Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 2
2 E LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÍÞRÓTTIR Alnæmi og íþróttir Möguleikinn á að smitast í sundlaugum er talinn fírnalítill, segir Birgir Guðjónsson, jafnvel þótt blóð smitbera komist í vatnið, vegna þynningar blóðsins í vatninu og klórnotkunar. FRÉTTIN um að bandaríski dýf- ingameistarinn Lagounis hafi ver- ið smitaður af HlV-veirunni á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar hann meiddi sig svo að blæddi í sundlaugina, hefur vakið heimsathygli. Kóreubúar sem sáu um leikana hafa látið þung orð falla í garð bandaríska liðsins. HlV-veiran og mögulegt smit af henni eru þó aðeins hluti af mun stærra vandamáli annarra tíðra og langvinnra veirusjúk- dóma, einkum lifrarbólgu. Smit geta orðið við snertingu opinna sára eða slímhúðar, með flutningi blóðs eða annarra líkamsvökva (blood borne transmission) milli einstaklinga. Þetta er vandamál sem þekkist bæði innan og þó mun fremur utan íþrótta. Nokkrir þekktir íþróttamenn hafa sýkst af HlV-veiru og sumir fengið alnæmi og þegar safnast til feðra sinna. Þeir hafa allir átt það sameiginlegt að hafa smitast eftir þekktum leið- um, utan íþrótta. Þekktastir eru tennismeistarinn Arthur Ashe sem smitaðist við blóðgjöf og Magic Johnson sem rekur það til kynm- aka. Aðrir hafa m.a. smitast við að deila með öðrum sprautum og nálum til inndælingar ólöglegra lyfla. Ekki er vitað um neinn sem sannanlega hefur smitast af HIV- veirunni við að iðka hefðbundnar íþróttir. í nýlegri rannsókn sem birtist í Annals of Internal Medicine er bent á, að möguleikinn á að smit- Birgir Guðjónsson. ast í ruðningsleik bandarískra at- vinnumanna, miðað við þekkta tíðni HlV-smits og árekstra sem valda blæðandi sárum, sé 1 á móti tugum milljóna. Það er þó staðreynd að mögulegt er að smit- ast af veirum við kröftuga líkam- lega snertingu sem valdið hefur opnum sárum. HlV-veiran hefur þannig borist á milli nokkurra ein- staklinga við blóðug áflog. Á líkan hátt hefur Iifrarbólgufaraldur komið upp meðal japanskra Sumo- glímumanna og var rakinn til smitbera meðal þeirra. Möguleik- inn á að smitast í sundlaugum er hinsvegar talinn fimalítill jafnvel þótt blóð smitbera komist í vatnið, vegna þynningar blóðsins í vatninu og klórnotkunar. Ég tel litlar líkur á að kröfur verði gerðar um allsherjar al- næmisleit í íþróttum, en þessu mun hvert alþjóðasérsamband ráða. Þegar vitað er um smitaða einstaklinga í íþróttum verður þó einhver óvissa. Fullyrða má að ekki sé ástæða til að meina smituð- um almenna þátttöku í flestum greinum íþrótta. Þar sem mögu- leikar eru hinsvegar á kröftugri snertingu verða viðhorfin önnur, en eru ekki enn fullmótuð. Þetta mun eflaust ákvarðast af áhættu- líkum sem og viðhorfum samherja og keppinauta viðkomandi ein- staklings. Tvö dæmi má nefna. Alþjóðahnefaleikasambandið bannaði einstaklingi með HIV- smit strax að keppa. Sá er nú lát- inn. Magic Johnson hætti upphaf- lega keppni þegar vitað var að hann var smitaður, en var tekinn inn í vdraumaliðið“ til þess að vinna Olympíugullið í Barcelona. Sú ákvörðun olli nokkrum mót- mælum. Eftir að gullinu var náð, voru það hans eigin félagar sem ýttu honum út úr liðinu vegna hræðslu við smit. í læknisfræðinni hafa verið gerðar mun meiri kröf- ur en áður um varúð við snertingu blóðs sem annarra líkamsvökva við alla sáraumönnun og aðgerðir. í Bandaríkjunum hefur t.d. Vinnu- og heilbrigðiseftirlit Bandaríkanna (Occupational Safety and Health Ádministration) gefið út mjög strangar vinnureglur. Á loka- keppnisferli Magic Johnsons sást þjálfari hans búa berhentur um blæðandi sár á Johnson og fékk sá alvarlegt tiltal frá Vinnueftirlit- inu. Slys Louganis mun ugglaust hafa nokkur áhrif í þá átt að ströngum reglum verði betur framfylgt og vænst upplýsinga um sjúkdóma. Einstaklingum í áhættuhópum verður í ríkara mæli ráðlögð bólusetning gegn Iifrarbólgu. Megináhætta ungs íþróttafólks á veirusmiti verður sem fyrr utan íþróttavallar. Forðast skal alla misnotkun lyfja og vímugjafa. íþróttafólkið verður sem aðrir að fara með varúð í öllum skyndi- kynnum, en tækifærin og freist- ingarnar geta orðið miklar eftir góðan árangur í íþróttum. Forðast verður alla sameiginlega notkun hreinlætisáhalda og hver einstakl- ingur ætti að hafa eigin drykkjaríl- át. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum oghefursinnt ýmsum trúnaðarstörfum í íþróttahreyfingunni sem dómari og læknir, innanlands og erlendis. Guðmundur Iþrótta- maður Reykjavíkur GUÐMUNDUR Eggert Stephensen, landsliðsmaður i borðtenn- is, sem verður þrettán ára á árinu, var í gær útnefndur íþrótta- maður Reykjavíkur 1994 í hófi að Höfða. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitti Guðmundi bikar- inn, sem hann mun varðveita í eitt ár. Þetta var í 15. sinn sem íþróttamaður Reykjavíkur er útnefndur. Guðmundur, sem er fæddur 29. júní 1982, hóf að æfa borðtennis hjá Víkingi þegar hann var fjögurra ára — og tók þátt í sínu fyrsta íslandsmóti fimm ára. Hann hefur verið mjög sigursæll á undanförnum árum — varð fjórfaldur íslandsmeistari árið 1994 og ber þar hæst sigur hans í einliðaleik karla. Yfirlýsing frá Iþróttasambandi íslands ISI stydur Magnús Scheving Polfimi hefur verið stunduð í allmörg ár hér á landi en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem íþróttagreinin fékk formlega viðurkenningu íþróttasambands íslands og heyrir nú til verkefna Fimleikasambands íslands (FSÍ). Fram að því var þolfimi undir stórn sérstaks Þolfímisambands sem er utan ÍSÍ og hinni skipu- Iögðu íþróttahreyfíngu óviðkom- andi. Þolfimisambandið er aðili að Alþjóðaþolfímisambandinu, en umboðsmaður þess hér á landi er og hefur verið Björn Leifsson. IAF og Alþjóðafimleikasambandið FIG, hafa gefið út samstarfsyfir- lýsingu sem felur í sér aðlögun og samruna mismunandi reglna sem keppt er eftir og frá og með árinu 1997 verður keppt eftir sam- ræmdum reglum í nafni Alþjóða- fímleikasambandsins. Samskonar yfírlýsing hefur ver- ið undirrituð af FSI og Birni Leifs- syni fyrir hönd Þolfimisambands- ins í anda áðurgreinds samkomu- lags Alþjóðasamtakanna. Evrópumótið sem haldið var í Sofíu á dögunum var haldið á veg- um IAF. Afskipti FSÍ og undirrit- aðs af því er varðar þátttöku ís- Iensku keppendanna á því móti voru þau að óska efír liðvéislu og samþykki Bjöms Leifssonar um Ellert B. Schram. þann þátttökurétt. Björn varð við þeirri bón. Eftir að þolfimi var viðurkennd íþróttagrein innan ÍSÍ var Magnús Scheving kosinn fímleikamaður ársins 1994 og um síðustu áramót hlaut Magnús titilinn íþróttamaður ársins í kjöri íþróttafréttamanna. Fer ekki á milli mála að með ár- angri sínum og þessum viðurkenn- ingum hefur Magnús aukið hróður þolfiminnar og íþróttanna, enda glæsilegur íþróttamaður og óvið- jafnanlegur afreksmaður. Af þeim sökum er það afar miður að fylgjast með þeim deilum sem orðið hafa milli hans og Bjöms Leifssonar, einkum um samskipti þeirra í milli sem eru ÍSÍ viðkom- andi. Þær eru öllum til skaða. íþróttasamband íslands styður Magnús Scheving heilshugar og metur mikils afrek hans og fram- lag til íþróttanna og góða ímynd sem Magnús skapar og eflir, hvar sem hann kemur fram. íþrótta- sambandið telur það eðlilegt og sjálfsagt að hann fái að stunda íþrótt sína við bestu aðstæður og í keppni við hina bestu á alþjóða- vettvangi og það hlýtur að vera vilji allra, Alþjóðaþolfímisam- bandsins, íslenska þolfímisam- bandsins og Fimleikasambands Islands, að Magnús komi fram fyrir hönd íslands þegar Evrópu- mót og/eða heimsmeistaramót eru haldin. Að því mun ÍSÍ stuðla í sam- vinnu við FSÍ. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. UMHELGINA || MANNVIRKI Skíði Bláfjallagangan, sem er liður í ísland- göngunni, verður haldin í Bláfjöllum kl. 14 i dag. Skráning fer fram í Gamla Bláfjalla- skálanum frá kl. 12 til 13. íslandsgöngum- ar eru haldnar á sex stöðum á landinu og er gengnir 20 km í flokkum 17 ára og eldri, einnig er keppt í trimmflokkum fyrir al- menning og gengnir 5 og 10 km. Bikarmótinum í alpagreinum sem vera áttu á Ólafsfirði og Dalvík um helgina hef- ur verið frestað um viku. Handknattleikur Úrslitakeppnin Laugardagur: 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar - Fram.........16 Kaplakriki: FH - Víkingur.....15.30 Sunnudagur: 2. deild karia: Austurberg: Fylkir - Fram.........20 Höllin Akureyri: Þór - Grótta.....20 Vestm’eyjar: ÍBV - Breiðablik.....14 Körfuknattleikur KFÍ frá ísafirði leikur tvo leiki í 1. deild karla á heimavelli sínum um helgina við ÍS, en þessi lið berjast um að komast í úrslita- keppni 1. deildar ásamt Breiðablik, Þór Þorlákshöfn og Leikni. Is er með 30 stig og KFÍ 28 og þurfa ísfirðingar því að vinna báða ieikina ætli þeir sér að komast í úrsli- takeppnina. Glíma Meistaramót Glímusambands íslands, 16 ára og eldri, fer fram á Akureyri í dag kí. 14. Kraftlyftingar Meistaramót KRAFT, 10 ára afmælismót, hefst i Garðaskóla í Garðabæ í dag kl. 12. Kraftakonur Keppnin „Sterkasta kona íslands, fer fram í Laugardalshöll á morgun, sunnudag, kl. 15.00. Átta stúlkur eru skráðar til keppni. Fyrsta keppnisgreinin verður reyndar í Kringlunni í dag kl. 12. Þá munu keppend- ur hlaupa á milli fiskikara með 40 kg sekk, 40 kg Aquarius tunnur, dekk og 80 kg karlmenn. Viðbygg- ingin tilbúin VIÐBYGGING við aust- urgafl Laugardals- hallarinnar, sem Reykjavíkurborg og íþróttasamband íslands réðust í á haustdögum er að mestu tilbúin, eins og sést hér á myndinni. Um er að ræða 620 fer- metra byggingu, þar sem pláss verður fyrir um 1.500 áhorfendur meðan á heimsmeist- arakeppninni stendur í vor, en síðan verður við- byggingin notuð sem íþróttasalur. Byggiijgin var reist á tæpum sex mánuðum, og lauk verkinu á undan áætlun. Heildarkostnað- ur við verkið er um 94 miHjónir króna. Áhorfendabekkir og stæði verða fyrir um 5.000 manns í Laugar- dalshöll eftir þessar breytingar, þar af sæti fyrir 2.500 áhorfendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.