Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kynningarfundur _Dale . Carnegie þjálfun®' Fimmtudagskvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69. Námskeiðið JTá Konráð Adolphsson D.C. kennarí ✓ Eykur hæfni og árangur einstaklingsins. ✓ Byggir upp leiðtogahæfileika. ✓ Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn. ✓ Skapar sjálfstraust og þor. r ✓ Arangursríkari tjáning. ✓ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur. ✓ Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt Innritun og upplýsingar í síma: 581 2411 STJORNUNARSKOLINN Konráð Adolphsson, Einkaumboð fyrir Dale Carnegie® námskeiðin LANPSBAWKI í S L A N D S N-Á-M-A-N Landsbanki tslands auglýsir nú sjötta árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. JU Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Jg Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1995 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. Jll Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í aprfl 1995 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 2 styrkir til náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til framhaldsnáms erlendis, 1 styrkur til listnáms. gg Umsóknum er tilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. Jg Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Berglindar Þórhallsdóttur Bankastræti 7, 155 Reykjavík L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna ERLENT Nostradamus skrá- seljari samtímasögu ekki spámaður ANNAÐ árþúsundið er að kveðja og eftir því sem nær dregur alda- mótunum má búast við vaxandi ótta við alls konar hörmungar og yfirnáttúrulega hluti. Jarðskjálftar, flóð, styijaldir, allt mun þetta verða vatn á myllu þeirra, sem boða endurkomu Krists eða jafnvel hinn efsta dag. Bretinn James Randi er áhugamaður um þessi efni en hann er ekki í hópi með heimendaspámönnunum, heldur hefur hann gert sér far um að svipta hulunni af gömlum spásögnum, sem svo eru kallaðar, meðal annars af rímunum hans Nostradamusar. Við skulum vona, að óttinn birtist ekki í stórkost- legri' eyðileggingu, til dæmis í því að brenna uppskeruna eins og gerðist í Frakk- landi þegar árið 1000 var að ganga í garð,“ segir Randi en sá, sem nú kyndir mest undir ímyndunarafli þeirra, sem óttast einhvers konar heimsslit, er franski læknirinn og stjörnuspekingurinn Michel de No- tredame. Er hann kunnari sem Nostradamus og var uppi á 16. öld. Nostradamus skrifaði fjöldann allan af svokölluðum „öldum“ eða torráðnum vísum, sem margir telja, að hafi sagt nákvæmlega fyrir um óorðna atburði, til dæmis brunann mikla í London, frönsku bylting- una, uppgang Hitlers, Watergate, éyðilegginguna, sem fellibylurinn Andrés olli, og nú yfírvofandi heimsendi. Afglöpin í London Randi, sem hefur kynnt sér vel verk Nostradamusar, telur, að vís- umar lýsi atburðum um hans daga og hafi verið skrifaðar á eins konar dulmáli til að styggjá ekki kirkjuna og veraldleg yfirvöld. Ein vísan, sem er frá 1555, er efnislega þann- Uthelling saklauss blóð verða afglöpin í London, tærðar í eldingu, tuttugu og þremur, sexurnar, eiliæra frúin mun steypast af stalli, Nostradamus fieiri af sama söfn- uði munu láta lífið. Sumir segja, að hér hafí verið spáð fyrir um loftárásimar á London 1940 og elliæra frúin sé Pálskirkjan þar í borg. Randi segir aftur á móti, að hér hafi Nostradamus verið að lýsa reiði sinni og hneykslan á ofsóknum Blóð-Maríu gegn mót- mælendum, sem hún lét brenna á báli. Ekki er þó ljóst við hvað hann átti með „23“ en mótmælendumir vom ávallt bomir á bálið sex saman. Þeim var fengið púður, sem bundið var milli fóta þeirra, og þeg- ar eldurinn náði því, þá sprakk það og batt um leið enda á kvalirnar. Það skýrir „eldingarnar". Mótmælandi á laun „Elliæra frúin“ er Blóð-María. Hún var vitskert að sögn og þegar verið var að brenna fólkið ráfaði hún um höllina allsnakin og hélt því fram, að hún bæri barn Filipus- ar II Spánarkonungs undir belti. Mótmælendur, Nostradamus var mótmælandi á laun, áttu enga ósk heitari en sjá hana dauða. Útskýringar af þessu tagi munu samt engin áhrif hafa á þá, sem hafa atvinnu af því að ala á hindur- vitnum og fara með spádóma. Randi á þó ýmis hollráð handa þeim: ■ Hafið spádómana nógu marga í von um, að einhveijir rætist. Ger- ist það, þá skuluð þið benda á þá með stolti en gleyma hinum. ■ Hafið orðalagið loðið og tvírætt. Afdráttarlausar fullyrðingar eru varasamar en það, sem gefið er í skyn, má allt- af túlka með nýjum hætti. ■ Sparið ekki táknin og notið myndlíkingar eins og dýr, nöfn og upphafsstafi. „Hinir trúuðu“ geta alltaf fundið þeim einhvern stað. ■ Gefið guði dýrðina þegar vel gengur en kennið sjálfum ykkur um þegar túlkunin á hinum guðlega boð- skap reynist ekki rétt. Gagnrýnendurnir hafa þá aðeins við guð að sakast. ■ Haldið ótrauðir áfram þrátt fyr- ir allar vitleysurnar. Hinir trúuðu munu ekki taka eftir neinu. ■ Spáið fyrir um náttúruhamfarir. Þær eru vinsælar og eftirminnileg- ar. Engin bersöglismál „Nostradamus," segir Randi, „var virðulegur læknir, sem leið fyrir ranglætið og ofsóknimar á sinni tíð og orti um þær kvæði, sem hann hafði jafn myrk og raun ber vitni til að vekja ekki athygli rann- sóknarréttarins. Hann vissi ekkert um framtíðina og öfugt við það, sem sumir halda, lá honum ekkert á hjarta um Margaret Thatcher eða Andrés önd.“ (Heimild: The Daily Telegraph.) nn í framtíðina með Novell NetWare 4.1 NOVELL 11 NetWare 4.1 Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. H Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.