Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 10
10 D LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ f LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SIGURÐUR Mar Halldórsson, fulltrúl Mennlngarmálaráðs Egilsstaðabæjar. Menningardagar á Egilsstdðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. MYNDLIST Mcnningarmiðstöðin Gcrðubcrg MYNDBAND OG BLANDAÐ EFNI Opið mánud. - fimmtud. kl. 12-19 og föstud. - stmnud. kl. 13-16. Aðgangur ókeypis JESSIE KLEEMANN Opiðtil 19. mars. ALLT of oft er aðeins hugsað í austurátt, til Skandinavíu, þegar litið er til norrænnar samvinnu, en næstu nágrannar gleymast. Tengsl íslend- inga við Græniand í vestri hafa verið vaxandi á síðustu árum og eiga vænt- aniega eftir að aukast enn, og því er full ástæða tii að við nýtum okkur þau fáu tækifæri sem gefast til að kynnast þeirri þjóðmenningu, sem þar berst fyrir tilveru sinni, og þeim leiðum, sem yngra listafólk hefur leitað til að gefa henni nýtt líf. Jessie Kleemann er fædd 1959, og nam leiklist í Danmörku áður en hún lærði á grafíkverkstæði í Nuuk á Grænlandi. Hún hefur einnig farið námsferðir til Kanada og Noregs, þar sem hún dvaldi í báð- um tiivikum meðal frum- byggja. I starfi hefur hún síðan unnið að skipulagn- ingu og framkvæmd ýmissa listviðburða og hátíða, t.d. þar sem Grænlendingar og Samar skiptust á sínum þjóðlegu listum. Hér er á ferðinni afar Qölhæf listakona, sem hefur sýnt málverk og grafík, stundað leiklist- ina og skrifað ljóð og greinar um menningar- mál. Þeir miðlar sem Jessie Kleemann hefur þó einkum valið sér til að vinna með eru gjörn- ingurinn og skjálistin, myndbandið. Sýningin hér byggir á hvoru tveggja; við opnun fram- kvæmdi listakonan gjörning, og nú geta gestir staldrað við og skoðað verk hennar á myndbandi. í öllu því sem þar er að finna er þungamiðjan sú áhersla sem lista- konan leggur á að skapa myndir. í gjömingum sínum leitar hún mjög til þeirrar menningar sem hún er sprottin úr, og reynir að vinna úr þeim áhrifum með nýjum hætti, eins og hún segir í sýningarskrá: „Ég vildi skapa grímudans, sem tekur mið af hefðbundnum austur- grænlenskum grímudansi, en einnig dansi, sem verður til af táknum og hreyfingum, í öðru samhengi en því sem menn tengja venjulega við grímudans." Þannig verður dansinn í senn röð TONLIST Ilallgrímskirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Fiuttur var fiðlukonsert eftir Mozart og Sögusinfónían eftir Jón Leifs. Einleikari Isabelle van Keulen. Stjómandi Osmo Vanska. Fimmtu- dagur 2. mars 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á A-dúr fiðlukonsertinum, K. 219, eftir Moz- art, sem er einn af fegurstu konsert- um Mozarts og markar að nokkru tímamót varðandi formskipan og nýjungar í tónstíl Mozarts. Einleikari í konsertinum var ungur fiðlusnill- ingur frá Hollandi, Isabelle van Keu- len, og lék hún konsertinn af glæsi- brag. Fagur og mjúklega mótaður fiðlutónn hennar féll sérlega vel að ljúfu tónmáli meistarans og tækni hefur hún næga til halda uppi leiftr- andi leik í tónlínum sem virðast eins hafa fallið af himnum ofan. Menuett- rondóið, lokaþátturinn, er sérkenni- leg tónsmíð, er var mjög vel mótuð hjá hljómsveitarstjóranum og and- Þjód- fræði og ættfræði ímynda sem eru þjóðfræðilegar í eðli sínu („trúarleg iðkun ævafornra helgisiða"), en verður um leið hluti af leiktjáningu nútímans. Listakonan hefur skapað nokkra gjörrtinga þar sem þetta fer saman, en um einn þeirra, „Spirit Hosts Join the Ele- ments“, segir hún m.a. að þar séu „grímudansarinn og hinar ýmsu grímur/verur notuð sem táljji. Og táknin tala sínu máli, eins og tromm- an hefur sitt eigið tungumál og skýr- an listrænan tilgang. Allt á þetta rætur að rekja til þess sem ég vil nefna sameiginlegt minni hins græn- lenska lífs“. Slík viðhorf eru góð og gild, en kalla ósjálfrátt fram þá spumingu sem alltaf hlýtur að koma upp varð- andi hveija þá menningu, sem virðist á undanhaldi fyrir flóðbylgju er- lendra áhrifa og er minnst á í for- mála sýningarskrár: Verður slík menning lifandi sýningargripur, eða aðeins tálbeita fyrir erlenda ferða- menn? Áhorfendur ættu að nálgast hið líflega efni Jessie Kleemann með þessa spurningu í huga - og snúa henni síðan upp á okkar eigin þjóð. „ÆTTFRÆÐINNAR ÝMSU HLIÐAR“ Opið til sunnudagsins 5. mars. ÞEIR sem koma í Gerðuberg þessa dagana ættu ekki að láta framhjá stæðumar sérlega vel útfærðar af hinum frábæra einleikara Isabelle van Keulen. Seinna verk tónleikanna var Sin- fónía nr. 1 op. 26, eftir Jón Leifs, en hann gaf þessu verki undirtitilinn „Sögusinfónían". Stofninn í þessu fimm þátta stórverki, eru frægar sögupersónur Islendingasagna. Skapgerð og atburðir eru ofnar sam- an og hefst verkið með skapgerðar- lýsingu á Skarphéðni en seinni þáttur þessa verks er táknrænn fyrir dauða hans. Það kveður nokkuð við annan tón í örðum þætti, sem er um Guð- rúnu Ósvífursdóttur, kvenpersónu, sem er bæði blíð og skaphörð og það má vel tengja hin tónrænu átök því er hún hvetur Bolla til að vega Kjart- an. Sú aðför var öllum sársaukafull og ekki síst Guðrúnu og Bolla. Bjöm að baki Kára er eins konar skersó en þó mgnað upp í miskunnar- lausi baráttu. Einn sérkennilegasti þáttur verksins er um Gretti og Glám, og er bið Grettis undir nauts- húðinni sérlega áhrifamikil og fyrir- gangur Gláms sömuleiðis. Lokaþátt- urinn er um Þormóð Kolbrúnarskáld sér fara litla sýningu á annarri hæð, sem Ættfræðifélagið hefur sett upp í tilefni merkisafmælis félagsins. Þar er viðfangsefnið skoðað frá ýmsum hliðum, sem koma skemmtilega á óvart, og ætti framsetningin sérstak- lega að höfða til þeirra sem hingað til hafa litið á þessi fræði hornauga sem „grúsk hinna innvígðu" og af- urðimar sem „stagl hinna rykföllnu". Eftir þessari litlu sýningu að dæma eru slík viðhorf langt frá markinu. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsta eiginlega sýningin sem haldin er í tengslum við ættfræði hér á landi, og gefur þannig visst for- dæmi. Hingað til hefur þessi grein fyrst og fremst verið iðkuð með út- gáfu bóka og rita, þar sem ættartölur langsum og þversum hafa verið mest áberandi, en slíkt efni er sjaldnast mikill skemmtilestur fyrir þorra fólks. Hér er ættfræðin skoðuð frá nokk- uð öðrum sjónarhóli. Á spjöldum eru raktar ættir ráðheira og forseta, þannig að fram koma hinar ýmsu greinar, sem standa að baki; á öðram stað er rakin lína allra kynslóða sem hafa byggt landið (aðeins þijátíu frá landnámi); í enn öðru dæmi er rakin ætt_L kvenlegg, sem hlýtur að vera mun áreiðanlegri en hin almenna aðferð! Loks má nefiia skemmtilegt spjald með mynd af ungum manni, sem reynist vera Reyk- víkingur í ellefta ættlið; það era því ekki allir höf- uðborgarbúar ættaðir utan af landi, eins og stundum er haldið fram í misjöfnun tilgangi. Áhugaverðast þótti þó undirrituðum að skoða á hvem hátt svonefndir ættargripir öðlast gildi sitt. Hér er að finna ýmis fróðleg dæmi um hluti sem hafa gengið á milli kynslóða mann fram af manni, og þannig öðlast bæði sögulegt og tilfinn- ingalegt gildi fyrir þá sem tengjastþeim. Slíkir gripir eru m.a. sýndir í nokkrum kössum, allt frá silfur- skeiðum tii biblíuprentana. Slík fram- setning er óvæntur hluti ættfræðinn- ar, en á eflaust sinn þátt í að gera hana að skemmtilegu áhugamáli fyrir þá fjölmörgu, sem hana stunda. Ættfræðifélagið er hálfrar aldar gamalt á þessu ári, en í þessu áhuga- félagi eru nú yfir sex hundruð manns. Félagsmenn hafa sjálfir haft allan veg og vanda af þessari sýn- ingu, og hefur farist það verk vel úr hendi. Hið eina sem hefur vantað á er betri kynning til að fleiri vissu af þessu framtaki, svo og lengri sýn- ingartími, til að sem flestir þeirra sem hafa áhuga hafi tækifæri til að skoða hana, en sýningunni mun ljúka á sunnudag; því er rétt að benda fólki á að nýta tímann vel. og þar er blásið til orrastu að Stikla- stöðum með fomlúðrum, sem í efnis- skrá era nefndir lúrur. Líklega mætti allt eins hafa nafnið í kk., sem yrði þá lúr (lúrinn), í flt. lúrar (lúramir). Flutningur Sögusinfóníunnar er að því leyti til merkileg tíðindi, að það er nú fyrst, sem verkið er flutt í fullri lengd. Þetta stórvirki Jóns var að mörgu leyti mjög vel flutt og vann Vánská þama stóran sigur, með frábærri stjórn sinni á þessu erfiða og stórbrotna listaverki. Það er mikilvægt fyrir okkur íslendinga, að hafa átt svo stórhuga listamann, sem Jón var og nú þegar menn hafa lært að hlusta á alls konar tónlist, kemur í ljós, að það sem hratt mönn- um frá fyrrum, er einmitt það sem sérkennir með sérstökum hætti verk þessa stórbrotna listamanns, og tengir hann íslenskri sögu óijúfan- legum böndum. Flutningur Sögusinfóníunnar var stórkostleg upplifun, sem mun trú- lega búa með hlustendum, svo lengi sem saga þjóðarinnar mun lifa. Jón Ásgeirsson DAGANA 3.-14. mars verða Menn- ingardagar á Egilsstöðum í fjórða sinn. Það er Menningarmálanefnd Egilsstaðabæjar sem skipuleggur dagana í samvinnu við félagasam- tök á staðnum og listafólk úr röðum heimamanna. Meðal viðburða má nefna Skíða- dag fjölskyldunnar í Fjarðarheiði, sýningu á verkum félaga í Myndlist- arfélagi Fljótsdalshéraðs og Feg- urðarsamkeppni Austurlands sem haldin verður í Hótel Valaskjáld. Laugardaginn 11. mars frumsýnir Norsk bokmennta- kynning í Norræna hösinu NORSK bókmenntakynning verður í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 16. Norski rithöfundurinn og bókmenntagagnrýnandinn Oystein Rottem mun kynna norskar bækur gefnar út 1994. Oystein starfar sem gagnrýnandi fyrir Dagbladet í Osló og hefur skrifað ijölda greina í ýmis tímarit og skrifað nokkrar bækur, þ.á m. Norsk litteraturhi- storie, Cappelen 1993. Norsku rithöfundamir Torgeir Schjerven og Inger Elsiabeth Han- sen kynna verk sín og lesa upp. Torgeir er menntaður listmálari, en einnig hefur hann leikið í ýms- um kvikmyndum. Síðasta skáld- saga hans Krókaleið til Venusar var tilnefnd til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Inger Elisabeth Hansen er ljóð- skáld og hafa komið út eftir hana fimm ljóðabækur, en auk þess hef- ur hún fengist við þýðingar á ljóð- um, skrifað skáldsögu og barna- bók. Síðasta ljóðasafn hennar I rosen 1993, fékk Aschehoug-verð- launin sama ár. Allra síðustu sýn- ingar á Kirsuberja- garðinuui NÚ ERU aðeins tvær sýningar eftir á gamanleiknum Kirsubeija- garðinum eftir Anton Tsjekhov, sunnudaginn 5. mars kl. 15. og sunnudaginn 12. mars kl. 20. í kynningu segir: „Kirsubeija- garðurinn er síðasta og mikilvæg- asta leikrit Tsjekhovs, gamanleik- úr sem nálgast farsann á köflum. Okkur birtist fyndið fólk, sem seg- ir eitt og gerir annað, sem reynir að róa sjálft sig með því að tala um nágrannana, um veikindi sín, Leikfélag Fljótsdalshéraðs Dagbók Önnu Frank undir leikstjóm Guð- jóns Sigvaldasonar. Aðrir viðburðir eru Listahátíð unglinganna í Fé- lagsmiðstöðinni Nýjung, dorgdagur á Lagarfljóti, handverkssýning í Safnahúsi og til stendur að hesta- mannafélagið Freyfaxi standi fyrir ískappreiðum á Lagarfljóti. Kvikmyndasýningar verða í Valaskjálf og verður nýjasta kvik- mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka, sýnd á menningar- dögunum. um gamla daga og íjarlæg lönd - og þráast við að opna augu sín fyrir sannleikanum.“ Kristbjörg Kjeld leikur frú Ranevskaju, aðalhlutverk leiksins. Aðrir leikarar eru Jóna Guðrún Jónsdóttir, Edda Heiðrún Back- man, Þröstur Guðbjartsson, Ingvar E. Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Harpa Arnardóttir, Kjartan Bjargmundsson, Eggert Þorleifssón, Helga Braga Jónsdótt- ir, Ámi Tryggvason og Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri er Guðjón Pedersen og búninga annast Elín Edda Ámadóttir. Lýsing er í hönd- um Jóhanns Bjarna Pálmasonar. Hljómsveitin „Skárri en ekkert" tekur þátt í sýningunni. SKÍFAN Klassísk veisla um helgina Verdi listamaður mánaðarins í BYRJUN febrúar bryddaði Skíf- an upp á þeirri nýjung að kynna Listamann mánaðarins innan klassískrar tónliistar. Fyrst í röð- inni var ítalska óperusöngkonan Cecilia Bartoli. Nú tekur tónskáld- ið Guiseppe Verdi við nafnbótinni enda vel við hæfi þar sem íslenska óperan sýnir nú óperu hans La Traviata og síðasta haust var Vald örlaganna á fjölum Þjóðleikhúss- ins. Út er kominn sérprentaður kynningarpési um Verdi og í boði er 20% kynningarafsláttur af plöt- um með verkum hans. Kynnlng á klassískum plöturöðum Um helgina verður einnig kynn- ing á útgáfuröðum sem hafa að geyma klassíska tónlist undir kjör- orðinu Betri klassík - betra verð. Kynntar verða útgáfuraðimar Classic for Pleasure og Favorite Classics frá EMI, Classicon og Deutsche Grammophon og Belart frá PolyGram. Allir dagar eru langir í Skíf- unni, Laugavegi 26, eða til kl. 22. B<an4i> Il>»niWAirn«*i. tögzriiumoðw i Kíjlji'A f. um IMO.öá XTlt. H var f'Hðí Dhamdðnif Þkwluf BnnétMn. lð»mtuni>Vi. i lb>l|tn u 4.1756 Kofu Kn vu l»ouwl.xt.>. dwiu Ténutar RciyucúnuMvif. hórnij a Anuthfli OAh) l'jkniviouu. IttmaOJdt ll 11 ÆTTLIÐIR í 3QO ÁK í reVkjaVík Rjnmi-tj; (KkMénif. Suv Ftriluf I Ijðmson. Madi RjotVarj í. 1771 Kj»n»ci|t Ufikktkmif. hw.raéð« i Vvejméutm f. 1*17 Mn Krénjinticn. vcrUmaAur Vc**m&um t 1860 Ragojf baðvtkður IU> kjavik r i*i2 Rcykjavik llrfinn llikMftöónit. B A. Kcvkjavik f. 1*66 Aöwn Mc horscimon. LittlEtYhifrayr111-** Morgunblaðið/Á. Sæberg REYKVÍKINGUR í ellefta ættlið; yngsta kynslóöln er líka áhugavert vlðfangsefnl ættf ræðinnar. Eiríkur Þorláksson Stórbrotin saga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.