Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 6
7 6 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________FRETTIR_____________________ Alyktunartillaga verður borin upp á aðalfundi Lögmannafélags Islands Hætt verði aðilcl að Mann- réttindaskrifstofunni Formaður félagsins segir tillög'- una aðför að réttarríkinu ÁTTA fyrrverandi formenn Lög- mannafélags íslands standa að baki tillögu um að félagið hætti aðild að Mannréttindaskrifstofunni og jafnframt að stjórn félagsins gæti þess framvegis að ekki séu gefnar út pólitískar ályktanir í nafni þess. í tillögunni segir að það samrým- ist ekki eðli og tilgangi félagsins samkvæmt samþykktum þess og ákvæðum laga um málflytjendur, sem kveða á um skylduaðild lög- manna að félaginu, að það eigi aðild að eða taki þátt í starfsemi félagasamtaka um þjóðfélagsmál, né heldur að gefnar séu út álits- gerðir, umsagnir eða ályktanir, þar sem pólitísk afstaða er tekin í nafni félagsins í umdeildum þjóðfélags- málum. Ekki verði tekin pólitísk afstaða Þorsteinn Júlíusson hæstarétt- arlögmaður er einn fluthingsmanna tillögunnar og sagði hann að þeir sem stæðu að henni væru sammála um að farið hafí verið yfir þá línu sem þeir teldu að lögin marki félag- inu með skylduaðild lögmanna um að taka ekki pólitíska afstöðu. „Hér er ekki um samstæðan hóp manna að ræða að öðru leyti en því að við höfum allir verið í forystu í félag- inu,“ sagði hann. „Það sem tengir okkur er að við erum sammála um að félagið eigi ekki að taka pólitíska afstöðu. Þetta er ekki stríð við einn eða neinn og tel ekki tilefni til klofn- ings innan félagsins.“ Ragnar Aðalsteinsson, formaður Lögmannafélags íslands, segir að í tillögunni felist að lögmenn hafi ekki samfélagslega ábyrgð og að lögmannafélagið eigi ekki að blanda sér í samfélagsleg málefni er varði réttindamál þegnanna. „Þetta er þvert á það sem lög- mannafélög í öðrum löndum gera og þau samtök sem við erum aðilar að,“ sagði hann. Sagði hann tillög- una sterka aðför að því réttarríki sem byggt hefði verið upp. Ragnar sagðist eiga von á að tillagan mundi valda algerri upplausn í lögmanna- sétt ef hún næði fram að ganga og næsta víst að félagið klofnaði. Þórir Kr. Þórðarsón borinn til grafar ÚTFÖR dr. Þóris Kr. Þórðar- sonar, prófessors, fór fram frá Hallgríinskirkju kl. 13.30 í gær. Sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson jarðsöng og líkmenn voru (t.v.) Jón Sveinbjörnsson, prófessor, Kristín Þórunn Tómasdóttir, guðfræðinemi, Björn Björns- son, prófessor, Gunnlaugur A. Jónsson, forstöðumaður Guð- fræðistofnunar, (t.h.) Svein- björn Björnsson, háskólarekt- or, Silja Aðalsteinsdóttir, rit- höfundur, Guðmundur Magnús- son, prófessor og fyrrum há- skólarektor, og Sveinn Ragn- arsson, fyrrum félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Sverrir Fiskmark- aður tekur til starfa í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið FISKMARKAÐUR hefur tekið til starfa í Grímsey, en það er Helgi Jónatansson á Dalvík sem sér um markaðinn. Helgi sagði að ástæða þess að hann ákvað að hefja þessa starfsemi væri sú að Kaupfélag Eyfirðinga sem starfrækt hefur fiskmóttöku í eynni hefði afráðið að hætta þeirri starfsemi og leigja húsnæði sitt. Hann hefur tekið húsnæði fiskmót- töku KEA á leigu til 6 mánaða og mun að þeim tíma liðnum endur- skoða málið og meta árangur. Hann bjóst ekki við öðru en framhald yrði á starfseminni og vænti þess að allt gengi að óskum. Einn starfsmaður Fiskmarkaðurinn mun verða með einn starfsmann í Grímsey, en einn- ig er fyrirhugað að bjóða bátum um á ísun og slægingu og því mun starfsfólki verða bætt við þégar ástæður þykja til. Helgi hóf starfsemina 1. mars en þá var ekki hægt að róa frá Gríms- ey vegna veðurs og í gær komst einn bátur á sjó. Helgi sagði að starf- semin fari því hægt af stað en í fram- tíðinni er áætlað að bjóða upp fisk á markaðnum 6 daga vikunnar. Samstarf er milli Helga og Reikni- stofu fiskmarkaðanna. -----» ♦ ♦---- Skoðanakönnun Gallup Fylgi Sjálfstæð- isflokks 40% SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi tæplega 40% fylgi ef kosið yrði nú samkvæmt skoðanakönnun Gallups á fylgi stjórnmálaflokkanna, sem sagt var frá í fréttum ríkisút- varpsins í gær. Samkvæmt könnuninni er fylgi Alþýðuflokks rúmlega 10%, fylgi Framsóknarflokks rúmlega 18% og fylgi Alþýðubandalags tæplega 15%. Þjóðvaki fengi rúmlega 9% fylgi og Kvennalistinn fengi 3,5% fylgi. » . Andlát A FIB segir bílaverkstæðin fá allt að 40% afslátt af varahlutum PETER HALLBÉRG \ PETER Hallberg, rit- höfundur og fyrrum prófessor í bók- menntafræði við Há- skólann í Gautaborg, er látinn 79 ára að aldri. Peter Hallberg hafði ungur kynnst Islend- ingasögum og íslensk- um bókmenntum og tók að rannsaka og skrifa um íslenskar bókmenntir þegar hann var lektor í sænsku við Háskóla íslands frá 1943-1947. Ásamt stílfræðirannsóknum urðu Islenskar bókmenntir helsta við- fangsefni fræðimannaferils hans. Á sjötta áratugnum þýddi Peter Hallberg skáldsögur Halldórs Lax- ness á sænsku og ritaði síðan ævisögu hans í tveimur bindum: Den store vávaren. En studie i Laxness ungdomsdiktning sem kom út árið 1954 og Skaldens hus. Laxness’ diktning frán Salka Valka till Gerpla sem kom út árið 1956. Lars Lonnroth, eftirmaður Hall- bergs á prófessorsstóli við Gauta- borgarháskóla, segir í eftirmæla- grein, að með skrifum sínum um Laxness og þýðingum á skáldsög- um hans hafi Peter Hallberg átt þátt í að ávinna fremsta sam- tímaskáldi Islendinga virðingu og aðdáun í Svíþjóð og fjölmörgum löndum öðrum og hafi með því sennilega átt ríkan þátt í því að Halldór Laxness hlaut Nóbelíiverðlaunin strax árið 1955. Hallberg hélt áfram að rita um Halldór Laxness og gaf út á ensku ævisöguna Halldór Laxness, sem kom út í New York árið 1971. Ritverk Peter Hallbergs hafa verið þýdd á ýmis tungumál, þar á meðal íslensku. Meðal annarra helstu ritverka Hallbergs um ís- lenskar bókmenntir má nefna Snorri Sturluson och Egils saga Skallagrímssonar, sem kom út 1962, Den islándska sagan (1956) og Ett forsök till spráklig författ- arbestámning (1962). Ilann ritaði einnig fjölmargar bækur um sænskar bókmenntir og bók- menntafræði. Peter Hallberg verður jarðsung- inn síðar í þessari viku í Gauta- borg. Hann lætur eftir sig dóttur í Gautaborg. Afslátturinn skilar sér ekki til neytenda AFSLÆTTIR af varahlutum til verkstæða eru innbyggðir í álagn- ingarkerfið í varahlutaverslun. Varahlutasalar gefa sínum stærstu viðskiptavinum afslátt sem er á bilinu 20-40% og líklega er um og yfir helmingur af sölu varahluta til verkstæðanna. Til þess að geta gefið þennan afslátt hækka vara- hlutasalarnir álagningu. Þar að auki skilar afsláttur til verkstæð- anna sér ekki til neytenda. Þetta segir Runólfur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda. Runólfur segir að vegna þessa afsláttarkerfis hafi verkstæðin engan hvata til að kaupa varahluti sambærilega að gæðum til við- gerða þar sem þeir eru ódýrastir. „Það er auðvitað eðlilegt að sá sem verslar meira fái betri kjör en yfír 30% afsláttur — það er allt of mikið,“ segir Runólfur. Runólfur segir að ef varahluta- salar gæfu á bilinú 5-15% í af- slátt miðað við viðskipti, eins og Viðskiptavinir geri verðkönn- un á dýrari varahlutum eðlilegt gæti talist, ætti álagningin að geta dottið niður um 20%. Hann segir að eins og málum sé nú fyrir- komið geti ákveðin verkstæði séð sér hag í því að kaupa varahlut með það eitt að leiðarljósi að hlut- urinn gefi sem mest í aðra hönd fyrir verkstæðið en hagsmunir 'neytandans séu fyrir borð bornir. „Vitaskuld er hér um ákveðna skammsýni að ræða því neytendur eru orðnir mun meðvitaðri og gera í auknum mæli eigin verðkannan- ir,“ segir Runólfur. „Það er staðreynd að verkstæði hafa átt í vaxandi samkeppni við svarta atvinnustarfsemi sem er óþolandi í siðuðu samfélagi og þarf að uppræta. En það er engin lausn að færa til álagningu frá vinnuliðnum yfir á varahlutina," segir Runólfur. Neytandinn geri verðkannanir Stefán Bjarnason hjá varahluta- versluninni og bílaverkstæðinu Stillingu hf. segir að fyrirtækið hafi þá stefnu að neytandinn geri sjálfur verðkönnun á dýrari vara- hlutum og ákveði hvar verkstæðið kaupi þá. í viðskiptum með vara- hluti þurfi að sætta tvö ólík sjónar- mið, annars vegar verkstæðisins sem vill sýna hámarksafrakstur og hins vegar viðskiptavinarins sem vill greiða sem lægst verð. „Við höfum haft þá stefnu í Stillingu að neytandinn geri sjálfur verðkönnun á dýrari varahlutum og ákveði sjálfur hvar verkstæðið kaupi þá. En við viljum að neytand- inn treysti verkstæðunum fyrir innkaupum á ódýrari varahlutum," segir Stefán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.