Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 13 AKUREYRI Flotkvínni komið fyrir norðan slippstöðvarskemmunnar Um 155 þús. rúmmetrar grafnir burt Norðlenskir dagar HAFNARSTJÓRN Akureyrar hef- ur ákveðið að staðsetja flotkví sem Akureyrarhöfn hefur keypt norðan við svokallaða slippstöðvarskemmu, en staðsetning kvíarinnar hefur verið til skoðunar hjá stjórninni að undanförnu. 155 þúsund rúm- metrar í burtu Einar Sveinn Ólafsson formaður Hafnarstjórnar Akureyrar sagði að ljúka þyrfti stórum verkum áður en hægt yrði að koma kvínni fyrir. Búið er að bjóða út vinnu við að grafa út fyrir mannvirkinu, en gert er ráð fyrir að moka þurfi um 155 þúsund rúmmetrum jarðvegs í burtu til að koma kvínni fyrir. Vinna við gerð gijótgarðs hefur þegar verið boðin út og mun Suðurverk hf. sjá um þann þátt. Þá hafa tryggingafélögum og fyrirtækjum sem sérhæfa sig í flutningum verið send gögn varð- andi flutning kvíarinnar frá Litháen þaðan sem hún er keypt og til Akureyrar. Beðið er tilboða í það verkefni en Einar Sveinn sagði að í næstu eða þar næstu viku yrðu tilboð opnuð og ákvörðun tekin. Um tíma gældu hafnarstjórnar- menn við þá hugmynd að staðsetja flokkvína annars staðar á slipp- stöðvarsvæðinu, en talið var að um ódýrari kost yrði að ræða en því verður ekki viðkomið að sögn for- manns hafnarstjórnar. Um 300 metra langir og sverir vírar ganga út til allra átta frá flotkvínni þann- ig að hún krefst mikils rýmis og þá þótti vegna mikilla óveðra sem gengið hafa yfir í vetur ekki stætt á öðru en að setja kvína niður á upphaflega staðnum norðan skemmunnar. „Nú verður að vinna hratt að málinu,“ sagði Einar Sveinn, en tveir og hálfur mánuður er til stefnu þar til kvíin á að vera tilbúin til notkunar. Strandgatan kláruð Hafnarstjóm Akureyrar hefur einnig samþykkt að ljúka við um- hverfí meðfram Strandgötunni, en miklar framkvæmdir vom við göt- una í fýrra, ný gata var lögð og hlaðinn gijótgarður meðfram henni. Framkvæmdir hefjast með vorinu, en lagður verður göngustigur við gijótgarðinn frá Hjalteyrargötu að Torfunefsbryggju og vík við Pollinn verður lokað. Verkinu á að vera lokið fyrir miðjan júni. „Við gerum þetta bara úr ísmolum ef ekki fer að vora,“ sagði Einar Sveinn. NORÐLENSKIR dagar verða haldnir í matvöruverslunum Kaup- félags Eyfirðinga á Akureyri, Dal- vík, Ólafsfirði, Siglufírði, Grímsey, Hrísey og Grenivik dagana 16. mars til 2. apríl næstkomandi. Þetta er þriðja árið í röð sem efnt er til slíkra daga en góð þátttaka var í „Norðlenskum dögum“ í þau tvö skipti sem þeir hafa verið haldn- ir og stefnir í að þeir verði fastir liðir í lífí Norðlendinga. Tilgangurinn með “Norðlenskum dögum“ er að koma á framfæri því sem er að gerast í norðlenskum matvæla- og iðnfyrirtækjum, stuðla að uppbyggingu þeirra og kynna sem flestum norðlenska vöru og þjónustu. Ýmislegt verður gert bæði til fróðleiks og skemmtunar. Sérstakt blað verður gefíð út og því dreift á Eyjafjarðarsvæðinu. í matvöru- verslunum verða kynningar og til- boð og þar mun listafólk sjá um menningarviðburði af ýmsu tagi. Enn er möguleiki fyrir þá sem áhuga hafa á að taka þátt og þeim bent á að hafa samband við sölu- skrifstofu KEA og leita nánari upp- lýsinga. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kennarar ræða við stjórnmála- menn KENNARAR hittast daglega og ræða málin í verkfallsmiðstöð sinni í Lóni við Hrísalund á Akureyri og þar fer fram öflug starfsemi. Þeir hafa nú skipulagt fundi með efstu mönnum á framboðslist- um þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í kjördæminu en slíkir fundir verða á dagskrá alla vik- una. Þar verða kjaramálin til umræðu og ætla kennarar að heyra hvað fulltrúar flokkanna hafa að segja um stefnu þeirra í skólamálum og hvaða hugmyndir menn hafa um umbætur í skóla- starfi, að sögn Sveinbjarnar M. Njálssonar formanns Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Sigbjörn Gunnarsson og Anna Karolína Vilhjálmsdóttir, Alþýðu- flokki, mættu í verkfallsmiðstöð- ina í gær en í dag verða fulltrúar Kvennalistans þar á ferð. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks mæta á mið- vikudag og á fimmtudag fulltrúar Alþýðubandalags. Á föstudag verða tveir fundir, annar með full- trúum Framsóknarflokks og hinn með fulltrúum Þjóðvaka. Á myndinni eru þeir Gunnar Halldórsson kennari í Síðuskóla og Sigbjörn Gunnarsson þingmað- ur Alþýðuflokksins að ræða málin. Bj örgunar s veitar- menn aðstoða lög- reglu um helgar Unglingum ekið heim á nóttunni UM TUTTUGU unglingum á aldr- inum 13 til 16 ára var ekið til síns heima um helgina, en nú stendur yfir sérstakt átak í útivistarmálum unglinga. Lögreglu til aðstoðar eru tveir félagar í Hjálparsveit skáta og tveir úr Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri sem ásamt lögreglu- mönnum eru á tveimur bílum- til að sinna þessu verkefni. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á dögunum að lengja úti- vistartíma unglinga 13 til 16 ára en þau mega nú vera úti til mið- nættis um helgar, á föstudags- og laugardagskvöldum. Akureyrar- bær ber kostnað vegna átaksins, en bærinn hefur gert samning við björgunarsveitarmenn um aðstoð við lögreglu til að framfylgja regl- unum. Matthías Einarsson lögreglu- varðstjóri sagði að þær þijár helg- ar sem átakið hefði staðið hefði gengið vel en á bilinu fjórtán til tuttugu unglingum hefur verið ekið heim um hveija helgi. Hert eftirlit „Við höfum hert eftirlitið í kjöl- far þessara nýju reglna, það verð- ur gengið eftir því að reglumar séu virtar,“ sagði Matthías, en gerist unglingar brotlegir þannig að þeir hafa verið keyrðir heim oftar en tvisvar eru foreldrar kall- aðir til viðtals. „Þetta hefur haft góð áhrif,“ sagði Matthías, „þann- ig að þessu átaki verður haldið áfram fram á vorið.“ Fræðsludagur hjúkrunarfræðinga Siðfræði, samskipti og ákvarðanataka FRÆÐSLUDAGUR Norðaustur- landsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn næstkomandi laugardag, 11. mars, frá kl. 11.00 til 15.00 á Hótel KEA á Akureyri og er ætlaður hjúkr- unarfræðingum og öðru heil- brigðisstarfsfólki. Yfírskrift dagsins er siðfræði - samskipti - ákvarðanataka og verða fimm erindi flutt. Valgerður Valgarðsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni flytur erindi um sál- gæslu, dr. Gyða Halldórsdóttir sál- fræðingur talar um samskipti við aðstandendur fatlaðra, Heiða Hringsdóttir hjúkrunarforstjóri og Lilja Vilhjálmsdóttir hjúkrunar- deildarstjóri Dalbæ, Dalvík, ræða um siðfræðilega umfjöllun tengda öldruðum, Ólafur Oddsson héraðs- læknir Norðurlands eystra ræðir um heimilislækninn og sjúklinginn og dr. Vilhjálmur Árnason dósent í heimspeki við Háskóla íslands flytur erindi um höfuðþætti sið- ferðilegra ákvarðana. Á eftir erindunum verða pall- borðsumræður. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir félagsmenn og 1.000 krónur fyrir aðra, innifalið er kaffi og matur. Þátttöku ber að tilkynna eigi síðar en 9. mars til Álfheiðar Atladóttur, Heiðu Hringsdóttur eða Álfrúnar Sigurð- ardóttur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fegurðardrottning krýnd ÞAÐ var mikið um dýrðir í Sjal- lanum á Akureyri þegar Fegurð- ardrottning Norðurlands 1995 var valin úr hópi átta stúlkna. Það var Sigríður Ósk Kristins- dóttir, 19 ára nemi í Verk- menntaskólanum á Akureyri, sem fór með sigur af hólmi í keppninni og hlaut að launum vegleg verðlaun. Jóhanna Erla Jóhannesdóttir, 19 ára menntaskólanemi, hlaut titilinn sportstúlkan, og einnig var hún valin besta ljósmynda- fyrirsætan úr hópi stúlknanna. Ántonía María Gestsdóttir, 19 ára nemi í VMA, var valin vinsæl- asta stúlkan, en það voru þátttak- endur í keppninni sem völdu hana úr sínum hópi. Margir skoðuðu byssurnar GÓÐ aðsókn var að sýningu Skotveiðifé- lags Akureyrar og verslana með veiðivör- ur sem efnt var til í anddyri Iþróttahall- arinnar um helgina. Skotveiðifélagið kynnti starfsemi sína og þá gafst gestum kostur á að skoða byssusýningu sem félagsmenn settu upp en þar voru ótal byssur af ýmsu tagi. Verslanir kynntu það sem þær hafa upp á að bjóða og tengist skot- veiði. Morgunblaðið/Rúnar Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.