Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Snjóflóðavarnir Veðurstofu íslands óska eftir upplýsingum um fallin snjóflóð Við úrvinnslu og endurbætur á snjóflóðaspám er nauðsynlegt að hafa sem mestar og bestar upplýsingar um hvar og hvenær snjóflóð hafa fallið. Því óska snjóflóðavarnir veðurstofunnar eftir því að þeir, sem kunna að búa yfir vitneskju um fallin snjóflóð, sérstaklega þau er féllu í nýafstöðnum hrinum, hafi samband við Veðurstofu íslands í síma 5 600 600. Hættum að reykja! Námskeið Heilsuverndar- stöðvarinnar gegn reykingum. Innritun stendur yfir á apríl námskeið. Upplýsingar í síma 22400 milli kl. 9-16 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur v/Barónsstíg kllppikiipp klipplklipp 1987 F 1995 íi'go^5 ttlboð a Ef þú klippir út þennan miða og kemur með hann á Hard Rock, kaupir einn hamborgara færðu annan frían. Drykkir undanskildir. Sími 689888 . r kllpplkllpp Gildir alla sunnudaga og mánudaga janúar, febrúar og mars '95. klipptklipp kllpplkllpp HAMBORGARATILBOÐ Gildir alla sunnudaga og mánudaga í janúar, febrúar og mars '95 WEIR FYRIR EINN I DAG BRIPS Umsjón Guömundur Páll Arnarson SAGNHAFI gerði sér grein fyrir því að laufnían gæti verið einspil, en sá ekki fyrr en of seint hvernig hann gat brugðist við stungu- hættunni. Suður gefur; e .ginn á hættu. Norður ♦ D10843 4 Á42 ♦ 5 ♦ Á732 Suður 4 KG95 4 K9 ♦ K83 4 K1065 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 grand* Pass 2 hjörtu** Pass ' 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * 13-15 punktar ** yfirfærsla Útspil: laufnía. Er lesandinn fljótari að átta sig. Austur lætur gos- ann í fyrsta slaginn, suður drepur á kóng. Sé trompi spilað strax gæti eftirfarandi gerst: Aust- ur drepur á ásinn og spilar laufi, sem vestur trompar. Hann losar sig út á hjarta og sagnhafi reynir loks að skapa sér slag á tígul með því að spila kóngnum. En því miður, vestur á ásinn, svo austur fær um síðir slag á laufdrottningu: Norður 4 D10843 4 Á42 4 5 4 Á732 Veslur Austur 4 76 4 Á2 4 D8763 1 4 G105 ♦ Á10964 1 11111 4 DG72 4 9 4 DG84 Suður 4 KG95 4 K9 4 K83 4 K1065 Svarið við þessari ógnun er að einangra hjartað fyrst, áður en trompi er spilað. Suður tekur kóng og ás og trompar hjarta. Spilar svo spaða. Þegar vestur hefur trompað laufið á hann ekki lengur skaðlausa útgöngu- leið á hjarta og verður að gefa sagnhafa slag. Fallegur millileikur. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson - I SKÁKKEPPNI enskra taflfélaga í febr- úar kom þessi staða upp í viðureign stórmeistar- 7 ans Murray Chandler (2.535) og alþjóðlega * meistarans Colin Crouch (2.405) sem ‘ hafði svart og átti leik. 4 Hvítur lék síðast 21. e3- e4. 3 SJÁ STÖÐUMYND 2 Hvíta staðan lítur yel út en Crouch tókst á ótrú- 1 legan hátt að pijóna upp stórhættulegt mótspil sem leiddi til vinnings: 21. — Re3! 22. Bxe3 (Eftir 22. fxe3 — f3 hefur svartur óstöðv- andi sókn) 22. — fxe3 23. fxe3 (Ef hvítur drepur með drottningu eða hrók kemur 23. — Bf4 og hann tapar skiptamun. En nú kemur sókn eftir svörtu reitunum: )23. - Dg3 24. Hfl (Ekki 24. e5? — Bxe5 25. dxe5 — Hd2 og ekki er hægt að veija g2) 24. - Dh2+ 25. Kf2 - Bg3+ 26. Kf3 - Bh4 27. Rc3 - Dg3+ 28. Ke2 - Bg5 29. Rdl - Hxd4! 30. Rf2 - Hb4! 31. Dc3 - Hxb2+! 32. Dxb2 — Dxe3+ 33. Kdl — Hd8+ 34. Kc2 - Hd2+ 35. Kbl - Hxb2+ 36. Kxb2 - De2+ og nú loksins gafst Chandler upp. Óvænt og glæsileg atlaga þetta. Hrað- skákmót íslands 1995 fer fram í dag í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12 og hefst kl. 14. Öllum er heimil þátttaka. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Gefið ykkur fram og takið ábyrgð á gjörðum ykkar 14 ÁRA gömul stúlka, dóttir þeirrar sem þetta skrifar, varð - fyrir óskemmtilegri lífs- reynslu á Seltjamamesi laugardaginn 4. febrúar sl. kl. 18.30. Hún var ein í biðskýli SVR og beið eftir strætisvagni. Jeppi ók þá fram hjá henni sem í vom nokkrir fullorðnir karlmenn. Slógu þeir í rúðu jeppans og steittu hnefum í átt að henni um leið og þeir keyrðu fram hjá. Endurtók þetta sig og stúlkan varð skelf- ingu lostin og ákvað að reyna að forða sér. Tók hún að hlaupa niður eftir götunni og kom jeppinn á eftir henni á fullri ferð. Upphófst eltingaleikur sem stóð í nokkrar mín- útur, og náði yfir þijár götur, og var stúlkan nú orðin viti sínu fjær af hræðslu. Enginn ljós voru í gluggum í nær- liggjandi húsum og gat hún því ekki flúið á náð- ir annarra. Hún var því alein og fann sárt fyrir vanmætti sínum. Stúlk- unni fannst hún vera komin í algjörar ógöngur og vissi ekki hvað beið hennar. Að lokum eftir talsverð hlaup hvarf hún mönnunum sjónum, en heyrði hávært bílflaut frá þeim um tíma. Síðan gáfust óyndismennimir upp og hurfu á braut. Eftir situr 14 ára stúlka sem orðið hefur fyrir þungri lífsreynslu. Skelfingu lostin komst hún heim til sín og var mjög miður sín það sem eftir var kvölds. Það er ótrúlegt að nokkur geti lagst svona lágt að hræða sér til skemmtunar vamarlaus- an ungling þar til hún verður viti sínu fjær. Hegðun sem þessi flokk- ast undir ofbeldi. í sam- tali við lögregluna kom fram að hún hefði sent allan flota sinn á eftir mönnunum hefði stúlkan komist í síma í tæka tíð til að tilkynna um at- burðinn. Svo alvarlegum augum er svona athæfi litið. Það er sorglegt til þess að vita að í samfélagi okkar skuli finnast svona menn og eftir situr sú fullvissa að börn og ungl- ingar séu ekki óhult utan dyra, jafnvel að degi til. Sem móðir stúlkunnar hafandi horft upp á skelfingu hennar skora ég á mennina að gefa sig fram við lögregluna til að skýra frá því sem lá að baki framferði þeirra og hvað þeir höfðu í hyggju. Með því myndu þeir axla ábyrgð gjörða sinna og sýna stúlkunni samkennd sem mætti verða til þess að græða sárin. S. Fólkið sem fann töskuna GUÐBJÖRGU á Klepps- veginum langar að færa hjónunum á hvíta bílnum sem fundu töskuna henn- ar á Fríkirkjuveginum fyrir hálfum mánuði hjartans þakkir. Henni varð svo mikið um þegar þau komu með töskuna að hún gleymdi bæði að bjóða þeim fundarlaun og taka niður nafnið þeirra. Með innilegum þökkum. Víkverji skrifar... EINS OG vinnulagi Alþingis hefur verið háttað hrúgast mál upp til afgreiðslu í skammtíma fyrir þinglausnir. Standa þá fundir dægrum saman. Spurning er hvort löggjafinn, Alþingi, virði lagaboð um vinnutíma í törnunum þeim. Sitt hvað er við_ svoddan vinnu- máta að athuga. í fyrsta lagi fer ekki vel á því að jafn vandasöm verk og Alþingi hefur með höndum séu afgreidd undir undir lítt veij- andi vinnuálagi í algjöru tímahraki. Allra sízt eftir að þingið hætti að starfa í tveimur deildum (sem hafði endurskoðunarkosti). I annan stað daga jafnvel þörfustu mál uppi und- ir slíkum kringumstæðum, ef þing- menn beita málþófi. Þannig fór um nokkur mál á lokadögum þings sem nýhætt er störfum. Þar á meðal var stjórnarfrumvarp til tóbaksvarna- laga, sem Víkverji flokkar undir þungavigtarheilbrigðismál. xxx HÖFUÐMARKMIÐ frumvarps að tóbaksvarnalögum var að draga úr tóbaksneyzlu og heilsu- tjóni sem hún veldur. Sannað þykir að tóbak er einn versti sjúkdóma- valdur okkar daga. Afleiðingar tób- aksnotkunar koma einkum fram í hjarta-, lungna- og æðasjúkdómum. Meðalævi stórreykingafólks er all- nokkrum árum skemmri en fólks sem ekki reykir. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint fjórþætt markmið tóbaksvarna svo: 1) Að ungt fólk byrji ekki að reykja. 2) Að reykingamenn hætti að reykja og fái til þess hvatningu og aðstoð. 3) Að þeir sem hætta ekki að reykja fái sem minnst af skaðlegum efnum úr reyknum. 4) Að þeir sem ekki reykja njóti verndar gegn tóbaks- reyk frá öðrum. Framangreind markmið voru höfð að leiðarljósi við samningu tóbaksvarnarfrumvarpsins. Það var og sniðið að hliðstæðri löggjöf grannþjóða. Örlög þess urðu að steyta á málþófsskeri. xxx NÝMÆLI tóbaksvamafrum- varpsins voru ýmis, meðal annarra þessi: a) Réttur fólks til reyklauss lofts er afdráttarlaust viðurkenndur og sérstaklega kveðið á um rétt barna. b) Munntóbak er bannað. c) Ákvæði eru um hámark skaðlegra efna í tóbaki. d) Bannað er að auglýsa vöru sem ber heiti eða einkenni tóbakstegunda. e) Uppstilling á tóbaki á sölustöðum er bönnuð. f) Tóbakssala á heil- brigðisstofnunum er bönnuð. g) Heimild til smásölu á tóbaki er tak- mörkuð við matvöruverzlanir, sæl- gætisverzlanir og veitinga- og gisti- staði. h) Skýrari ákvæði er sett um takmarkanir reykinga á veitinga- stöðum. i) Veitt er svigrúm til að heimila reykingar á afmörkuðum hluta húsnæðis í flugstöðvum og umferðarmiðstöðvum. k) Reykingar eru bannaðar á sjúkrahúsum (nema undanþágur séu veittar) svo og í framhaldsskólum og á opinberum fundum. 1) Vinnuveitendum ber að sjá til þess að starfsfólk njóti réttar til að vinna í reyklausu umhverfi. m) Reykingar eru óheimilar í öllu millilandaflugi. n) Tóbaksveitingar opinberra aðila eru bannaðar. xxx TÓBAKSVARNA frumvarpið féll á tíma og málþófi. Full- víst má þó telja að sömu reglur gildi senn hér á landi, hvað tóbak varðar, og í öðrum menningar- og velferðarríkjum. Meðal umsagnaraðila, sem mæltu með samþykkt frumvarps- ins, voru: Stjórn félags íslenzkra lungnalækna, Hollustuvernd ríkis- ins, Stjórn Krabbameinsfélags ís- lands, Stjórn Læknafélags íslands, Samtök heilbrigðisstétta, Stjóm Sambands íslenzkra berkla og brjóstholssjúlinga o.fl. Neytenda- samtökin „telja mjög mikilvægt að upplýsingar og áróður um skaðsemi tóbaksreykinga verið sem allra mestur" og „reynt verði að tryggja rétt þeirra sem ekki reykja, þannig að þeir þurfi ekki að anda að sér reykmettuðu lofti“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.