Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikið þýfi úr inn- brotum fannst i íbúð við Stangarholt Tveir í gæslu- varðhald TVEIR menn, 18 og 19 ára, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á mánudag vegna rannsókn- ar á aðild þeirra að fjölda innbrota sem framin hafa verið á höfuð- borgarsvæðinu seinustu vikur. Mennimir voru handteknir eftir að kvörtun hafði borist yfir hávaða og ónæði af hugsanlegum átökum, frá íbúð í Stangarholti í Reykjavík um klukkan sex á sunnudags- morgun. Þar var fyrir fjöldi ungs fólks þegar lögreglan kom á stað- inn, og hafði einn piltur verið stunginn með hnífí í læri. Hann var fluttur á slysadeild en áverkinn er talinn minniháttar, og leikur grunur á að hann hafí veitt sér hann sjálfur. Fjöldi þjófstolinna tækja Lögreglan fékk húsleitarheimild og fann í íbúðinni fjölda símtækja, tölvur, reiðtygi, sjónvarpstæki, örbylgjuofn og fleiri muni sem lög- reglan telur að sé þýfí úr innbrot- um að undanfömu, og var aðkom- an svipuð og „í skranbúð" að sögn lögreglu. Átta einstaklingar voru fluttir á lögreglustöð vegna málsins, sex settir í geymslu og tvær stúlkur á sextánda aldursári fluttar til yfír- heyrslu hjá RLR. Sumir í hópnum hafa komið margsinnis við sögu hjá lögreglu. Fólkinu var sleppt eftir yfírheyrslur, fyrir utan pilt- ana tvo sem óskað var gæslavarð- halds yfír þar sem talið er að þeir beri ábyrgð á þýfinu. RLR fer með rannsókn málsins. Vetrarsólin gladdi ÍBÚAR höfuðborgarsvæðisins nutu á sunnudag um og margir lögðu leið sína í Elliðaárdalinn vetrarveðurs eins og það gerist best. Börnin til að njóta þar útiveru, bæði gangandi og á heilsuðu upp á ferfætlingana I húsdýragarðin- hestbaki. Snjóflóða- hættu aflýst á Seyðisfirði Seyðisfírði. Morgunblaðið. MIKIÐ SNJÓAÐI á Seyðisfirði um helgina og á mánudagsmorgun mátti sjá marga á leið til vinnu á tveimur jafnfljótum. Ekki þurftu þó allir að hraða sér til vinnu því á sunnudaginn kom almannavarnanefnd Seyðis- fjarðar saman og lýsti yfír hættu- ástandi beggja vegna fjarðarins vegna snjóflóðahættu. Nefndin kom aftur saman á mánu- dagsmorgni og ítrekaði niðurstöðu sína en ákvað síðan að aflýsa hættu- ástandi á fundi klukkan fjögur síðdeg- is. Voru sumir vinnustaðir lokaðir fram eftir degi vegna þess. Vegurinn norðan íjarðar var lokaður utan við áhaldahús bæjarins, en við Fiskiðjuna Dvergastein að sunnanverðu. Megin- byggðin hefur ekki verið talin í hættu, en hins vegar nokkrir vinnustaðir, til dæmis Strandarsíld, Norðursíld, Reykhúsið og Vestdalsmjöl. Þá urðu íbúar í farfuglaheimilinu Haföldunni að fara úr húsi. Unnið var í verksmiðj- un SR-mjöls. Þangað fengu aðeins þeir að fara sem áttu brýnt erindi og ekki fékkst leyfí til þess að flytja þaðan loðnu til frystingar. Búið er á þremur bæjum norðan fíarðar og einum sunnan megin. Öfært er á alla bæina, en þeir eru ekki taldir í hættu. Veðurspá í dag og næstu daga er slæm með tilliti til snjóflóðahættu. ------» ♦ ♦----- Kvef og veiru- sýkingar KVEF og aðrar veirusýkingar í efri loftvegum hijáðu 2.656 Reykvíkinga í janúarmánuði síðastliðnum, sam- kvæmt skýrslum frá sjö heilsugæslu- stöðvum og Læknavaktinni sf. Þá fengu 232 iðrakvef eða veiru- sýkingu í þörmum, 180 fengu lungna- bólgu og 151 var með hálsbólgu af völdum sýkla, sem skarlatsótt gat fylgt. Inflúensu fengu 30, hlaupabólu 28 og 10 fengu rauða hunda. Þrir fengu einkimingasótt, þrír maura- kláða, þrír kíghósta og einn hettusótt. Skattamál tryggingayfirlæknis í skoðun hjá heilbrigðisráðuneytinu Málið væntanlega til ríkislögmanns Tryggingayfírlæknir hefur skilað greinargerð til heilbrigðisráðuneytis í kjölfar ákæru um skattsvik sem lögð var fram 21. febrúar síðast- liðinn. Er meðal annars til athugunar hvort mál- ið komi til kasta ríkis- lögmanns. JÚLÍUS Valsson tryggingayfír- læknir hefur skiiað heilbrigðisráð- herra greinargerð í kjölfar ákæru sem gefín var út á hendur honum 21. febrúar sl. vegna skattsvika. Málinu lauk með dómsátt 27. febr- úar og var Júlíusi gert að greiða 450.000 króna sekt. Arið 1993 hafði hann sætt endufákvörðun opinberra gjalda og 25% álags vegna vangold- ins skatts af 1,8 milljónum króna. Að sögn Daggar Pálsdóttur lög- fræðings í heilbrigðisráðuneytinu er verið að afla frekari gagna í málinu og ekki búið að taka ákvörðun um hvort það verði lagt fyrir ríkislög- mann. Rannsókn á skilum trygginga- lækna á opinberum gjöldum hófst 1992-1993 og er Júlíus einn fímm lækna Tryggingastofnunar ríkisins sem sætt hafa rannsókn. Hóf hann störf hjá stofnuninni árið 1990 sem verktaki að loknu námi og sá meðal annars um örorkumat fyrir trygg- ingafélög. Segist hann hafa fengið þær upplýsingar hjá stofnuninni að ekki væri venja að telja greiðslur fyrir örorkumat fram. „1 mars 1991 byijaði ég síðan að greiða stað- greiðslu og tryggingagjald en mín mistök voru þau að leiðrétta þetta ekki aftur í tímann," segir Júlíus. Lagði öll gögn fram Tveimur árum síðar var Júlíus kallaður til rannsóknar hjá skattyf- irvöldum og segist hann hafa gert skilmerkilega grein fyrir greiðslum til sín. „Ég lagði öll gögn á borðið, með númeruðum reikningum, merktum í bak og fyrir,“ segir hann og segist jafnframt hafa fengið þau skilaboð frá Ríkarði Ríkarðssyni, sem var settur skattrannsóknastjóri í málinu, að málið væri þess eðlis að það mætti afgreiða með endur- álagningu. Enginn vafi um refsimeðferð Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknastjóri ríkisins segir engan vafa hafa átt að leika á því að til refsimeðferðar kæmi. „Þessi mál tryggingalækna hafa öll farið dóm- stólaleiðina því brotin eru öll sama eðlis. Lögum samkvæmt skal hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi kemur sér hjá því að greiða iögboðna skatta, sæta sekt- um. Öll mál sem hingað koma til rannsóknar, sæta jafnframt refsi- meðferð. Það eru engin dæmi um það að við stingum málum undir stól,“ segir Skúli. Aðspurður segir skattrannsókna- stjóri ekki .hægt að ljúka slíkum málum með því að greiða upp skuld- ina við ríkið því engin heimild sé til þess í lögum. „Að rannsókn lokinni fara mál af þessu tagi til endur- ákvörðunar. Þegar henni er lokið hjá ríkisskattstjóra kemur málið aftur til skattrannsóknastjóra. Þá tekur við refsimeðferð, sem getur verið tvíþætt, annars vegar sektar- krafa til yfírskattanefndar, eða hefðbundin sakamálaleið, það er til lögreglu, ákæruvalds og síðan til dómstóla. Allir sem koma hingað til rannsóknar, lenda í refsimeðferð, nema um mjög smávægilegar fjár- hæðir sé að ræða,“ segir Skúli en miðað er við 100.000 krónur að hans sögn. Júlíus var settur tryggingayfír- læknir í nóvember 1993 í stað Björns Önundarsonar og var einn 18 umsækjenda um stöðuna næsta vor. „Ég fékk bréf 18. júní 1993 þar sem segir að rannsókn hjá skatt- rannsóknastjóra sé lokið og að mál- inu sé vísað til ríkiskattstjóra. End- urálagningu lýkur í desember 1993 og ég fæ engin skilaboð þess efnis að sé verið að vinna frekar í málinu eða að það eigi að refsa mér meira,“ segir Júlíus. Fannst Júlíus trúverðugur Tryggingaráð er umsagnaraðili um umsækjendur í stöður við Trygg- ingastofnun sem ráðherra veitir og segir Jón Sæmundur Siguijónsson formaður ráðsins, sem í sitja fímm manns, að Júlíus hafí fengið íjögur atkvæði í stöðu tryggingalæknis, sem auglýst var á sama tíma og eitt atkvæði í stöðu tryggingayfir- læknis. Einnig hafi forstjóri Trygg- ingastofnunar, Karl Steinar Guðna- son, mælt með Júlíusi. „Við fórum kyrfílega ofan í málið með Júlíusi þegar hann var kallaður til viðtals. Hann lagði spilin á borðið og sagð- ist hafa bréf undir höndum frá skattyfírvöldum sem gæfi honum ástæðu til að ætla að málinu væri lokið. Engu okkar var ljóst að það yrði tekið til refsimeðferðar. Okkur fannst Júlíus mjög trúverðugur og komumst að þeirri niðurstöðu að við ætluðum ekki að Iáta málið koma í veg fyrir að hann stæði jafnfætis öðrum umsækjendum," segir Jón Sæmundur. Guðmundur Árni Stefánsson þá- verandi heilbrigðisráðherra skipaði Júlíus í stöðuna 17. maí 1994 og tók hann við stöðunni 1. júní. Að- spurður hvort honum hefði verið kunnugt um mál Júlíusar segir Guð- mundur Árni: „Mér var ekki kunn- ugt um hans skattamál." Var hann jafnframt spurður á hvaða forsend- um hann hefði verið ráðinn. „Sökum hæfni hans og þekkingar. Hann fékk atkvæði í tryggingaráði og hafði jafnframt verið settur trygg- ingayfírlæknir um skeið og gegnt því ágætlega. Hans skattamál bar ekki á góma í mín eyru. Ef það á að vera almenn regla að ríkisstarfs- menn leggi fram sín skattframtöl eða feril í þeim efnum hlýtur það að ganga yfír alla.“ í september á liðnu ári barst Júl- íusi bréf þar sem segir að ákvörðun um refsimeðferð sé yfirvofandi. „Hálfu ári eftir að ég fæ stöðuna og sextán mánuðum eftir að ég legg fram öll gögn fæ ég bréf þar sem segir að taka eigi ákvörðun um refsi- meðferð málsins. Því er vísað til RLR og ég veit ekki enn í dag hvers vegna því ég taldi að það væri fullrannsak- að,“ segir Júlíus. Hann segist hafa beðið um að málsmeðferð yrði flýtt í kjölfar ákærunnar og hafí henni lokið með dómsátt 27. febrúar. „Mér var gert að greiða 450.000 krónur en eftir á var mér sagt að ég hefði getað farið fram á lægstu mögulegu sekt vegna þess langa fíma sem málsmeðferðin tók. Boltinn er hjá ráðherra nú en mín spuming er sú hvort stjórnsýslulög hafi verið haldin í heiðri og hvort þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Júlíus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.