Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 C 3 .. Tigra sportbíllinn í finnsku kuldaprófi OPEL hefur fyrir nokkru hafíð smíði á litla sportbílnum, Tigra og er hugsanlegt að bíllinn verði í boði hér á landi af Bílheimum hf., umboðsaðila Opel. Bíllinn var sýndur sem hugmyndabíll í hitteð- fyrra í Frankfurt og vakti svo mikla hrifningu sýningargesta og fjölmiðla að ákveðið var að setja hann í framleiðslu. Bíllinn er nú að koma á markaði í Norður-Evr- ópu og því tilvalið að segja lítil- lega frá kuldaprófí sem Tigra gekkst undir í Finnlandi fyrir skemmstu. Júiiíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bílheima hf., segist ætla að bjóða Tigra í maí nk. en erfitt gæti orðið að fá bílinn af- greiddan vegna mikillar eftir- spumar í Evrópu. Hann kvaðst reikna með að 1,6 lítra bíllinn með álfelgum, sóllúgu og öllu tilheyr- andi kostaði í námunda við tvær milljónir króna. 1,4 lítra bíllinn yrði þá hugsanlega fáanlegur á nálægt 1,6 milljón kr. Tigran er minnsti en jafnframt einn skemmtilegasti bíllinn í fjöl- breyttri línu frá Opel og er hann að miklu leyti tæknilega byggður á Corsa en hefur þó eins og önnur dýr af kattarætt sinn eiginn kar- akter. Kynntur í helmskautakuldanum Tigra er nýstárlega hannaður sportbíll í smábílaflokki sem ætti að vekja athygli á götunum. Grunngerðin er með 1,4 lítra vél sem skilar 90 hestöflum. Staðal- búnaður er m.a. ABS-hemlalæsi- vöm og tveir líknarbelgir. 1,6 lítra bíllinn er 106 hestafla og þá bæt- ist við staðalbúnað samlæsingar, þjófavarnakerfi, útvarp, álfelgur, þokuijós og leðurklætt stýri. Tigra var kynntur fyrir skemmstu í Finnlandi þar sem starfsmenn verksmiðjunnar í Ro- vaniemi, þar sem Calibra sportbíll- inn er smíðaður, sýndu fjölmiðlum fram á að litli sportbíllinn sem er smíðaður á Spáni og Þýskalandi stæði sig vel í heimskautakuldan- um í snjó og hálku. Skemmst er frá því að segja að hinn framhjóladrifni Tigra var tignarlegur og ömggur í allri með- höndlun á ísilögðum vegum í frosti sem fór ekki undir tíu gráður. Því var ekki síst að þakka rafeinda- stýrðum hemlum gera það að verk- um að unnt er að hemla bílnum og stýra honum um leið. Miklll öryggisbúnaður Tigran er hins vegar vart ætluð mjög stórvöxnu eða þéttholda fólki því að- gangur að ökumanns- rými er þröngur og enn þrengri að aftursætun- um. En þegar sest er und- ir stýri fer vel um öku- mann því lofthæðin er meiri en í fyrstu sýnist. Þó er greinilegt að Tigra mun höfða meira til ungra og sérstak- lega barnlausra bílkaupenda. En öryggisþættinum er sinnt af alúð í bílnum, eins og flestum Opel-bíl- um. Fáir bílar í þessum stærðar- flokki geta státað af ABS-hemia- læsivörn, tveimur líknarbelgjum og þjófavöm í lykli sem staðalbún- aði. Tigra er tæpir fjórir metrar á lengd, hámarkshraðinn er 190 km á klst og hann er 11-12 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. En hann fæst einnig með 1,6 lítra Ecotec vél og er þá 106 hest- öfl. Farangursrýmið er 215 lítrar en hægt er að auka það í 425 lítra með því að fella fram aftursætin. FARANGURSRÝMIÐ er215 lítrar en hægt aö auka þaö upp í 425 lítra með því aö fella fram aftursætin. TIGRA er hef ðbundnari aö innan en utan en höfuörými er allgott. Þrengra er í aftursætum. TIGRA er framhjóladrifinn og 1,4 lítra vélin skilar 90 hestöflum. Hann verö- ur hugsanlega fóanlegur hjó Bílheimum hf. ó nó- lægt 1.600.000 kr. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Höfðabakkabrú opnuó í haust FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu mislægra gatna- móta við Höfðabakka-Vestur- landsveg. Byggð verður brú sem flytur umferð frá Árbæ til Grafarvogs og öfugt og af Vest- urlandsvegi í þessi hverfi og verður umferðinni stýrt með umferðarljósum. Umferð austur og vestur Vesturlandsveg verð- ur hins vegar hindrunarlaus. Áætlað er að opnað verði að fullu fyrir umferð um gatna- mótin í byrjun september næst- komandi. Rögnvaldur Jónsson hjá Vegagerð rikisins segir að þeir sem ætli sér inn á Höfðabakk- ann verði að aka um brúna og á henni verða umferðarljós. Ein umferðarljós verða á Ieiðinni austur Vesturlandsveg um Höfðabakkabrú í Grafarvog. Einnig verða ein umferðarljós á brúnni á leiðinni úr Árbæjar- hverfi vestur til Reykjavíkur. Rögnvaldur segir að á gatna- mótunum á brúnni verði þrjár akstursáttir en á venjulegum gatnamótum séu þær fjórar. Aðspurður um hvort það rýri arðsemina af framkvæmdinni að hafa umferðarljós á brúnni með tilheyrandi umferðartöfum sagði Rögnvaldur: „Það er mjög lítið pláss þarna og við urðum því að hanna gatnamót sem voru ekki rúmfrek. Það var valin sú leið að nota mjög sam- þjöppuð gatnamót. Höfðabakki ber aðeins ákveðið umferðar- magn og það er því óþarfi að hafa umferðarrýmd á gatna- mótum Höfðabakka og Vestur- landsvegar meiri en umferðar- rýmd er á Höfðabakka. Það eru umferðarljós við Bíldshöfða og Stórhöfða og verða einnig sett upp við Breiðhöfða og Bæjar- háls,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að ökumenn eigi eftir að verða varir við mikinn mun þegar mannvirkið verður tekið í notkun. Gatnamótin verði mun öruggari, hver um- ferðarstraumur verði sér og skarist ekki við aðra. Rögnvaldur segir að umferð um Vesturlandsveginn sé ekki mjög mikil en hverfin fyrir ofan Grafarholt og við Korpúlfsstaði séu að byggjast upp og spáð er gífurlegri umferðaraukningu. Framkvæmdir við gatnamótin eru hafnar og bráðabirgðagat- namót eru langt komin. Umferð verður sett á þau um miðjan mars. Þrír verktakar annast framkvæmdir á gatnamótunum og brúnni, Ármannsfell, JVJ verktakar og Hlaðberg Colas. Áætlaður kostnaður við alla framkvæmdina, frá Skeiðar- vogi upp fyrir Höfðabakka er 1,3 milljarður króna. Kostnaður við sjálfa brúna og gatnamótin er áætlaður um 550 milljónir kr. Scania umboöió til Heklu hf. Stefna strax aö 30% markaðshlutdeild Á ÍSLANDI eru nærri 1.100 bílar frá Scania og þó að þeir séu margir komn- ir nokkuð til ára sinna eru að minnsta kosti 350 bílar ekki eldri en 10 ára og við þurfum því að þjóna umtalsverðum flota. Scania stefnir að því að ná sem fyrst um 30% markaðshlutdeild á ís- landi og við teljum það nokkuð raun- hæft enda er það sú hlutdeild sem Scan- ia hefur haft. Þetta sögðu þeir Bengt Áke Gustafsson, Rainer Jonsson og Anders Grundströmer fulltrúar Scania í Svíþjóð í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins en þeir voru hér á ferð í síðustu viku í tilefni af því að Hekla hf. hefur nú tekið við Scania umboðinu. Hekla hefur þegar selt fyrsta bílinn, hópbíi sem Vestfjarðaleið kaupir og lætur byggja yfir í Hollandi. Þeir Bengt Áke Gustafsson og Rain- er Jonsson stjórna söludeild fyrirtækis- ins og eiga báðir langan starfsaldur hjá Scania. Anders Grundströmer er ekki eins gamall í hettunni, kom fyrir tveim- ur mánuðum frá Saab sem er þó undir sama hatti en hann stjórnar viðhalds- og varahlutaþjónustu. -Hekla hf. hefur sterka stöðu og starfsmenn hafa langa reynslu í sölu og þjónustu á bílum og vélum og því teljum við að Scania sé í góðum höndum, sögðu þeir þremennn- ingar ennfremur, -og segja má að fyrir- tækin hafi haft óbein tengsl því Scania sér einnig um innflutning til Svíþjóðar á bílum frá Volkswagen eins og Hekla gerir hér. En telja þeir íslenska markað- inn eftirsóknarverðan fyrir Scania? ísland hluti af helmamarkaði -Við lítum á alla Vestur-Evrópu sem heimamarkað Scania og 60 til 70% af allri framleiðslu fyrirtækisins í Evrópu fer á þann markað. ísland er hluti af honum og við teljum eftirsóknarvert að sinna þeim markaði. Hér er þegar stór Scania fioti sem þarf að þjóna með viðgerðir og varahluti og þar sem þessi floti er tekinn að eldast nokkuð er ljóst að þörf verður fyrir talsverðan innflutn- ing. Það gildir bæði um flutningabíla og hópferðabíla. Við höfum þessa daga hér á íslandi þegar rætt við nokkra Scania-vörubílaeigendur og á næstunni kemur hingað fulltrúi frá okkur til að ræða við eigendur hópbíla frá Scania. Við teljum að efnahagsástand hér fari nú ört batnandi á sama hátt og bata- merki eru tekin að sjást á hinum Norð- urlöndunum þar sem Scania hefur náð nokkurri söluaukningu undanfarna mánuði. Þeir þremenningar frá Scania segja að samkeppni á þessum markaði sé mjög hörð og það gildi um öll svið: -Það er mikil samkeppni um sjálfan markaðinn, að geta boðið sem breiðasta línu þessara atvinnutækja á sem styst- um tíma en afgreiðslufrestur til Islands verður á biiinu 6 til 7 vikur, svo og góða þjónustu við allan rekstur þeirra. Þá hefur aukist mjög samkeppni um hagkvæmni og nú spytja menn mjög ákveðið um hvað kostar að reka þennan og hinn bílinn á hvern ekinn kílómetra og við verðum að standa alveg klárir á slíkum svörum. í því sambandi má nefna að nú er víða í Evrópulöndum farið að bjóða eignarleigu og alls konar samninga um fjármögnun sem við höf- um oft milligöngu um. Hekla hf. hefur um 850 fermetra verkstæðisrými þar sem veita má alla viðgerðarþjónustu og geta dráttarbílar með stærstu tengivagna ekið þar inn í hús. Þá er fyrirtækið með helstu vara- hlutabirgðir en síðan verður hægt að panta varahluti með eins til tveggja daga fyrirvara frá aðalaðsetri Scania í Södertalje í Svíþjóð eða þjónustumið- stöð þess í Belgíu. Sverrir Sigfússon framkvæmdastjóri hjá Heklu segir fjóra starfsmenn véladeildarinn- ar annast sölu- og þjón- ustustarfsemina auk starfsmanna í varahluta- verslun og á verkstæði. Fyrsti bíllinn þegar seldur Eigendur Vestfjarðaleið- ar, þau Sigurbjörg Bjarna- dóttir og Jóhannes Ellerts- son gengu frá kaupum fyrirtækis síns á 52 manna hópferðabíl frá Scania í síð- ustu viku og var skrifað undir samninginn i hófi hjá Heklu að viðstöddum full- trúum Scania. -Þetta verð- ur 12. Scania bíllinn hjá Vestíjarðaleið en alls eigum við 21 bíl, segja þau Sigur- björg og Jóhannes, -en Scania flotinn eru aðallega stærri bílarnir hjá okkur. Við getum flutt alls kringum 850 manns svo við færum langt með að flytja alla Dala- menn í einu í bílum okkar. Vestfjarða- leið annast áætlunarferðir í Reykhóla- sveit, sér um fólksflutninga fyrir ísal í Straumsvík og ekur fyrir Ferðafélag Islands og Utivist auk annars hópferða- aksturs. Þá fékk fyrirtækið ferðaskrif- stofuleyfi á síðasta ári og hefur annast móttöku ferðamanna frá Þýskalandi. Morgunblaðið/jt FULLTRÚAR Scania ræddu við forráðamenn Heklu hf. í síðustu viku, nokkra eigendur Scania bíla og skoðuðu allar aðstæður. Frá vinstri: Rainer Jonsson, Bengt Áke Gustafsson og Anders Grundströmer, Minni vélarorku út til hjólanna “W Morgunblaðið/Gugu EINN þátttakanda í kynningu Ökukennarafélagsins á hálkuakstri á Leirtjörn fær ráðleggingar frá formanni félagsins, Guðbrandi Bogasyni. ** KUKENNARAFÉLAG íslands í samvinnu við Umferðarráð stóð fyrir kynningu á akstri í hálku á Leirtjöm skammt frá Grafar- holti fyrir skemmstu. Hátt í 20 ökukennarar voru á staðnum með bíla sína og höfðu J/eir aðstöðu í rútu á staðnum. Utbúnar höfðu verið akstursleiðir á ísilögðu vatn- inu. Guðbrandur Bogason formað- ur Ökukennarafélags íslands sagði að með þessu framtaki væri ökumönnum gefíð tækifæri til þess að átta sig undir leiðsögn á því hvernig ökutæki hegða sér í hálku. Guðbrandur sagði að æskilegast hefði verið að bjóða upp á slíka kynningu fyrr um veturinn en vegna aðstöðuleysis byðust ekki tækifæri til þess. „Við erum héma með ákveðnar þrautabrautir en fyrst tökum við ökumennina hér inn í rútuna og höldum stutta kynningu á því hvað beri að var- ast og hvemig útbúnaður ökutæk- isins eigi að vera. Einnig sýnum við bút úr myndbandi um veggrip og hálkuakstur og almennt um þá krafta sem virka á bílinn. Síðan er mönnum boðið að aka brautim- ar en það em fjórar æfingar í hverri braut,“ sagði Guðbrandur. Ökumenn temjl sér fyrirhyggju Æfingarnar fólust í því að aka beinan kafla sem var afmarkaður af keilum og ná upp vissum hraða. Morgunblaðið/Gugu ÖKUKENN AR ARNIR Guð- brandur Bogason og Sigríð- ur Ólafsdóttir höfðu veg og vanda af kynningunni á Leirtjörn. Leiðbeinandi í akstursbrautinni sagði síðan með skömmum fyrir- vara hvaða beygju átti að taka og þraut ökumannsins var fólgin í því að hafa stjórn á bílnum í beygj- unni með réttri stýringu og hemlun eða þá með því að sleppa hemlum og stýra frá hindrunum. „Við teljum að helstu ástæður þess að slys og óhöpp verða í hálku séu þær að ökumenn misreikna þá orku sem býr í bílnum, þ.e.a.s. samspil kraftanna og veggripsins. Það er mjög þarft að ökumenn geti upplifað þetta sjálfír við ör- uggar aðstæður," sagði Guðbrand- ur. Hann segir að það sem skipti mestu máli við akstur í hálku sé að ökumenn temji sér fyrirhyggju og reikni út við hveiju þeir megi búast. Bíllinn fari mun lengri vegalengd frá því ákveðið er að stöðva hann þar til hann stöðvast í raun í hálku. Fólk meti vega- lengdirnar á annan hátt þegar það situr undir stýri. Einnig þurfi öku- menn að átta sig á því að hægt er að ná stjórn á bílnum þegar hann fer að snúast með því að minnka vélarorku út tii hjólanna og með því snúa stýrinu í sömu átt og afturendinn leitar. Reykjavíkurborg úthlutaði Öku- kennarafélaginu lóð á gatnamót- um Suðurlands- og Vesturlands- vegar á síðasta ári og þar ætlar félagið að útbúa æfingasvæði þar sem hægt er að útfæra slíkar æfingar enn betur. Guðbrandur segir að það sé einnig undir stjóm- völdum komið hvenær æfinga- svæðið kemst í notkun því það ætti að vera hluti af námi þeirra sem taka ökupróf að æfa hálku- akstur. „Ég vona að það verði ekki mjög lengi enn sem við þurf- um að bíða því það hefur verið á borðinu hjá okkur í tíu ár að koma upp slíkri aðstöðu," sagði Guð- brandur. ■ Til hamingju bif reiðasalar! ÞANN 28. febrúar 1995 stofnuðu bílasal- ar Félag Löggiltra Bifreiðasala. í maí s.l. voru sett á alþingi lög um sölu notaðra öku- tækja þar sem sér- staklega var tekið á starfi bílasalans. Þess- um áfanga var fagn- að. Samkvæmt lögun- um eiga bifreiðasalar að uppfylla nokkur ný skilyrði þ.á.m. að kaupa sér tryggingu verði neytendur fyrir tjóni vegna vanrækslu bifreiðasalans og að sækja námskeið og standast próf þar sem gerðar eru kröfur um þekkingu og getu bílasalans, með neytendavernd að leiðarljósi. Að þessum skilyrðum uppfyllt- um sækja þeir um leyfi sýslu- manns til að reka bifreiðasölu. Fræðslumiðstöð bílgreina, sem stóð að Námskeiði fyrir bifreiða- sala, hefur á undanförnum mánuð- um haldið 6 námskeið þar sem ca. 120 núverandi og væntanlegir bif- reiðasalar hafa tekið þátt. Sam- kvæmt lögunum ber einungis einum frá hverri sölu að ná ofan- greindu prófi en söl- urnar eru einungis ca. 60. Því er ljóst að bíla- salar eru ekki bara að sækjast eftir leyfí sýslumanns. Þeir hafa ekki síður áhuga á að auka hæfni sína og . verða betri bílasalar. Aðsóknin staðfestir það. Frá og með 28. febrúar 1995, á engin bifreiðasala að vera starfandi nema hafa áðurnefnt leyfi. Þetta er gert fyrir neytendur - bíleig- endur. Flest allir eiga bíla og þurfa einu sinni eða oftar að eiga viðskipti við bifreiðasölur og stundum er allt spariféð lagt und- ir. Það hlýtur því að vera fagnað- arefni allra, þegar bifreiðasalar vilja ganga lengra en lög segja til um, eins og virðist felast í stofnun Félags Löggiltra Bif- reiðasala. Þeir stefna að því að setja upp eigin neytendavernd sem fells't m.a. í því að gefa sjálf- um sér auga í formi fræðslu, siða- reglna og upplýsingagjafar til al- mennings. Þessu ber ekki síður að fagna. Fræðslumiðstöð bílgreina hyggst í framtíðinni, með ýmis konar fræðslu, styðja við bakið á öllum þeim starfsmenntahópum sem eru innan bílgreina og mun m.a. bjóða Námskeið fyrir Bif- reiðasala áfram og þannig taka þátt í því að efla þekkingarstig bifreiðasalans. Bifreiðasalar hafa sjálfir ákveðnar hugmyndir um framtíðarþróun sinna máia og gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir að þeir hafa staðist prófið í dag þá munu tímar breytast og stöðug þróun kallar á stöðuga fræðslu. Vonandi tekst að auka vellíðan bifreiðasalans í starfi og skapa öryggistilfinningu bíleig- enda í fyrsta flokks fjármagnsvið- skiptum sem bílaviðskipti eiga að sjálfsögðu að vera. Það er því ekki bara bifreiðasal- inn sem á að fá hamingjuóskir - heldur bíleigendur líka. ■ Jón Garðar Hreiðarsson. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar bílgreina. Jón Garðar Hreiðarsson Bílanaust kaupir Smyril BÍLANAUST hf. hefur keypt bíla- verslunina Smyril á Bíldshöfða 14 í Reykjavík, ásamt iager, við- skiptavild og húsnæði. Verslun Smyrils verður breytt í útibú Bíla- nausts sem á að þjóna iðnfyrir- tækjum í nálægð en á Ártúnshöfða eru mörg af stærri bílaverkstæð- um á höfuðborgarsvæðinu. Vöru- valið á Bíldshöfða verður jafn- framt aukið sem og þjónusta við eigendur vörubíla. Boðnir verða Koni demparar í alla vörubíla og bætast þeir við umboð fyrirtækis- ins á Monroe, Gabriel, Trailmaster og fleiri dempurum. Bílanaust starfrækir nú verslanir með vara- hluti, efni, verkfæri, tæki og bíl- vörur á fjórum stöðum. Um og yfir 95% af þeim varahlutum og vörum sem Bílanaust selur flytur fyrirtækið inn milliliðalaust frá framleiðendum. Beinn innflutn- ingur frá framleiðendum hefur gert fyrirtækinu kleift að lækka verð á varahlutum. ■ Fornbílo klúbb- urinn í nýtt húsnæði FORNBÍLAKLÚBBUR íslands hefur fest kaup á húsnæði fyrir félagsheimili að Vegmúla 4 í Reykjavík. Stærð húsnæðisins er 175 fermetrar og kemur það til með að rúma alla félagsstarfsemi klúbbsins. Framundan er vinna við breytingar á innréttingum. Reikn- að er með því að hið nýja félags- heimili verði tekið í notkun 1. apríl næstkomandi. ■ Hringtorg til bótn HRINGTORG eru mikið þarfaþing í umferðinni. Ef marka má nýlega skýrslu dönsku vegagerðarinnar og Tækniháskóla Danmerkur dregur um allt að 80% úr óhöppum á vegamótum þar sem gerð eru hringtorg. Sérstaklega á þetta við um vegamót úti á landsbyggðinni. í borgum er árangurinn minni en þó fækkar slysum um helming þar sem hringtorg eru gerð. í skýrsl- unni er vitnað til niðurstaðna á athugunum á 80 vegamótum þar sem gerð voru hringtorg eftir 1982. ■ LÍTILL Pajero með 660 cc vél. Mitsubishi með smújeppu MITSUBISHI hefur sett á markað í Japan nýja kynslóð smájeppa og fyrsti bíllinn af þessari kynslóð er lítill Pajero, aðeins 3,3 metra lang- ur en líkur stóra bróður í mörgu. Eigin þyngd bílsins er 880 kg og er hann sagður komast 20 km á einum lítra af bensíni. Rúmtak vélarinnar er 660 rúmsentimetrar og er hún með fjórum ventlum og skilar 52 hestöflum. Staðalbúnað- ur er bæði ABS-hemlalæsivörn og líknarbelgur. Litli Pajero er enn sem komið er eingöngu framleidd- ur fyrir Japansmarkað. ■ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.