Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 1
ÁL-A UDI A8 REYNSL UEKIÐ ÍSVÍÞJÓÐ - TIGRA SPORT- BÍLLINN í KULDAPRÓFI - HÖFÐABAKKABRÚ OPNUÐ í HA UST - HÁLKUAKSTUR Á LEIRTJÖRN Toyota Corolla Corolla Hatchback, 3ja dyra. Nú geturðu eignastToyota Corolla s á verði frá 1.144.000 kr. I _ 1 t$g) TOYOTA < Tákn um gæOi FJÓRAR útfærslur sama bíls. Með lítilli fyrirhöfn er hægt að breyta VRC úr opnum sportbíl í pallbíl, stallbak og langbak. Benz sem skiptir um ham eftir vali MERCEDES-BENZ ætlar ekki að slá slöku við á bílasýningunni í Genf sem hefst í byijun mars frekar en á öðrum stórum evrópskum bílasýning- um. Það er jafnan mikið um að vera á básum Mercedes á sýningum og skemmst að minnast sýningarinnar í Frankfurt í hitteðfyrra þegar A- línan var frumkynnt og í París síðastliðið haust þegar SLK sportbíllinn var sýndur fyrst. í Genf ætlar Mercedes að kynna VRC, bíl sem skiptir um ham eftir því sem eigandinn kýs. VRC (Variable Research Car) er eins og nafnið gefur til kynna á rannsóknarstigi enn sem komið er en helsti eiginleiki bílsins er sá að hægt er á einfaldan hátt að breyta honum úr t.d. opnum sportbíl í lok- aðan stallbak eða úr pallbíl í lang- bak. Fljótlegt og vandalaust er að breyta bílnum og þannig er hægt að auka notagildi hans eftir efnum og ástæðum í rúmgóðan langbak þegar farið er í verslunarleiðangra, fjögurra sæta opinn bíl til að frí- lista sig um helgar en pallbíl með miklu hleðslurými í vinnuna eða tómstundimar. Mercedes-Benz er með VRC bíln- um að svara kröfum markaðarins en niðurstöður viðamikillar kpnnun- ar sem fyrirtækið gekkst fyrir benda til þess að auk hins hefð- bundna samgönguhlutverks eigi bíllinn einnig í framtíðinni að þjóna stærra hlutverki í frístundaiðju bí- leigenda. VRC er ætlað að uppfylla hinar margvíslegu þarft.ir bíleig- enda sem hefðbundnir bílar geta ekki uppfyllt vegna fyrirfram ákveðins sköpulags síns. Breytt um lag ð nokkrum mínútum Grunngerð bílsins verður í raun ekki annað en opinn bíll á undir- vagni með vél gírkassa, framrúðu, hurðum, mælaborði og sætum. Grunngerð bílsins og „yfirbygging- in“ er svo tengd saman á hugvits- samlegan hátt með segli og læsing- um þannig að samskeytin verða hvergi sjáanleg. Það tekur aðeins örfáar mínútur að setja yfirbygg- ingu á bílinn en allir hlutirnir eru gerðir úr léttefnum, þ.e. trefjaplasti og áli og hver þeirra vegur ekki meira en 30 til 50 kg. Mercedes-Benz sér fyrir sér að eigendur VRC-bíla eignist aðeins grunngerð bílsins en hinir ýmsu hlutar yfírbyggingar fáist leigðir gegn vægu verði á sérstökum þjón- ustustöðvum. Það færi síðan eftir árstíð eða persónulegum þörfum VRC-eigenda hvaða hluti þeir leigja. ■ MERCEDES- Benz sér fyr- ir sér VRC- bílnum fylgi þjónustu- stöðvar þar sem hægt er að leigja sér mismunandi bílhluta eftir þörfum hvers og eins. Hyundai Marcia HYUNDAI Marcia heitir nýj- asta gerðin frá stærsta bílfram- leiðanda í Suður-Kóreu. Bíllinn var afhjúpaður í Seoul síðastlið- inn fimmtudag. Þetta er næst- stærsti bíllinn í fjölbreyttri línu Hyundai, sannkallaður glæsi- vagn, með 2,5 lítra vél með tveimur ofan á liggjandi knast- ásum. Marcia verður fyrst um sinn aðeins á markaði í Suður- Kóreu og verðið er 30 þúsund bandarikjadalir sem samsvarar um nálægt 2 milljónir ÍSK. Bílheimar innkalla 200 Opel Astra BÍLHEIMAR hf. mun innkalla um 200 Opel Astra bíla á næstu vikum vegna framleiðslugalla í eldsneytiskerfinu. Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri Bílheima segir að um sé að ræða galla í hosu frá bensínloki niður í bensíngeymi sem getur valdið rafsviði þegar bíllinn er fylltur bensíni. Rafsviðið getur kveikt lítinn loga við bensínlokið. Alls hefur þurft að innkalla um 3 milljónir Opel/Vauxhall bíla af árgerðum frá 1992, þar af helm- inginn vegna fyrrnefnds gaila, en hinn helmingurinn er af öllum gerðum Opel/Vauxhall bíla sem búnir eru líknarbelgjum. Þar er um að ræða hugsanlegan galla sem gæti komið í veg fyrir að belgirnir blásist upp við árekstur. 1,9 VW innkallaðir „Níu sinnum hafa komið upp til- felli þar sem þetta hefur komið upp í Astra. Það myndast dálítill logi við bensínlokið en það hefur aldrei orðið neitt tjón eða slys vegna þessa,“ sagði Júlíus Vífíll. Bílheimar munu skipta um hosurnar eigendum bílanna að kostnaðarlausu. Þá hefur Volkswagen þurft að innkalla 1,9 milljón bíla af gerð- inni Golf og Jetta af árgerðunum 1983-1989 með 1,6 og 1,8 1 vél- um, en að sögn Finnboga Eyjólfs- sonar blaðafulltrúa Heklu er ekki vitað til þess að kalla þurfí inn bíla hérlendis. Finnbogi sagði að gallinn sem um væri að ræða í VW bílunum væri leki frá miðstöð en varðaði ekkert öryggisbúnað bílsins. Þetta er mesta innköllun VW frá upphafi og talsmenn fyrirtæk- isins segja að hún muni kosta það sem svarar nálægt 8,6 milljörðum ÍSK. Þriðja stóra innköllunin var svo hjá 23. febrúar sl. þegar 274 þúsund bílar af gerðinni Ford Taurus, Probe og Mercury Sable af árgerð 1990 voru kallaðir inn vegna galla í útblásturskerfí. Þessar innkallanir sýna að þrátt fyrir stóraukin gæði í bílafram- leiðslu geta framleiðendur aldrei útilokað að gallar komi upp í framleiðslu ökutækja sem eru samsett úr yfir 6 þúsund einstök- um hlutum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.