Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C 54. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason í blíðviðri við Baulu Bandaríkin sögð smygla vopnum til Bosníustj órnar London. The Daily Telegraph. ÓTTAST er að orðrómur um leynilegar vopnasendingar til stjórnar múslima í Bosn- íu geti valdið hörðum deilum milli banda- rískra yfirmanna hjá Atlantshafsbandalag- inu, NATO, og gæsluliðs Sameinuðu þjóð- anna. Eftirlitsmenn SÞ segja að í síðasta mánuði hafi það gerst nokkrum sinnum að flugvélar hafí lent að næturlagi á Tuzla-flug- velli og svo hafi virst sem þær nytu verndar bandarískra orrustuvéla. Talsmenn NATO vísa þessu harðlega á bug og segja eftirlits- mennina, sem eru breskir, ekki kunna sitt starf. Bandaríkjamenn segja m.a. að breskir eftirlitsmenn hafi skýrt frá flugi véla sem ekki hafi enn verið teknar í notkun, þær séu enn í reynsluflugi vestra. Embættismenn í London eru samt á því að smyglað hafi ver- ið vopnum loftleiðis til Tuzla, þótt ekki sé víst að sjáifar vélarnar hafi verið bandarísk- ar. Bent er á að Bandaríkjamenn, sem eru andvígir vopnasölubanninu á múslima, hafi langa reynslu af því að senda vopn með leynd til umdeildra svæða; íran-kontra hneykslið á níunda áratugnum snerist að mestu um slíkt smygl. Á morgun, mánudag, mun Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyna að telja Franjo Tudj- man Króatíuforseta á að láta friðargæsluliða SÞ halda áfram störfum í Krajina-héraði, sem byggt er Serbum. Óttast er að brottför þeirra í vor geti hleypt af stað nýjum átökum milli Serba og Króata. Vaxandi líkur á átökum Stöðugt er barist í Bihac-héraði í Bosníu, Bosníu-Serbar hafa að undanförnu flutt lið á staði þar sem búast má við átökum, músl- imar eru að endurskipuleggja her sinn og Króatar grafa skotgrafir og byggja fall- byssustæði. Vaxandi líkur þykja nú á því að átök harðni í ríkjum gömlu Júgóslavíu í vor þegar snjóa leysir og auðveldara verður að flytja herlið og vopn um fjallaskörð. Njósnafiskar afhjúpa þjófa LÍTIL senditæki, sem komið hafði verið fyrir í fiskum af tegundinni vartari, hjálpuðu yfirvöldum í Balti- more í Maryland að ná bíræfnum veiðiþjófum í net sín í byrjun vikunn- ar. Senditækin eru ekki nema fjórir millimetrar að þvermáli og þeim var komið fyrir undir roði þrjú þúsund vartara, vatnafiska af borraættbálki, í þeim tilgangi að fylgjast með þroska þeirra og ferðum. Senditækin gefa merki í lítinn kassa, sem kemst fyrir í lófa, og komu í óvæntar þarfir þeg- ar merkin frá þeim voru rakin í fisk- eldisstöð, þar sem Qórir veiðiþjófar geymdu feng sinn, að því er fram kom í dagblaðinu Baltimore Sun. Fiskinn höfðu þeir veitt ólöglega úr ánni Po- tomac, sem rennur um Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og telst ein besta vartaraveiðiá í Norður-Amer- íku. Veiðiþjófarnir hugðust selja feng sinn veitingastöðum í Bandaríkjunum og í Asíu. Þeir höfðu selt 10 tonn af fiski þegar þeir náðust og hagnast um 150 þúsund dali, um 10 miRjónir króna. Mennimir eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og 250 þús- und dala sekt. Biskup breyt- ir bæninni ROSEMARIE Kohn, fyrsti kvenbiskup á Norðurlöndum, ætlar að kvengera Guð í prédikunarstólnum í dómkirkj- unni í Hamar á alþjóðlega kvennadeg- inum, næstkomandi miðvikudag, 8. mars. „Faðir vor og móðir,“ mun upp- haf bænarinnar hljóða hjá henni. Búist er við að norskir kollegar hennar reki flestir upp ramakvein og mótmæli þessari ákvörðun Kahn. Henni var neitað um leyfí til að ávarpa Guð sem móður á kvennadaginn 1993 er hún sótti um leyfi til yfírboðara sinna. Þá var hún óbreyttur prestur en er nú biskup. „Eg spyr því engan um leyfi nú,“ sagði hún í blaðaviðtali. Enginn reyk- ur er án elds? VACLAV Havel forseti Tékklands hefur verið hreinsaður af áburði um að sígarettureykur hans hafi sett neyðarkerfi Dukovany-kjarnorku- versins af stað í febrúar. Þegar heim- sókn hans var sett á svið aftur í smá- atriðum, þar sem m.a. var notuð sama vindlingategundin, Camel, kom hið sanna í ljós; sökudólgarnir reyndust ljóskastarar sjónvarpsmanna. NÚTÍMINN MISSIEKKI TENGSL VIB SVEITIRNAR SELIR 16 ; VIÐSKIFTIAIVINNULÍF A SUNNUDEQI BREYTING «■ - >, • -* jjj”* Fjor i Wjm ÞEYTING fjörunni r|' , 22 B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.