Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Landsbankinn Mikið fé afskrifað vegna Lindar KJARTAN Gunnarsson, for- maður bankaráðs Landsbanka íslands, lýsti því yfir á ársfundi bankans á föstudag að bankinn hefði þurft að leggja háar fjár- hæðir til hliðar til þess að mæta væntanlegum töpuðum kröfum eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. Bankinn ákvað að tillögu bankastjómar á sl. ári að leggja niður starfsemi fyrirtækisins. „Ekki þarf að flölyrða um ástæður þessarar ákvörðunar en aðstæður á eignarleigumarkaði hér á landi og afar erfíð afkoma fyrirtækisins .skýra þessa ákvörðun til fulls,“ sagði Kjart- an. Þá sagði Kjartan að starfsemi bankans á þessu sviði færi nú fram í eignarleigufyrirtækinu Lýsingu hf. sem hann á ásamt þremur öðrum aðilum. „Reynsl- an hefur sýnt að hér er um mjög áhættusaman og lítt arð- bæran rekstur að ræða og er það skoðun mín að lágmarka bera áhættu og þátttöku bank- ans í rekstri af þessu tagi.“ Frekari upplýsingar fengust ekki hjá Landsbankanum í gær varðandi hlut Lindar í afskrift- um bankans á sl. ári. Hins veg- ar hefur fengist staðfest að bankinn hefur a.m.k. glatað öllu hlutafé sínu í fyrirtækinu sem var að fjárhæð 185 milljónir. Alþjóðlega tryggingamiðlunin N.H.K. hefur opnað útibú í Reykjavík Eiga von á lækk- un iðgjalda hjá fyrirtækjum N.H.K. á íslandi hefur opnað skrif- stofu á Suðurlandsbraut 46, en það mun vera fyrsta útibú erlends fyrir- tækis hér á landi á sviði vátrygging- amiðlunar. Alfred C. Kingsnorth, stjórnarformaður N.H.K. Internat- ional, sagði að tryggingamiðlun væri regla en ekki undantekning í stærri viðskiptum í heiminum og hann byggist við aukinni samkeppni á tryggingamarkaðnum og lækkun ið- gjalda hjá íslenskum fyrirtækjum í kjölfar opnunar markaðarins og til- komu N.H.K. og hugsanlega fleiri miðlara. Kingsnorth sagði að hann hefði starfað fyrir flugfélagið Atlanta á alþjóðavettvangi og komið oft í því sambandi til Islands undanfarin ár. Tækifærin hér hefðu blasað við, því hér hefðu engir tryggingamiðlarar verið starfandi. Með tilkomu samn- ingsins um Evrópskt efnahagssvæði (EES) voru hins vegar samþykkt ný lög um vátryggingastarfsemi á Al- þingi í apríl í fyrra, sem heimiluðu meðal annars starfsemi miðlara og þjónustu vátryggingafélaga innan aðildarríkja EES á Islandi. í kjölfar þess var sótt um. leyfí fyrir starfsemina og var það veitt N.H.K. nú í lok febrúar, en auk þess fengu þeir Gísli Maaek og Halldór Sigurðsson leyfí til starfa sem lögg- iltir vátryggingamiðlarar hjá N.H.K. á íslandi. Til að byija með verður miðlað vátryggingum fyrir fyrirtæki 4 Morgunverðarfundur (fyrri af tveim "stjórnmálafundum") ntiðvikudaginn 8.mars 1995 ki. 08.00 - 09.30, f Átthagasal Hótels Sögu ISLENSKT ATVINNUUF OG PÓLITÍSKT UMHVERFI - HVERT STEFNUM VIÐ í SAMKEPPNI ÞJÓÐANNA? STJÓRNMÁLAFORINGJAR Á PALU MED TALSMÖNNUM ATVINNUllFSINS Forsendur og stefna flokka og framboða i' hnotskurn - 5 mínútna ávörp. Olafur Ragnar Grímsson, formaður Atþýðubandalagsins Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins Agúst Einarsson, varaformaður Þjóðvaka Pallborð ■ spurnmgar, syör, snorp skoðanaskipti Talsmenn atvinnulífsins: Frióþjófur O. Johnson, forstjóri Ó. Johnson & Kaaber hf. Jenný Stefanía Jensdóttir, framkvæmdastjórí Plastos hf. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf. Fyrirspurnir frá fundarmönnum Fundarstjóri Einar Sveinsson, formaður Verslunarráðs Islands Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200.- Fundurínn er opinn, en tilkynna veróur þátttöku fyrirfram i síma Verslunarráösins, 588 6666 (kl. 08 - 16). VERSLUNARRAÐ ISLANDS í svonefndri stóráhættu á sviði sjó- og farmtrygginga, flugtrygginga, eignatrygginga, slysa- og sjúkra- trygginga og ábyrgðartrygginga. Tækifæri fyrir íslensk try ggingafélög Kingsnorth sagði að nú væri venj- an sú að tryggingafélög mætu trygg- ingarþörf fyrirtækja og gerðu þeim síðan tilboð, en nú gætu íslensk fyrir- tæki fengið óháðan miðlara til að setja saman trygginga„pakka“ sem hentaði rekstri þeirra og miðlarinn leitaði síðan að félagi sem byði lægstu iðgjöldin. Kostnaðurinn við þessa þjónustu borgast af trygginga- félaginu en ekki fyrirtækinu. Nú hafa 17 erlend tryggingafélög leyfi til að veita þjónustu hér á landi en Kingsnorth sagðist vonast til að inn- an skamms yrði hægt að leita hag- stæðustu tilboða hjá um 50 trygg- ingafélögum á alþjóðamarkaði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg STARFSMENN N.H.K. á íslandi og fulltrúar breska móðurfyrir- tækisins kynntu starfsemi félagsins í gær. Frá vinstri: Gísli Maack, David Essard, Alfred C. Kingsnorth og Halldór Sigurðsson. Hann sagðist einnig vonast til að miðla samningum til íslensku vá- tryggingafélaganna, en opnun trygg- ingamarkaðarins gæti þýtt aukin tækifæri fyrir þau en ekki bara harðnandi samkeppni. Athugun N.H.K. hefði sýnt að íslensku vá- tryggarfélögin væru fjárhagslega sterk og vel rekin og þau ættu því möguleika á að laða til sín viðskipti erlendis frá. N.H.K. Intemational er bresk vá- tryggingamiðlun með höfuðstöðvar í London og aðgang að Lloyd’s trygg- ingamarkaðnum. Hún hefur einkum sérhæft sig í tryggingum á flugvél- um, en hefur víkkað út starfsemi sína á síðari árum. N.H.K. á íslandi er eina skrifstofan í beinni eigu N.H.K. International utan Bretlands, en fyrirtækið er með umboðsmenn á sínum snærum víða um heim. Landsbankinn býr sig undir hugsanlegar breytingar Nefnd kniumr áhrif hlutafélagavæðingar BANKARÁÐ Landsbankans hefur skipað fimm manna nefnd til að kanna hvaða áhrif hugsanleg breyting bankans í hlutafélag hefði. Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans sagðist á ársfundi bankans á föstudag vera þess fullviss að á næstu árum myndu umræður um breytingar á rekstrarformi ríkisbankanna eða eignarhaldi 'þeirra vaxa mikið og sú breyting verða að hlutur ríkis- ins á þessu sviði minnkaði mjög verulega eða jafnvel hyrfi alveg, a.m.k. í almennum samkeppnis- rekstri. Hann sagði það skyldu forráða- manna Landsbankans að vera við því búnir að breytingar verði gerð- ar á rekstrarformi bankans og hugsanlega síðar á eignarhaldi hans. Til að búa bankann undir hugsanlega breytingu á rekstar- formi ef eigandi hans ákvæði slíka breytingu hefði bankaráðið sam- þykkt eftirfarandi tillögu: „Bankaráð Landsbanka íslands samþykkir að skipa fimm manna nefnd til að kanna hvaða áhrif hugsanleg breyting á Landsbanka íslands í hlutafélag hefði. Nefndin skal m.a. leitast við að kanna áhrif slíkrar breytingar á samkeppnis- stöðu bankans gagnvart innlend- um og erlendum samkeppnisaðil- um, áhrif á viðskiptahagsmuni bankans innanlands bæði gagn- vart lánþegum og innstæðueig- endum og áhrif á viðskiptahags- muni bankans erlendis. Jafnframt skal nefndin leitast við að gera sér grein fyrir áhrifum slíkrar breyt- ingar á starfsmannahald, launa- þróun, lífeyrismál og annað sem varðar hagsmuni starfsfólks. Þá skal nefndin leitast við að meta hvaða reglu eðlilegast væri að beita við ákvörðun eiginfjár og heildarfjárhæð hlutafjár bankans væri honum breytt í hlutafélag svo og annað sem nefndin telur málið skipta fyrir bankann og yfirstjórn hans að gera sér glögga grein fyrir ef Alþingi tæki ákvörðun um breytingar af þessu tagi. í nefnd- inni skal eiga sæti formaður bankaráðs, bankastjórn og einn fulltrúi tilefndur af stjórn félags starfsmanna Landsbanka íslands. Stefnt skal að því að nefndin Ijúki störfum fyrir 1. október 1995.“ Samkeppnin í bankarekstri fer harðnandi Kjartan sagði að í þessari tillögu væri engin afstaða tekin til breyt- inga á rekstrarformi eða neins annars því viðkomandi heldur væri einungis um að ræða að bankinn hefji sjálfur með sjálf- stæðum hætti innan eigin vébanda könnun á afleiðingum hugsanlegr- ar rekstrarformsbreytingar og væri í stakk búinn til að taka þátt í umræðum um slík mál á grund- velli athugana og rannsókna og gæti þannig a.m.k. haft áhrif á hvernig ákvörðun af þessu tagi yrði framfylgt. „En þó allt sé óljóst í þessu og ákvarðanir um þessi efni verði ekki teknar í Landsbankanum heldur á Alþingi þá er hitt víst að samkeppnin í bankarekstri á ís- landi fer mjög harðnandi, afnám úreltra hafta og gjaldeyrisþving- ana opna nýja möguleika fyrir Is- lendinga til þátttöku á fjármagns- markaði annarra þjóða. Það mun e.t.v. ekki hafa svo mikil áhrif fyrst í stað en mun með tímanum skapa nýtt samkeppnis- og rekstr- arumhverfi. Landsbankinn þarf að mæta þessum breytingum sem best hann getur. Hann hefur nú þegar gert ýmislegt til þess að styrkja sig í þessari samkeppni, ég hef þegar nefnt rekstrarsparnað og sparnað í launakostnaði og vonandi hafa menn nú komist fyrir verstu sker- in í útlántöpum, þannig að von er til þess að hagnaður bankans muni vaxa og ekki þurfí lengur að veija helmingi vaxtamunarins til afskrifta.“ Keating segir óvini skríða fyr- ir Packer Singapore. Reuter. Stjómarandstæðingar, sem segja að forsætisráðherra Ástralíu, Paul Keating, standi fyrir þrálátum árásum á fjölmiðlákónginn Kerry Pac- ker, „skríða“ fyrir Packer, að því er Keating sagði á blaða- mannafundi í Singapore í vik- unni. Keating og fleiri embættis- menn hafa gagnrýnt Packer fyrir tilraunir til að auka hlut sinn í eignarhaldsfyrirtækinu John Fairfax Holdings Ltd og láta reyna á lög í Ástralíu um rétt til að eiga fjölmiðla af ólíkum toga. Forsætisráðherrann sagði nýlega að hann væri „hlynnt- ur ljölræði í áströlskum fjöl- miðlum“ og mundi ekki láta viðgangast að troðið væri á þjóðarhagsmunum. Packer rekur sjónvarpsstöðvar í borg- um, þar sem Fairfax gefur út blöð. Hann hefur keypt 17% hlut í Fairfax-útgáfunni og kveðst vilja náð yfirráðum yfir henni ef lög leyfi. Samkvæmt áströlskum lög- um má enginn, sem hefur leyfi til að reka sjónvarp, einnig ráða yfir dagblaði í sömu borg. Gert er ráð fyrir að meira en 15% hlutur jafngildi yfirráðum nema annað verði sannað. Packer hefur gagnrýnt stjórn- ina fyrir að leyfa útlendingi, Kanadamanninum Conrad Black, að ráða yfir Fairfax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.