Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 12
12 D LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HÚSVÖRÐUR hittir tríð Spuninn í kringum lát- bragösleikinn er mikill, og það gefur manni frelsi í túlkun.“ ÞEIR eru tveir, dönsku leikar- amir sem sýna bamaleikritið „Karlinn í tunnunni“. Þeir ætla að sýna okkur hvernig tveir heimar skarast. „Ævintýraheimurinn“ sem stundum brýst um inní okkur og „alvöruheimurinn“ sem leikar- arnir Finn Rye og Torkild Lindebj- erg líkja við heima skipulagsleysis og skipulags. I Möguleikhúsið við Hlemm í dag klukkan 14 og 16 kemur trúður. Trúðurinn hristir upp í litlum heimi húsvarðar, sem á sér drauma en þorir ekki að láta þá rætast af hættu við að mistak- ast og að þá verði gert gys að honum. Þetta er látbragðsleikhús, sem er bæði fullt af gríni og gamni, en þar er líka alvarlegur undirtónn mannlegra tilfinninga. - En hvað er það sem gerir lát- bragðsleik svona skemmtilegan? „Óll áherslan er á líkamann og svipbrigðin,“ segja Finn og Tork- ild, „þú þarft ekki að nota orðin til að miðla eða skilja. Tjáningin verður ennþá persónulegri þegar maður er ekki bundinn af þeim. Spuninn í kringum látbragðsleik- inn er mikill, og það gefur manni frelsi í túlkun.“ - En er þetta þá alveg orðalaus sýning? „Nei ekki alveg, það er sungi,ð svolítið, meira að segja á ítölsku. En það eru ekki orðin sem skipta máli heldur kannski meira hljómur þeirra, hvað þau standa fyrir á táknrænan hátt og það sem hægt er að skynja á ljóðrænan máta.“ - Og skilja börnin þetta? „Börn þurfa alltaf að vera að hlusta, það er alltaf verið að tala, tala og tala. En næmni þeirra og skynjun er opin á miklu fleiri um. í látbragðsleikhúsi reynir meira á þessa skynjun og börnin kunna að njóta hennar. Fullorðið fólk er oft alltof upptekið af orðun- um.“ - Afhveiju eigum við að fara með bömunum okkar í leikhús? „I nútímasamfélagi erum við svo dugleg við að setja fólk inn í hólf, bæði eftir stéttum og aldri. Leik- húsið brýtur þetta upp. Gott bama- leikhús höfðar til allra. Þar getur fólk tengst í einhveiju sammann- legu.“ Þeir félagar segja þetta sam- BARIMALEIKRITIÐ „KARLIIMIM I TUIMNUNIMT mannlega í „karlinum í tunnunni“ vera hræðsluna sem býr í öllum við að takast á við sjálfan sig, „það á jafnt við um fullorðna og börn. Flest okkar langar til að gera svo margt, t.d. að fara í ferða- lag til ókunnugs lands eða skipta um vinnu, en við þorum það ekki. I „alvöruheiminum" er skipulagið svo mikið en í ævintýraheiminum eru langanir okkar og vonir, á milli þessara heima verður að vera jafnvægi. Ef þú vilt gera eitthvað þá verður þú að takast á við það,“ • segja Torkild Lindebjerg og Finn Rye að lokum. Sýningarnar í dag em liður í Sólstöfum og eru þær síðustu sem danski leikhópurinn „Badtheatret" flytur á leikferð sinni hér á landi. Höfundur verksins auk leikaranna er Jacques Matthiesseu. Sýningin hentar fyrir böm frá sex ára aldri og alla fullorðna. Þ.J. DANSKT látbragðs- lelkhús í Mögulelk- húsinu. Torklld Llndebjerg og Finn Rye sýna okkur í tvo heima ævintýrs og alvöru. Morgunblaðið/Sverrir FRÁ ATHÖFN í Þjóðlelkhúslnu 28. febrúar. Einar Már Guðmundsson rithöfundur tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs úr hendi Gelrs H. Haarde, forseta ráðsins. ERU verðlaun til lista fyrst og fremst tilbúningur, læti, há- vaði og áróður? Þessu viljum við ekki trúa og svörum þess vegna neitandi, en engu að síður hvarflar slíkt stund- um að manni. í kringum íslensku bókmennta- verðlaunin til dæmis er töluverð sýndarmennska sem bókaútgef- endur réttlæta með því að þeir séu að vekja áhuga á bókum og bók- lestri og auka umijöllun um bæk- ur. Það má að nokkru til sanns vegar færa. Áróðursbragð Kunnustu bókmenntaverðlaun Finnlands, Finlandia-verðlaunin, munu vera fyrirmynd Islensku bókmenntaverðlaunanna. Um Fin- landia-verðlaunin er eitt kunnasta skáld Finna, Paavo Haavikko, ómyrkur í máli. í blaðaviðtali ný- lega komst hann svo að orði um bókmenntaverðlaun, meðal þeirra Finlandia-verðlaunin, að þau væru áróðursbragð og hefðu aðeins gildi fyrir þá sem úthlutuðu þeim. „Þau hafa ekkert að gera með listræn gæði og menningu heldur er hlutverk þeirra að efna til skrautsýningar,“ sagði Haavikko. „Ég hef hafnað því að bækur mín- ar séu sendar í slíka keppni. Það voru forlagsmistök að bók eftir mig var tilnefnd til fyrstu Finlan- dia-verðlaunanna,“ bætti hann við. Til að skýra betur afstöðu sína hélt hann áfram: „Það er vissulega erfitt að standa til hliðar, en ég tel það sjálfsagt mál. Þessi sam- keppni bókmenntanna er ákaflega barnaleg og frumstæð og í anda keppnisíþrótta." „Elnu menningarverölaunln" Menningarverðlaun DV ber ekki að lasta^eflaust er tilgangur þeirra góður og göfugur. En þegar einn af forgöngumönnum og aðstand- endum verðlaunanna hefur það eftir ónefndum rithöfundi að verð- launin séu einu menningarverð- launin sem jistamenn treysti kárn- ar gamanið. Stundum virðist verð- launaveiting blaðsins snúast eink- um um það að borða góðan mat og drekka ljúffeng vín meðan lofs- yrðin hljóma sætlega. Einna glað- astir eru þeir sem veita verðlaunin og sannast þar orð finnska skálds- ins um mikilvægi verðlauna fyrir þá sem eru í því hlutverki. Norden er I orden í hátíðarræðu við afhendingu Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs í Þjóðleikhúsinu 28. febrúar sl. vitnaði verðlaunahafinn Einar Már Guðmundsson í ljóð eft- ir sjálfan sig. Þetta var við hæfí og í anda skáldskaparins: Þú sem átt heima með eyju í hjartanu og víðáttur geimsins sem 'stétt undir iljunum: Réttu mér norðurljósin! Ég ætla að dansa við unglinginn sem heldur á stjömunum. Við roðflettum myrkrið og afhausum eymdina. Einar Már lagði áherslu á auk- inn áhuga umheimsins á íslenskri menningu. Þetta má til sanns veg- ar færa. Finnskur menningarrit- stjóri og bókmenntagagnrýnandi undraðist í samtali við undirritaðan nýlega hve íslendingar, ekki stærri þjóð, ættu marga góða rithöfunda. Sama gerði sænskur blaðamaður sem kom hingað gagngert til að skrá viðtal við Einar Má Guð- mundsson og notaði tækifærið í leiðinni til að kynna sér það helsta í bókmenntaumræðunni. Norden er i orden voru lokaorð ræðu Einars Más um leið og hann þakkaði fyrir sig. Áður hafði hann komið eftirfarandi ádrepu á fram- færi: „Menn tala um að Norðurlönd standi á tímamótum, að vegir land- anna liggi í ólíkar áttir. Stundum finnst mér einsog menn haldi að Evrópa sé aðeins einn viðskipta- samningur. Ég held að sú miðalda- sagnalist sem sköpuð var af munk- um uppi á íslandi standi kjarna evrópskrar menningar nær en toll- múrarómantík og glerhúsafundir. Mér finnst skrýtið að sjá fisk- tonnum og grænmeti velt eftir samningaborðum og þjóðum raðað upp í hagtöflur einsog dægurlögum á vinsældalista.“ Svona orð úr skrýddu musterinu við Hverfisgötu réttlæta hátíðleik- ann og jafnvel sellófanið utan um orðin. Jóhann Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.