Morgunblaðið - 07.03.1995, Side 1

Morgunblaðið - 07.03.1995, Side 1
80 SÍÐUR B/C 55. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Segja glæpi ógna öryggi Rússlands Moskvu. Reuter. Kanada- menn hóta tognrum Ottawa. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) for- dæmdi í gær tveggja mánaða bann Kanadamanna við grálúðuveiðum undan austurströnd landsins. Veiðibannið er svar Kanada- manna við ákvörðun ESB að hafna grálúðukvóta Norður-Atlantshafs- fiskveiðiráðsins (NAFO). NAFO hafði úthlutað ESB- ríkjunum 3.400 tonna kvóta árið 1995 af 27.000 lesta heildarkvóta, en ESB gerir kröfu til 18.630 tonna. Skip þaðan veiddu 45.000 tonn árið 1993. Emma Bonino, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjóm ESB, sagði að bmgðist yrði hart við hugsanlegri töku togara. Kanadamenn gáfu í gær skip- stjómm evrópskra togara sólar- hringsfrest til að yfirgefa slóðina. Hótaði Brian Tobin sjávarútvegs- ráðherra, að hafist yrði handa í dag um að stöðva veiðamar, færu togar- arnir ekki sjálfviljugir. ÖRYGGISRÁÐ Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta sagði í gær að skipu- lögð glæpastarfsemi í landinu væri orðin svo alvarlegt vandamál að hún ógnaði öryggi ríkisins. Öryggisráðið sagði að enginn árangur hefði náðst í baráttunni gegn glæpum. „Þetta ástand grefur undan ríkisvaldinu, dregur úr tiltrú þess, og ógnar öryggi Rússlands," sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu for- setans. Öryggisráðið gagnrýndi inn- anríkisráðuneytið, saksóknara og leynilögregluna fyrir slæma frammi- stöðu í baráttunni gegn skipulögðum glæpahópum. í yfirlýsingunni sagði að baráttan gegn glæpum liði fýrir fjárskort og þingið og stjórnin voru gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. Ráðið kom saman eftir að vinsæll sjónvarpsmaður, Vladíslav Lístjev, var skotinn til bana á miðvikudag. Talið er að leigumorðingjar hafi ver- ið að verki. Óttast lögregluríki Ivan Rybkín, forseti Dúmunnar, neðri deildar þingsins, sagði að 75 af hundraði þeirra, sem hefðu fram- ið alvarlega glæpi í Rússlandi, gengju enn lausir. „í eðlilegu samfé- lagi teldist slíkt hlutfall óviðunandi,“ sagði hann. Rússneskir embættismenn véku í gær yfirsaksóknara og lögreglu- stjóra Moskvuborgar frá störfum að kröfu Jeltsíns, þrátt fyrir and- stöðu borgarstjórans, Júrís Lúz- hkovs, sem kann að verða keppi- nautur Jeltsíns í forsetakosningun- um á næsta ári. Minna á samábyrgð heimsbyggð- arinnar BOUTROS Boutros-Ghali fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) setti ráðstefnu SÞ um félagslega þróun í gær í Kaup- mannahöfn. Hana sækja um 10.000 gestir, þar af á annað hund- rað þjóðarleiðtogar, í ræðu sinni sagði Boutros-Ghali það helsta takmark ráðstefnunnar að minna þjóðir heimsins á samábyrgð á félagslegum aðbúnaði ibúa heims- ins. Með því að taka félagslega þróun til umræðu væri tekin af- staða gegn fátækt og eymd í heim- inum. Um leið og minnt væri á samábyrgð væri þörf á félagsleg- um sáttmála til að undirstrika hana. Poul Nyrup Rasmussen forsæt- isráðherra Dana er forseti ráð- stefnunnar. I ávarpi sínu sagði hann að mánuðirnir og árin eftir ráðstefnuna myndu leiða í Ijós árangur hennar. Var myndin tek- in er hann þáði fundarhamarinn úr hendi Boutros-Ghali. Enn hefur ekki náðst samstaða um lokaávarp ráðstefnunnar. Ætl- unin er að það verði staðfest i lok vikunnar, er þjóðarleiðtogarnir mæta til fundar. Það verður sett upp sem boðorð, sem verða annað hvort níu eða tíu. Auk þess verður lögð fram nokkurs konar dagskrá, sem þjóðir heimsins geta tekið mið af i baráttu við félagslegt óréttlæti. Reuter Eistland Aherslan til hægri Tallinn. Reuter. TIIT Váhi, sigurvegari í þingkosn- ingunum í Eistlandi, ítrekaði í gær stuðning sinn við kapitalisma og fijálst markaðskerfi og sagði, að hvergi yrði hvikað frá umbótastefn- unni í efnahagslífínu. „Eistlendingar þurfa hægristjórn og hægristefnu,“ sagði Váhi, leiðtogi kosningabandalags Sambands- og Dreifbýlisflokksins, en bandalaginu var spáð í gær rúmlega 30% at- kvæða og 41 þingmanni af 101. Næstur að atkvæðum kom Um- bótaflokkurinn með 16,3% og 19 þingmenn og í þriðja sæti er Mið- flokkurinn Edgars Savisaars, fyrr- verandi forsætisráðherra, en honum var spáð um 14% atkvæða og 16 þingmönnum. Föðurlandsflokkurinn, sem verið hefur í stjórn frá 1992, beið mikinn ósigur og var ekki spáð nema sjö þingsætum. Rússneskumælandi fólk, sem er allt að þriðjungur landsmanna, fékk nú að kjósa í fyrsta sinn og náði flokkur þess, „Eistland er heimili okkar", lágmarkinu eða 5%. Níundi ráðherr- ann fýkur London. Daily Telegpraph. JOHN Major forsætisráðherra Bretlands varð fyrir áfalli í gær, er Robert Hughes, vís- indaráðherra, sagði af sér vegna framhjáhalds. Hughes, sem þótti eiga mikla pólitíska framtíð fyrir sér, er níundi ráðherrann í stjórn Majors sem segir af sér vegna hneykslismála frá 1992. John Horam var skipaður arftaki Hughes í stjórninni. Hann var á sínum tíma ráð- herra í stjórn Verkamanna- flokksins en gekk til liðs við flokk sósíaldemókrata um skeið áður en hann gekk í rað- ir Ihaldsflokksins. Komst hann á þing í síðustu kosningum í kjördæminu Orpington. SYRGJENDUR leggja blóm á gröf rússneska sjónvarpsmannsins Vladíslavs Lístjevs, sem var myrtur í síðustu viku. Reuter Gengislækkun spænsku og portúgölsku gjaldmiðlanna Greinir á um framtíð ERM SKIPTAR skoðanir eru um hvaða áhrif gengis- lækkun spænsku og portúgölsku gjaldmiðlanna, sem ákveðin var í gærmorgun eftir 11 tíma auka- fundi fjármálaráðs Evrópusambandsins (ESB), hefur á framtíð Gengissamstarfs Evrópu (ERM) og sameiginlegan gjaldmiðil ESB-ríkjanna. Evrópskir sérfræðingar í gengismálum voru nær sammála um að bæði gengissamstarfið og sameig- inlegur gjaldmiðill væru hugsanlega úr sögunni. Utanríkis- og fjármálaráðherrar nokkurra ESB- ríkja lýstu gagnstæðri skoðun. Ákvörðunin um að fella pesetann um 7% og escudo um 3,5% þykir sýna, að ESB geti ekki hindrað fall einstakra gjaldmiðla. Er þetta fjórða gengislækkun pesetans á hálfu þriðja ári. Lækkun- in þótti yfirvofandi þar sem spákaupmenn höfðu losað sig við peseta að undanförnu vegna pólití- skra og peningalegra hneykslismála á Spáni. Talið var hugsanlegt, að bæði Bretar og ítalir drægju sig út úr ERM. Gengislækkunin þykir styrkja þau sjónarmið, að efnahagsleg eining og myntbandalag eigi að þróast á mismunandi hraða. Ölíkur efnahagslegur bakgrunnur ESB-ríkjanna þýði, að sum þeirra muni áfram eiga við óstöðugleika í gengismálum að etja og færi því betur á því að skipta gengissam- starfinu upp í tvo hópa eða skilja veikari gjaldmiðl- ana eftir fyrst um sinn. Gæti flýtt fyrir? Heyrðist sú skoðun meðal hagfræðinga, að gengisfellingin gæti jafnvel flýtt fyrir því að ríki, sem búa við hlutfallslegan stöðugleika í gengismál- um, taki upp sameiginlegan gjaldmiðil. Mikil dollarakaup seðlabanka Bandaríkjanna og annarra helstu iðnríkja heims í síðustu viku stöðv- uðu ekki lækkun dollars í gær. Sérfróðir sögðu, að einungis vaxtahækkun bandaríska seðlabankans gæti stöðvað fallið hanns. ■ Kallar ekki á breytingu/8 ■ Biðineftir hærra verði/18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.