Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Álbfllinn Audi A8 er kraftmikill og þægi- legur glæsivagn ÁLBÍLL frá Audi er væntanlegur til íslands bráðlega og er það flaggskip Audi-flotans sem geng- ið hefur í gegnum mikla endurnýj- un á síðustu misserum. Audi A4, A6 og A8 eru nöfnin í nýju lín- unni, A8 sá stærsti og þar er ál- bíllinn en fjallað verður um allar þessar gerðir hér á næstunni. Happdrætti Háskóla íslands hefur fest kaup á A8 álbílnum og verð- ur hann aukavinningur eða plú- svinningur í árslok. Happdrættið vill með þessu taka þátt í að benda á möguleika áls í bílaframleiðslu og velur Audi A8 þar sem telja má hann með fullkomnari bílum sem sjást hérlendis og ekki vantar þægindin. íslenskir blaðamenn fengu að skoða gripinn í Svíþjóð nýlega þegar Hekla hf., kynnti nýju línuna sem væntanleg er hingað til lands á næstunni. En í dag verður staldrað við álbflinn. Audi A8 er stór og glæsilegur og stórglæsilegur vagn. Hann er rúmlega fimm metra langur og nærri tveggja metra breiður, lág- ur, rennilegur, ávalur, með stór hjól og rísandi línu frá lágum framenda og aftur að skotti, með samlitum stuðurum og hliðarlista og mjög hallandi fram- og aftur- rúðum. Audi A8 er jafnframt lát- laus bfll og hefur yfír sér virðu- leikablæ og það sést strax að A8 er bfll frá Audi verksmiðjunum. Um 40% léttara burðarvirki Aðalsmerkið í hönnun og bygg- ingu bflsins er þó kannski það sem ekki sést, að ál er aðalbyggingar- efnið. Burðarvirki bílsins er um 40% léttara en þær hefðbundnu stál- og málmblöndur sem notaðar hafa verið af bflaframleiðendum og staðhæfa framleiðendur að með þessu sé A8 bfllinn í flokki bfla af millistærð hvað þyngd varðar þótt í stærð og búnaði telj- ist hann til stórra lúxusbíla. Þá staðhæfa þeir einnig að vegna þess hve léttur hann er sé eyðslan svipuð og í bíl af meðalstærð eða Audi A8 Quattro álbíll í hnotskurn Vél: 4,2 Iftrar, 8 strokkar Sítengt aldrif. Sjálfskipting - með handskiptimöguleika. Hemlalæsivörn. Vökvastýri - veltistýri - hægt að hreyfa að og frá. Samlæsingar. Rafdrrfnar rúðuvindur. Rafdrifnir hliðarspeglar. Rafdrifnar stillingar á framsætum. Útvarp, geislaspilari. Lengd: 5,03 m. Breldd: 1,97 m. Hæð: 1,43 m. Hjólhaf: 2,88 m. Beygjuhringur: 12,3m. Stærð farangursrýmis: 5251. Þyngd: 1.750 kg. Hjólbarðar: 225/60WR 16 - varahjól í fullri stærð. Stœrð bensfntanks: 901. Eyðsla: 16,5lfbæja rakstri, 8,2 á 90 km hraða, 10,2 á 120 km hraða. Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Verð: Kringum 8 milljónir. tæpir 13 lítrar og uppí 16,5 í bæjarakstri eftir vélarstærð. Þegar inn í bílinn er komið verður glæsileikinn jafnvel enn meira áberandi en að utan. Strax og sest er inn, hvort sem er í fram- eða aft- ursætin, verða menn þess áskynja að rúmt er til allra átta, þægilega bólstruð leð- ursætin umlykja farþega og ökumann og styður sæti öku- manns sérstaklega vel við á alla kanta. Það er líka búið rafstillingum með minni þannig að þegar einn öku- maður hefur komið sér fyrir með sínar sérstöku stillingar getur næsti lagað sætið að sínum þörfum án þess að rugla fyrri stillingunni. Út- sýni er gott til allra átta. Allt til þæginda Mælaborðið er ekki síður mikilfenglegt. Efri brúnin er bogadregin, mælarnir beint fram af ökumanni stórir og góðir og margs konar upplýsinga- og að- vörunarljós. Á miðjubrettinu eru rofar fyrir hita í sætum, þokuljós, hita á afturrúðu og fleira, stæði fyrir útvarpið og neðst miðstöðv- arstillingar með tvöföldum skammti þannig að ökumaður getur stillt fyrir sinn helming og farþegi í framsæti sérstaklega fyrir sig. Þá eru þar armpúðar og sæti fyrir farsíma og í aftur- sæti er einnig armpúði. Höfuð- rými er yfrið nóg og sömuleiðis fyrir fætur enda tekur farþega- rýmið 40% af allri lengd bflsins. Farangursrými er samt sem áður umfangsmikið og tekur 525 lítra. Vélin í A8 er engin smásmíði en hún er léttbyggð 4,2 lítra og 8 strokka og heil 300 hestöfl enda skilar hún bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 7,3 sekúndum. Hámarkshraðinn er 250 km á klukkustund og því á það við þennan bfl eins og aðra af svipuð- um toga að best væri að geyma þá í útlandinu þar sem ekki er gerlegt að fara um íslenska vegi á þeim hraða sem bíllinn getur boðið uppá. Bíllinn er búinn sjálf- skiptingu með þeim eiginleika að hægt er að setja gírstöngina í eins konar hliðarrás og taka þar með Kraftur Lipurð Þægindi FRAMSÆTIN eru með rafstillingum með minni. upp nokkurs konar handskipt- ingu. Stönginni er ýtt framá við með iéttri snertingu til að skipta upp og síðan ýtt örlítið aftur til að skipta niður. Þetta er mjög skemmtilegur eiginleiki fyrir þá sem vilja ekki eingöngu njóta þæginda sjálfskiptingar. Engin fyrlrhöfn Ekki þarf að fara mörgum orð- um um akstur á Audi A8 Qu- attro. Hafi ökumaður sest inní hann og búist við þunglamalegum bfl og stirðum hverfur sú tilfínning um leið og búið er að setja í gang og ekið er af stað. í viðbragðinu rýkur bíllinn bókstaflega af stað og það án þess að vart verði há- vaða frá vél eða skiptinga milli gíra - allt gerist þetta fyrirhafnar- laust og hljóðlaust. Ökumanni fínnst hann líka strax hafa góð tök á öllu og hann kann vel að meta þægindin, armpúðann hægra megin, sjálfvirka stillingu á hita, útvarp eða geislaspilara og þannig mætti lengi telja. Áldrifíð, sjálfstæð, stöðug og mjúk gormafjöðrunin gera Audi A8 að sérlega rásföstum og þægi- legum ferðabíl. í snjó og hálku á hraðbrautum sem sveitavegum í nágrenni Arlanda og í þéttbýli í Uppsala í Svíþjóð fannst hvort tveggja veggrip aldrifsins og þægindi og lipurðin í snúningum í þéttbýlinu. Það sem helst vant- aði á var að geta reynt fjöðrunina á grófari vegum en nokkuð ljóst ALLT til alls er í mælaborðinu og þar fer viðarliturinn vel í smekklegri hönnun. VÉLIN er 4,2 lítrar, með 8 strokkum og er heil 300 hestöfl. SVERRIR Sigfússon framkvæindastjóri hjá Heklu lætur fara vel um sig undir stýri í þessum glæsivagni Audi. er þó að slíkt yfirborð veldur ekki óþægindum um borð í A8. En það má endurtaka að það sem kemur á óvart í þessum bíl sem virðist stór og mikill er lipurðin og létt- leikinn. íbúðarfjðrfesting Verðið á Audi A8 álbílnum með aldrifi er frá um 9 milljónir króna eftir búnaði. Þetta er að sjálfsögðu slík fjárfesting að venjulegir bíla- kaupendur munu hverfa í aðrar áttir og reyna að minnka við sig þægindin og um leið fjárfesting- una. Hins vegar hefur Happ- drætti Háskóla íslands ákveðið að hafa þennan bíl sem svonefnd- an plús-vinning sem dreginn verð- ur út á gamlársdag. Ragnar Ingi- marsson forstjóri HHÍ sagði að happdrættið væri jöfnum höndum að kynna tækninýjung og mögu- leika áls í bflaframleiðslu um leið og bíllinn verður notaður til að kynna happdrættið og sýndur hjá umboðsmönnum þess um landið allt í samvinnu við Heklu. Bíllinn er væntanlegur til landsins um miðjan mars og verður fljótlega farið að sýna hann. ■ Jóhannes Tómasson Morgunblaðið/jt AUDI A8 álbíllinn er glæsilegur og virðulegur. Hér er hann með merki Happdrættis Háskóla íslands enda verður hann aukavinningur hjá HHÍ í árslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.