Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MISMUNUN I FISKVINNSLU SAMTÖK fiskvinnslu án út- gerðar hafa sent samkeppn- isráði kæru. Samtökin hafa óskað eftir því, að ráðið taki til athugun- ar samkeppnismismunun í físk- vinnslunni. í bréfi, sem Jón Stein- ar Gunnlaugsson, hæstaréttarlög- maður, hefur skrifað samkeppnis- ráði, bendir hann á, að þau fyrir- tæki, sem reki bæði útgerð og fiskvinnslu og hafi fengið úthlutað kvóta endurgjaldslaust frá ríkinu, fénýti þessar heimildir og geti síð- an flutt þá fjármuni beint og óbeint frá útgerð til fiskvinnslu, þó að í raun sé um tvær atvinnu- greinar að ræða. Hér er um mjög athyglisvert mál að ræða. Hvarvetna í atvinnu- lífinu er krafan um jöfn rekstrar- skilyrði fyrirtækja mjög hávær. Alveg sérstaklega er lögð áherzla á, að hvers konar fyrirgreiðsla af hálfu ríkisins skekki samkeppnis- stöðu fyrirtækja og geri þeim fyr- irtækjum, sem ekki njóta slíkrar fyrirgreiðslu, nánast ómögulegt að keppa við hin. Þessi krafa hef- ur komið fram í mótmælum skipa- smíðastöðva í einkaeign við þátt- töku opinberra aðila í því að bæta starfsaðstöðu annarra skipa- smíðastöðva. Krafan hefur komið fram í mótmælum hugbúnaðarfyr- irtækja vegna mismunandi starfs- aðstöðu þeirra og fyrirtækja í rík- iseign, sem hafa mikla hugbúnað- argerð með höndum. Hún kemur fram í ítrekuðum mótmælum sam- keppnisfyrirtækja Pósts og síma vegna viðskiptahátta þeirrar stofnunar. Engin fyrirtæki hafa hins vegar fengið jafn gífurlega fyrirgreiðslu frá hinu opinbera eins og þau út- gerðarfyrirtæki, sem fengu veiði- heimildum úthlutað í upphafi end- urgjaldslaust og hafa síðan fengið leyfi til þess að stunda viðskipti með þær að eigin vild. Það er auðvitað ljóst, að þessi endur- gjaldslausa úthlutun skekkir mjög samkeppnisstöðu þeirra fisk- vinnslufyrirtækja, sem starfa án útgerðar og standa að ofan- greindri kæru, en ekki síður þeirra útgerðarfyrirtækja, sem hugsan- lega eru starfrækt eða eiga eftir að koma til sögunnar og hafa aldr- ei fengið endurgjaldslausa úthlut- un veiðiheimilda heldur verða að byggja starfsemi sína á heimild- 1 JOSEPH A Cá vl •Campbell miðaldafræðingurinn óumdeildi sem nú er látinn benti í einum af fyrirlestrum sínum um Ulysses (1922) og Finnegan’s Wake (1939)eftir James Joyce á þau ummæli Snorra Sturluson- ar að Oðinn og önnur germönsk og keltnesk goð hefðu á sínum tíma ver- ið sögulegar persónur í Trojustríðinu mikla en breytzt síðan í guði og gyðj- ur einsog Snorri fullyrti í formála fyr- ir Snorra Eddu. Það eru merkilegar náttúrulýsingar í ritum Hómers. Ef við lítum á Ilíóns- kviðu eru eftirfarandi lýsingar úr nátt- úrunni dæmigerðar fyrir þetta þrjú- þúsund ára gamla stríðslýsingarit og mikilvægu heimild um gríska goða- fræði. En hvernig snarar Sveinbjöm Egilsson þessum lýsingum sem við rekumst sífellt á í kviðunni: „Þeim fórst, sem ungum hindarkálfum, er ljónið hittir í bæli sínu; það grípur þá með hinum sterku tönnum sínum, bít- ur þá í sundur hæglega og tekur af þeim hið veika líf þeirra; en þó hindin sé þar mjög nálægt, getur hún ekki hjálpað þeim, því skelfilegur ótti kem- ur að henni, svo hún hleypur í ofboði, kófsveitt, gegnum hina þéttu skógar- runna, undan áhlaupi hins sterka dýrs. Svo gat eingi af Trójumönnum forðað þeim við bana, heldur flýðu sjálfir fyrir Argveijum" (XI, 104-120). Og ennfremur: „Hann var sem asni sá, er svo er latur, að margir lurkar hafa verið brotnir á honum; hann gengur utan með akurlendinu og treð- ur sér inn, þó smásveinar vilji verja honum; en þegar hann er kominn inn, þá bítur hann akurinn, þar sem hann er loðnastur; sveinamir lemja hann með lurkum og verða heldur smá ungl- ingahöggin og varla geta þeir rekið hann út, þegar hann hefir étið sig fullan af grasinu: svo fórst hinum ofur- huguðu Trójumönnum og hinum langtaðkomnu liðsmönnum þeirra við hinn mikla Ajant Telamonsson; þeir sóktu ávallt að honum og lögðu spjót- um í skjöld hans, en Ajant gerði ýmist, að hann snerist við móti þeim og tók á heljarafli sínu, og tafði fyrir fylkingum hinna hestfimu Tróju- manna, eða hann snerist undan á flótta." (XI, 534-560) Þá segir einnig í Ilí- ónskviðu: „Hörfaði Menelás þá á bak aftur frá líkinu, og leit oft um öxl sér, svo sem kamploðið ljón, þegar menn og hundar fæla það frá fjárhúsi með spjótum og óhljóðum; kemur þá hrollur í hugfulla hjartað, er það á í bijósti sér, svo ljón- ið fer frá fjárhúsinu, og þó nauðugt: svo gekk hinn bleikhári Menelás frá Patróklusi." (XVII, 96-121) Og enn: „Ajant brá hinum víða skildi sínum yfir Menöytsson, og stóð svo sem ljónsmæðra stendur hjá hvolp- um sínum, þegar veiðimenn mæta henni á skóginum, þar sem hún fer með hvolpana; hún drambar af styrk- leik sínum og hleypir allri ennisfyll- unni niður fyrir, svo ekki sér í augun: svo gekk Ajant í kringum kappann Patróklus..." (XVII 121-126) Og enn: „Svo sem reykinn leggur upp alt til himins úr borg nokkurri á fjarlægri eyju, er óvinir heija á; halda eyjarskeggjar upp harðri orustu allan daginn í gegn, og veija borg sína; en jafnskjótt og sól er runnin, blossa vit- ar upp hverr hjá öðrum, og skýtur bjarmanum hátt í loft upp svo nábú- amir geti séð, ef svo mætti verða, að þeir kæihi á skipum til að frelsa þá úr háskanum: svo lagði ljómann til himins af höfði Akkils." (XVIH, 201-226) Og loks: „Svo sem þá er vatnsveit- ingarmaður ræsir fram vatn frá kol- blárri uppsprettulind og veitir því yfir skóga og eikigarða, heldur á reku í höndum sér og varpar burt úr renn- unni, því sem fyrirstöðu gerir; en er vatnið fær framrás, velta undan allir smásteinar; bunar vatnið þá ótt ofan eftir hallandanum, svo veitumaður hefur ekki við því: svo náði straumald- an Akkilli ávalt, þó hann væri léttur á sér, þvf guðir eru mönnum máttk- ari.“ (XXI, 237-261) Hið sama er uppi á teningnum í Odysseifskviðu, eða Odysseifs-drápu einsog Sveinbjöm Egilsson kallar hana í útgáfunni frá 1829. Dæmi þess má finna undir lok drápunnar, eða í 22. kafla, þegar Odysseifur hefur drepið alla biðlana heima í höll sinni í íþöku: „Hún fann Odysseif í valnum, dreyra- drifinn og blóðstorkinn; var hann líkur ljóni því, er kemur úr nautsskrokki, HELGI spjoll um, sem borgaðar eru fullu verði. Aðstöðumunur þeirra, sem fengu veiðiheimildir fyrir ekki neitt, og hinna, sem hafa ekki fengið slík gæði úr hendi opin- berra aðila, er svo mikill, að í raun og veru er nánast ómögulegt að reka atvinnufyrirtæki við þær að- stæður. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver afstaða sam- keppnisráðs verður til þessarar kæru. En það er líka ljóst, að þetta er ekki bara mál samkeppnisráðs. Allir þeir, sem telja sig fýlgj- andi einkarekstri og fijálsu fram- taki í atvinnulífinu, hljóta að spyija sig þeirrar spurningar, hvernig hægt sé að láta slíka mis- munun viðgangast. Allir þeir, sem á undanförnum árum hafa gert kröfu til þess, að millifærslur til fyrirtækja úr sjóðakerfum verði aflagðar til þess að eðlileg sam- keppnisskilyrði ríki, hljóta að taka undir með þeim sem krefjast breytingar á þessum ójöfnu rekstrarskilyrðum. Þetta á alveg sérstaklega við um talsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem alla tíð hafa verið sterkustu boðberar frjálsrar samkeppni og einkaframtaks. Hvernig geta þeir horft framhjá þeirri mismunun, sem hér á sér stað? Hvernig geta yfirleitt nokkrir talsmenn einka- framtaks, hvort sem er á vett- vangi stjórnmálaflokka eða at- vinnulífs, látið þetta kerfi átölu- laust? Samtök fiskvinnslu án útgerðar hafa hreyft hér merkilegu máli. Samtökin hafa bent á einn þátt í núverandi kerfi fiskveiðistjórnun- ar, sem skapar slíkan aðstöðumun í atvinnulífinu, að óviðunandi er með öllu. Þess vegna geta stjórn- málaflokkarnir ekki litið svo á, að hér sé eingöngu um málefni sam- keppnisráðs að ræða. Þeir hljóta að láta þessa mismunun til sín taka og m.a. lýsa afstöðu sinni til hennar í kosningabaráttunni, sem nú er að heijast. sem það hefir upp etið: öll bringa þess og kjaftvikin beggja vegna löðra í blóði og sjálft er það ógurlegt ílits." Eða: „Þá brá Aþena upp hinum mannskæða ægiskildi þar sem hún sat uppi á þak- inu. Urðu þá hjörtu biðlanna óttasleg- in; þeir riðluðust felmtrandi innan um stofuna, eins og nautahjarðir, þegar hin áfjáða broddfluga leggst á þær, og ærir þær á vorin þegar dagana tekur að lengja. En hinir voru eins og klóbjúgir bjúgnefjaðir haukar, sem koma af fjöllum 0fan, og steypa sér niður á smáfugla; fuglamir þora þá ekki að vera uppi undir skýunum og vilja þjóta niður á láglendið, en hauk- amir stökkva á þá og drepa þá, verð- ur þar eingi vöm fyrir og ekkert und- anfæri, en mennimir hirða fuglana, sem niðurdetta, og þykir vænt um: allt eins mddust þeir Odysseifur um í stofunni og börðu biðlana á báða bóga en þeir hljóðuðu afskaplega þeg- ar þeir fengu höfuðhöggin og allt gólf- ið flaut í blóði.“ Það er víðar barizt en f islendinga sögum og hryllileg manndráp eru svo sannarlega ekki bundin við Sturlungu eina! í bókmenntum okkar hafa marg- ir orðið að sætta sig við „hinn harð- leikna dauða", svoað enn sé vitnað til Odysseifs. 1 07 AÐFERÐ ÍSLENDINGA /Ld t *sagna er önnur en hér er lýst, enda em þær ekki ljóðsögur, heldur óbundið mál. Og líkingar Krists em úr umhverfi hans, næsta ná- grenni. Hann sækir þær í lífíð sjálft. En höfundur Hómerskviða sækir lík- ingar sínar í náttúmna. Með skírskot- unum í hana lýsir hann mannlífinu. Það gerir Dante einnig oft í sínum Guðdómlega gleðileik og fetar í fót- spor Hómers, þótt hann noti Eneasar- kviðu Virgils kannski fremur sem fyr- irmynd, enda er Virgil önnur aðalper- sóna gleðileiksins og samfylgdarmað- ur Dantes um Helvíti og Hreinsunar- eldinn og að Paradís, en Beatrísa tek- ur við eftir ferðalagið mikla um hinn dimma og kuldalega dauðramanna- heim þarsem viðmælendur skáldanna hverfa f eldinn einsog glitrandi fiskar styngi sér í djúpið og týnist f ölduna svoað vitnað sé í eina kviðu Hreinsun- are.ldsins. M (meira næsta sunnudag) AÁRSFUNDI LANDS- banka íslands í gær, föstudag, vék Sighvat- ur Björgvinsson, við- skiptaráðherra, að hlutafélagavæðingu ríkisbankanna og sagði m.a.: „Þrátt fyrir markvissar og athyglisverðar aðgerðir núverandi ríkisstjómar til einkavæðingar hefur lítið sem ekkert miðað í þá átt á fiármagnsmarkaði frá því, að Útvegsbanki Islands og þrír einkabankar runnu saman í íslandsbanka árið 1990. Ríkisviðskipta- bankamir tveir, Búnaðarbanki íslands og Landsbanki íslands, hafa til samans um 60% markaðshlutdeild meðal banka og sparisjóða og allir helztu fjárfestingarlána- sjóðir atvinnuveganna em enn í eigu ríkis- ins. Ríkisviðskiptabankarnir og nokkrir fjárfestingarlánasjóðanna eiga svo dijúgan hlut í ýmiss konar fjármagnsfyrirtækjum. Þegar allt er talið er þátttaka ríkisins í fjármagnsfyrirtækjum því ótrúlega mikil. Þetta kemur glöggt fram í nýlegri skýrslu Samkeppnisstofnunar um stjómunar- og eignatengsl í íslenzku atvinnulífi." Í framhaldi af þessum ummælum benti viðskiptaráðherra á, að þátttaka ríkisins í fjármálafyrirtækjum hefði ekki farið fram hjá alþjóðlegum stofnunum á borð við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn, OECD og Alþjóða- viðskiptastofnunina. Síðan sagði Sighvatur Björgvinsson: „Ykkur er að sjálfsögðu kunnugt, að uppi hafa verið hugmyndir á þessu kjör- tímabili að breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélagabanka. Úr því hefur ekki orð- ið, einkum vegna erfiðleika í íslenzku éfna- hagslífi á síðustu áram, sem kom niður á fjárhagslegum styrk bankanna. Nú eru ytri aðstæður smám saman að breytast. Það vorar á ný í íslenzku efnahagslífi eft- ir langt samdráttarskeið og þess er þegar farið að gæta í afkomu banka og spari- sjóða. Það er því að verða tímabært að huga að ný að hlutafélagavæðingu ríkis- viðskiptabankanna. Er ég þess reyndar fullviss, að næsta ríkisstjóm mun stíga þetta skref enda víki hún ekki af þeirri braut, sem mörkuð hefur verið að laga íslenzkt efnahagslíf að þeim búskaparhátt- um, sem vel hafa reynzt í grannríkjum okkar. Rök fyrir þessari skoðun minni era einkum þessi: m 1. Með hlutafélagavæðingu era starfs- skilyrði ríkisviðskiptabankanna og hlutafé- lagabankans jöfnuð. Ýmis atriði era ríkis- viðskiptabönkunum í hag en önnur hlutafé- lagabankanum. Mismunandi starfsskilyrði valda sífelldri togstreitu á báða bóga. Eðlilegasta og einfaldasta leiðin til að jafna þennan mun er að breyta ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélagabanka. 2. Ríkisviðskiptabankamir eiga óhægt um vik að afla sér aukins eigin fjár. Vilji þeir taka víkjandi lán á markaði þarf sam- þykki Alþingis. Þá geta þeir ekki aflað sér fjár með útgáfu hlutabréfa. Hlutafélags- bankinn býr ekki við þessar takmarkanir. 3. Þótt ég telji ekki eftir mér að hitta, ræða við og skiptast á bréfum við stjóm- endur ríkisviðskiptabankanna vegna kröfu laga um ýmis afskipti ráðherra af málum bankanna, tel ég engu að síður eðlilegt að bankar sem og önnur ríkisfyrirtæki í samkeppnisrekstri þurfi sem minnst til hins pólitíska framkvæmdavalds að leita. Með hlutafélagavæðingu yrði dregið úr slíkum afskiptum. Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að láta nægja að breyta rekstrarformi ríkis- viðskiptabankanna heldur eigi ríkið einnig að losa sig út úr þessum rekstri. Þetta á hins vegar að gera í tveimur aðskildum skrefum og ekki byija að selja hlut ríkis- ins fyrr en hlutafélagavæðingunni er lokið og ljóst er, að bankamir og viðskiptavinir þeirra hér á landi og erlendis hafa sætt sig við þá breytingu.“ Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélags íslands, vék að sama^máli í ræðu á ársþingi Verðbréfaþings íslands sl. mánudag. Hann sagði m.a.: „Þótt þró- unin hafi verið mjög jákvæð á fjármagns- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 4. marz — ' -* .• 8 • . ■ Morgunblaðið/RAX markaðnum á undanfömum áram og miss- eram, þá má ekki láta hér staðar numið. Albrýnasta verkefnið framundan er að koma sem alstærstum hluta fjármálakerf- isins, sem er í eigu ríkisins, úr höndum stjómmálamanna í hendur markaðarins. Það gerist ekki öðra vísi en með sölu ríkis- banka og breytingu í sjóðakerfinu. Það er ótrúlegt, að ekki skuli vera meiri þrýsting- ur frá kjósendum, viðskiptalífinu og aðilum úr bankakerfinu á einkavæðingu fjármála- kerfísins. Neikvæðar hliðar hinnar póli- tísku yfirstjómar og ókostir kerfisins ættu að vera orðnar flestum löngu ljósir. Margt annað en smærra í sniðum væri ástæða til þess að ræða um, til þess að auðvelda þessa framþróun en verður ekki gert hér.“ EINS OG SJÁ MÁ af ofangreindum tilvitnunum í ræður viðskiptaráðherra og forstjóra 'Eim- skipafélagsins síð- ustu daga, er ljóst að einkavæðing rík- isbankanna er komin á dagskrá. Raunar er málið komið á það stig, að stjómendur Landsbankans settu á stofn fyrir nokkra nefnd til þess að undirbúa breytt rekstrar- form bankans. I upphafi þessa kjörtíma- bils var nokkuð rætt um hugsanlega sölu Búnaðarbankans til einkaaðila. Þá var horfið frá þeim áformum vegna þess, að allar aðstæður vora mjög óhagstæðar. í fyrsta lagi var bankakerfið að sigla inn í mjög erfítt tímabil mikilla afskrifta vegna tapaðra útlána. Bankar í nágrannalöndum okkar höfðu lent í svo miklum erfiðleikum, að ríkisstjórnir í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi höfðu orðið að hlaupa undir bagga. í öðru lagi benti margt til þess, að lána- kjör íslendinga á erlendum lánamörkuðum mundu versna, ef ríkisbankar yrðu einkav- æddir. í þriðja lagi var ljóst, að við þær aðstæður, sem þá ríktu mundi eigandi bankans, ríkið, tæpast fá hæsta mögulegt Einkavæð- ing ríkis- banka á dagskrá verð fyrir eign sína. Nú era aðstæður að breytast til batnað- ar eins og Sighvatur Björgvinsson benti á í ræðu sinni á ársfundi Landsbankans í gær, föstudag. íslenzku bankamir era komnir í gegnum verstu erfíðleikana. Þeir munu væntanlega allir skila hagnaði af rekstri síðasta árs þrátt fyrir miklar af- skriftir. Athyglisvert er í þessu sambandi, að eini einkabankinn, íslandsbanki, hefur komizt í gegnum þessa erfiðleika án þess að leita aðstoðar ríkisins, eins og einka- bankar á fyrrnefndum þremur Norður- landa urðu að gera. Bankakreppan hefur ekki orðið eins erfíð hér á íslandi eins og þar og víða annars staðar, þrátt fyrir allt. Aðstæður að þessu leyti eiga því ekki að koma í veg fyrir einkavæðingu bankakerf- isins. Með batnandi hag og afkomu bankanna aukast líkur á því, að ríkið mundi fá hæsta verð fyrir þessar eignir, yrðu þær seldar á opnum markaði. Það er hins vegar spum- ing, hver áhrifm yrðu á lánakjör okkar erlendis. Hugsanlega mundu þau eitthvað versna í bili en jafnast þegar frá liði og viðskiptaaðilum okkar í öðram löndum væri orðið ljóst, að bankamir væra eftir sem áður vel rekin og traust fyrirtæki eins og reynslan hefur sýnt þeim, að íslands- banki er. Þau rök, sem leiddu til þess í upphafi kjörtímabilsins, að hugmyndir um einka- væðingu ríkisbankanna voru lagðar til hlið- ar, eiga því ekki lengur við í dag nema að ipjög takmörkuðu leyti. Þess vegna er ánægjulegt, að viðskiptaráðherra skuli nú kveða upp úr með það, að tímabært sé að stíga það skref að breyta ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélög og selja síðan hlut ríkisins í þeim. Þegar að því kemur þarf að sjálfsögðu að vanda mjög til þeirrar sölu. í fyrrnefndri ræðu á ársfundi Lands- bankans vék Sighvatur Björgvinsson, að fjárfestingarsjóðunum og sagði: „Þessir sjóðir era barn síns tíma og era eins og nátttröll á markaði, sem hefur tekið gríðar- legum breytingum." Þetta er rétt en ein- mitt þess vegna má spyija með rökum, hvort ríkisstjórnin sé ekki á rangri leið með endurskipulagningu sjóðakerfisins. Eins og fram hefur komið er stefnt að því, að sameina Iðnlánasjóð og Iðnþróunar- sjóð og gera hinn sameinaða sjóð svo og Fiskveiðasjóð að hlutafélögum. Jafnframt á að setja á stofn sérstakan nýsköpunar- sjóð til þess að taka að sér fjármögnun á áhættuverkefnum og fleira. Það getur út af fyrir sig verið skynsamlegt en það er alveg ljóst, að fjárfestingarsjóðirnir hafa ekki lengur hlutverki að gegna. Fjár- magnsmarkaðurinn hefur tekið við þeim verkefnum, sem þessir sjóðir hafa haft með höndum. Hvers vegna á þá að halda starfsemi þeirra áfram? Búast má við því, að einkavæðing ríkis- viðskiptabankanna verði mjög til umræðu í kosningabaráttunni á næstu vikum og að eftir því verði gengið, að frambjóðend- ur og talsmenn flokkanna geri grein fyrir sínum sjónarmiðum í þessum efnum. Jafn- framt er ekki ólíklegt, að sá þrýstingur frá viðskiptalífínu, sem Hörður Sigurgests- son kallaði eftir á ársfundi Verðbréfaþings eigi eftir að aukast mjög. Með einkavæð- ingu ríkisviðskiptabankanna yrði stigið eitt stærsta skref i sögu lýðveldisins til þess að auka fijálsræði og draga úr mið- stýringu og áhrifum og afskiptum stjórn- málamanna af viðskipta- og atvinnulífi. EKKI ER ÓEÐLI- legt að menn hafí áhyggjur af sölu ríkisviðskiptabank- anna vegna þeirrar tilhneigingar til valdasamþjöppunar í viðskiptalífínu, sem gætt hefur á undanförnum áram. Morgunblaðið gerði þessa þróun mjög að umtalsefni í upphafi þessa áratugar og síðan hefur hún verið rædd með ýmsum hætti. ' Síðustu misserin hefur hins vegar margt gerzt, sem bendir til þess að nú sé að slakna á þessari tilhneigingu og að hún sé að snúast við. í kjölfarið á hrani Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, sem hafði verið annar póllinn í íslenzku viðskiptalífí áratugum saman, freistuðust nokkur öflug einkafyrirtæki til þess að kaupa upp hluta- bréf hvert í öðra, stundum með miklum yfirboðum. Þessi þróun hafði ipjög neikvæð áhrif á allt andrúm í kringum þau fyrirtæki, sem hlut áttu að máli og hefur vafalaust haft takmarkandi áhrif á umsvif þeirra í við- skiptaheiminum. Nú er hins vegar ljóst, að aukin vald- dreifing innan viðskiptalífsins er að koma til sögunnar. Ný fyrirtæki og nýir menn hafa látið að sér kveða svo um munar. Viðskiptalífið er að þessu leyti mun fjöl- breyttara en það var fyrir fimm áram. Sumir hafa haft áhyggjur af því, að ný viðskiptablokk væri að myndast á rústum Sambandsveldisins gamla. Vel má vera að svo sé en tæpast er við öðra að búast en ein blokk kalli á aðra. Aðalatriðið er þó, að mun fleiri sterkir þátttakendur era nú á vettvangi hinna hefðbundnu einkafyrir- tækja en áður og umsvif þeirra og athafn- ir koma í veg fyrir, að völd og áhrif í við- skiptalífínu flytjist um of á fárra hendur. Að þessu leyti hefur þróunin verið jákvæð frá því í byijun áratugarins. Jafnframt er Ijóst, að erlend samkeppni er að breyta öllum viðhorfum í viðskiptalíf- inu hér. Það má sjá á olíumarkaðnum, þar sem olíufélögin þijú standa frammi fyrir nýrri samkeppni erlendis frá og hafa þeg- ar bragðizt við henni með ýmsum hætti. Ekki er ólíklegt, að vaxandi samkeppni muni gæta á næstu árum í öðrum greinum viðskiptalífsins frá erlendum fyrirtækjum. Þegar þetta er haft í huga er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af því að eignarhald á núverandi ríkisviðskipta- bönkum muni færist á fárra hendur við einkavæðingu, og full ástæða var til að hafa í upphafi kjörtímabilsins. Slaknar á valdasam- þjöppun í viðskiptalífi „Þau rök, sem leiddu til þess í upphafi kjörtíma- bilsins, að hug- myndir um einka- væðingu ríkis- bankanna voru lagðar til hliðar, eiga því ekki lengur við í dag nema að mjög takmörkuðu leyti. Þess vegna er ánægjulegt, að viðskiptaráð- herra skuli nú kveða upp úr með það, að tímabært sé að stíga það skref að breyta ríkisviðskipta- bönkunum í hluta- félög og selja síð- an hlut ríkisins í þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.