Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvótinn farinn að ganga í erfðir Hilllii r&^iuAjD Seðlabankastj óri um sviptingar á gj aldey r ismörkuðum Kallar ekki á breytt gengi íslenskrar krónu SVIPTINGAR á gjaldeyrismörkuð- um að undanförnu, lækkun Banda- ríkjadals gagnvart Evrópumyntum og gengisfelling spænska pesetans og portúgalska escudosins, hafa ekki mikil áhrif hér á landi og kalla ekki á breytingar á gengi íslensku krónunnar, að sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar, seðlabankastjóra. Tilkynnt var um 7% gengisfell- ingu spænska pesetans og 3,5% lækkun portúgalska escudosins í gærmorgun eftir ellefu klukku- stunda langan fund gjaldmiðils- nefndar Evrópusambandsins. Gengi Bandaríkjadals gagnvart ís- lensku krónunni var í gærmorgun 63,76 krónur og hafði þá lækkað frá áramótum úr 68,30 kr. eða um hálft sjöunda prósent. Dalurinn lækkaði mikið um helgina, því á föstudag var skráð gengi hans 65,32 kr. Miðað er við svonefnd miðgengi. Gengi hans var i lág- marki í gærmorgun, en hann styrkti sig aðeins í sessi er á dag- inn leið. Þýska markið og sviss- neski frankinn hafa hins vegar styrkt sig í sessi gagnvart íslensku AÐFARANÓTT mánudags var beðið um aðstoð lögreglu í húsi við Ægi- síðu í Reykjavík þar sem fossaði inn vatn í kjallaraíbúð. Er að var komið náði vatnið í íbúðinni í klofhæð. Í ljós kom að svokölluð pottæð í götunni hafði gefíð sig, sökum aldurs og þreytu að því er talið er, og flæddi frá henni vatn, allt að 100 lítrar á sekúndu, sem kom upp í innkeyrslu hússins og streymdi inn í kjallaraíbúðina. Samkvæmt upplýsingum frá krónunni. Gengið þýska marksins var 45,63 kr. í gær og hafði hækk- að um 3,5% frá áramótum og sviss- neski frankinn hækkað um 4,4% gagnvart íslensku krónunni sama tímabil. Gengiskarfa viðmiðunin Birgir sagði að gengi íslensku krónunnar væri miðað við ákveðna gengiskörfu. ECU myntin hefði 76% vægi í þessari körfu, Banda- ríkjadalur 18% og japanska jenið 8% vægi. Gengiskarfan gerði það að verkum að sveiflur, eins og ver- ið hefðu á gengi Bandaríkjadals, jöfnuðust út að verulegu leyti. Hvað varðaði áhrifin af þessum breytingum á íslenskt efnahagslíf að öðru leyti en hvað gengi ís- lensku krónunnar snerti, sagði Birgir, að þetta hefði neikvæð áhrif á viðskiptakjör okkar, þar sem meira af útflutningi okkar færi til Bandaríkjanna en sem næmi inn- flutningi okkar þaðan. Raunar hefði vægi dalsins í útflutningi okkar verið að aukast og væri orð- ið meira en hlutfall hans í gengi- Vatnsveitu Reykjavíkur gerðu veð- urfarsástæður að verkum að götu- ræsi voru stífluð af klaka og því tóku þau ekki við flaumnum. Innbú íbúðarinnar mun vera meira eða minna ónýtt, en tryggingafélag Vatnsveitunnar greiðir tjónið. Skrúfað var fyrir vatnsstreymið um klukkan þijú um nóttina og slökkvi- liðið fengið á vettvang til að dæla út vatninu. Viðgerð á vatnsæðinni stóð yfir í gær og átti henni að ljúka síðdegis. skörfunni segði til um. Á hinn bóg- inn skulduðu íslendingar mikið í Bandaríkjadölum og á móti kæmi að skuldirnar lækkuðu sem næmi lækkun dalsins. Aðspurður sagði Birgir að fram- haldið hvað varðaði gengisþróun dalsins væri mjög óljóst. Því hefði lengi verið spáð að dalurinn hlyti að vera kominn í lágmark, en þær spár hefðu ekki ræst og dalurinn haldið áfram að falla. Á móti hefðu þýska markið, svissneski frankinn og japanska jenið verið að styrkja sig í sessi. Birgir sagði að gengisfelling pes- etans og escudosins væri fyrst og fremst áfall fyrir evrópska mynt- samstarfið og myndi ekki verða til þess að greiða fyrir því að draumur- inn um sameiginlegan evrópskan gjaldmiðil yrði að veruleika. Verð á sólarlanda- ferðum óbreytt Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, sagði að gengislækkun spænska pesetans og portúgalska escudosins hefði ekki í för með sér breytingar á verði sólarlandaferða í ár, þar sem gengið hefði verið frá samningum um gistirými í þessum löndum í ágúst í fyrra og búið væri að greiða fyrir það. Hins veg- ar gerði þetta það að verkum að ódýrara yrði að lifa í þessum lönd- um fyrir ferðamenn sem færu á þessar slóðir í sumar. Bílaumboðið Jöfur flytur inn bif- reiðar frá Bandaríkjunum, en sam- kvæmt upplýsingum umboðsins miðast verð bifreiðanna við þýsk mörk, en ekki bandaríkjadal. Er það gert vegna þess hve gengi bandaríkjadals hefur verið sveiflu- kennt og gefur í langflestum tilvik- um betri raun heldur en að miða við gengi dalsins. Bílheimar hafa einnig umboð fyrir bandarískar bifreiðar, en bif- reiðatx»þaðan eru eingöngu fluttar inn samkvæmt sérpöntunum. Vatnsæð í sundur á Ægisíðu Vatn fossaði inn og skemmdi kjallaraíbúð Kvenprófessor við raunvísindadeild Hl Kennslan lít- ils virði án rannsókna FORSETI íslands skipaði Ágústu Guðmundsdóttur nýlega prófsessor í mat- vælaefnafræði við efna- fræðiskor raunvísinda- deildar HÍ, og er skipunin afturvirk og miðast við þann tíma sem umsóknin var lögð inn, eða 1. desem- ber 1993. Með skipuninni er Ágústa fyrst kvenna til að vera skipuð prófessor við raunvísindadeild HÍ, jafnframt því að vera fyrsti prófessorinn í matvæla- fræði við skólann, en mat- vælafræði hefur verið kennd til BS-prófs í raun- vísindadeild frá 1977. Doktorsverkefni Ágústu fjallaði um rannsóknir á flutningi B-12 vítamíns inn í frumur. Síðustu árin hefur hún hins vegar einkum fengist við rannsóknir á þróun náttúrulegra rotvarnarefna úr fískbakteríum í samvinnu við Rannsóknastofnun fískiðnaðarins og erlenda aðila. Eru þessi náttúrulegu rotvarnar- efni ætluð til notkunar í matvæium í stað tilbúinna rotvarnarefna sem sum hver eru talin óæskileg heilsu manna. - Hvaða tilgangi þjónar þessi rannsókn? „Upphaflega var ætlunin að nota þessi rotvarnarefni í fískaf- urðir og ýmis fleiri matvæli. Við erum þarna að reyna að þróa rot- varnarefni sem eru heppilegri til notkunar út frá heilsusjónarmið- um en þau efni sem nú eru í notk- un. Þau gætu t.d. lengt geymslu- þol físks sem fluttur er milli landa, þannig að hann haldist lengur ferskur. Þarna er verið að gera tilraunir með þessi efni ásamt öðr- um svipuðum. Við þurfum eig- inlega að einangra fleiri efni áður en árangur næst, því að vandamál- ið við þessi efni er að þau verka á svo fáar bakteríur og í raun ekki á helstu skemmdu bakteríur í fiski. Þetta er helsta vandamálið sem við glímum við. Þessari rann- sókn miðar ágætlega, en er þó skammt á veg komin því að rann- sóknir af þessum toga taka afar langan tíma. Rannsóknin veldur því engri byltingu, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, en ef við getum haldið þessu starfí áfram, gefst okkur væntanlega kostur á að líta á fleiri tegundir af bakteríum og útvíkka sviðið þannig að við fáum fjölvirk efni, þ.e. efni sem eru einangruð úr mörgum bakteríum. “ Jafnframt þessu fæst Ágústa við erfðatæknilegar Agústa Guðmundsdóttir ► Ágústa Guðmundsdóttir fæddist 1945 í Reykjavík, varð stúdent frá öldungadeild MH 1976, lauk BS-prófi í matvæla- fræði frá Háskóla íslands 1980 og doktorsgráðu frá örveru- fræðideild University of Virgin- ia 1988. Hún starfaði við grunn- rannsóknir í matvælafræði við Raunvísindastofnun 1980-1984 og frá 1988 til dagsins í dag hefur hún unnið að eigin rann- sóknum í matvælaefnafræði við sömu stofnun. Gætu lengt geymsluþol fisks rannsóknir á ensímum úr þorski til matvæla- vinnslu, og eru þær unnar í samvinnu líf- efnafræðistofu Raun- “ vísindastofnunar og University of California í San Francisco. „Þessi rannsókn snýst um að klóna gen fyrir ensím, eða með öðrum orðum að framleiða þorska- ensím í örverum, meðal annars til þess að nota þessi ensím í mat- vælaiðnaði og jafnvel annars kon- ar iðnaði. Eitt það merkilegasta við þessi ensím úr fiskinum, er að þau eru virk við lægra hitastig en önnur ensím úr lífverum sem lifa við hærra hitastig. Við erum líka að kanna hvað valdi að þessi en- sím séu kuldavirkari heldur en t.d. sambærileg ensím úr rottum, sem kunningjar mínir í Kaliforníu eru að rannsaka.“ - Þessi viðfangsefni eru um margt séríslensk, ekki satt? „Eg skildi strax eftir að ég kom heim frá doktorsnámi að miklu vitrænna væri að tengjast þeim rannsóknum sem væru fyrir hér- lendis, þannig að maður sé hluti af stærri einingu en ekki einn út í horni að paufast. Við höfum ver- ið 3-4 að meðaltali á rannsókna- stofu minni í fullu starfi, en að hvorri rannsókn starfa ekki undir sex eða sjö manns alls. Af fyrr- greindum ástæðum sneri ég mér nær alfarið að jafn íslenskum fyr- irbærum og raun ber vitni. “ - Sækja konur minna í raunvís- indafög en karlar, miðað við að þú er fyrsti kvenprófessorinn í deildinni? „Á seinustu árum hefur fólki menntuðu á sviði erfðatækni fjölg- að mikið, og ég held að hlutföllin milli kynjanna séu afar jöfn hér- lendis á því sviði. Margir eru hins vegar ekki í kennarastöðum, held- ur starfa sumir á sjúkrahúsunum og aðrir á rannsóknarstofnunum. Nú eru 36 prófessorar f deildinni og þar af er ég eina konan, en til viðbótar eru 26 dósentar og þar að sex konur. Ég held þó ekki að konur eigi undir högg að sækja í deildinni, þær eru bara seinni á ferðinni og hafa ekki til skamms tíma farið í langskólanám. Nú fer það hins vegar mjög vaxandi.“ í embætti Ágústu felst 45% kennsluskylda, 40% rannsóknir og afgangnum er varið í stjórnun. „Sá sem rekur rannsóknarstofu þarf að leggja mikinn tíma í hana, ekki síst að afla ljár til að hún geti borið sig. Mér finnst stundum að ég hafi aldrei nógan tíma fyrir rannsóknir. Kennslan er þó mjög skemmtileg og væri lítils virði ef henni fylgdu ekki rannsóknir einn- ig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.