Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ HEILDVERSLUN Halldórs Jónssonar hóf störf fyrir 40 árum í kytru uppi á lofti í Hafnarstræti 18. í HÚSI Halldórs Jónssonar hf. er stór fræðslusalur. Þar var í vik- unni námskeið og kom sérfræðingur frá einu umboðinu til að fræða notendur um meðferð á snyrtivörunum. HALLDÓR Jónsson, stofnandi fyrirtækjanna. Teikning eftir Orlyg. ekki bara hætt. Ég vildi keyra þetta áfram. í fyrirtækinu var svo dug- legt starfsfólk, sem hefur alltaf staðið við bakið á mér. Það skiptir ekki svo litlu máli þegar maður stendur uppi einn,“ segir hún. Þá var fyrirtækið til húsa í Dugguvogi 10 og Lystadúnn í húsinu við hlið- ina. Halldór hafði árið 1963 keypt pappaverksmiðju þar til að ná í húsnæðið og flutt inn í Voga. Og 1964 var byggt á næstu lóð hús- næði fyrir framleiðslu Lystadúns. Hinn 12. mai árið 1987 varð mikill bruni í Dugguvogi 8, er hús Lystadúns brann, en það var um þriðjungur af húsnæði fyrirtækis- ins. Við límingu á dýnunum mynd- aðast gas. Þetta var mikið bál og brann húsið alveg til grunna. Hvernig upplifði Agna þetta? „Ég var heima og heyrði í slökkviliðsbíl- unum. Hélt að kviknað væri í barnaheimilinu og keyrði af stað. Þá sá ég að það var Lystadúnn. Og ég vissi af saumakonunum uppi á annarri hæð. Þær voru lokaðar þar uppi. Það var skelfilegt! Maður getur ekki borgað mannslíf. En þær náðust út, ein og ein, með lyftara úr næsta húsi. Að þær komust út skipti auðvitað mestu máli. Þessu gleymi ég aldrei. Hitt húsið brann ekki, sem var mikil heppni. Ég var alveg ákveðin í að halda áfram, annað kom ekki til greina. Með hjálp starfsfólksins gekk þetta, það stóð eins og klettur. Nýlega sagði það mér að þau hafí orðið hrædd um að ég mundi hætta. Ég er fegin í dag að svo var ekki.“ Fleiri koma til liðs Agna segir að það hafi bjargað að vel var tryggt og líka við rekstr- arstöðvun á starfseminni. í fyrstu fengu þau inni hjá Pétri Snæland, sem þau höfðu haft mikil sam- skipti við. „Það er svo gott og hjálp- samt fólk á íslandi," segir Agna. Strax var farið í að byggja upp, og nú ákveðið að koma starfsem- inni undir eitt þak. Var byggt upp í Skútuvoginum yfír 3:000 fer- metra hús. Tilhögun þar geysileg bylting fyrir alla aðstöðu fyrirtækj- anna miðað við það sem áður var. Þetta var mikið átak. Þar var ekki látið staðar numið. Mesta breytingin segir Agna að hafi orðið þegar stofnað var Lystadún-Snæland á árinu 1991. Þessi fýrirtæki runnu saman þann- ig að Snæland myndar 40% af nýju hlutafélagi og Lystadún 60%. Og nú í haust kom Sveinn Jónsson inn í Halldór Jónsson hf. með 15% hlut með bandaríska umboðið Sebastian á íslandi. Og Halldór Jónsson hf. keypti öll umboðin af Sigrúnu Sæv- arsdóttur í Classic, svo sem Yves Saint Laurent, Rochas, o.fl. „Ég er mjög ánægð með þetta,“ segir Agna. „Stundum er ég alveg hissa á hvað allt virðist eins og ganga af sjálfu sér. Eins og t.d. þegar salan i Dugguvoginum gekk strax þegar við fórum að byggja upp í Skútuvoginum. Ég trúi því að Halldór standi á bak við okkur. Fyrirtækið er mitt líf. Ef ég fer að heimsækja fjölskylduna í Dan- mörku, er ég ekki búin að vera lengi þegar ég dríf mig heim. Ég vil vera með,“ segir þessi óbangna kona. Ekki eiga mörg fyrirtæki sögu sína skráða. Annáll þessa fyrirtæk- is ertil, snyrtilega skrifaður jafnóð- um ár fyrir ár af bókaranum Haf- steini Björnssyni, allt frá því keypt var kaffikanna fyrir 11 krónur, skjalaskápur og möppur í skrifstof- una í Hafnarstræti og þar til hann lést 1987. Breytingarnar eru gífur- legar. „Mér þykir vænst um að ég heyri enn hve mikið traust Halldór hafði og að hann aflaði fyrirtækinu orðstírs, sem við búum að. Fyrir- tækið á að halda áfram eftir minn dag. Það væri synd Halldórs vegna ef ég hefði ekki reynt að ávaxta það pund,“ segir Agna. „Hér þykir mér gott að vera,“ segir Agna að lokum. „Ég get ekki annað sagt en að Islendingar eru ólíkir Dönum. En ég er frá Jót- landi og fólkið þar er svo líkt íslend- ingum, gestrisið og góðir vinir.“ HUGO ER KOMINN I BÆINN OG LENDIR í SKEMMTILEGUM OG SPENNANDI ÆVINTÝRUM. SVO TALAR HANNALVEG FRÁBÆRA ÍSLENSKU! SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 25 SÝMDí HÁSKÓLABKH OC BORCARBÍÓIAKUREVRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.