Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hollensk samsteypa veitir 69 milljörð- um í gjaldþrota banka í Bretlandi ING bjarg- ar Barings London. Reuter. HOLLENSKA banka- og trygg- ingasamsteypan ING hyggst kaupa Baringsbanka, sem varð gjaldþrota vegna áhættuviðskipta starfsmanns í Singapore, og veita jafnvirði 69 milljarða króna í bankann svo hann geti haldið áfram starfsemi sinni. Aad Jaeobs, stjórnarformaður ING, sagði þetta mikilvægan lið í út- þensluáformum samsteypunnar. „Ég er mjög ánægður. Þetta fell- ur frábærlega inn í áætlanir okkar og tryggir okkur feykilegan vöxt,“ sagði Aad Jacobs. „Ég ætla nú að fá mér glas af kampavíni - eða kannski nokkur." Samkomulag náðist seint á sunnudag milli stjórnenda Barings og ING (Intemationale Nederland- en Groep) eftir að hollenski bankinn ABN AMRO og bandaríska verð- bréfafyrirtækið Smith Bamey höfðu boðið í hluta bankans. ING ætlar ekki að breyta nafni Baringsbanka, sem hefur verið rek- inn í 233 ár, og 4.000 starfsmenn hans halda atvinnunni. ING kaupir nánast öll fyrirtæki Barings, eignir og skuldir. „Eftir endurskipulagningu og afskráningu lána mun Baringsbanki hafa vara- sjóð upp.á 200 milljónir sterlings- punda [21 milljarð króna], sem ING er sannfært um að nægi,“ sagði talsmaður Barings. Búist er við að bankinn fari að skila ING arði þeg- ar á næsta ári. Kenneth Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, kvaðst ánægður með samkomulagið og sagði það réttlæta þá ákvörðun hans að ríkið kæmi ekki bankanum til bjargar. Leeson sendi afsagnarbréf Bretinn Nick Leeson olli Barings- banka jafnvirði 60 milljarða króna tapi með áhættuviðskiptum sínum í Singapore. Dagblaðið The Busi- ness Times skýrði frá því i gær að Leeson hefði sent fax í útibúið í Singapore föstudaginn 24. febrúar þar sem hann kvaðst vera á barmi taugaáfalls og tilkynnti afsögn sína. „Eg biðst innilega afsökunar á þeim vanda sem ég hef valdið ykk- ur,“ sagði í faxinu. „Það var hvorki ætlun mín né ásetningur að þetta skyldi gerast en álagið, bæði í starfí og einkalífí, er orðið meira en ég get þolað og hefur að mati iæknis bitnað svo á heilsunni að tauga- áfall er yfírvofandi." Yfírmenn útibúsins í Singapore höfðu ekki staðfest fréttina í gær. Viðvaranir allt frá 1992 Goh Chok Tong, forsætisráð- herra Singapore, sagði á sunnudag að stjórnendur Barings gætu sjálf- um sér um kennt hvernig fór, bank- inn hefði orðið gjaldþrota vegna „skorts á innra eftirliti". Embættismenn í Singapore skýrðu frá því um helgina að bank- inn hefði allt frá árinu 1992 verið varaður við því að hann kynni að lenda í ógöngum vegna áhættuvið- skipta Leesons. Englandsbanki og bresk stofnun, sem rannsakar al- varleg fjársvikamál, rannsaka nú hvemig Leeson gat gert saminga upp á 1.800 milljarða króna án þess að stjómendur bankans gripu í taumana. : fíy; - ***L.i»r' jjpaNt# IS*.* Reuter ÍBUI Sarajevo hleypur meÖ son sinn framhjá frönskum friðar- gæsluliðum eftir að leyniskytta hóf skothríð á sporvagn. Ný ál- ver ekki ráðleg Varað við verðlækk- un vegna smíði vera í Persaflóaríkjum Abu Dhabi. Reuter. VERÐI áætlanir um smíði nýrra álvera í Persaflóaríkjum að veru- leika, er hætt við, að álverðið lækki í kjölfarið. Kemur þetta fram í skýrslu frá Iðnaðarbanka Samein- uðu arabísku furstadæmanna, EIB. í Persaflóaríkjum eru nú tvö álver, í Bahrain og Dubai, og er fýrirhugað að stækka þau bæði. Auk þess eru áætlanir um 300.000 tonna álver í Qatar og annað jafn stórt í Kúveit og í Saudi-Arabíu hafa tvö álver verið á teikniborðinu í nokkum tíma. Háð sveiflum í skýrslu bankans er varað við smíði nýrra álvera þar sem hún geti gert hvorttveggja í senn að lækka verðið á áli og gera ríkin háð sveiflum á þessum markaði. Miklu viturlegra sé að auka fram- leiðslugetu þeirra vera, sem fyrir eru. Álverðið komst í 2.181 dal á tonnið í janúar og hafði þá ekki verið jafn hátt í fjögur ár. A föstu- dag var það komið niður í 1.908 dali. Utanríkisráðherra Bosníu gagnrýnir Sameinuðu þjóðirnar Varað við allsherjarstríði London. Reuter. IRFAN Ljubijankic, utanríkisráð- herra Bosníu, sagði í gær að hætta væri á að allheijarstríð blossaði upp að nýju í landinu þar sem friðarum- leitanir fímmveldanna svokölluðu hefðu siglt í strand. Utanríkisráðherrann er í London til að ræða við breska ráðamenn um hvernig bregðast eigi við and- stöðu Slobodans Milosevie, forseta Serbíu, við að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Bosníu. Ljubijankic sagði að fímmveldin, sem hafa beitt sér fýrir friði í Bosníu - Bandarík- in, Rússland, Þýskaland, Bretland og Frakkland - væm komin í tíma- þröng þar sem tveggja mánaða vopnahlé í Bosníu félli úr gildi 30. apríl. Sameinuðu þjóðirnar auðmýktar Fimmveldin hafa boðist til þess að aflétta refsiaðgerðum gegn Serbíu ef Milosevic viðurkenndi sjálfstæði Króatíu og Bosníu. Serb- neski forsetinn hefur hafnað tilboð- inu og sagt að fyrst yrði að aflétta refsiaðgerðunum án skilyrða. „Það eina sem Milosevic skilur er valdbeiting," sagði Ljubijankic og hvatti til þess að íþrótta- og menningarsamskipti við Serbíu yrðu bönnuð að nýju. Bosníski utanríkisráðherrann sakaði Sameinuðu þjóðirnar um aðgerðaleysi í Bosníu-málinu og sagði Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hafa auðmýkt sam- tökin. „í fyrra var okkur sagt að fimm- veldin myndu sniðganga Karadzic... en eftir heimsókn Jimmys Carters, fyrrverandi for- seta, til Pale [höfuðstöðva Bosníu- Serba] var enn einu sinni haft sam- band við hann í von um að hann féllist á tilslakanir. Karadzic svar- aði þessu með því að herða á kröf- um sínum. Sameinuðu þjóðirnar voru auðmýktar," sagði Ljubijankic og bætti við að samtökin ættu að aflétta vopnasölubanninu á Bosníu- stjóm ef Bosníu-Serbar undirrituðu ekki friðaráætlun fímmveldanna fyrir lok apríl. 10-14 Við bjóðum til dúkaveislu aðeins þessa einu viku! Komdu og erðu einstök kaup! Teppaland tD Parketland Grensásvegi 13, sími 581 3577 og 588 1717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.