Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ k Morgunblaðið/Kristinn CHRIS Heister Evrópa bíður ekki eftir okkur Einn þeirra þingmanna, sem sóttu ísland heim í tilefni af þingi Norðurlandaráðs, er Chris Heister þingmaður sænska Hægriflokksins. Afskipti hennar af stjómmálum hófust þegar hún stjómaði kosningabaráttu flokksins 1985. í stjómartíð flokksins 1991-1994 var hún ráð- gjafí Carls Bildts leiðtoga flokksins, meðal annars um norræn málefni. Sigrún Davíðsdóttir tók Heister tali og leitaði eftir áliti hennar á starfí þingsins og aðstæð- um í sænskum stjómmálum. CHRIS Heister er ein þeirra hægri- flokksmanna sem hleypt hafa fjöri í flokksstarfið og sænska stjórnmálaumræðu undanfarin ár. Hún hefur setið á sænska þinginu síðan 1991 og í Norður- landaráði síðan á síðasta ári, en vann í flokknum og var reyndar einnig ritari norrænu íhaldsflokkanna í Norðurlandaráði áður en hún settist á þing. Heister stjómaði kosningabaráttu flokksins 1985, sem þótti takast vel og varð árið eftir aðstoðarmaður Carls Bildts er hann tók við formennsku í flokknum 1986. Hún er því ein þeirra sem hafa sett svip sinn á flokksstarfið undanfarin ár og verið í þeim harða kjama, sem umkringir flokksformanninn. Það er gjaman haft á orði að konur séu ekki nægilega áberandi innan flokksins, en Heister er á við margar og er heldur ekki sátt við eitthvert kvóta- kerfi í ráðningu kvenna. Nauðsynlegt að ljúka við skipulagsmálin Rétt eins og fleiri íhaldsmenn í Norður- landaráði er Chris Heister ekki með öllu ánægð yfir að ekki náðist samstaða um að ganga frá skipulagsmálum ráðsins nú og treysta þar með grann hins pólitíska samstarfs þess. Þó nú sé skýrt kveðið á um þríþætt verkefni ráðsins, samstarf á norrænu sviði, svo sem á sviði mennta og menningar, samstarf við grannsvæðin og Evrópusamstarf, bendir Heister á að for- gangsröð verkefna og markmið samstarfs- ins séu skilgreind svo almennt að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skor- ist. „Vissulega hefði verið betra að leggja nákvæman ramma á þinginu nú um hvern- ig starfið verði skipulagt. Fyrst ekki var gengið frá skipulagsmálum þingsins er óhjákvæmilegt að við missum svolítið flug- ið. Það er óneitanlega öfugsnúið að um leið og Evrópa er sameinaðri en nokkra sinni áður, skuli Norðurlöndin vera minna samstiga en áður. Það skiptir ekki síst máli fyrir Island og Noreg, löndin sem era utan Evrópusambandsins, að þarna skapist góð tengsl. Áframhaldandi glíma við skipu- lagsmálin dregur kraft úr hinu pólitíska stai’fí framkvæmdanefndarinnar. Þessi staða leggur mikla ábyrgð á herðar forseta ráðsins, sem bæði þarf að sinna skipulags- málum og hinum pólitísku málum. Ég er því feginn að í þann stól hefur valist jafn atkvæðamikill stjómmálamaður og Geir H. Haarde, því nú gildir að hinn pólitíski kraftur ráðsins sé sem mestur. Þó Evrópusamstarfíð sé eitt af burða- rásunum í starfi ráðsins þá vantar enn að ákveða hvemig samstarfínu við norrænu þingmennina á Evrópuþinginu verði háttað. Norðurlandaráð getur ekki setið þing eftir þing og rætt skipulagsmál, sem aldrei eru afgreidd. Evrópa bíður ekki eftir að við komum okkur niður á þessi atriði. Aflétta. þarf höftum af orkuiðnaði Samstaða Norðurlanda skiptir miklu máli innan ESB því þar getum við gegnt lykilhlutverki, til dæmis varðandi útvíkkun þess í austurátt og þá einkum aðild Eystra- saltslandanna. Einnig er það stórt verkefni að móta öryggissamstarf ESB og í því sambandi er hugmynd Carls Bildts um norræna friðargæSlusveit mjög áhugaverð. Við getum einnig notað norrænt samstarf til að ýta undir evrópska þróun, til dæmis á sviði upplýsingatækni og orkumála. Hér á ég við að afnám hafta hvað raf- orkumarkaðnum viðvíkur stuðlar að sam- eiginlegum norrænum raforkumarkaði. Einnig eru uppi hugmyndir um að tengja saman raforkumarkað í Eystrasaltslöndun- um, Danmörku og Noregi. Á þennan hátt mætti hugsanlega ná betri raforkunýtingu og um leið yrði hún ódýrari, sem kemur bæði einstaklingum og fyrirtækjum til góða og gerir norræn fyrirtæki samkeppnishæf- ari miðað við fyrirtæki í Suðaustur-Asíu. Ýta ber undir þróun upplýsingatækni Sama má segja um afnám hafta hvað símamarkaðnum viðvíkur til að ýta undir notkun upplýsingatækni. Hér hafa Svíþjóð og Finnland gengið á undan með góðu fordæmi og losað um höft á þessu sviði og sama gerist vonandi sem fyrst á hinum Norðurlöndunum, því hver dagur í víglínu þróunarinnar er mikilvægur. Á sviði upplýs- ingatækni á sér stað gífurleg þróun, sem hægt er að nýta. Hér er ég ekki aðeins að tala um möguleika þeirra, sem sitja beinlínis við tölvuna, tengdir við umheiminn með mótaldi, heldur líka þau áhrif, sem þróun upplýsingatækni hefur og á eftir að hafa á líf okkar allra. Þessara áhrifa gæt- ir víða, til dæmis á sviði umferðaröryggis og heilsugæslu og nýrra möguleika innan menntunar og kennslu. Upplýsingatækni getur aukið öryggi fólks, bæði tölvunotenda og hinna sem ekki sitja við skjáinn. Benda má á notkun tölvu í sjúkrabílum, sem býð- ur upp á aukna möguleika á að byrja strax meðhöndlun í bílnum. í gegnum tölvu má miðla upplýsingum, bæði til þeirra sem era í sjúkrabílnum og eins að þeir miðli sjúkra- húsinu upplýsingum, sem era þá til reiðu, þegar sjúklingurinn kemur þangað. Kröftug norræn samvinna getur ýtt undir evrópska þróun Með því að beita norrænni samvinnu á þessum sviðum fengist vonandi sami kraft- ! ur í hana og var á þeim tíma þegar gerðir } voru samningar um norræna vegabré- | fasambandið og sameiginlegan vinnumark- að fyrir Norðurlöndin. Það verður ekki nógsamlega undirstrikað hve kröftug nor- ræn samvinna getur í raun ýtt undir evr- ópska þróun og skapað Norðurlöndunum forskot og gert þau leiðandi á þeim sviðum, þar sem möguleikar hennar eru vel nýttir." Endurskoðun velferðarkerfisins Svíar era neyddir til að endurskoða vel- j ferðarkerfið frá grunni. Hver er boðskapur . Hægriflokksins í þessum málum? „Það sem okkur liggur þyngst á hjarta er hve almenningur er háður hinu opinbera vegna alls kyns bótagreiðslna og hvað hver og einn hefur í raun lítið svigrúm til að stjórna eigin lífi. Við vildum gjarnan búa svo um hnútana að fólk geti lagt sig fram og þá um leið uppskorið meira. Það skiptir öllu máli að koma því svo fyrir að kerfíð ( standi undir sér, svo að böm og bamabörn okkar verði ekki látin borga brúsann. Okkur fínnst til dæmis koma vel til I greina að bjóða upp á mismunandi sjúkra- tryggingar, sem fólk geti valið um, eftir því hvað henti þeim best. Það er ekki víst að ungt fólk og gamalt hafí sömu þarfir og óskir í þessum efnum. Það er eðlilegt að fólk geti gengið að einhveiju grundvalla- röryggi, en þess utan sé mögulegt að velja um ólíkt fyrirkomulag. Víðast er það fyrsta verkefni nýstofnaðrar fjölskyldu að eignast I þak yfír höfuðið. Á þessu sviði þurfa að I gildar fastar reglur, sem fólk á að geta } gengið að vísum, svo það eigi ekki stöðugt undir högg að sækja hjá duttlungafullum stjórnmálamönnum. Ég efast ekki um að það er vilji meðal Svía á að finna nýjar leiðir. í stjómartíð sinni beitti Hægriflokkurinn sér fyrir því að auðveldara yrði að stofna einkaskóla og þetta varð til þess að á þremur áram voru stofnaðir 250 nýir skólar og nú liggja i 150 umsóknir um leyfí til að stofna skóla. | Einnig beittum við okkur fyrir að foreldrar gætu fengið framlag fyrir að gæta barn- anna sjálfír í stað þess að senda þau í gæslu. Þetta varð feikilega vinsælt og margir nýttu sér það. Eftirspurn eftir þess- um nýju tilboðum sýnir að fólk vill gjarnan fara aðrar leiðir en áður var boðið upp á. Sænskir jafnaðarmenn vilja hins vegar halda í einkarétt hins opinbera en láta sér nægja að skera aðeins niður millifærslur, , í stað þess að hugleiða innihald og fram- boð kerfísins. Svíar háðari kerfinu en fjölskyldunni Ofuráhersla velferðarkerfísins á ein- staklinginn í stað fjölskyldunnar hefur gert það að verkum að Svíar eru miklu háðari kerfínu en fjölskyldunni. Það hefur verið bent á að Svíar búi nánast í erfðastéttaþjóð- félagi líkt og Indveijar, þar sem einstakl- ingar geti í raun ekki rifið sig upp úr þeirri stétt sem þeir fæðist í, því valfrelsið sé lít- 1 ið og ýti undir ríka tilfinningu fyrir að j ekki þýði að leggja sig fram og að það | hafí ekkert upp á sig að mennta sig. Mér er ógleymanlegt að í kosningabaráttunni 1991 fór ég á borgarafund í úthverfi Stokk- hólms, þar sem mikið er um innflytjendur. Þarna voru margir jafnaðarmenn, sem gerðu harða orðahríð að okkur. Skammt frá mér stóð maður nokkur, dökkur yfirlit- um og virtist hlusta af athygli, en sagði ekki orð. Eftir fundinn gekk hann til mín , og spurði hvort öruggt væri að Hægriflokk- j urinn ætlaði að stuðla að því að hægt væri að velja skólavist að vild, án tillits til búsetu og þá jafnt hjá sveitafélaginu og í einkaskóla. Ég kvað já við og honum var greinilega létt, því hann sagðist vilja gefa börnum sínum tækifæri til þess, sem hann átti ekki kost á. Á margan hátt má segja að ósveigjanlegt kerfi hafi hindrað foreldra í að nýta sér rétt sinn sem foreldra til að ráða yfir börnum sínum og að ríki og bæj- arfélög hafi troðið sér í þeirra stað. Þessu viljum við breyta."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.