þrír leikarar sem allir hafa beinna per- sónulegra hagsmuna að gæta og geta ekki íjölskyldu eða vina sinna vegna tekið ákvarðanir sem gætu þýtt verk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.