Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BORGHILDUR PÉTURSDÓTTIR + Borghildur Pét- ursdóttir fædd- ist að Heydölum í Breiðadal 2. nóv- ember 1917 og lést á Droplaugarstöð- um 22. febrúar 1995. Móðir hennar var Hlíf Bogadóttir Smith, Ragnheiðar Bogadóttur Bene- diktssonar fræði- manns á Staðarfelli og Martínusar Smith kaupmanns og konsúls í Reykjavík. Faðir Borghildar var séra Pétur Þor- steinsson prestur í Heydöhim, Þórarinssonar prests í Hofí í Álftafirði og síðan í Breiðadal, og Þórunnar Sigríðar Péturs- dóttur, Jónssonar prests á Val- þjófsstað í Fljótsdal. Borghild- ur var næstyngst 10 systkina, sem öll eru látin. Fyrri maður Borghildar var Kjartan Sveins- smi skjalavörður við Þjóð- skjalasafn Islands. Sonur þeirra er Sveinn Kjartansson, en kona hans er Helga Stefáns- dóttir. Seinni maður hennar var Guðmundur Guðlaugsson tryggingafræðingur. Borghild- ur átti sex barnabörn og tvö barnabamabörn. Útför hennar fer fram frá Neskirkju á morgun, mánudag- inn 6. mars, og hefst athöfnin kl. 13.30. NÚ ER Bebba, Borghildur Péturs- dóttir, farin - en, hvert er hún far- in? Hún andaðist tuttugasta og ann- an febrúar síðastliðinn, síðust systra móður okkar, en hún var yngst þeirra. Þá - og þar með - íauk dvöl kynslóðar foreldra okkar við þá bugðu „fljótsins helga", sem við köllum heiminn okkar, gáska- fullan og fagran, en einnig viðsjár- verðan og vandskilinn eftir atvik- um. Hvaðan kom hún - um það vitum Crfisdrykkjur GAPi-lfin Sími 555-4477 Vandaðir legsteinar Varanleg mínning BAU.TASTEINN Brautarholti 3,105 R Sími 91-621393 við minna annað en það sem allir vita og um alla gildir, hún var ávöxtur ástarinnar eins og öll mannanna böm. Hvemig hún birtist - þegar hún kom til Eskifjarðar með Katal- ínuflugbáti frá Reykja- vík, þaðan sem hún þá átti heima - það gleymdist á hinn bóg- inn aldrei, aldrei. Hún var gjafvaxta og ný- lega gefín fyrri manni sínum, Kjartani Sveinssyni, og svo fögur, svo ítur- vaxin og blíð í augum lítils, málgef- ins og kotroskins hnokka, að því mátti hann ekki með orðum lýsa þá, og finnur raunar ekki orð til þess ennþá, á þeim meir en fímm- tíu árum sem liðin eru. En hvað er hálf öld, svo sem, við fljðtið - milli vina. Vart getur það andlit konu sem svo fagurlega sameinaði birtu og drenglyndi, glettni og glaðværð, góðvild og hjartahlýju. Og svo var hún svo grönn og spengileg, bein- vaxin og kvenleg, með fagurrauðan hatt og í drapplitri kápu með beltið hnýtt að framan, eins og Tyrone Power ekki löngu síðar þegar hann heillaði reykvíska æsku svo sem frægt varð, með ásýnd sinni einni. Bebba var þá í blóma lífsins, eins og sagt er, þegar „dalurinn [sá] ungan vorskóg, sem stóð við vatnið í sólhvítri birtu og lék á laufhörpur tijánna." Hvílík kynslóð kvenna í augum okkar: Móðir vor, „Sigga systir“, „Ranka systir", Dilla systir", „Oddný systir“ og svo Bebba, hin yngsta þeirra; þær voru og urðu ætíð síðar ímynd alls hins góða og fagra í þessari veröld, hughreyst- ing, stuðningur og skjól, brunnur gleði og hvatningar, bæði í bernsku okkar og á unglingsárum þegar reyna skyldi að læra að sjá fótum sínum forráð í heimsborginni töfr- andi, Reylq'avík, viðsjárverðri og vandskilinni; þær voru okkur eins og sexföld móðir ef svo mætti að orði komast - gætu nokkur böm verið ríkari. Elstur systkina Borghildar, Þor- steinn Brynjólfur, var látinn löngu fyrir minni okkar. Tveimur bræðr- um, þeim Adda og Dúdda, sem áttu heima í Reykjavík, þegar við vomm lítil, kynntumst við minna en systr- unum; en við vissum að þeir vom hagleiksmenn og smiðir á tré og jám og þótti okkur ekki lítið til koma, og unnu í Landsmiðjunni. Jámsmiðurinn, hið svipmikla merki Landsmiðjunnar, þótti okkur fagurt og minnti á hið besta í mönnunum, vit, þrótt' og hagleik. „Pétri bróð- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er möttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ! úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimaslðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Knulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskulegur faðir okkar og afi, FRÓÐI BJÖRNSSON fyrrverandi flugstjóri, Bugðutanga 28, Mosfellsbæ, sem lést þann 27. febrúar, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju mánudag- inn 6. mars kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagið. Hallveig Fróðadóttir, Ragna Fróðadóttir, Björn Fróðason, Hólmfríður Fróðadóttir, Hulda Rún Jóhannesdóttir, Fróði Jóhannesson. MINNINGAR ur“, hinum yngsta af systkinunum, kynntumst við vel síðar. Hann var flugmaður, við elskuðum hann og virtum og fannst hann gæddur sömu töfrum á karlmannlega vísu og prýddu Borghildi, ímynd hins „eilífa kvenlega". Pétur var fæddur árið 1919, dag- inn eftir lát afa okkar, séra Pétúrs Þorsteinssonar, prests að Heydölum í Breiðdal. Hann lést úr berklum á besta aldri. Þá stóð amma okkar, Hlíf Bogadóttir Smith, ein með tíu ung böm. Þá dugði henni vel mann- dómur hennar og drengskapur. Breiðdælir reyndust henni og böm- unum því afar vel, það er þess vegna ekki ófyrirsynju að okkur þyki dal- urinn jafnan fagur og ljómi um Breiðdal og Breiðdælinga. Það er á orði haft, að ísland sé á mörkum hins byggilega heims; einhverjir telja það handan þeirra marka og eflaust er of hljóstrugt og kalt til þess að nokkur stæðist aðstæður þar á eindæmi sitt. Pétur Pétursson var svo ungur að hann gat varla talist tilheyra kynslóðinni á undan okkur, enda saxast og á kynslóðabilið þegar menn vaxa úr grasi og verða vinir á besta máta þótt fímmtán eða tutt- ugu ára aldursmunur sé milli þeirra. Hið sama átti sjálfsagt við um Bebbu, hún var svo ung og glæsi- leg, kankvís og hlý, kannske voru 'hugmyndir Freuds gamla ekki alveg út í hött. Allir deyja ungir, æviferillinn lík- ist meir hringferli en beinni línu, þegar „(Og) ég og nóttin verðum aftur ein“. Bebba hafði ást á vísunni við tuttugasta febrúar í gamalli afmæl- isdagabók; hún stendur svona í bamaminninu: Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfír dauðans haf og lyftir í eilífan aldingarð því öllu sem drottinn gaf. Læknir nokkur lést nýlega á besta aldri úr krabbameini frá kon- unni yngri og bömum þeirra þrem- ur. Hann kvaddi sáttur við lífíð og huggunarríkan guð sinn; þegar hann var spurður að því hvemig hann gæti dáið sáttur við þann guð sem léti þvílíkt og annað eins verða, svaraði hann, að hinn huggunarríki guð hefði margsinnis birst sér í nálægð ástvinanna og setningum og vísuorðum úr hinni heilögu bók sem hljómað hefðu í vitund hans á þeim stundum í baráttu hans við sjúkdóminn sem kvaldi hann og lærði langa stund; þess vegna trúði hann á gæsku þess guðs sem svo hefði vitjað sín. Bebba verður okkur ætíð vitnis- burður um slíkan guðdóm; ef það sem er gott er einnig og þess vegna fagurt, og það sem er fagurt er þess vegna líka gott, verður henni best lýst með því eina orði, fögur, að hún var fögur manneskja. Nú þegar hún er öll og „blikið af fyrsta bjarma lífs (hennar) bráð- um deyr á bak við lukta hvarma" kveðjum við hana eins og „... skóg- urinn stendur ferðbúinn framan við vatnið." ttt Krossar á leiði I viSarlitog mc Mismunandi mynsnjr, v Stml 9I-38929 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Persónuleg þjónusta. Fákafeni 11, sími 689120. ■vrtnarTi'Ti"fr WTTWTiriiriirTirHTiTiri wmmmmmmmmmm* ... löngu seinna - eitt síðkvöld með stórar blikandi stjörnur og himin í hverri lind. Og þá er sumarsins söngleik að eilífu brugðið, þvi laufharpa tijánna er lostin banvænni glóð, síðustu sólgeislum vorsins, sem leiftra, streng eftir streng, eins og brugðin sverð, svo haustsölnuð blöðin hríslast um kvöld- skóg rauðan hrynja í iðandi rökkur, flosmjúka nótt hin bláa djúps og berast í glampandi Qarska eins og bleikar vatnaliljur á tunglskinsferð, eins og bleikar sofandi liljur á tunglskinsferð inn í dauðann - Við erum döpur um stund - þar til við minnumst þess, hvemig og hvert hún fer, hún „rennur með sól yfír dauðans haf, og lyftir í eilífan aldingarð því öllu sem drottinn gaf“ - eins og sumarið. Guðný Anna, Hlíf, Gauti. Mig langar að minnast nokkrum orðum vinkonu minnar, Borghildar Pétursdóttur, Bebbu. Leið hennar lá fyrst til Bandaríkj- anna árið 1953 er hún fór í heim- sókn til systur sinnar sem bjó í Los Angeles. Fljótlega fékk hún vinnu og starfaði sem „au pair“ hjá leik- konu af íslensku bergi, Elain Christy, um tíma, en síðar starfaði hún á rannsóknarstofu spítala í þeirri borg. í þessu samfélagi íslendinga fór ekki hjá því að eftir Bebbu væri tekið, enda var hún hvers manns hugljúfí með sinni léttu og fínlegu framkomu. Einn þeirra var Guð- mundur Guðlaugsson, trygginga- fræðingur, sem beðið hafði lengi ókvæntur eftir að kjmnast lífsföru- naut sem honum sæmdi. Guðmund- ur var fæddur aldamótaárið. Hann hafði rúmlega tvítugur haldið utan, fyrst til Danmerkur, þar sem hann vann á búgarði, en hugur hans stefndi hærra og árið 1926 flyst hann til Bandaríkjanna. Vann hann þar ýmis störf en lengst af sem sölumaður tryggingafélags í Chicago. Vegna starfs síns flyst hann til L.A. og þar lágu leiðir þeirra saman. Bebba og Guðmund- ur voru gefín saman á fertugsaf- mælisdegi hennar og fór athöfnin fram í hinni frægu borg Las Vegas árið 1957. Ég hitti Bebbu og Guðmund fyrst á samkomu íslendinga í L.A. Há- punktur þeirrar skemmtunar var fjöldasöngur ættjarðarlaga og stóð Guðmundur þar fremstur og leiddi sönginn. Eftir stuttar viðræður bauð Bebba mér að dvelja á heim- ili þeirra í Inglewood í nokkra daga. Varð það úr og dvaldi ég þar í hálfan mánuð. A heimili þeirra var mér tekið með kostum og kynjum af bláókunnugu og óskyldu fólki. Fór ekki hjá því að ég tengdist þeim hjónum innilegum vináttu- böndum sem héldust alla þeirra ævi. Bebba lagði mikið á sig til að sýna mér allt það áhugaverðasta í borginni og þrátt fyrir að Bebba væri mun eldri en ég, skemmtum við okkur saman eins og 18 ára vinkonur sem þekkst höfðu alla ævi. Guðmundur lagði sig hins vegar fram um að kynna mér áhugamál sitt, heim óperutónlistar þar sem fóni fremstir Carusó, Titó Scipa, bassinn Paul Robson og fleiri stór- söngvarar, en plötusafn hans var viðamikið. Samband Bebbu og Guðmundar var einstakt og mikil gagnkvæm virðing, t.d. hafði ég aldrei áður heyrt maka segja „takk fyrir daginn honey“ daglega áður en lagst var til hvílu. Árið 1966 ákváðu þau að flytjast heim til íslands og settust þau að á Laugateigi 12 hér í borg. Nú var stutt að heimsækja þau og enn frek- ar er þau fluttu heimili sitt á Hring- braut 47. Við hjónin og börnin nut- um þar ávallt mikillar gestrisni og var hvergi til sparað að hafa veit- ingar sem veglegastar og eru marg- ar góðar minningar frá þessum heimsóknum. Guðmundur féll frá 1989 eftir skamma legu. Líf Bebbu breyttist mikið við það eins og skiljanlegt er. Á árunum eftir þetta heimsótti hún okkur hjónin reglulega meðan heilsa hennar leyfði, okkurtil mikill- ar gleði. Eg á Bebbu mikið að þakka, hvað hún reyndist mér alltaf vel, ávallt var hún tilbúin að hlusta, taka þátt í lífí mínu og gefa góð ráð. Elsku Bebba mín, takk fyrir allt. Kæru Sveinn, Helga og böm, innilegar samúðarkveðjur. Elísabet S. Ottósdóttir. Elskuleg móðursystir mín Borg- hildur, eða Bebba frænka, er látin. Það er sárt að sjá eftir svo yndis- legri konu sem hún var og margar ljúfar minningar koma upp í hug- ann. Tveggja ára missir hún föður sinn, og eins og þá var algengt leystist heimilið upp og hún flutti með móður sinni frá Heydölum að Flögu í Breiðdal. Yngsti bróðirinn og sá elsti, sem var fatlaður, fylgdu móður sinni, en hin sjö systkinin fóru ýmist í fóstur eða að vinna fyrir sér. Á unglingsárum veiktist hún af bráðri liðagigt og lá lengi á Land- spítalanum. Hún náði ekki fullri heilsu eftir það. Ung stúlka hóf hún nám í Gagnfræðaskóla Ingimars, en varð að hætta vegna efnaleysis og fara að vinna fyrir sér. Þetta var á kreppuárunum og helst að ungar stúlkur gætu unnið fyrir sér með heimilisstörfum. Hún giftist fyrri manni sínum Kjartani Sveins- syni, skjalaverði, 1940. Þau eignuð- ust einn son, Svein Pétur 1941. Þau skildu 1947. Næstu árin vann Bebba fyrir sér með verslunarstörf- um, þar til hún fór til Ameríku þar sem hún átti bæði systur og ætt- ingja. Fyrst til stuttrar dvalar árið 1950 en síðar 1953. Þar átti hún ákaflega góð ár, og þar kynntist hún seinni manni sínum, Guðmundi Guðlaugssyni verslunarmanni. Veit ég að heimili þeirra í Kaliforníu stóð opið mörgum íslendingum sem þar áttu ieið um. Þau fluttu heim 1966 og settu saman fallegt heim- ili á Laugateig í Reykjavík. Þar var alltaf ákaflega gott að koma og einnig til þeirra á Laugateig í Reykjavík. Þar var alltaf ákaflega gott að koma og einnig til þeirra á Hringbrautina, þar sem þau þjuggu síðustu árin. Guðmundur lést 1989. Var missir Bebbu mikill, samband þeirra hafði verið einstaklega far- sælt. Síðustu þijú árin hafði heilsu Bebbu hrakað ört og trúi ég að hún hafi verið hvíldinni fegin. Þó að systkinahópurinn stóri hafi dreifst ar samband þeirra á milli samt mjög gott. Og á milli móður minnar Oddnýjar og Bebbu var sér- stakt systrasamband. Þær studdu hvor aðra í hretviðrum lífsins. Bebba var meðalkona á hæð, ljós yfirlitum og grannvaxin. Ákaflega fínleg og snyrtileg. Hún var gaman- söm og sló oft á létta strengi. Jafn- vel þegar hún var orðin rúmföst komu persónutöfrar hennar og gamansemi fram. Minnisstætt var þegar hún sagði frá lífí sínu, gleði og sorgum, að hún dæmdi ekki aðra og bað fyrir þeim sem gert höfðu á hluta hennar. Hún var vina- föst og má segja að mannleg sam- skipti og hjálpsemi hafí verið henn- ar aðal áhugamál. Ég kveð frænku mína með þakk- læti og söknuði. Hún var mér ein- lægur vinur og veitandi í okkar samskiptum. Blessuð sé minning ' hennar. Ég man að þú varst hluti af lífí mínu. Ég man hve þú varst mér góð. Ég man hve ég fann til með þér þegar þú sagðir mér frá sorgum þínum. Ég man að þú talaðir aldrei illa um nokkum mann. Ég man að þú baðst fyrir þeim sem gerðu á hluta þinn. Ég man eftir trúarvissu þinni. Ég veit að þú færð góða heimkomu. Ilalla M. Hallgrímsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Borghildi Pétursdóttir bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.