Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I- LISTIR Kristinn frumsyng- ur Mefistoteles Franskan hans jafngóð og stef Berliozar KRISTINN .Sigmundsson í hlutverki Mefistotelesar og bandariski tenórinn Gory Lakes sem Fást í' Bastilluóperunni í París. Óperan La Damnation de Faust eða Útskúfun Fásts eftir Berlioz var frumflutt í Bastilluóperunni í Frakklandi 10. febrúar sl. undir stjóm ítalska stjórnandans Luca Ronconi og með hljómsveit og kór Óperunnar í París undir stjórn Huberts Soudants. Kristinn Sig- mundsson frumsöng þar hlutverk Mefístotelesar. Fá aðalsöngvararn- ir góða dóma, auk Kristins þau Beatrice Uria-Monzon, Thomas Moser sem syngur Faust (til skipt- is við Gary Lakes) og Francois Harismendy. Gagnrýnandinn Jacques Doucel- in segir í Figaroscope að það sem hafí komið sér þægilegast á óvart sé hinn frábæri Mefistoteles ís- lendingsins Kristins Sigmundsson- ar, sem beri frönskuna jafnvel fram og hann syngi stef Berliozar. Jafnframt bauð Bastillluóperan upp á tónleika, þar sem flutt var 9. sinfónía Beethovens með hljóm- sveit og kór óperuhússins undir stjóm Michael Boders, sem gagn- rýnandinn Pierre Petit lofar mjög í Le Figaro undir fyrirsögninni „Brillant". Hann hrósar kómum og segir svo: „Einsöngvaramir Fransoise Pollet, Béatrice Urina- Monzon og Gary Lakes voru frá- bær. En ég verð að bæta því við að ég féll fyrir hinum stórkostlega og hljómfagra barytonsöng íslend- ingsins Kristins Sigmundssonar, sem gnæfði yfir.“ Söngur flóarinnar náði áheyrendum Gagnrýni birtist í öllum helstu blöðum Parísar, sumstaðar löng umfjöllun. Skrifin eru nokkuð mis- jöfn, svo og dómarnir um hina ýmsu þætti, sem m.a. tengist að nokkru leyti, svo sem í Monde, deilum sem komu upp í sambandi við brottvikningu fyrri stjórnanda Óperunnar. Gagnrýnin í Le Monde fjallar líka um aðra sýningu óper- unnar síðdegis á sunnudegi 12. febrúar, sem Anne Ray segir að hafi fengið mjög góðar viðtökur. Þar segir um Kristin: „Hið vinsamlega andrúmsloft á 2. sýningunni á sunnudagseft- irmiðdag örvaði Kristinn Sig- mundsson, sem minnti á Peter Ustinov í flóarsöngnum, ofleikn- um, en með nákvæmni og hnitmið- un í tilsvörum náði hann einstak- lega vel til áheyrenda." Því má skjóta hér inn til upplýs- inga að textinn í „Söngnum um flóna“ sem Mefistoteles syngur, er eftir Göthe og þýddi Magnús Asgeirsson hann af mikilli snilld. Musorski samdi svo lag við rúss- neska þýðingu á ljóðinu. Og er það til merkis um næmi Magnúsar að ljóð hans fellur eins og flís að rassi við lag Musorskis. Þessa flóasöngs er á nokkrum stöðum sérstaklega getið í umsögn frönsku blaðanna. í blaðinu Le Figaro 13. febrúar segir Pierre-Petit um Útskúfun Fausts m.a. að næstsíðasta senan, þar sem Faust færir Mefistótelesi sálu sína, sé stórkostleg nútíma opinberun, með ringulreið bygg- inga og því snjallræði að láta engl- ana með svörtu vængina, sendi- boða Lucifers, svífa yfir. Víðar má sjá að sýningin hefur verið íburðar- mikil. Faust birtist t.d. fyrst í lausu lofti, sem menn kunna misvel við. Um söngvarana segir í Le Figaro að þeir hafi allir verið í hæsta gæðaflokki. Og um Kristin Sig- mundsson sérstaklega segir hann: „Það er íslendingurinn Kristinn Sigmundsson sem frumsyngur hlutverk Mefistotelesar. Hann beit- ir í senn mikilli skynsemi við túlk- un hlutverksins og áhrifamætti bariton-bassa, sem er bæði fagur og hljómmikill.“ Radio Notre Dame fjallar í tón- listarþætti 11. febrúar um sýning- una. Segir Claude Olivier þar að Útskúfun Fausts eftir Berlioz sé vafalaust eitt hið erfiðasta verk að setja á svið. En hann játar að í samaburði við Faust eftir Go- unod, þá finnist sér engin af aðal- persónunum, Faust, Mefistoteles eða Margarite sérstaklega spenn- andi. í kosertformi sé betur túlkuð músiksnilli Berliozar og Útskúfun hans. Þrátt fyrir öfgafulla sviðs- setningu komi söngvararnir vel út, svo sem Thomas Moser í erfiðu hlutverki Fausts, þrátt fyrir svolít- inn yeikleika á hæstu tónunum, og íslendingurinn Kristinn Sig- mundsson, sem á sviðinu sé áhrifa- mikill Mefistoteles með hljómfagra baritonbassarödd og sterka eins og maður geti frekast óskað. Blaðið Le Croix fjallar 22. febr- úar í músikgagnrýni um „Helvíti og Útskúfunina". Philippe Ventur- ini er ekki ánægður með aðal- söngvarana og gagnrýnir þá. Þeg- ar hann kemur að Kristni segir hann þó: „Kristinn Sigmundsson syngur frönskuna með kórréttum framburði, en Mefistoteles hans skortir mjög blæbrigði.“ Loks komum við að Le Canard enchainé, sem jafnan fer sínar eig- in leiðir í spotti og munnsöfnuði. Luc Décygnes er ekkert hrifin af þessari óperu, sem hún viðurkenn- ir þó að sé vel gerð, af smekk og illsku; meira að segja hrífandi. Hún er heldur ekkert hrifin af að fá til að setja hana upp ítala frá Turin, þar sem hann hafi áður sett þetta verk á svið. Óhjákvæmilega sé á sínum stað Söngur Mefistotelesar um flóna, sem henni virðist aldrei hafa líkað, segist lengi hafa langað til að strá á hann lúsardufti. Samt finnst henni Mefisto Kristins Sig- mundssonar hreint ágætur og karl- mennskan uppmáluð. Hann virðist semsagt sleppa furðu vel frá þess- um gagnrýnanda sem hefur allt á hornum sér og notar gróft orðalag. (Samantekt E.Pá.) Fermingar Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 12. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Fermingar. í þessum blaðauka verður fjallað um ferminguna frá ýmsum sjónarhornum, rætt við fermingarböm fyrr og nú, foreldrar teknir tali, uppskriftir á fermingarborðið, gjafir, hárgreiðsla, fatnaður og margt fleira. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til ki. 17.00 mánudaginn 6. mars. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Guðný Sigurðardóttir, sölufulitrúar í auglýsingadeild, í síma 569 11 71 eða með símbréfi 569 11 10. fÍttrgmmMnfoilj* - kjarni málsins! Einsöngvarapróf í Langholtskirkju TÓNLEIKAR hljóm- sveitar Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða haldnir í Langholts- kirkju í dag, sunnu- daginn 5. mars, kl. 17. Tónleikarnir eru fyrri hluti einsöngv- araprófs Erlu Berg- lindar Einarsdóttur, sópransöngkonu, frá skólanum. Á efnisskránni er St. Edmundsbury lúðrakall eftir Benj- amin Britten, „Miseri no, misera patria", Hob. XXVIa:7, kant- ata fyrir sópran og hljómsveit Aðgangur að tónleikunum er eftir Haydn, Brot úr Þorlákstíð- ókeypis. Erla Berglind Einarsdóttir um eftir Einar Jóns- son, Söngvar úr Ljóðaljóðum fyrir sópran og hljóm- sveit eftir Pál ísólfs- son, í hljómsveitar- útsetningu Atla Heimis Sveinsson- ar, Nehmt meinen Dank, ihr holden Gönner Kv. 383, konsertaría fyrir sópran og hljóm- sveit eftir Mozart og Sinfónía nr. 1 í B-dúr op. 38 Schumann (Vor- hljómkviðan). Fulltrúar Alandseyja á menningarhátíð ÁLANDSEYJAR eiga sína fulltrúa á Menningarhátíðinni Sólstöfum sem nú stendur yfir í Reykjavík, á Akureyri og á ísafirði. Tónlistarmennirnir Björn Blomqvist bassasöngvari og Marc- us Boman píanóleikari halda tón- léika í næstu viku á Akureyri, í Norræna húsinu í Reykjavík og á ísafirði. Fyrstu tónleikarnir verða í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju á mánudag 6. mars kl. 20.30. Þann dag heldur Björn einnig námskeið á vegum Tónlistarskólans á Akur- eyri. Þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30 verða tónleikar í Norræna húsinu og fimmtudaginn 9. mars kl. 20.30 koma þeir félagar fram í Sal frí- múrara á ísafirði. Á efnisskránni eru verk eftir Carl Loewe, Hugo Wolf, Lars Karlsson, Marcus Boman og Emil Sjogren. Bjöm Blomqvist bassasöngvari stundaði söngnám við Sibeliusar- akademíuna frá 1988 og hefur auk þess stundað nám hjá Heinz Reeh, Herbert Brauer og Gloriu Davy. Frá 1994 hefur hann unnið með óperusmiðju Finnsku óperunnar. Björn hefur oft komið fram opin- berlega á undanförnum árum, haldið einsöngstónleika og sungið einsöng með kórum. Hann hefur einnig sungið ýmis hlutverk í óper- um. Marcus Boman píanóleikari er einnig tónskáld og hefur verið skólastjóri Tónlistarstofnunarinn- ar á Álandseyjum frá 1989. Hann lagði stund á píanóleik hjá José Ribera í Stokkhólmi og síðar við Sibeliusarakademíuna undir leið- sögn Inkeri Siukonen. Marcus Bo- man kemur reglulega fram sem einleikari og tekur virkan þátt í flutningi kammertónlistar í heima- landi sínu. Miðar á alla tónleikana verða seldir við innganginn. \ I \ í ; \ > \ í \ f í i f í i f i i y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.