Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR Formaður Alþýðuflokksins á fundi á Akureyri Stefnt að áfram haldandi setu í ríkisstjórn Morgunblaðið/Rúnar Þór „SJÁÐU, hún er þarna á bakvið okkur,“ gæti Jón Baldvin verið að segja við Sigbjörn Gunnarsson þegar þeir" virtu fyrir sér hvar kosningaskrifstofa Þjóðvaka er að baki skrifstofu Alþýðu- flokksins við Ráðhústorgið á Akureyri. ALÞYÐUFLOKKURINN í Norður- landskjördæmi eystra hóf kosninga- baráttu sína með fundi á Akureyri á laugardaginn. A fundinn kom Jón Baldvin Hannibalsson og auk hans allir frambjóðendur flokksins í kjör- dæminu sem ekki voru veðurtepptir annars staðar. Fundurinn var hald- inn á kosningaskrifstofu flokksins, sem er að Brekkugötu 7, við Ráð- hústorg. Sigbjörn Gunnarsson alþingismað- ur, sem skipar fyrsta sæti lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, ávarpaði fundargesti. Hann sagði flokksmenn geta verið stolta af árangri þeim sem náðst hefði til framfara á kjörtímabilinu. Sigbjörn sagði að þetta hefði að vísu á margan hátt verið erfítt kjör- tímabil, og af einhveijum sökum hefðu árásir stjórnarandstöðu frem- ur beinst gegn Alþýðuflokki en hin- um flokknum í ríkisstjórninni. Auk þess hefðu innanflokksvandamál sett svip sinn á undanfama mán- uði, en nú væru þau að baki og flokkurinn sterkur og einn og stefndi einhuga að áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Forysta í framfaramálum Sigbjörn taldi forystu Alþýðu- flokksins skipta afar miklu í mörg- um helstu framfaramálum þjóðar- innar og þegar væri hafin þróun á fjölmörgum sviðum sem ekki mætti stöðva, til dæmis á sviði Evrópu- mála og á sviði þess að virkja og flytja út hugvit og þekkingu. Til þess að öruggt framhald mætti verða á þessum mikilvægu málefn- um þyrfti að tryggja samstöðu og fylgi við Alþýðuflokkinn og þar með öruggt sæti þingmanns A-listans í kjördæminu. Jón Baldvin Hannibalsson ávarp- aði fundarmenn og gerði grein fyr- ir baráttuaðferðum og vinnulagi í kosningabaráttunni framundan. Hann fjallaði um vænlega stöðu Alþýðuflokksins í skoðanakönnun- um, ekki síst í samanburði við stjórnarandstöðuflokkana, sem að öllu eðlilegu hefðu átt að stórauka fylgi sitt en mættu nú horfa á það hrynja. Vandræðaleg stj órnarandstaða Jón Baldvin sagði máttleysi stjórnarandstöðunnar væri merki- legt og hættulegt, skýrt dæmi um endalaus vindhögg og innistæðu- lausar ávísanir hennar kristölluðust í svokölluðum markmiðum Alþýðu- bandalagsins, til dæmis í kjaramál- um og kæmu svo á hinn bóginn í ljós í nýgerðum kjarasamningum, þar sem alþýðubandalagsmenn, sem dijúgan hlut áttu að máli, hefðu sýnt í verki stefnu sína. Jón Baldvin hvatti fundarmenn til dáða, framundan væri mikið verk, mikil vinna sem krefðist margra handa og endalauss dugn- aðar, sem hann vissi og treysti að væri fyrir hendi. Enginn mætti sofna á verðinum því enginn fískaði sem ekki reri. Alþýðuflokkurinn yrði að halda stöðu sinni í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn væri sá flokkur íslenskur sem helst hefði frumkvæði í stjórnmálum. Hann væri raunar hugmyndabanki íslenskrar pólitíkur. Stefnan væri sú að vera áfram í ríkisstjórn. ís- lensk þjóð þyrfti á Alþýðuflokknum að halda. K-listinn á Suðurlandi KVENNALISTINN hefur birt fram- boðslista sinn í Suðurlandskjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 8. apríl. í 1. sæti er Drífa Kristjánsdóttir forstöðumaður, Torfastöðum i Biskupstungum, í 2. sæti er Sigríður Matthíasdóttir bókavörður, Selfossi, í 3. sæti er Eyrún Ingadóttir sagn- fræðingur, Héraðsskólanum Laug- arvatni, í 4. sæti er Guðrún Vignis- dóttir hjúkrunarfræðingur, Selfossi, í 5. sæti er Sigríður Jensdóttir trygg- ingafulltrúi og bæjarfulltrúi, Sel- fossi, í 6. sæti er Sigríður Steinþórs- dóttir bóndi, Skaganesi, Mýrdal, í 7. sæti er Ragnheiður Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræðingur, Hvera- gerði, í 8. sæti er María Pálsdóttir nemi, Selfossi, í 9. sæti er Margrét Björgvinsdóttir skrifstofumaður, Hvolsvelli, í 10. sæti er Svala Guð- mundsdóttir húsmóðir, Selsundi, Rangárvöllum, í 11. sæti er Nanna Þorláksdóttir húsmóðir, Selfossi, og í 12. sæti er Jóna Vigfúsdóttir hús- móðir, Selfossi. -----»">-4---- K-listinn í Reykjavík KRISTILEG stjórnmálahreyfing hefur ákvðið fyrstu 7 sætin á fram- boðslista hreyfingarinnar í Reykja- vík, K-listanum: I 1. sæti listans er Árni Björn Guðjónsson húsgagnasmLðameist- ari, í 2. sæti Kristján Árnason verkamaður, í 3. sæti Árnór Þórðar- son kennari, í 4. sæti Guðlaug Helga Ingadóttir borgarstarfsmað- ur, í 5. sæti Þór Sveinsson gullsmið- ur, í 6. sæti Andrés G. Guðbjarts- son framkvæmdastjóri og í 7. sæti Skúli Marteinsson vaktmaður. Vímuefnaneysla unglinga Hvab geta foreldrar gert? SÁÁ heldur fræbslufundi fyrir foreldra um áfengis- og vímuefnaneyslu barna og unglinga. Þessir fræbslufundir eru opnir öllum foreldrum og aðgangur er ókeypis. Kannanir SÁÁ hafa sýnt aö foreldrar geta haft mikil áhrif á það hvort og hvernig börn þeirra neyta vímuefna. Þessar sömu kannanir hafa einnig sýnt að foreldra skortir oft þekkingu á því hvernig best sé að taka á málunum. Fyrsti fræðslufundurinn er í kvöld, þriðjudac) 7. mars í húsakynnum SAÁ Síðumúla 3-5 kl. 20. Rá&gjafar og læknar SÁÁ sjá um fræbsluna og svara fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn og aögangur er ókeypis. Næstu fundir í Reykjavík veröa þriöjudagana 14. mars og 28. mars. Fræöslufundir fyrir foreldra veröa einnig haldnir á landsbyggöinni. Fundarstabur og tímasetning auglýst síbar. Akranes, Akureyri, Hvammstangi ísafjöröur, Neskaupstaöur Selfoss, Siglufjöröur Stykkishólmur, Vestmannaeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.